Alþýðublaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 3
VEBURHORFUR NXSIA SOLARHRIHG: HORÐAM ROK Ot BARSMfDAft f HJÚNAHERBEftGINU... Næst þegar þér finnst þú vera venju fremur eirðar- laus, firrtinn, ónógur sjálfum þér, tauga- spenntur, geðstirður, gleyminn eða kærulaus — þá skaltu gæta til veðurs. Allir eru að meira eða minna leyti næmir fyrir veðrabreytingum, ekki hvað sizt þegar þær hafa hvassviðri i för með sér. Það fyrirfinnast meira að segja manneskjur, sem haldnar eru óskiljanlegum ótta við storm — anemophobia kallast það á máli lærðra manna, og er talið sjúklegt fyrirbæri. Aftur á móti er það fjöldinn allur sem finnst öll slik hreyfing i lofti harla óþægi- leg — hvort heldur um er að ræða hæga vorgolu eða hvassviðri að hausti. Veðurfræðingar, sem starfa við Veðurvisinda- stofnunina i Genf, hafa um ára bil athugað gaumgæfi- lega jöfnum höndum reikn- ingslegar niðurstöður, vis- indalegar skyrslur og alls- konar alþýðleg munnmæli um áhrif veðurfarsins og veðrabreytinga á liðan og athafnir manneskjunnar, og að hve miklu leyti þær væru háðir þvi sem gerist i gufuhvolfinu. Og niðurstöðurnar af þessum rannsóknum þeirra eru i stuttu máli þær að sérhver maður sé háður áhrifum veðursins að vissu marki. ,,Þegar veðráttan var óheppileg frá liffræði- legu sjónarmiði, hvassviðri sem undanfari kulda eða þrumuveðra, kom i ljós að lifsviðbrögð fjölmargra, sem við rannsökuðum, voru óeðlilega hægfara, og að þar vottaði einnig fyrir nokkurri innri spennu.” Þrumuveður. Brezkur sálfræðingur komstsvo að orði: — Meðal okkar. sem búum við til- tölulega kyrrt veðurfar, geta skyndileg veðrabrigði ýmist orið til þess að örva geðræn viðbrögð eða seinka þeim. Þrumuveður veldur sumu fólki til dæmis annar- legri vanliðan, og ég veit til þess að hvassviðri hefur svipuð áhrif. Dr. Clarence Mills i Cincinatti skrifaði bók sem hann nefndi, „Lif manna og veðráttan”. Þar benti hann meðal annars á hvað taugasjúkdómar og geð- veiki eru mun algengari þar sem mikið er um hvassviðri og hörð veður valda almenningi stöðugri streitu. Hann gat meira að segja bent á það samkvæmt gerðum skýrslum, að flest sjálfsmorð eða tilraunir til sjálfsmorða áttu sér stað skömmu áður en skyndi- legt fárviðri skellur á. Vesturþýzka læknasam- bandið hefur nú einnig hafið athuganir á áhrifum veðurfars og veörabrigða á almennt heilsufar manna. Vesturþýzkum læknum hefur þannig verið á það bent að athuga loft- þyngdarmælirinn ekki siður en slagæðina, þegar fólk kemur til þeirra og kvartar um óeðliiega van- liðan. Dr. Eberhard Rose, læknir og starfandi doktor við vesturþýzku rann- sóknarstofnunina i veður- liffræði, lætur svo um mælt: ,,Við höfum fengið staðfestar þær niðurstöður að afbrigði i hegðun manna og jafnvel sjálfsmorð- hneigð eykst að mun þegar hlýir vorvindar blása af suöri, yfir Alpafjöllin.” ,,Við tökum þessi heilsu- farlegu áhrif alvarlega, og vesturþýzkar veðurfræði- stofnanir sjá sjúkrahús- unum nú fyrir sérstökum veðurspám með tilliti til þess að skurðlæknar geti valið sem hentugastan tima til aðgerða, sem lik- legt er að veðrið geti haft einhver áhrif á”. Brezka læknasambandið fylgist af áhuga með þessum rannsóknum og til- raunum. Mestur vávaldur allra vinda er þó að öllum lik- indum hinn heiti og snarpi fönvindur, sem blæs um tveggja mánaða skeið á ári hverju yfir snævi þakta tinda austurrisku Alpanna