Alþýðublaðið - 08.10.1972, Side 4

Alþýðublaðið - 08.10.1972, Side 4
Er hugsanlegur möguleiki að lifa í innilegri sambúð við einu og sömu mann- eskjuna i full fjörutíu ár? Að þar geti verið um gagnkvæma kyn- ræna tilgangsbundna fýsn að ræða og sívökula öll þessi ár? Að þar geti verið um aö ræða gagnkvæm- an, djúplægan skiln- ing, andlegan og til- finningalegan ekki siður en likamlegan? Að þessar tvær manneskjur geti stöðugt haft áhuga hvor á annarri, blandast hvor ann- arri, jafnvel þó að þær geti hvor um sig þroskast í gagnstæða átt á mismunandi timabilum? Við gerum okkur öll grein fyrir mikilvægi hins fórmlega hjúskaparsátt- mála, sem bindur tvær manneskjur sem foreldra. Börn þarfnast verndar og þau þarfnast nána kven- kyns og karlkyns fyrir- mynd til að breyta eftir og til að leggja grundvöllinn að veröld sinni. Fullorðnir viðurkenna þetta, jafnvel þótt þeir beri það ekki i tal. Það er þess vegna aö svo mörg hjón lafa saman á meðan börnin eru ung og slita samvistir eftir 12 ár, þegar yngstu börnin eru komin af höndunum, eða eftir 20 ár, þegar öll börnin eru farin að heiman. En þó að hjón haldi þannig saman svo ekki komi til skilnaðar, er ekki þar með sagt, að samband þeirra sé eins og bezt verðurá kosið. Eins og svo margir f jölskylduráðu- nautar vita, þá er ástæðan fyrir þvi að hjónaskiln- aður er sjaldgæfari meðal fátækari meðlima þjóðfé- lagsins yfirleitt einungis efnahagsleg. Það er þess vegna að maður kynnist oft þeim ótrúlegu f jölskylduað- stæðum, þar sem eigin- maðurinn og eiginkonan lifa hvort sinu lifi enda þótt þau búi i sama húsi og konan haldi áfram að mat- reiða handa eiginmann- inum og eiginmaðurinn haldi áfram að sjá fyrir eiginkonunni. Eða þá að húsinu sé skipt að kalla — eiginkonan búi meö elsk- huga sinum á efstu hæð- inni, eiginmaðurinn og ástkona hans á neðstu hæöinni, og svo sé rifist á miðhæðinni. Með þeim rökum mætti ætla aö meiri likur séu til að fólk i sveit búi i ham- ingjusömu hjónabandi heldur en fólk i borgum og bæjum. Streitan er ekki eins yfirþyrmandi i sveit- inni og færra um fólk til að valda raski og truflunum. En yfirleitt helzt ekki hjónabandið við liði vegna skorts á tæki- l'ærum, heldur vegna þess að þú verður samferða makanum skref fyrir skref i full 40 ár. Eins og það er venjulega konan, sem ákveður hverjum hún skuli giftast, er það yfirleitt meira undir henni komið en karl- manninum, að hjónaband- ið verði sómasamlegt. Sarah og Bill gengu i hjónaband eftir tvitugt. Bill hafði hlotið uppeldi sem einkenndist af festu, enda þótt umhverfið væri fremur óæsilegt. Það uppeldi einkenndist einnig af bönnum og reglum: það var bann við að sýna móður sinni óvirðingu, það var föst regla að hafa alla stjórn á skapi sinu, að vera nægjusamur og vinna eins og þrekið leyfði. Bill virtist samband foreldra sinna skorta einlægni og dýpt. Sarah haföi hlotið mun frjálslegra uppeldi, og þar komu tilfinning- arnar meira við sögu. For- eldrar hennar höfðu skilið, þegar hún var um 13 ára. Sarah hafði verið i kynn- um við ýmsa karlmenn áður en hún giftist Bill. Sarah var fyrsti kvenmaö- urinn, sem Bill hafði farið undir föt við. Sá grunur læddist að Söru skömmu fyrir brúðkaupið, að þetta gæti ekki heppnast. Hún sigraðist á þeim grun sin- um með þvi að velta allri ábyrgðinni yfir á Bill. Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist um það bil 18 mánuðum eftir brúð- kaupið. Þá gerðust smám saman undarlegir hlutir. Það var eins og hlutverk föður og móður vixluðust. Þegar barnið grét á nótt- unni, var það Bill sem sinnti þvi. Það endurtók sig svo oft, að Sara hætti að bregöa blundi þó að barnið gréti. Hvorugt þeirra gerði sér i rauninni grein fyrir að þetta hafði gerst. Þó var það einhvern tima, eftir að annað barn þeirra hjóna var i heiminn komið, og Sara var að höggva brenni úti i garðinum. en Bill að skipta um á barninu, að Söru flaug það i þanka að hann væri að eyðileggja hlutverk hennar sem móð- ur. Það var lika Bill sem alltaf framreiddi morgun- matinn handa börnunum, og það var hann sem lagði þau til svefns. Og þannig varð það svo lika i nánustu samskiptum þeirra, Bill var alltaf góði aðilinn. Sara þvert á móti. Ekki það að