Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. ÞING BÚKAVARÐA Þessa dagana hefur staðið yfir hér i Reykja- vik þing bókavarða. Þingið hefur vakið athygli á málefnum bókasafna i landinu, en þó umfram allt á framtiðarverkefnum safnanna og fram- tiðaruppbyggingu þeirra. Slikar umræður eru vissulega timabærar nú, þvi mikil gróska er i málefnum bókasafna um þessar mundir og er m.a. i undirbúningi hér i Reykjavik bygging tveggja nýrra safnahúsa, — fyrir Borgarbóka- safnið og Landsbókasafnið. Á siðari árum hefur orðið mikil framför i bókasafnamálum hér á íslandi. Söfnin hafa stækkað og styrkzt og gegna sifellt þýðingar- meira hlutverki i menningarlifi i landinu. Sifellt fleiri nota sér þjónustu þá, sem söfnin veita og starfsskýrslur safnanna afsanna algerlega þá fullyrðingu sumra, að bókin sé á undanhaldi. Þvert á móti hafa bækur sennilega aldrei verið jafn mikið lesnar á íslandi og nú. Hitt er svo annað mál, hvort það séu allt góðar bókmenntir, sem lesnar eru. En þar er ekki við söfnin að sakast. Það skortir ekkert á það af þeirra hálfu, að þau hafi bókmenntirnar á boðstólum. Og það er staðreynd, að með starfsemi sinni hafa bóka- söfnin stuðlað að auknum bókmenntaþroska þótt um það megi auðvitað deila, hvort sá þroski sé nægilega góður með þjóðinni. Bókasöfnin hafa auðvitað ekki styrkt stöðu sina og aukið mikilvægi sitt nema með þvi að taka upp ýmsa nýbreytni i starfi, sem hefur verið vel þegin af almenningi. I sambandi við þessi mál hafa bókafulltrúar rikisins, fyrst Guð- mundur G. Hagalin og siðar Stefán Júliusson, unnið merkt og gott starf. Þeirra þáttur i safna- málunum er mikill og það er gott fyrir bókasöfn og almenning að hafa getað og geta átt að i starfi bókafulltrúa rikisins rithöfunda og bóka- menn eins og þessa tvo. Árið 1963 var siðast sett heildarlöggjöf um störf bókasafna. Sú löggjöf hefur komið miklu þörfu til leiðar. En áfram verður að halda. Lagasetningin frá 1963 fullnægir ekki lengur fyllstu kröfum. Þvi verður að setja ný og full- komnari lög sem gera okkur fært að stiga næsta skref i safnamálum. Á bókavarðaþinginu var sérstök áherzla lögð á, að það skref yrði stigið á þá lund, að bóka- söfnin yrðu gerð að virkari menningarmiðstöðv- um en nú er, þar sem viðtæk og yfirgripsmikil starfsemi að fræðslu- og menningarmálum gæti átt sér stað. Undir þessar hugmyndir vill Alþýðublaðið taka. Hlutverk bókasafnanna verður að vera vaxandi hér eftir sem hingað til og það tækifæri, sem okkur gefst til þess að byggja söfnin upp sem alhliða menningarmiðstöðvar, eigum við að taka. íslendingar hafa hreykt sér af þvi að vera bókaþjóð. Þess vegna hafa þeir lagt mikla áherzlu á að byggja upp almenningsbókasöfn og það starf hefur vissulega skilað miklum árangri. Nú eigum við ágæt almenningssöfn og það, sem meira er, ágætt starfslið til þess að veita þeim forstöðu. Þessa aðstöðu og þetta sérhæfða fólk eigum við að nota til fremri framfarasóknar i málefn- um almenningssafnanna um leið og við byggj- um upp hin sérhæfðu bókasöfn, sem eiga öðru og ekki siður þýðingarmiklu hlutverki að gegna. UNDBÚNADUR Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi, skrifaði grein i Alþýðublaðið nú i vikunni, þar sem hann gerði ýms- ar athugasemdir við forystugrein i Alþýöublaðinu um landbúnaðar-. mál. Voru þessi skrif Inga enn einn þátturinn i deilu þeirri, sem hann hóf við Björn Matthiasson, hagfræðing, um vinnuaflsafköst i landbúnaði. Kjarninn i