Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 6
ANGELA DAVIS heiöursdoktor við háskólann í Tashkent „Andlitin eru jafnmörg og brosin. Hendurnar eru jafnmarg- ar og blómvendirnir”, sagði Angela Davis i geðshræringu. Þann langa tima, sem ég var i fangelsinu sá ég næstum aldrei broshýr andlit og hef gleymt þvi, að til var hlýja. Ég hefði ekki imyndað mér, að fólk gæti geislað svo af hlýju, eins og ég finn hér i Sovétrikjunum. Angela Davis, sem er gestur i Tashkent, heimsótti eitt af stærstu fyrirtækjum borgarinnar, en það eru vefnaðarverksmiðjur. Verkamenn fyrirtækisins fögnuðu henni hlýlega. Þar vinna yfir 14 þúsund manns. Þeir vinna úr aðalverðmætum lýðveldisins, baðmull. A hverju ári eru fram- leiddar 200 milljónir metraj baðmullarefnis i verksmiðjun- um. Við fyrirtækið eru ýmsar stofnanir fyrir börn, svo sem heilsuverndarstöð, sjúkrahús og iþróttahöll. Angelu var sýnd ein af þessum stofnunum, en þær eru átján. Angela Davis sagði, að þetta. væri þriðji dagurinn sinn i Íízbekistan, og alls staðar yrði hún vör við jafnrétti fólksins og vináttu. I gær sá ég i skóla nokkrum, að dökkleit úzbesk börn og ljóshærðir Rússar sátu hlið við hlið. í dag sá ég, að Úzbekar, Rússar og fulltrúar fleiri þjóða unnu saman og njóta ailra þjóð- félagsréttinda jafnt. Eftir að Angela hafði skoðað vefnaðarverksmiðjurnar fór hún til háskólans. A þessu ári á háskólinn i Tashkent 52 ára; afmæli, en hann er elzta mennta- stofnun Mið-Asiu, sem var stofn- uð á fyrstu árum sovézku stjórn-l arinnar samkvæmt lögum, sem Vladimir Lenin undirritaði. Torg- iö fyrir framan aðalbygginguna var þakið stúdentum. Þessir stúdentar héldu marga fundi til- varnar Angelu Davis, og nú tóku þeir á móti henni i sinu landi. Rektor háskólans Tashmuk- hamed Sarymsakov sagði frá þvi, að i háskólanuin væru 30 deildir og stunduöu þar nám 16 þúsund piltar og stúlkur af 40 þjóðern- um. Meðal þeirra eru 300 erlendir stúdentar. 70 prósent stúdenta fá námslaun. Að loknu námi hljóta stúdentar brottfararskirteini og vinnu, sem samsvarar sérmennt- un þeirra. Þeir stúdentar, sem hafa hlotiö beztu einkunnirnar, eiga kost á að fara i framhalds- nám. A háskólatorginu fór fram fundur, Angelu til heiðurs. Þar var tilkynnt, að samkvæmt ákvörðun háskólaráðs hefði Angela Davis verið sæmd titli heiðursdoktors við Tashkenthá- skóla. ,,Ég er ykkur öllum einlæglega þakklát fyrir allt þaö, sem þið hafið gert fyrir mig, barist fyrir mig, fyrir að gefa sér þessar dá- samlegu minútur”, sagði Angela Davis. „Heiðursdoktorstitillinn fyllir mig krafti til að berjast fyrir rétti til að kenna við Kaliforniuháskóla á ný”. Heimsóknin til Sovétrikjanna er mjög áhrifamikill atburður i lifi minu. Þakka ykkur fyrir. FLYTJA .KVENHYLLI’ ÚR KEFLAVÍK TIL FÆREYJA Um miðjan mai s.l. fékk Leik- félag Keflavikur orðsendingu þessefnis, að „Nordisk Amatör- teaterraad”, sem er samband norrænna bandalaga áhuga- mannafélaga, hefði fengið um fimm hundruð þúsund króna styrk frá Norræna menningar-' málasjóðnum til leikferða áhugamannaflokka milli Norð- urlanda. Þar sem Leikfélag Keflavikur var þá að ljúka við sýningar á gamanleiknum „Kjarnorka og • kvenhylli” eftir Agnar Þórðar- son, sótti leikfélagið um styrk af fyrrgreindu framlagi, með