Alþýðublaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 7
BÍLAR OG UMFERÐ MONZA VAR FIMMTI SIGURINN i honum byggi á Lotus 49 i Grand Frix i Englandi. Hann náði áttunda sæti, og Chapman var þaö ánægður með árangur- inn, að hálfum mánuði seinna ók Emerson i Þýzkalandi, og þar náði hann fjórða sæti. Mánuði seinna, þegar Emerson var að æfa sig fyrir GP á ltaliu i Lotus 72, ók hann útaf og eyðilagöi bilinn. Þetta hefðu getað orðiö endalok Emersons sem kappaksturs- manns heföi Jochen Rindt ekki lika ekið Lotus 72 útaf i sömu beygju daginn eftir, — og látið lifið. En Emerson hélt áfram, og næst vann hann fyrsta Grand Prix sigur sinn, þegar hann sigraði i Kanada Grand Prix. 1 fyrra hélt hann áfram að aka Lotus, en sigurgöngunni var lokið i bili. Hann hlaut aöeins 16 stig i heimsmeistarakeppninni og varð sjötti i rööinni við stiga- uppgjörið i lok keppnistimabils- ins. A yfirstandandi keppnistima- bili var gerð breyting hjá Lotus, og farið að keppa i GP á „John Player Special Lotus”, Emerson hélt enn tryggð við Lotusinn og ekur nú á JPS Lotus 72. Gæfan varð honum aftur hliðholl, varð annar i Suður- Afriku, og það varö upphafið að óslitinni sigurgöngu: Sigur i Grand Prix á Spárii, Belgiu, Englandi, Austurriki, og núna i september á ítaliu. Hann lenti i ööru sæti i Frakklandi og þriðja sæti i GP i Monaco. Þetta þýðir 61 stig i stigaútreikningi heims- meistarakeppninnar, hvorki meira en 30 stigum meira en sá næsti — og enginn efast um það hver verður næsti heims- meistari, nú þegar keppnis- timabilinu fer að ljúka. Emerson Fittipaldi verður þá að likindum lang yngsti heims- meistari i Grand Prix, — og hann á mörg keppnistimabil eftir. Urslitin á Monza urðu þessi: 1) Emerson Fittipaldi, John Pláyers Special, 2) Mike Hailwood, Surtees Ford, 3) ÚRSLITIN í GRAND PRIX ERU RÁÐIN Með sigrinum á Monza- hringnum á ítaliu tryggði Brasiliumaöurinn Emerson Fittipaldi sér heimsmeistara- tignina i Grand-Prix akstri. Hann hefur slika yfirburði, aö engin von er til þess að nokkrum takist að safna nógu mörgum stigum þaö sem eftir er keppnistimabilsins til þess að komast uppfyrir hann. Emerson Fittipaldi er aðeins' 25 ára gamall, en hann byrjaði strax 15 ára gamall að taka þátt i kappakstri á mótorhjólum. Seinna fór hann að keppa á „gokart”, og i mörg ár keppti hann i þeim flokki með frá- bærum árangri á þeim bilum. Vegna þess hvað kappakstur er sjaldan haldinn i Brasiliu fór Emerson árið 1969 til Englands. Þar fór hann að keyra Ford Formúlu og Formúlu 3, og varð óopinber brezkur F 3 meistari. Eftir þennan frábæra árangur keypti hann sér Lotus 59, Formúlú 2. Það var árið 1970, og á þessum bil varð hann þriðji i Evrópumeistarakeppninni, og það keppnistimabil tók hann stöðugum framförum. Snemma þetta sama ár tók Colin Chapman eftir þessum efnilega Brasiliumanni og veitti honum tækifæri til að sýna hvað John Player Special, arftaki Lotus, — samskonar bíll og Emerson Fittipaldi hefur ekið á fullri ferð í áttina til heimsmeistaratignarinnar í Grand Prix á yfirstand- andi keppnistímabili (stóra myndin) Hér er kominn forfaðir Fólks- vagnanna, Fólksvagninn, sem Ferdinand Porsche hannaði, og kom á götuna árið 1934. Siðan Porsche gamli mótaði þetta heimsþekkta bilslag á teikniboröinu sinu hafa verk- smiðjurnar sett heimsmet i framleiðslu bilsins. Sl. vor kom af færiböndunum bill númer 15.007.034, og þarmeð var slegið það framleiðslumet, sem Henry Ford setti á sinum tima. Hann framieiddi semsé 15.007.033 ein- tök af „Tin-Lizzy”, eða Ford T áður en nýrri gerðir af Ford leystu bilinn af hólmi. Sunnudagínn 10. september vann Emerson Fittipaldi fimmta sigur sinn i Grand Prix i ár, i þetta sinn á Monza á Italiu. Með þessum sigri hefur hann tryggt sér heimsmeistaratitil- inn, það hefur enginn möguleika á að ná honum i punktafjölda úr þessu i þeim þremur kapp- ökstrum, sem eftir eru á þessu keppnistimabili. Startið var nokkuð sögulegt, þvi bill Jackie Stewarts, fyrr- verandi 'heimsmeistara náði ekki fullri ferð vegna vélarbil- unar, og keppinautarnir þutu framúr honum hver á fætur öðrum, og stuttu siðar hætti hann keppni. Jacky Ickx og Clay Regazzoni, sem báðir óku Ferrari, tóku forystuna i upp- hafi og héldu henni góða stund, en Fittipaldi fylgdi þeim fast eftir. En Regazzoni lenti i árekstri við Carlos Paces og varð að hætta keppni. Fittipaldi var þá orðinn númer tvö og háði einvigi við Jacky Ickx, en sá siðarnefndi varð að hætta keppni, þegar hann hafði farið 45 hringi af 55, og þarmeð var sigurinn Emerson Fittipaldi vis, hann átti aðeins eftir að koma i mark sem sigurvegari. I öðru sæti var Mike Hailwood, en Denny Hulme varð þriðji, og hann tryggði sér með þvi annað sæti í heimsmeistarakeppninni. Þá stendur heimsmeistara- keppnin i Grand Prix þannig, þegar eftir er að keppa þrisvar. 1) Emerson Fittipaldi, með 61 stig, 2) Denny Hulme, með 31 stig, 3) Jackie Stewart (heims- meistari 71) 27 stig og Jacky Ickx með 25 stig. Næst verður keppt i Grand Prix á morgun, sunnudaginn 24. september, i St. Jovite i Kanada. Siðan verður keppt 8. október i Watkins Glen i Banda- rikjunum, en siðasta GP keppn- in verður i Mexico City i Mexikó 22. október. Til hægri er Emerson Fittipaldi — heims- meistarakandidatinn í Grand Prix 1972. Vinstra megin er hins vegar Jackie Stewart EMERSON FITTIPALDIHEIMSMEISTARI UMSJON: ÞORGRlMUR GESTSSON Sunnudagur 24. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.