Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 9
IÞROTTIR
VÍKINGUR ER
ENN FALLINN
NIOUR í 2.
DEILD!
Það ivar mikið um að vera
hjá knattspyrnumönnum
um helgina, þar sem leikir
fóru fram i öllum deildum
og öll úrslit, sem máli
skipta liggja þar fyrir þótt
nokkrum leikjum sé enn
ólokið.
Fram hefur tryggt sér
sigur í 1. deild, sem kunn-
ugt er og á þó tveim leikj-
um ólokið. Víkingur fellur í
2. deild, en Akureyringar
báru sigur úr býtum í 2.
deild og taka þvi sæti í 1.
deild á næsta ári.
Viö skulum aðeins líta á helztu
knattspyrnuviðburði helgarinn-
ar.
11. deild fóru fram þrirleikir og
voru tveir þeirra mikilvægir,
annar skar úr um silfurverblaun-
in og þátttöku i Evrópukeppni á
næsta ári, en það var leikur ÍA og
IBV, en hinn leikurinn, leikur KR
og Vikings var nánast úrslitaleik-
ur um neðstu sætin i deildinni og
fall i 2. deild.
ÍA-ÍBV 1-4
(0-2)
Vestmannaeyingar unnu stóran
og verðskuldaðan sigur yfir
Akureyringum og margir telja aö
lið þeirra sé það bezta i dag, alla-
vega hafa þeir beztu framlinunni
á að skipa.
Staðan i hálfleik var 2-0 og voru
það þeir Orn Óskarsson og Tómas
Pálsson sem skoruðu mörkin.
Eyleifur skoraði snemma i siö-
ari hálfleik fyrir Skagamenn, en
undir lokin bættu þeir Haraldur
Júliusson og Asgeir Sigurvinsson
tveim mörkum við fyrir Eyja-
menn og lauk leiknum þvi eins og
áður sagbi með sigri Vestamnna-
eyinga 4-1.
Skagamenn hafa slakað á undir
lok mótsins og er það aö vonum,
þar sem lið það sem þeir hafa á að
skipa i dag, er nánast að verða
varalið. Hver leikmaður þeirra á
fætur öðrum hefur meiöst og ekki
getað leikið meö og má þar nefna
Matthias Hallgrimsson, Björn
Lárusson, Harald Sturlaugsson,
Benedikt Valtýsson og nú siöast
Jón Gunnlaugsson.
Það blæs þvi ekki byrlega fyrir
Skagamönnum, sem stendur og
við það bætist, að þeir hafa ekki
nógu góðum varamönnum á að
skipa til að skipa sæti þessara
leikmanna.
VALUR-ÍBK
0-3 (0-1)
Valur og Keflvikingar léku á
Melavellinum á laugardag og var
leikurinn mjög lélegur og fátt sást
þar af góðri knattspyrnu. Vals
menn byrjuðu á aö skora sjálfs-
mark i byrjun leiksins og bættu
siðan öðru við i byrjun siðari hálf-
leiks. Þriðja markið skoraði svo
Friðrik Ragnarsson seint i siðari
hálfleik.
Leikurinn hafði litla þýðingu
fyrir liðin, sem bæði hafa tryggt
sér sæti i deildinni og áttu ekki
von i að ná öðru sætinu eftir sigur
tBV yfir tA.
Keflvikingar voru betri aðilinn i
þessum leik og unnu verðskuldað,
þótt mörk þeirra hafi verið frem-
ur ódýr. Þeir héldu i dag áleiðis til
Spánar þar sem þeir leika á mið-
vikudag við hið fræga lið Real
Madrid i Evrópukeppni meist-
araliða og þurfa þá að taka á sin-
um stóra. Valsmenn eru i sama
baslinu og Skagamenn. þar sem
meirihluti þekktustu leikmanna
þeirra eru á sjúkralista.
KR-VÍKINGUR
1-0 (1-0)
Sá leikur helgarinnar, sem
hvað mesta athygli vakti var leik-
ur KR og Vikings, sem fram fór á
Melavellinum á sunnudag, enda
mikið i húfi fyrir bæði liðin. KR
nægöi jafntefli til að tryggja sér
áframhaldandi þátttöku i 1. deild,
en Vikingur þurfti að sigra til að
fá aukaleik við KR um sætið. Það
er skemmst frá að segja, að þótt
Vikingur hafi verið betri aðilinn i
þessum leik, þá töpuðu þeir með
einu marki og féllu i þá sömu
gröf, sem þeir voru lengst af i á
sumrinu, að geta ekki skorað
mark.