ferð til Færeyja i huga. Um miðjan júli s.l. fékk Leikfélag Keflavik- ur svo tilkynningu um að þvi háfi verið veitt 150.000.00 kr. styrkur til fararinnar. Var þvi ákveðið að fara til Færeyja um miðjan september og sýna i „Havnar sjónleikarhúsið” i Þórshöfn 15., 16. og 17. septem- ber n.k. Verður flogið með Flugfélagið tslands 13. sept Eins og fyrr segir verður farið með gamanleikinn „Kjarnorka og kvenhylli” eftir Agnar Þórð- arson. Eins og flestum er kunn- ugt er Agnar einn vinsælasti leikritahöfundur sem íslending- ar eiga. Er „Kjarnorka og kvenhylli” þó liklega vinsælasta leikritið er hann hefur skrifað og sýnt hefur verið á fjölum hér- lendis. Var leikritið frumflutt i Iðnó af Leikfélagi Reykjavikur, haustið 1955. Var það siðan sýnt út það ár og fram i júni 1956 og aftur frá hausti það ár og fram undir jól, alls 70 sýningar. Siöan var leikritið sýnt viðs vegar um land, svo sem á Akureyri, Isa- firði, Húsavik, Sauðárkróki og viðar. S.l. vor tók svo Leikfélag Keflavikur það til sýningar i Keflavik. Hlaut laikritið mjög góða dóma gagnrýnenda og annarra er leikritið sáu. Var það sýnt alls 12 sinnum við ágæta aðsókn og miklar vin- sældir. Sem dæmi um aðsóknina má geta þess aö á 12. sýningu vorö 200 manns. Hlutverk i „Kjarnorka og kvenhylli” eru alls 15, en með þau fara: Magnús Gislason, Eggert ólafsson, Ingibjörg Hafliðadóttir, Hrefna Trausta- dóttir, Albert Sanders, Sævar Helgason, Aslaug Bergsteins- dóttir, Baldur Hólmgeirsson, Finnur Magnússon, Ragnheiður Skúladóttir, Jónina Kristjáns- dóttir, Eygló Jensdóttir, Karl Guðjónsson og Ólafur Sigurvinsson. Leikstjóri er Sævar Helgason, en hann er kvæntur og búsettur i Keflavik. Útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1962 og hefur siðan sett upp fjölda leikrita viðs vegar um land, smiðað og málað svið og leikið. Hefur Sævar og einnig gert leikmynd.i „Kjarnorka og kvenhylli”. Leikfélag Keflavikur vill þakka þeim er styrkt hafa félagið til ferðarinnar. Einnig vill það þakka þeim er á einn eða annan hátt hafa rétt þvi hjálparhönd að einhverju leyti, til að af þessari ferð gæti orðið. Þá vill félagið og þakka þeim aðilum i Færeyjum er verið hafa félaginu hjálplegir og lið- sinnt þvi. Sviðsmynd úr leikritinu Kjarnorka og kvenhylli. Á myndinni er, talið frá vinstri: Valdimar stjórnmálaleiðtogi (Baldur Hólm- geirsson), Karitas þingmannsfrú (Ingibjörg Hafliðadóttir), Þor- leifur alþingismaður Ólafsson (Eggert ólafsson) og prófessor Boronovskí (ólafur Sigurvinsson). FÆKKUN FÆÐINGA I VARSJARBANDALAGSLOND UNUM ÓGNAR NÚ AÆTLUN SOVÉTRfKJANNA eftir Yves Laulan, forstjóra efnahagsmáladeildar NATO Úvenju skyndileg og langvinn fækkun fæðinga í Varsjar- bandalagslöndunum var ein af þeim staðreyndum, sem blöstu við sérfræðingum frá ýmsum NATO-löndum, þegar þeir komu nýlega saman til fundar I höfuð- stöðvum bandalagsins í Brussel til að ræða um mannfjölgunar- þróunina í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Engan þarf sérstaklega að undra, þótt fæðingum hafi fækk- að (síðan 1955), því að sú hefur orðið raunin í öllum þróuðum löndum, hversu fækkunin er mik- il vekur fremur athygli, og hugs- anlegt er, að hún verði meiri en jafnvægið í íbúafjölda krefst. Á tímabilinu 1950—1965 fækk- aði