Alþýðublaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 5
SUHIR FYLLAST SKELFINGU AF TILHUGSUNINNI UM TÖLUNA 13 AÐ
MflÐUR TALI Nll EKKI UM EF FflSTUDAG BEB UPP fl 13. DAG MANAÐflR
- EN HVAD SEGIR SAGAN UM TÖLUNA 13 OG HJÁTRÚ ÞAR AÐ LÚTANDI?
Margir eru þeir, sem
lita á töluna 13 sem
óhappatölu, og þá er ótrú
þcirra h já trúa rfu 11 u
gjarnan bundin tölunni i
hvaöa mynd sem er.
bar sem hjátrú hefur
veriö viöfangsefni þeirra
sem þjóösögur rita, og á
þvi i gegnum þær greiöan
aögang að islenzkum
lesendum, ætlum viö aö
bregöa upp smámynd af
þessari ..hroöalegu” tölu,
þegar þrettándi dagur
mánaöarins kemur upp á
föstudegi.
Og til þess nú að benda á
aö hjátrú sé ekki eingöngu
islenzkt fyrirbæri munum
viö leita um allan heim að
þeirri heildarmynd sem
viö birtum hér.
Að dómi hinnar átján
ára llrsulu Schamel, var
föstudagurinn 13. marz
1964 aðeins venjuiegur
vinnudagur, Hún vann
sem hraðritari á skrifstofu
útvarpsframleiðslufyrir-
tækisins Grundig i Fuerth
i Vestur-Þýzkalandi. Hún
beið einungis eftir þvi að
klukkan yrði fjögur, þvi
strax aö vinnudegi loknum
ætlaöi hún meö vini sinum,
sem var bandariskur i
helgarlerðalag.
Þetta föstudagskvöld
hringdi hún til foreldra
sinna og sagði þeim aö hún
hyggðist sofa hjá vinkonu
sinni um nóttina. Þvi næst
l'lýtti hún sér til þess aö ná
lestinnisem fórkl. 18,17 til
Bayreuth, þar sem hún
ætlaöi aö hitla Gerald M.
Werner liösforingja. Hinn
26 ára gamli Werner kom
á brautarstöðina á gamla
DeSoto bilnum sinum, og
þaöan héldu þau aö Hegel
Strasse 19, sem var al-
ræmd villa þarna i
hverfinu.
Kr þangað kom
hreiöruðu þau um sig á
fyrstu hæö þessa stóra ein-
býlishúss. og fengu sér
nokkra drykki. Þar sagði
llrsula Werner aö hún
væri ófrisk og komin fjóra
mánuði á leið. Þvi næst
kvaðst hún ætla i bað. og
bauð Werner aö baöast
með sér. Þegar hann kom
inn i baðherbergið, og sá
hina nöktu og ófrisku
stúlku, trylltist hann.
Hann beygði sig niöur
greip um hálsinn á henni
og herti að.
Næsta dag fannst
sundurtætt lik llrsulu
dreift um allstórt svæði
meöfram hraöbrautinni
frá Munehen til Berlín.
Ilún varö fórnarlamb
ógeöslegasta glæps sem
nokkur erlendur her-
maöur haföi framið i
Þýzkalandi, eftir strið.
Þessi föstudagur hins
þrettánda, varð lika
óheilladagur fyrir Werner,
sem siðar fékk viðurnefniö
..Barnalega ófreskjan frá
Bayreuth.”
Eftir ýtarlegar yfir-
heyrslur bugaöist hann og
viöurkenndi verknað sinn.
Varö hann fyrsti erlendi
hermaöurinn sem dæmdur
var aö þýzkum lögum.
Hann var dæmdur geö-
veikur og skyldi þvi dvelj-
ast á geöveikrarhæli um
óákveðinn tima.
Gangið þér hægt um á
þessum dögum, þaö er aö
segja föstudegi þann
þrettánda? Afþakkið þið
boö eða ferðalög? Forðizt
þið aö taka mikilvægar
ákvarðanir á þessum dög-
um?
