Alþýðublaðið - 21.09.1972, Page 1

Alþýðublaðið - 21.09.1972, Page 1
alþýðu UDAGUR 21. SEPT 211. TBL. TVEIR í FANGELSI FYRIR OFBELDISRÁN Tveir 25 ára gamlir menn hafa verið dæmdir i sakadómi Reykjavikur i 18 og 14 mánaða fangelsi fyrir tvö ofbeldisrán, sem þeir frömdu á siðasta ári. Dómarnir voru óskilorðs- bundnir, en auk þess hlaut þriðji maðurinn fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir hlut- deild i aö eyða þvi, sem aflaöist. Málavextir voru þeir, að árásarmennirnir hittu mann uppi á Rööli. Hann var ölvaður og hafði mikla fjármuni með- ferðis og mun þeim hafa verið kunnugt um það. Þeir slógust i félagsskap viö hann og fengu hann til aö fara með sér að Nausti. Viö rannsókn málsins þótti sannað, að ráns- ásetningur hafi skapazt hjá þeim uppi á Röðli eða a.m.k. i bifreiöinni á leiðinni niður i bæ. Þeir létu siðan leigubifreiöina fara aðeins vestar á Vesturgöt- una en Naustið er. Þar kipptu þeir manninum inn i húsasund, börðu hann nið- ur, hirtu veski hans og höfðu sig á brott, en i veskinu voru 42 þús- und krónur. Maöurinn komst við illan leik niður á lögreglustöð og kærði at- burðinn. Nokkrum dögum seinna komu sömu menn rétt fyrir kl. 6 inn i verzlun i Vesturbænum og biöu þess, að siðasti viðskiptavinur- Framhald á bls. 4 „EINS K HEIMA H)A OKKUR” SÖGDU SKIPBROTSMENNIRNIR AF JÚNI EIRÍKSSVNI Skipbrotsmennirnir fimm af Jóni Eirikssyni, sem brezka freigátan Aróra bjargaði 156 sjómilur út af Stokksnesi i fyrra- dag, komu til Hafnar i Hornafirði á sjöunda timanum i gær, eftir að hafa verið um borð i freigátunni i einn og hálfan sólarhring. Bátur frá Aróru sigldi með þá félaga siðasta spölinn til lands og á bryggjunni voru staddir nær allir bæjarbúar til þess að taka á móti þeim. Alþýðublaðið átti viðtal við Ástvald Valdimarsson, skip- stj. Jóns Eirikssonar, rétt eftir að hann var stiginn inn á heimili ÚVEHIU MARGIR TALDIR i m Landhelgisgæzlan taldi óvenju marga erlenda togara að veiðum hér við land i gær eða alls 101. Mestu munar um 19 vestur-þýzka togara, sem ekki tókst að stað- setja, nákvæmlega og er þvi talið, að þeir séu utan markanna. Niðurstaða talningar gæzlunn- ar er að öðru leyti þessi: Fimm vestur-þýzkir suðvestur af Reykjanesi, 4 suður af Hvalbak, allir að veiðum fyrir innan. Vitað er um 9 brezka út af Pat- reksfirði, 1 á Strandagrunni, 3 i Húnaflóaál, 17 á Sléttugrunni, 35 á Þistilfjarðargrunni — eða sam- tals 65 og allir fyrir innan. Þrir Færeyingar voru á Húna- fjarðarál, fimm belgiskir i hólfi númer sjö út af Snæfellsnesi og einn i hólfi númer sex suður af Reykjanesi. sitt i Höfn um kvöldmatarleytið i gær. Hann lét geysivel af aðbúðinni um borð i Aróru og rómaði mjög móttökur skipstjóra freigátunnar Guy F.F. Liorder. ,,Það var geysigóður viðurgerningur um borð i Aróru”, sagði Ástvaldur. Var eitthvað minnzt á 50 mil- urnar? Jú, skipstjórinn gerði það einu sinni i grini. Þegar báturinn var sokkinn, sagði ég við hann, að nú hefðum við ekkert að gera til J'æreyja lengur og ef hann ætti leið til tslands óskaði ég eftir þvi, að hann setti okkur i land þar. „Inn fyrir 50 milur fer ég ekki”, svaraði þá skipstjórinn og hló. En hann bætti þvi við, að hann yrði að biða eftir skipunum að utan. Það var allt gert fyrir okkur þarna, sem hugsazt gat. Skipstjórinn, þetta hefur verið góður karl? Já, mjög góður og alltaf sibros- andi og kátur. Var ferðafrelsi ykkar takmark- að um borð? Nei, við fengum að fara ferða okkar alveg eins og við vildum. Ekki nokkur skapaður hlutur fal- inn