Alþýðublaðið - 08.10.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.10.1972, Qupperneq 1
■ FARHIR HEIM. Þeir eru farnir heim af Arnar- hóinum, strákarnir, sem voru hvað iðnastir þar i sumar, enda skólar byrjaðir og haustkuldi kominn i veðurbliðuna. En ef við litum á björtu hliðina, þá eru ekki nema þrir mánuðir þar til sól fer að hækka á lofti, og að öðrum þrem liðnum farið að vora. SUNND DAGS BLAÐ SfDUR AÐ FYRIRSKIPA NOÐARGLOTT Er sumu fólki virkilega akkur i þvi að vera óliðlegt og snúið? í sannleika sagt dettur manni oft i hug að verulegur fjöldi fólks, sem gegnir hvers kyns' þjón- ustustörfum, hafi ýmigust á starfinu og láti það bitna á við- skiptavinunum, svona eins og til að drepa timann. Aðrir virðast jafnvel- hafa ánægju af þvi að vera óliðlegir, og viða verður maður var við það aðinnrælið kemur i ljós þegar maður at- hugar hvernig viðkomandi bregst við hinn versti ef hann er beðinn um smáræði. Þannig er til dæmis um einn bilstjórann á leigubilastöðinni, sem við skiptum mest við. Flestir þeirra eru hinir liprustu ;um leið og maður er farinn að tala við þá. En hinir eru skemmdu eplin i stéttinni. Þessi var beðinn að taka um- slag inn i prentsmiðjuna þar sem hann átti að afhenda það blaðamanni á vakt og fá i stað- inn beiðni fyrir ökugjaldinu, eft- ir að hafa ekið öðrum blaða- manni aðra leið fyrst. Slikar sendingar eru daglegt brauð, og oftast gengið vel. Þessi bilstjóri var hins vegar i hópi þeirra óliðlegu. Hann var bUinn að aka nokkra vegalengd þegar honum var Utskýrt hvern- ig ferðin skyldi farin. Viðbrögð- in voru hins vegar þau að hann brást hinn versti við, harðneit- aði að standa i nokkru sliku, sagðist ekkert vera skyldugur til að fara nema það sem honum sýndist og bauð blaðamannin- um að yfirgefa bilinn. Bauðst ekki einu sinni til að kalla upp annan bil, heldur ók sina leið. Dæmi sem þessi eru mýmörg og allir kannast við þau. SnUnar simastUlkur, pirraðir strætis- vagnastjórar, önugir starfs- menn hjá tolli, pósti eða raf- magnsveitunni, þreyttar af- greiðslukonur á veitingastöð- um. Engin ein stétt, heldur fólk af öllu tagi á öllum stöðum, sem sjaldan eða oft skeytir skapL sinu á þeim, sem þurfa að skipta við þá. Og enginn græðir á þvi. Allra sizt sU stofnun eða sá'aðili, sem viðkomandi starfar fyrir. Þvi starfsmaðurinn er fulltrUi þess sem hann vinnur fyrir gagnvart viðskiptavininum — og hann dæmir oft fyrirtækið eftir starfsmanninum. Verst af öllu er þó þegar yfir- menn láta það liðast að starfs- fólk þeirra sé með óyndi og ön- ugheit i starfi, og snUa Ut Ur ef borin er fram kvörtun. Hinn einfaldi sannleikur er sá, að liðlegheit og hjálpfýsi gefa tvöfalda uppskeru. Sá sem leit- ar til þin fer burt i góðu skapi og með góðan hug til þin þegar þU hefur veitt honum athygli þina og greitt götu hans af alUð og með brosi, — og þér liður sjálf- um betur á eftir. Jafnvel þótt eitthvað hafi gerzt, sem hefur angrað þig eða þreytt, þá er það bezta meðalið að finna þakklæti einhvers, sem þU hefur hjálpað. Stundum virð- ist það vera þægilegast i stöð- unni að vera bara önugur við náungann ef eitthvað amar að, en ef menn prófa hitt, þá komast þeir að raun um annað. Okkur vantar tilfinnanlega brosherferð á borð við þá, sem rekin var við umferðarbreyt- inguna 1968. Það er að visu ekk- ert grin að skipa heilli þjóð að glotta við hverju sem á gengur, en það má eflaust ná árangri með samvinnu félaga og s'tofn- ana. Gott dæmi eru námskeiðin, sem Stjórnunarfélag Islands hefur haft fyrir simastUlkur. Svipuð námskeið i umgengnis- menningu og liðlegheitum mætti að ósekju kom á. Ekki bara til þess að brosa framan i Utlendinga, sem eru svo elsku- legir að koma hingað og eyða gjaldeyri. Við mættum gjarnan fara að brosa meira hvert fram- an i annað. BJARNt SIGTRYGGSSON: UM HELGINA SUNNUDAGURINN 8. OKT 1972 — 53. ARG. —225. TBL.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.