Alþýðublaðið - 23.09.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 23.09.1972, Side 9
IÞROTTIR 3 BOLT- ANUM VERÐUR MIKIÐ OG VÍÐA SPARK- AÐUM HELGINA Það verður margt um að vera hjá knattspyrnumönnum og kon- um um helgina og hætt er við að knattspyrnuunnendur megi hafa sig alla við, ef þeir ætla að fylgj- ast með öllum þeir leikjum, sem þá fara fram en margir þeirra verða án efa spennandi og skemmtilegir. A laugardaginn lýkur 1. deildar keppninni i ár með leik Fram og Vals, sem fram fer á Melavellin- um og hefst kl. 14.00. Fram hefur sem kunnugt er þegar tryggt sér Islandsmeistaratitilinn i ár og spurningin er aðeins sú, hvort þeim tekst að hljöta þrem eða fimm stigum fleira, en næsta lið. Fram hefur þegar hlotið 21 stig, en Vestmannaeyingar koma næstir með 18 stig og hafa lokið leikjum sinum. Að loknum leiknum verður Is- landsmeistarabikarinn afhentur og eru margir heldur óhressir yfir þvi, að sú virðulega og skemmti- lega athöfn, sem raunar er há- punktur mótsins, skuli þurfa að fara fram við frumstæðar að- stæður á Melavellinum i stað þess að gera það á Laugardalsvellin- um, þar sem verðlaunaafhend- ingin mundi njóta sin mun betur. Það er Baldur Scheving fyrir- liði Fram, sem tekur á móti Bik- arnum fyrir liö sitt, en svo skemmtilega vill til, að Baldur var einnig i liði Fram árið 1962, en þá vann Fram Bikarinn siðast. Strax að leik Fram og Vals loknum koma ungir knattspyrnu- menn frá Breiðabliki i Kópavogi og Val og leika til úrslita i Is- landsmóti 4. flokks. Leikir yngri flokkanna eru ekki siður skemmtilegir, en leikir hinna eldri og vitað er að Breiðablik og Valur eiga góðum leikmönnum á að skipa i þessum aldursflokk. Þá fer fram leikur a Akureyri i Bikarkeppni 2. flokks milli heimamanna og Stjörnunnar úr Garðahreppi. Það er vissara að vera árrisuil á sunnudagsmorguninn, ef ekki á að missa af þeim leikjum, sem fram fara þann dag. Kl. 10.30 fer fram leikur i 2. deild á Melavell- inum milli Þróttar og tsfirðinga. Kl. 11.00 fer hinsvegar fram leik- ur á vellinum i Kópavogi, sem marga mun fýsa að sjá, en það er úrslitaleikurinn i fyrsta tslands- móti kvenfólks i knajtspyrnu utanhúss, sem fram fer hér á landi. Þar mætast lið Fram og FH i Hafnarfirði og er ómögulegt að spá fyrir fram um úrslit i þeim leik, þar sem bæði félögin hafa jöfnum liðum á að skipa. Þeir leika sinn seinni leik á Laugardalsvellinum ámorgun og Ieikurinn hefst kl. 14. Það er norska liðið Viking, sem er á efri myndinni, en á neðri myndinni er Vestmannaeyjaliðið, sem nú ætlar að bæta fyrir heppnissigur Norðmannanna. Og það má gera ráð fyrir hörkuleik, þvi Eyjamenn eru sigurvissir, en þurfa að vinna stórt. Og það voru Norðmenn, sem unnu fyrri leikinn. STORILEIKURINN VERÐUR MILLIÍBV OG NORDMANNA Þá komum við að aðalleik helgarinnar, sem fram fer á Laugardalsvellinum og hefst kl. 14.00, en það er siðari leikur Vest- mannaeyinga og Vikings frá Stavanger i E.U.F.A. Bikarnum. Búast má við mikilli baráttu i þeim leik, enda er mikið i húfi fyrir bæði liðin. Vikingur vann fyrri leikinn, sem fram fór i Stavanger i s.l. viku með 1-0 og voru heppnir að fara meðsigur af hólmi i þeirri viðureign. Nú er stund hefndarinnar runnin upp fyrir Vestmannaeyinga og ætla þeir að selja sig dýrt og stefna að þvi að sigra og vinna sér rétt til þátttöku i 2. umferð keppninnar. Fyrir þá sem ekki hafa fengið sig fullsadda af knattspyrnu, skal bent á aðskreppa inn á völl Þrótt- ar við Sæviðarsund strax að lokn- um leiknum a Laugardalsvellin- um, þvi að kl. 16.30 hefst þar einn af úrslitaleikjunum i islandsmóti 2. flokks, milli Akurnesinga og Fylkis. Auk þeirra liða hafa Vest- mannaeyingar tryggt sér þátt- töku i úrslitakeppninni. Að lokum óskum við við knatt- spyrnumönnum og knattspyrnu- unnendum góðrar og skemmti- legrar helgar. Hdan. -----------------------o Laugardagur 23. september 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.