Þó svo að það virðist
kjánalegt, þá eru þúsundir
manna um allan heim,
sem einmitt gæta sin
sérlega vel þessa daga. 1
Bandarikjunum einum er
talið að hundr. milljóna
af dollurum l'ari i súginn af
þessum sökum. Hjátrúar-
fullt fólk neitar að ganga
frá verzlunarsamningum
og inna greiðslur og annað
af hendi þegar þrettánda
dag mánaðarins ber upp á
föstudegi.
lljátrúarfull þvæla?
Eftir þvi sem visindin
komast næst: Já.
Það er engin ástæða til
að óttast þennan dag öðr-
um fremur. eöa svo segir
heilbrigð skynsemi. Þó
lifir vel i glóðum hjátrúar-
innar um töluna 13, og þá
sér i lagi um föstudaginn
þrettánda.
Sálfræðingur nokkur
hefur útskýrt þetta á þann
hátt, ,,að við” vitum ,,að
föstudagurinn þrettándi i
mánuðinum hefur ætið
verið óheilladagur. Hafi
maður sjálfur orðið fyrir
skakkafalli á þessum degi,
er það nóg til þess að
maður fari ósjálfrátt að
varast hann, um alla
framtið.”
Einn er sá maður meðal
annara, sem hefur ótrú á
deginum, en það er hnefa-
leikarinn Muhammed Ali
(Cassius Clay). Föstu-
daginn 13.nóvember 1964,
þrem dögum áður en hann
átti að verja titil sinn i
fyrsta sinn. varð hann
fyrir slysi. sem gerði það
að verkum að hann gat
ekki keppt i hnefaleikum
næstu sex mánuðína.
önnur manneskja sem á
erfitt með að gleyma slik-
um bannsettum föstudegi,
er frú Florence Edgar. Þá
var það föstudagurinn 13.
febrúar 1948. Hún sat
ásamt manni sinum og
börnum. að snæðingi á
heimili þeirra i Falldon
Way. Þegar maður henn-
ar. sem var lögreglu-
maður, hélt af stað til
vinnu stanzaði hann i
dyrunum og sagöi. eftir að
hafa litið á dagatalið. —
Ég sé þig i kvöld, ef ég
kem til baka?
Að visu var þetta sagt i
grini. en Florence sá hann
aldrei framar.
Þetta kvöld stöðvaði
Nathaniel Edgar mann
nokkurn, sem hann áleit
að væri að koma frá inn-
broti. Maðurinn, Donald
George Thomas var lið-
hlaupi úr hernum, reif
fram skammbyssu og
skaut þrem skotum' i
Edgar sem hné niður
særður til ólifis. Hann var
fyrsti enski lögreglu-
maðurinn sem drepinn var
við skyldustörf i meira en
sex ár. Afleiðingarnar af
morðinu urðu mestu
mannaveiðar, sem yfir
England höfðu dunið.
Seinna var gerð kvikmynd
um atburðinn ,,The Blue
Lamp” þar sem Jack
Warner lék sitt fyrsta
hlutverk af mörgum, sem
leynilögreglumaður,
Til allrar hamingju er
það oftast leiðinda smá-
óhöpp sem koma hinu illa
orði á föstudaginn þann
þrettánda.
Eins og til dæmis sagan
um hinn þjóðsagnar-
kennda höfuðsmann i flug-
her Hennar Hátignar,
Douglas Bader. Það var
föstudagur þrettándi júni
1952, Bader var úti að
viðra hundinn sinn, þegar
hann féll i Serpentine
vatnið i Hyde Park garðin-
um. Hann staulaðist upp á
bakkann og flýtti sér heim
til þess að skipta um föt.
Þennan dag átti hann að
afhenda prófskirteini við
Bromsgrove heimavistar-
skólann i Worcestershire.
Til þess nú að flýta fyrir
sér, ákvað Bader að fljúga
til Bromsgrove i flugvél
sinni, sem var af Miles
Gemini gerð. En þá skall á
þoka yfir Midlands,
þannig að hann varð að
snúa við, Loks komst hann
þó til skólans, og það
akandi. tveim timum of
seint. Og við athöfnina
sagði hann. ,,Ef ég hefði
vitað hvaða dagur var,
hefði ég ekki farið út fyrir
húsins dyr i allan dag”.