athugasemdum Inga við upplýsingar þær um vinnu- aflsafköst i landbúnaði, sem komið hafa fram bæði hjá Birni Matthiassyni og i Alþýðublaðinu er sá, að fjöldi vinnustunda. sem landbúnaðurinn notar, sé þar allt of hátt metinn og þá um leiö vinnuaflsafköstin miklum mun minni, en rétt er. Þvi er til að svara, að i fyrsta lagi er hér um tölur að ræða, sem Efnahagsstofnunin, nú Hag- rannsóknardeild Framkvæmda- stofnunar rikisins, hefur látið birta eftir sér i OECD-skýrslum. Þaðan voru þær upplýsingar teknar, sem Ingi Tryggvason vill ekki við kannast. Varla hefði þessi veigamesta tölfræðistofnun okkar tslendinga látið fara að birta svona niðurstöður eftir sér i samþjóðlegu upplýsingariti ef stjórnendur stofnunarinnar, sem eru i fremstu röð islenzkra hag- fræðinga, hefðu ekki talið þær a.m.k. nokkuð nærri lagi. vinnuaflsþátturinn i framleiðslu landbúnaðarafurða lækkað úr tæpum 16% af heildarvinnuaflinu i landinu i tæp 13%. Þessa lag- færingu á tölum Hagstofunnar gleymir Ingi Tryggvason af ein- hverjum ástæðum að nefna i grein sinni, þótt hann viti mæta- vel um hana. Vinnuaflsviðmiðunin i út- reikningunum á vinnuaflsafköst- um og framleiðni i landbúnaði er þvi ekki eins hrikalega röng og Ingi Tryggvason vill auðsjáan- lega gjarna að hún sé. Slysa- tryggðu vinnuvikurnar i land- búnaðinum eru ekki notaðar gagnrýnilaust, eins og hann vill vera láta. Þvert á móti hafa Gagnslaus viðbára Ein af viðmiðununum, sem Efnahagsstofnunin notaði i sam- bandi við þessa útreikninga sina var fjöldi slysatryggðra vinnu- vika i landbúnaði. Þá viðmiðun segir Ingi Tryggvason ranga vegna þess, að hún gefi upp allt of margar vinnustundir i land- búnaðinum. Fjölmargt fólk, sem sé tryggt við landbúnaðarstörf 52 vikur á ári, stundi ekki land- búnað, nema mjög litinn hluta þess tima. Fólkið vinni ýmist við önnur störf mikinn hluta ársins eða sé að mestu óvinnufært, — t.d. gamalt fólk. Vissulega er nokkuð til i þessu hjá Inga Tryggvasyni. „Hráar” niðurstöður Hagstofunnar um fjölda slysatryggðra vinnuvikna i landbúnaði gefa e.t.v. ekki alveg rétta mynd af raunverulegum vinnustundafjölda i þágu at- vinnugreinarinnar, — m.a. vegna þeirra atriða, sem Ingi Tryggva- son nefndi. En Efnahagsstofnunin notaði heldur ekki þessar tölur um f jölda slysatryggðra vinnuvikna ómat- reiddar sem viðmiðun i út- reikningum sinum. Hún lagfærði þær með tilliti til þess, að einungis helmingur af vinnu eiginkvenna bænda reiknaðist til starfa við búskap, en ekki öll þeirra vinna, eins og fram kom i Hagstofutölunni um fjölda slysa- tryggðra vinnuvikna. Þegar þessi leiðrétting hafði verið gerð hafði wÁ - Sighvatur Björgvinsson skrifar: starfsmenn Efnahagsstofnunar- innar gert á þeim tölum þær leið- réttingar, -sem þeir hafa talið nauðsynlegar, og að slikum leið- réttingum gerðum hafa þeir talið niðurstöður sinar það réttar, að þær eigi erindi i skýrslu samþjóð- legrar stofnunar um afkomu islenzkra atvinnuvega. Furðulegir reikningar Útreikningar Inga Tryggvason- ar á fjölda vinnuvikna i land- búnaði eru hins vegar furðulegir, hvernig sem á þá er litið. Hann styðst við umsaminn vinnutima á meðalbúinu i verðlagsgrund- vellinum og margfaldar svo þann meðalvinnutima með fjölda býla á tslandi! Þetta er hreint kennslubókardæmi um, hvernig ekki á að fara með tölur. Þar að auki hafa bændasamtökin sjálf þráfaldlega mótmælt vinnutima- matinu i verðlagsgrundvellinum sem allt of lágu. Nú er það skyndilega orðin sú eina rétta undirstaða allra útreikninga i augum Inga Tryggvasonar og Timamanna! Ekki er nú sam- ræminu fyrir að fara. Hinir furðulegu útreikningar Inga Tryggvasonar gefa enda furðulega útkomu. Sú er sem sé niðurstaða hans, að fjöldi vinnu- vikna i landbúnaði eigi að vera 260 þús. færri á ári en Hagstofan segir. Hér er um að ræða mis- mun, sem nemur u.