fæðingum í Sovétríkjunum úr 26,7 (á þúsund) í 18,4 og í Austur-Evrópu allri úr24,4 í 16,0. í Suður-Evrópu fækkaði þeim hins vegar aðeins úr 21,8 í 20,2 og í Vestur- og Norður-Evrópu hélzt fæðingartalan stöðug um 17,9. Hér má raunar geta þess, að í Sovétríkjunum komst hlut- fallið niður í 17,0 1969. Hlutfalls- talan er ekki alls staðar hin sama í hinum ýmsu Sovét-lýðveldurrv og fylgir hún í stórum dráttum fæðingatölunni hjá fjölmennustu þjóðabrotunum. í Mið-Asíu voru fæðingarnar 1969 yfir 30,0 nema í Kazakhstan, þar sem helmingur íbúanna er rússneskur, hins veg- ar var hlutfallstalan í rússneska lýðveldinu sjálfu aðeins 14,2 og í Úkrainu 14,7. Litlar fjölskyldur Á Varsjárbandalagslöndunum hafa stjórnvöld hallazt að því, að fjölskyldur ættu að vera litlar eins og í öðrum iðnvæddum þró- unarlöndum. Hins vegar er fróð- legt að hyggja nokkuð að þeim þjóðfélagslegu og efnahagslegu ástæðum, sem virðast leiða til óvenjulítillar fjölskyldustærðar í þessum löndum. Mikill húsnæðisskortur hlýtur að vera ein helzta ástæðan. Hús- rými er svo takmarkað í bæjum, að eitt barn og örugglega tvö leiða til mikilla óþæginda. Ónógar tekjur er önnur' ástæða en vegna þeirra verður konan að vinna úti og börn verða þá einnig til óþæginda. Jafnvel er það svo, að eiginkonan óskar oft að vinna úti, þar sem tekjur eiginmannsins nægja til nauð- þurfta, til þess að afla aukatekna til aukinnar neyzlu. Ekki má held- ur gleyma því, að margar eigin- konur vilja vinna úti, annað hvort vegna þess að þær vilja stunda sérgrein sína eða mislíkar að vera alltaf heima. Skortur á vinnuafli Enda þótt minnkandi fólks- fjölgun í Varsjárbandalagslönd- unum leiði óhjákvæmilega til’ þess, að færra ungt fólk kemst á vinnualdur ár hvert, er ólíklegt, að það hafi í för með sér stór- vandræði á vinnumarkaðnum næsta áratuginn eða svo. Engu að síður verður nokkurs vinnu- aflsskorts vart bæði í Sovétríkj- unum og í flestum hinna Varsjár- bandalagslandanna. í öllum þessum löndum, nema í Austur- Þýzkalandi, hefur iðnvöxturinn átt rætur að rekja til útþenslu vinnuaflsins — fjölgunar ungra verkamanna, flutnings úr sveit- um og aukinnar þátttöku kvenna. Konum á vinnumarkaðinum mun þó varla fjölga mikið úr þessu. Raunar er líklegt, að þeim muni frekar fækka, þar sem yngri kon- ur verða líklega fremur hvattar til að sinna börnum. í framtíðinni munu líklega einnig færri ráðast til iðnaðarstarfa úr sveitum. Þeir eru hlutfallslega margir, sem ivinna að landbúnáði, en í hópi þeirra er mikill fjöldi gamal- menna, og fráfall þeirra mun hafa í för með sér vandræði fyr- ir landbúnaðinn. Nú er að vísu fjárfest meira í landbúnaði en áður, og hefur það í för með sér aukna framleiðni hvers landbún- aðarverkamanns, en þjálfað fólk verður að stjórna hinum nýju tækjum og það finnst í hópi hinna yngri, sem áður tóku sig upp og fluttu til borga og bæja. Þetta hefur ekki allt í för með sér samdrátt vinrruafls, heldur hlutfallslega-n skort á iðnverka- fólki, þegar tillit er tekið til þeirr- ar framleiðsluaukningar, sem reiknað er með, og þess, að auk- inn hluti vinnuaflsins verður að öllum líkindum að hverfa til þjón- ustugreinanna. Mjög lítið er um, að vinnuafl sé flutt milli landanna í Varsjár- bandalaginu, enda þótt