Þið getið hlegið að
þessu. en áður en þið gerið
það, ættuð þið að lita á ör-
lög þeirra sem haf boðið
hjátrúnni byrginn. Og i
þeim efnum höfum við
ákjósanlegt dæmi, þar
sem Sir Henry Segrave er-
Sir Henry Segrave átti
hraðaheimsmetið i bif-
reiðaakstri og ákvað að
eignast hraðaheimsmetið i
siglingum. Dagurinn sem
hann valdi til þess að gera
þá tilraun að veruleika var
föstudagurinn þrettándi
júni 1930, og staðurinn
Lake Windermere.
Um leið og hann sté um
borð i hinn silfurlita
tveggja mótora hraðbát
Miss England II, varð ein-
um af hinum mörgu
áhorfendum að orði: Með
tilliti til dagsetningarinn-
ar væri vist bezt að fá
eiginhandaráritun hjá
yður. áður en þér leggið af
stað".
Segreve glotti og
skrifaði nafn sitt með
miklum glæsibrag. og
hlustaði aðeins með öðru
eyranum eftir þvi sem
einn af aðstoðarmönnum
hans. Michel Wilcocks frá
Cleveland sagði;.,Það mun
allt ganga vel.herra, föstu-
dagurinn þrettándi er
minn happadagur”.
Segrave setti nýtt
heimsmet, óg var meðal-
hraðinn 159 km á klst. Á
bakaleiðinni ætlaði hann
að slá sitt eigið met, og
þegar hann var að nálgast
195 km hraða kollsteyptist
báturinn með miklum
boðaföllum og skall niður
með botninn upp i loft.
Hraðametskonungurinn
og viðgerðarmaður að
nafni Vic Halliwell létu
þarna lif sitt, en Wilcocks
hinn heppi bjargaðist á
einhvern undursamlegan,
hátt.
Rannsóknir á slysinu
leiddu i ljós að báturinn
hafði siglt á litinn trjábút.
Og likindareikningur
sýndi, að það var 1 á móti
milljón að slikt gæti skeð.
Þeir sem hvað mesta
ótrú hafa á þrettánda degi
mánaðarins og ekki sizt ef
hann ber upp á föstudegi
eru sjómenn. Að hefja ferð
á slikum degi telst til
dauðasyndar i þeirra aug-
um. En þrátt fyrir það litu
embættismenn i landi öðr-
um augum á hlutina,
þegar skipið City of
Benares var skipað til
brottferðar föstudaginn
þrettánda september 1940.
Var ferðinni heitið til
Canada og voru far-
þegarnir hundruð flótta-
barna. Fjórum dögum
siðar varð skipiö fyrir
tundurskeytaárás og 38
börn létu lifið.
En hvers vegna er litið á
föstudaginn þann
þrettánda sem óheilla-
dag?
1 eðli sinu sem slikur,
hefur föstudagurinn á sér
lélegt orðspor þvi hann er
krossfestingardagur
Krists. En hjátrúin
varðandi föstudaginn nær
miklu lengra aftur i
timann en til atburðarins á
Golgatahæð. Hægt er að
rekja hjátrúna á föstu-
deginum aftur i gráa
forneskju. Að talan 13 sé
óheillatala kemur til af
siðustu kvöldmáltið
Krists. Þeir voru þrettán
sem þá snæddu saman.
Siðan er það hald manna,
að snæði þrettán ’manns
saman við sama borð að
kvöldlagi mun einn þeirra
deyja áður en árið er liðið.
Hræðslan við töluna
þrettán er svo mikil i
U.S.A. og þá sér i lagi við
föstudaginn þrettánda, að
stofnuð hefur verið
hreyfing þar, þess eðlis að
koma þeim bölvaða degi
út af öllum almanökum.
Áætlunin er sú, að gera
nýtt almanak þar sem
marz, júni, september og
desember innihaldi hver
um sig 31 dag, en hinir
mánuðirnir allir hafi hver
fyrir sig 30 daga. Nýárs-
dagurinn á að verða al-
þjóða helgidagur sem til-
heyrir engu ári, Með þessu
fá allir dagar sinn
ákveðna mánaðardag og
alltaf þannsamaár eftir ár.
Og allir hátiðisdagar
myndu þvi koma upp á
sama degi ár hvert.