og um austurriska Týról. ,,Eins og ógæfan sjálf...” Lofthitinn hækkar að mun, snjór bráðnar i fjöll- um lækir verða að ám og ár að straumhörðum fljótum, þrúgurnar fyllast sætleik og kornið á ökrunum nær fullum þroska. En vindarnir hafa hins- vegar neikvæð áhrif á fólk- ið sem þarna býr i borgum og bæjum. Þeir glettast óþægilega við taugar þess. Einn af læknum þar i héraði kemst svo að orði um áhrif fönvindanna: „Það er eins og ógæfan sjálf laumist hvarvetna inn um dyragættir á heimilum manna, kaffihúsum, verzl- unum, gistihúsum, um borð i járnbrautarlestir og bila... „Allir verða slegnir van- liðan og miður sin. Undan- tekningarlaust fjölgar sjálfsmorðum skyndilega, drykkjuskapur eykst, um- ferðarslysum fjölgar en hversdagsgæfustu eigin- menn glata skyndilega allri stjórn á skapsmunum sin- um og berja eiginkonur sinar...” f hverju er þessi bölmátt- ur fönvindanna fólginn? Elnginn veit það með vissu, en tilraun hefur verið gerð til að skýra hann á þann hátt að hann valdi ofnæmi eða ofspennu i hnoðtauga- kerfinu. Ve*ðurfræðingarnir segja að heita loftið lendi i átökum við kalda loftið, sem lendi i sjálfheldu i dölunum, og þannig skapist þrýstingur sem ef til vill geti haft geðræn áhrif. Þá bregður og undarlega við þegar sirocco-vindarnir blása um Grikkland og ttaliu, meðal annars er þá hættara við að konur fæði fyrir timann. Stormsveipir. Skepnur verða einnig fyrir sýnilegum áhrifum af hvössum stormsveipum. Dýralæknir i Bucking- hamshire kemst svo að orði: „Hestar kunna hvössum stormsveipum mjög illa. Einkum kunna þeir illa við að gusti i eyru þeim. Þeir verða hvumpnir og eirðarlausir — sennilega vegna þess að það truflar heyrnina, og heyrnin er hestunum mjög mikilvæg, þar eð þeir treysta á hana sem vörn gegn öllu, sem þeim er fjandsamlegt... „Þá er til gamalt mál- tæki: „Vindurinn ýfir kattarrófuna”. Mörgum köttum er meinilla við hvassviðri. Þeir eru við- kvæmar skepnur. Ég hef séð þá stökkva hátt i loft og terra út klærnar, þegar skyndilegur gustur ýfir feld þeirra”. i nýlegu sterklqga gagnrýndu viðtali við „Sænska kvenna- blaðið” segir sænski krónprins- inn, að hann hafi mjög gamal- dags skoöanir á stöðu konunnar, hann áliti að hún eigi að vera á heimilinu, nánar tiltekið i eld- húsinu. Þessi yfirlýsing prinsins hefur orðið til þess, að kvennasam- tökin í landinu hafa gagnrýnt ogmótmælt skoðunum hans full um hálsi. Segja þau yfirlýsingu prinsins sýna það, að hann hafi ekki skilið grundvallarlögmál jafnréttisins, er fjalli um það, að piltar og stúlkur eigi að hafa sömu möguleika til að fá þá vinnu, er þau óska. „Ja, ég hef gamaldags skoðun á þessu”, segir prinsinn i viðtal- inu. „Min skoðun er sú, að kon- an eigi að vera á heimilinu, i eldhúsinu. Auðvitað á hún að geta fengið starf utan heimilisins, ef hún óskar eftir þvi, en það er mikil- vægt að þær, sem þess óska, geti verið heima við og annast mann og börn. Þær konur eru þó lika til, sem álita aö einmitt það sé skemmtilegt og mér finnst það viðhorf ýkt, að sérhver kona eigi aö vinna utan heimilisins”. Krónprinsinn segir einnig i viðtalinu, að hann sé þeirrar skoðunar, að karlmaður muni annast störf þjóðhöfðingjans mun betur en kona gæti gert, jafnvel þótt hann væri yngri en hún. Hann segist þvi aðeins geta hugsað sér konu sem rikiserf- ingja, að enginn karlmaður eigi rétt til rikiserfða. SVÍAPRINS: STAÐA KONUNNAR