skortur sé á því í sumum löndum, en meira en nóg í öðrum. í hverju einstöku landi flyzt fólk úr sveit- um í bæi eins og áður, og einnig flyzt það milli héraða. í Sovét- ríkjunum hefur hefðbundinn flutningur íbúanna frá evrópska hluta Rússlands til auðnanna í Síberíu verið mun hægari en stjórnvöld æskja. • Pólitískir og hernaðariegir hagsmunir Á sjötta áratug aldarinnar var fólksfjölgunin meiri í Varsjár- bandalagslöndunum, einkum í Sovétríkjunum, en í öllum NATO- löndunum. Eins og við höfum séð, er þróunin nú orðin öfug við það, sem áður var, og svo virðist sem á næstu 15 árum muni íbúa- fjölgunin bæði í Norður-Ameríku og evrópsku NATO-löndunum verða hraðari en í Varsjárbanda- lagslöndunum. 1970 var heildar- íbúafjöldi Varsjárbandalagsland- anna um 346 milljónir og talið er, að hann muni hafa aukizt um nálægt 50 milljónir 1985. Hlið- stæðar tölur í NATO-löndunum öllum eru 534 milljónir, sem ættu að aukast um 100 milljónir, og í Evrópulöndum NATO eru 308 milljónir, sem líklegt er, að auk- ist um 50 milljónir. Þessi þróun hefur enga hern- aðarlega þýðingu, þar sem mannafli til hernaðar í Austur- Evrópu mun nægja, og meira en það, þegar haft er í huga, að í Varsjárbandalagslöndunum gengur herinn fyrir öllu. Efna- hagslega er aðstáðan hins vegar allt önnur. Aukist vinnuaflið ekki stöðugt verður erfitt fyrir komm- únistalöndin að viðhalda þeim vaxtarhraða, sem þau æskja. Innan Varsjárbandalagsins munu yfirburðir Sovétríkjanna í skjóli íbúafjölda og þar með einnig hernaðarlega, pólitískt og efnahagslega aukast. 1950 nám íbúafjöldi Sovétríkjanna 2/;j af íbúafjölda alls svæðisins en 1958 mun hann nema allt að 4/r>. Nái Sovétríkin því takmarki sínu að gera Varsjárbandalagssvæðið að, sérstakri sósíalískri efnahags- heild, verða Austur-Evrópuríkin sex lítið annað en sérgreindir þættir í sovézka efnahagskerf- inu. Innan Sovétríkjanna fjölgar þeim meira, sem ekki eru af evr- ópsku bergi brotnir, þ. e. Slövum, Moldövum og Baltverjum. Staf- ar það af hinum miklu barneign- um í Múhameðstrúar-lýðveldun- um í Mið-Asíu og í Azerbaydzhan í Kákasus. Slavneski kynþáttur- inn, sem nær til Úkrainumanna og Belo-Rússa auk Rússa sjálfra, erenn % hlutar heildaríbúafjölda Sovétríkjanna. Rússarnir sjálfir eru samkvæmt manntalsskýrsl- um frá 1970 enn meira en helm- ingur af öllum íbúunum, enda þótt svo virðist sem þeim hafi tekizt að viðhalda meirihluta sín- um með því að samlagast hóp- um, sem ekki eru af rússnesku bergi. Þó að ástandið sé þannig í Austur-Evrópu, að áhrif Sovét- ríkjanna séu yfirþyrmandi, er ástandið allt annað í hinum hluta sovézka veldisins, þar sem dreifðir og fámennir Rússar standa andspænis sjö til átta hundruð milljónum Kínverja. Enn 'er málum þannig háttað, að Sov- étríkin mega sín betur en Kína í iðnaði og hernaðartækni, en hitt er víst, að Kínverjar munu minnka efnahags- og tæknibilið hraðar en Rússar geta vænzt að auka fólksfjöldann á yfirráða- svæðum sínum í Asíu. Jafnskjótt og Kína hefur iðnvæðzt að meira eða minna leyti verður landið jafn yfirþyrmandi nágranni Rússa eins og Sovétríkin eru nú ná- grönnum sínum í Evrópu. 6' Þriöjudagur 12. september 1972 Þriðjudagur 12. september 1972' '7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.