En svo eru það aðrir er
reyna að eyða hjátrúnni.
Kvikmyndaleikstjóri einn
bauð einu sinni til erfi-
drykkju á föstudegi sem
var þrettándi mánaðarins.
Veizlusalurinn var
skreyttur sem likhús og
komu gestirnir i likvögn-
um til gleöskaparins.
Bandariskur félags-
skapur, sem kallar sig
Baráttumenn gegn hjátrú
i Bandarikjunum hefur
þrettán manna stjórn.
Heldur stjórnin sérstaka
stjórnarfundi hvern þann
föstudag sem ber upp
á þann þrettánda. Hefst
fundurinn kl. 18J5 i her-
bergi númer 1313 á hóteli i
Chicago. Stjórnar með-
limirnir brjóta spegla,
strá niður salti, ganga
undir stiga. opna regn-
hlifar innandyra, sparka i
skeifur, pynda svarta-ketti
og kveikja i þrem sigarett-
um með sömu eld-
spýtunni.
Árið 1962 færði félag
þetta, geimfaranum John
Glenn úr að gjöf. Allar
tölurnar á úrinu voru tal-
an 13. Var gjöfin viður-
kenning Glenn til handa
þar sem honum hafði verið
skotið upp i 13.geimskipinu
sem Bandarikjamenn
skutu á loft. Er Glenn
flutti þakkarávarp sitt
fyrirúrið, var hann beðinn
um að tala annað hvort i 13
sekúndur 13 minútur eða
13 klukkustundir. Hann
þakkaði fyrir sig á
nákvæmlega 13 sekúnd-
um.
En jafnvel John Glenn
gat gengið of langt. hvað
heppninni viðkom. Þessi
maður sem hafði hring-
sólað i kringum hnöttinn
án skakkafalla rann til eitt
sinn er hann var i bað-
herbergi sinu, datt og sló
höfðinu við. Urðu af-
leiðingarnar þær, að hann
fær svimaköst öbru hverju
og varð að hætta við þær
ráðagerðir sinar, að reyna
að ná kosningu til banda-
riska þingsins.
UNDARLEGAR
STADREYNDIR UM
FÖSTUDAGINN
ÞANN ÞRETT-
ánda.
Ungur viðskiptamaður
frá Burnley, David
Warren að nafni, varð svo
hræddur vegna tveggja
óhappa sem hann hafði
lent i á föstudegi sem bar
upp á þann þrettánda, að
hann tryggði hús sitt fyrir
25 þús. pund þegar hann
hélt á knattspyrnuleik
einn slikan föstudag.
Mesta sprengjuregnið
sem yfir Buckingham
Palace kom i seinni heim-
styrjöldinni kom föstu-
daginn þrettánda sept.
1940.
Charles Joiner frá
Leicester var svohjátrúar
fullur. að enginn máttur
gat fengið hann til þess að
snúa sér við i stiga. Dag
nokkurn þegar hann var á
leið upp á aðra hæð i húsi
sinu heyrði hann undarleg
hljóð fyrir aftan sig.
Frekar en að snúa sér við
reyndi hann að ganga
aftur á bak niður stiga, en
við þá tilraun missté hann
sig og féll aftur fyrir sig.
Hálsbrotnaði hann af
fallinu og lét þar lif sitt.
Dagurinn var föstu-
dagurinn þrettándi júli
1962.
Kafbáturinn Truculent
átti að leggja af stað i jóm-
frúarferð sina föstudaginn
13. janúar 1930. En þar
sem skipstjórinn var svo
hjátrúarfullur, fékk hann
þvi til leiðar komið, að
skipið hélt til hafs degi
fyrr. En forlögin gripu i
taumanna. Um nóttina
sigldi sænska oliuskipið
"Divina á kafbátinn og
sökkti honum i mynni
Thames, með 65 manns
innanborðs, sem allir
drukknuðu.
Harold Macmillan fyrr-
verandi forsætisráðherra
Breta notaði föstudaginn
13.júli 1962 til þess ab reka
sex af ráðherrum sinum.
Föstudaginn 13. desem-
ber 1957 reyndi heimilis-
iaus negri að fremja
bankarán i New York. En
það átti ekki af ræflinum
að ganga. Bankinn var
yfirfullur af lögregluþjón-
um sem voru að innleysa
launaávisanir sinar.