fyrir okkur. Við vorum alveg eins og heima hjá okkur. Áður en Ástvaldur og félagar hans yfirgáfu Aróru, voru þeir leystir út með gjöfum. Þeim voru gefnir öskubakkar með nafni Aróru á, myndir af skipinu, rak- vélar o.fl. Auk þess var tollurinn opnaður fyrir þeim og þeim gef- inn kostur á að kaupa sigarettur og fleira. Auk Astvalds voru á Jóni Eir- íkssyni, Jón Einar Jónsson, stýri- maður, Einar B. Tómasson, 1. vélstjóri, Tryggvi Ólafsson, 2. vélstjóri og Kári Sólmundarson matsveinn. ÞÚSUND í 300 MANNA PLÁSSI Það er yfirleitt geysileg aðsókn á þá réttardansleiki, sem haldnir eru nú viða um land, en þó mun aðsóknin liklega hafa slegið öll met um siðustu helgi, þegar um eitt þúsund manns voru á réttar- dansleik, sem haldinn var i Þjórs- árveri i Flóa, en húsið tekur tvö- til þrjú hundruð manns með góðu móti. Eg get ekki gizkað á hvað bila- Framhald á bls. 4 OMURLEG SKYRSLA ALÞJOÐABANKANS ÞEIR FÁTÆKU VERÐA SlFELLT FÁTÆKARI Þó að hundruðum billjóna króna sé árlega varið til efna- hagsaðstoðar i þróunarlönd- unum og gifurleg áherzla sé lögð á aukinn hagvöxt i þeim er staðreyndin samt sú, að byrði fátæktarinnar i heiminum eýkst stöðugt en ekki öfugt. Þetta kemur fram i nýrri skýrslu Alþjóðabankans, sem gefin var út fyrir fáeinum dög- um, Þar kemur fram,Nað árangur baráttunnar gegn fátækt þróunarlandanna sjálfra og sömuleiðis fólksins, sem þar býr, sé afar misjafn frá" éinu landi til annars. En sé litið á árangurinn i-heild, bendir allt til þess, að fátæktin aukist sifellt i heiminum. Engin önnur stofnun i heim- inum veitir hinum fátæka hluta heimsins eins mikla aðstoð og Alþjóðabankinn,’:en hann veitti þróunarlán að upphæð 3 billjón- ir dollara á siðasta ári. 1 skýrslu bankans segir m.a.: Þetta stafar að nokkru leyti , en alls ekki öllu, af hinni öru fólksfjölgun i þróunarlönd- unum, sem dregur úr árangri þróunarhjálparinnar. — Skýrslur sem gerðar hafa verið um hagvöxt i hinum fátæku löndum heims, leiða i ljós, að alvarlegustu vanda- málin á sviði efnahags- og félagsmála einkennast af gifur legu launamisrétti, mjög miklu atvinnuleysi, mjög tiðum ung- barnadauða. ólæsi meðal mikils hluta þjóðfélagsþegnanna, al- varlegum næringarskorti og sjúkdómum. Skýrslur þessar byggja á þeim óhugnanlegu staðreynd- um, hvernig lifið er i hinum fátækustu löndum heimsins, þrátt fyrir mikið átak Alþjóða- bankans og fjölda margra ann- arra aðila i hinum rikari heims- hlutum til aðstoðar þróunar- löndunum til sjálfsbjargar. —■ STAÐINN AÐ VERKI í FJÓSINU, SVAMLAÐI GEGNUM HÓP AF LÖG- REGLUÞJÓNUM, HVARF HUND- BLAUTUR ÚT í BUSKANN! Maður, sem talið er að hafi reynt að eiga mök við kýr í fjósi einu inni i Laugardal, lagði á flótta rétt áður en lögreglan kom á staðinn og tók á rás i átt að sundlaugunum. Þótt Tögreglan væri hætt að vcita honum eftirför, snaraði hann sér yfir grindverkið um- hverfis laugarnar og stakk sér til sunds i öllum fötunum, en þar voru einmitt nokkrir lögreglu- þjónar að taka sundsprett! Laugarvörðurinn bjargaði mannninum strax uppúr, en i stað þess að biðja lögregluþjón- ana, sem voru i lauginni um að- stoð, hringdi hann á lögreglu- stöðina og bað þar um hjálp. Flótta m aðurinn sá þá enn einu sinni sitt óvænna og tók á rás eitthvað inn i næsta ibúðar- hverfi og var úr augsýn þegar lögreglan kom. Hefur ekkert spurzt til hans siðan. Tildrög þessa voru þau, að bóndinn að Laugabóli i Lauga- dal, tók eftir mannaferðum i fjósinu snemma siöastliðinn i Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.