ER A HEIMILINU - í ELDHÚSINU Carl Gustav og vinkona hans, Monica Peterson. Dýrin hafa síður en svo sloppið við dómstólana... KSS ERUIAFNVEL DÆMIAR KETT- IR HAFI VERIR DÆMDIR OC HENGDIR Fokreið heiðurskona hefur höfðað mál á hendur 7 apa á bifhjóli fyrir meinta likamsárás. Að hennar sögn átti þessi árás sér stað i hringleika- húsi i Caracas i Venezuela. Apinn var að leika listir sinar á bifhjóli með fjóra aðra apa á herðum sér. Þá gérðist þa'ð að hann missti skyndilega jafn- vægið og aparnir, sem hann bar á herðum sér, steyptust i keltu áðurnefndrar heiðurskonu. Og nú krefst hún skaðabóta fyrir glataðan virðuleika. Það er ekki i fyrsta skipti sem skepnur valda mála- ferlum. í Graz i Austurriki var það til dæmis kært að næturgali raskaði næturró manna og olli nágrönnum óþægindum. EDigandi næturgalans. Oscar Hienzel, hafði næturgalann i búri, sem hann setti út i opinn glugga á hverri nóttu. Enginn haföi betur Og nægurgalinn söng alla nóttina. E'yrir það höfðaði einn af nágrönnunum mál gegn honum. Það er skjalfest að mál þetta var siðan rekið fyrir þrem dómstólum en loka- úrskurðurinn varð sá að fuglinn var sýknaður. Þegar sá úrskurður var upp kveðinn, var nætur- galinn dauður. Á miðöldum átti það sér stað að dýr voru leidd inn i réttarsali sem sak- borningar, og þá oft klædd sem likast menneskjum. E'yrsti dómurinn, skjal- festur og kveðinn upp yfir skepnu á Bretlandi, var refsidómur yfir svini nokkru, árið 1266. Siðastur slikur dómur var kveðinn upp árið 1692, en þá var hryssa dæmd til dauða. 1 bók sinni „Visindi heimskunnar” skýrir höfundurinn, Faul Tabori, meðal annars frá þvi er allir ibúar i þorpi nokkru i Sviss undirrituðu ákæru- skjal á „hendur” einni „hræðilegri skaðsemdar- skepnu. sem gengur undir nafninu hagamús” fyrir að valda miklu tjóni á slægj- um þorpsbúa. Þetta gerðist árið 1519. Dómur var skipaður i málinu og músunum fenginn verjandi, sem hélt þvi fram að hagamýsnar gerðu einnig talsvert gagn — meðal annars eyddu þær lirfum skaðlegra skordýra. En allt kom fyrir ekki. Hagamúsin var dæmd sek og úrskurðað að hún skyldi útlæg úr slægjulöndum þorpsbúa. Ekki eru skjal- festar heimildir varðandi viðbrögð músanna. Svínin sek fundin Það átti sér stað á mið- öldum, að svin voru færð fyrir rétt klædd stutttreyj- um og brókum. Þess eru skjalföst dæmi, að þau voru meðal annars ákærð fyrir morð fundin sek og tekin af lifi á torg- um. Eins var það alltitt að mannýg naut og ólmir hestar voru dregnir fyrir dómstól ákærð um morð, fundin sek og siðan tekin af lifi. Aftur á móti var sjald- gæft að asnar og múlasnar lentu i sliku klandri. Hrútur rekinn í út- legð. Köttur sem ráðist hafði á kornabarn liggjandi i vöggu var hengdur sam- kvæmt dómsúrskurði á Englandi árið 1462. Rússneskur hrútur, sem ekki gat neitað sér um þá ánægju að stanga fólk var dæmdur i útlegð og sendur til Siberiu. I septembermánuði 1379 réðust þrir grisir á ungan son svinahirðis i Frakk- landi og léku hann svo illa að hann beið bana. En þar sem grisirnir voru úr hjörð lénsherrans þar i héraði, var málinu skotið til hans, og ákvað hann að allri hjörðinni skyldi harðlega refsað. En þá kom hertoginn af Búrgund til sögunnar, Fillipus fifldjarfi, sem kvað of hart dæmt, og náðaði alla hjörð léns- herrans að hinum seku grisum þrem undanskild- um. Sunnudagur 24. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.