Gunnar Gunnarsson skoraöi
fyrir KR snemma i fyrri hálfleik,
eftir að Diðrik markvörður Vik-
ings haföi hálfvariö skot frá
Hauki Ottesen, en hann hélt ekki
knettinum, svo eftirleikurinn
var auðveldur fyrir Gunnar. Það
verða þvi Vikingar, sem leika i 2.
deild næsta ár og taka þar sæti
Akureyringa, sem tryggöu sér
sætið i l.deild meö þvi að sigra
Armann á Melavellinum á sunnu-
dag meö 1-0.
Það var hart barist í leik KR og Víkings á sunnudaginn, enda mikið i húfi
fyrir bæði liðin. Hér er Hafliði í baráttu við tvo KR-inga.
2. 0EIL0:
Tveir leikir fóru fram i 2. deild
um helgina og eins og áður er
fram komið, þá sigruðu Akureyr-
ingar Armann á Melavellinum á
sunnudag i slökum leik með 1-0 og
hafa þar meö unnið sigur i deild-
inni og leika þvi i 1. deild á næsta
ári. Astæða er til að bjóða þá vel-
komna þangaö og þeir eru án efa
margir, sem fagna endurkomu
þeirra.
VðLSUNGAR-FH 1-1
Völsungur og FH léku á Húsa-
vik á laugardag og lauk leiknum
með jafntefli l-i. FH háði lengi
framan af harða keppni við Akur-
eyringa um sigur i 2. deild, en
hafa slakað á undir lokin og verða
að láta sér nægja annað sætið. En
iið þeirra er ungt að árum og á þvi
framtiðina fyrir sér, en trúlega
verður þeim erfiður róðurinn á
næsta ári, þar sem þá verður viö
Vikinga aðeiga, sem án efa ætla
sér ekki langa viðdvöl i 2. deild.
ÞRÓTTUR NESKAUP
STAÐ í 2. DEILD.
Úrslitakeppni i riölum 3. deild-
ar fór fram i Reykjavik um helg-
ina. Þar mættu til leiks Þróttur
frá Neskaupstað, Vikingur frá
Ólafsvik, Knattsspyrnufélag
Siglufjarðar og Viðir úr Garði.
Neskaupstaöar Þróttur bar sig-
ur úr bitum i þeirri keppni og
leikur þvi i 2. deild á næsta ári, en
liðið féll i 3ju deild i fyrra, sem
kunnugt er.
Úrslit einstakra leikja urðu
þessi:
KS-Viðir 3-2
Vikingur-Þróttur N. 2-2
Þróttur N- KS 2-1
Viðir-Vikingur 3-2
KS-Vikingur 5-1
Þróttur N.-Viðir 3-1
KVENNA
KNATTSPYRNA:
Senn fer ab draga til úrslita i
fyrsta tslandsmóti kvenna, sem
haldið hefur verið hér á landi og
um helgina fóru fram þessir leik-
ir:
Haukar-IBK 1-0
Breiðablik-Þróttur 2-1
Fram-FH 1-1
Armann-Grindavik 8-1
Eftir er aðeins úrslitaleikurinn,
sem veröur á milli Armanns o’g
FH, en ekki mun ákveðiö hven-
ær hann fer fram.
ÍSLANUSMÚT
3. FLOKKS:
Úrslitaleikirnir i riðlum lands-
móts 3. flokks fór fram um helg-
ina og urðu úrslit einstakra
leikja, sem hér segir:
Fram-Þróttur R 3-1
KA Akureyri-KR 0-4
Stjarnan-Fram 1-5
Þróttur N-KA Akureyri 2-2
Þróttur R-Stjarnan 2-0
KR-Þróttur N 6-1
Þaö veröa þvi KR og Fram sem
leika til úrslita um Islandsmeist-
aratitilinn i 3. aldursflokki.
ALLIR KNATTSPYRNUVIÐBURDIR HELGARINNAR
Þriðjudagur 12. september 1972
3