þ.b. 2/5 af þeirri viðmiðun, sem Efnahags- stofnunin notar. Minna má nú gagn gera! Og Ingi Tryggvason hefur til þessa ekki séð neina ástæðu til þess að reyna að skýra þennan mismun upp á 260 þúsund vinnuvikur. Það væri gaman að sjá þær skýringar hans — ef ein- hverjar eru. Honum er það væntanlega ljóst, að þau dæmi, sem hann hefur nefnt, geta ekki brúað nema ofurlitinn hluta af þessu gapi. Aöalatriði málsins Það er með þessar deilur, eins og svo margar aðrar. Eftir þvi, sem lengur er deilt, þvi meir fjar- lægjast menn aðalatriðin. Við skulum þvi vikja aftur að sjálfu aðalatriðinu i lokin. Deilan um landbúnaðarmálin að þessu sinni, sem hófst með erindi Björns Matthiassonar um daginn og veginn i útvarpinu um miðjan ágústmánuð, stendur um framleiðni og vinnuaflsafköst i landbúnaði. Samkvæmt tölum opinberra aðila, sem m.a. hafa birzt i skýrslu OECD um tsland, eru vinnuaflsafköst i land- búnaðinum u.þ.b. helmingurinn af vinnuaflsafköstum i sjávarútv. svo samanburður sé gerður. Þessi niðurstaða hefur verið notuö til þess aö benda á ófremdarástandið i málefnum landbúnaðarins. Þessari niðurstöðu hafa Ingi Tryggvason og aðrir málsvarar landbúnaðarstefnunnar mót- mælt. Að fráskildum stórfurðu- legum útreikningum, sem þeir eru allt of greindir menn til þess að trúa á sjálfir, hafa mótmæli þeirra aðallega byggst á full- yrðingum. Hins vegar hafa þeir aldrei nefnt einu orði hver séu að að þeirra áliti vinnuaflsafköst og framleiðni islenzks landbúnaðar og hvaða eðlilegar leiðir þeir geti samþykkt til að fá slikar niður- stöður. Næst. þegar þeir skrifa um þetta mál. ættu þeir þvi að koma beint að efninu. Þeir segja að opinberar tölur um afköst vinnu- afls og fjármagns i landbúnaði séu gróflega rangar. Gott og vel. Hver er þá hin rétta niðurstaða? H V E R E R U VINNUAFLSAFKÖSTIN I LANDBÚNADl SAMKVÆMT ÞEIHRA ALITI? HVER ER FRAMLEIÐNI ATVINNU- GREINARINNAR ÖNNUR EN SÚ, SEM OPINBERAR SKÝRSLUR HERMA? Þessum spurningum hafa for- mælendur landbúnaðarstefnunn- ar aldrei fengizt til þess að svara skýrt og skorinort. Af þeirra hálfu hafa deilurnar ávallt snúist um öll atriði málsins, nema aðal- atriðið. A enn svo að verða? m FYRSH) AD UMN Það var ekki heiglum hent að ná myndum af atburöunum á miðunum fyrstu dagana cftir 12 milna útfærsluna árið 1958. Klaðamcnn fengu ekki þá frekar en nú að vcra um borð i varðskip- um og blöðin höfðu ekki efni á þvi að leigja sér flugvélar og skip. Brezku blöðin voru hins vcgar ekki i neinum vandræðum með fréttir og myndir frá islandsmið- um. Fjölmennt lið erlendra blaðamanna var umhm-ð, bæði i brezku togurunum (ijLJirTWku her- skipunuB**Vg Ué^^lam óðum. Þessar (svo allar scndar %1 Rretlan(p^jj;aj' sem þær En islcnzkir lesendnr vddtt lika fá sitt. Alþýði^^jj^jkgy^lfltilliess ráðs, að «fáfitfeftamyiyliir frá brczku blaVamönnunum og birt- ust þær fyrsWflPirra á forsiðu og baksiðu Alþýðublaðsins fyrir réttum fjórtán árum — þann 12. september árið 1958. Myndir þessár voru teknar um Framhald á bls. 4 Þriðjudagur 12. september 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.