Föstudaginn 13. april
1956 ætlaði töframaðurinn
George Grimmond ab
reyna að ná meb tönnun-
um byssukúlu, sem skotið
var úr skambyssu. Þessi
þraut hafði kostað tólf
menn lifið. Búningsher-
bergi hans var númer 13,
og hann var þrettándi i
röðinni af þeim skemmti-
kröftum sem áttu að
skemmta i BBC sjón-
varpinu þetta kvöld. Hann
lifði þessa tilraun af, en
mikiö slasaður og ber nú
mikla virðingú fyrir töl-
unni 13.
Vorster forsætisráð-
herra Suður-Afriku er
fæddur 13. desember 1915,
sem þrettánda barn
foreldra sinna. Hann var
talinn þrettándi æðsti
maður rikisstjórnarinnar,
og hafði verið þingmaður i
13 ár, þegar hann varð for-
sætisráðherra. Hinn 13.
september 1966. Þegar dr.
Verwoerd var til moldar
borinn, ók Vorster i bil
númer 13. Og forgjöf hans
i golfi er 13 högg.
Makarios erkibiskup er
fæddur 13, ágúst 1913.
Hann varð prestnemi 13
ára gamall og vigðist til
prests 13. nóvember 1946.
Varð biskup 13. júni 1948
og forseti Kýpur (sem þá
var 13. landið i hinu brezka
samveldi) 13. desember
1959.
Gamanleikarinn
Robertson Hare elskar
töluna 13. Hann hitti
konuna sina þann 13. marz
1913, og 13. april 1922 var
ieikrit hans ,,Tons of
Money” frumsýnt,en það
skóp honum mikla frægð.
Og það eru þrettán bók-
stafir i nafni hans.
Þegar Margrét prinsessa
fæddist þorði faðir hennar
þáverandi hertoginn af
York, ekki að láta skrá
fæðinguna. Hún hefði
verið skráð á eyðublað nr.
13, i stað þess var nafn
George nokkurs Brown
skráð á þetta eyðublað.
Arið 1962 slasaðist hann
alvarlega i dráttarvélar-
slysi og dagsetningin:
Föstudagurinn 13. júli.
Þrir bandariskir for-
setar hafa verið skotnir á
föstudegi, þeir Lincoln,
Mckinley og Kennedy.
Lincoln var meira að
segja skotinn á föstu-
deginum langa.
h’yrsta herdeildin sem
var þurrkuð út i fyrri
hei ms ty r jöldi nni var
Rússneska 13. herfylkið.
Fyrsti kafbáturinn sem
sökkt var var U-13 og
fyrsti enski kafbálurinn
sem leið þau örlög, var E-
13, sem sökkt var út af
ströndum Danmerkur. K-
13 sökk i mynni Clyde
fljóts og fórust allflestir,
sem i honum voru.
Hinn 13. júli 1932 keypti
Maharinn af Rajpipla,
hestinn Windsor Lad fyrir
1300 gineur. Tveim árum
seinna mætti Maharinn á
sinar 13. Derby veðreiðar i
röð. Windsor Lad var með
númerið 13 og sigraði,
Meðal þess fólks sem
hefur neitað að sitja sem
þrettándi maður til borðs,
eru Sir Winston Churchill,
George konungur fimmti,
leikkonan Vivien Leigh og
margt annarra stór-
menna. I Frakklandi er
hjátrúin gegn þvi að hafa
13 manns við sama borðið
svo sterk, að þar ér fólk
sem leigir sig sem fjórt-
ánda mann. Kallar fólk
þetta sig Quatorziemes.
Upphaflega hafði þaö
verið ákveðið, að krýning
Játvarðar konungs
áttunda, skyldi fara fram
13. mai 1937. En á rikis-
stjórnarfundi árið 1936 var
ákveðið að flýta
krýningunni um einn dag.
En þvi miður heppnaðist
sú tilraun til þess að koma
i veg fyrir öll óhöpp, ekki
að gagni. Allir þekkja
ástar og sorgarsögu
aldarinnar.
o
Sunnudagur 24. september 1972
Sunnudagur 24. september 1972