þau rifust. Þau áttu sjaldan kynmök saman Vist var um það, að Sara leitaði aldrei eftir þessháttar og virtist ekki heldur hafa mikla nautn af þvi. Bill þótti sem hann gæti ekki án þess verið, og þó að hann fynndi það á sér að Sara var sennilega með hugann við eitthvað annað á meðan, og að ekki bar mikið á ástriðuhitanum, hafði hann ekki beinar áhyggjur af þvi. Þau lifðu reglusömu lifi, áttu f jögur börn, hús, bil, skemmtileg sumarleyfi, og Bill gegndi erfiðri ábyrgðarstöðu vel launaðri. Auk þess að sinna börn- unum, hugsa um húsið, horfa á sjónvarpið og lesa bækur, tóku þau hjónin nokkurn þátt i hjálpar- starfsemi, og þau eignuð- ust nokkra vini, eða öilu heldur Sara. Þessir vinir litu á þau sem glöð og hamingjusöm hjón, enda þótt þeim fynndist yfirleitt að þeir þekktu Bill ekki neitt að ráöi. Hann var ekki eins opinskár og fremur sjálfum sér nógur. En svo hófst harmleik- urinn. Sara komst i kynni við mann sem þegar var kvæntur og þau drógust hvort að öðru. Þegar Bill var við vinnu sina og börn- in fjögur öll i skóla, bauðst tækifærið. Þau rekkjuðu saman, og samfarir þeirra voru Söru ný opinberun. Dýrlegri en nokkuð annað, sem hún hafði áður kynnst. Þær voru hámark hrifningar og fullnæg- ingar. Og i rauninni voru þær samfarir henni allt annað og meira en kyn- mök, eins og þau geta orð- ið fullkomnust. Þessi maður vakti allar kven- legar kenndir hennar, vakti með henni unað, uppgötvaði og glæddi með henni alla þá eiginleika sem hana hafði virzt skorta — ástriðuhita, kvenleika, fýsnir Að sjálf- sögðu þótti henni sem hún væri tvitug aftur fyrir hans tilverknað. Hún gat einfaldlega ekki gefið hann upp á bátinn. Og sektarkenndin tók að ásækja hana. Sektarkenndin var tvi- þætt. Hún gat ekki fengið sig til að snerta Bill, né heldur þolað snertingu hans. Og sviksemin, sem einkenndi lif hennar með manninum, var henni næstum óbærileg. Það vakti með henni furðu- blandna gremju að Bill skyldi ekki koma auga á hvað var að gerast. Ef hann unni henni á annað borð — hvernig gat hann þá verið svo staurblindur aö sjá ekki að hún var ger- breytt manneskja? Hvað hann gat verið sjálfum- glaður! Það sem hann þarfnaðist var að ýtt væri duglega við honum — svo harkalega að hann ekki einungis vaknaði, heldur gerði sér og grein fyrir þvi, að hann gæti ekki stungiðhausnum isandinn alla ævi. Þörfin fyrir að segja Bill allt af létta varð henni að lokum ómótstæðileg. Það gerðist að mánuði liðnum og olli viðkomandi sárustu hugarkvöl. Sara og elsk- hugi hennar gerðu sér það bæði ljóst að hvorugt þeirra væri, þrátt fyrir allt, undir það búið að segja skilið við börn sin. En þetta hafði þau áhrif á Bill, að hann var ger- breyttur eftir. Hann fann að hann hafði mikla þörf fyrir vini, og að hann gat talað við þá á þann hátt sem honum hafði aldrei áður til hugar komið. Hann gerði sér og grein fyrir þvi að hann hefði svipt Söru um of móðurhlutverkinu. Hann hætti þvi, og leitaði sér uppi viðfangsefni utan heimilisins. Bill hefur lært mikið af þessari reynslu, og þó Sara gerði ekki nema smávægilega tilraun til að koma til móts við hann, mundi honum takast að sætta sig við orðinn hlut. En hvað um Söru? Eins og hún kemst sjálf að orði, þá er henni það litt bærileg tilhugsun að þessu skuli halda áfram, þar eð hún kærir sig ekki neitt um Bill, hefur i rauninni aldrei elskað hann. Fyrir hvað á hún að lifa? Fram- undan er ekki að sjá annað en lagkúru, þreytu, leið- indi, einmanaleika og áhugaleysi unz ævi þrýtur. Það athyglisverða i þessu sambandi er að þau hjón áttu ekki saman i fyrstu. Að elskhuginn skyldi óvænt koma fram á sjónarsviðið, einmitt þegar yngsta barnið var farið að sækja skólann. Að þessi elskhugi átti þegar sjálfur eiginkonu og börn — að hann var með öðrum orðum óheppilegur sem slikur, þegar á átti að herða. Að hún var þess ekki umkomin að eiga sér elskhuga jafnframt þvi sem hún átti sér eigin- mann. Að hún gat ekki stillt sig um að segja Bill frá öllu saman og valda honum einnig sársauka og ógæfu. Athugum svo annað hjónaband. Joan giftist Brian þegar hún var 27 ára. Allt þang- að til hafði hún verið mik- ils metin og hátt launuð fyrirsæta. Foreldrar hennar höfðu slitið sam- vistir þegar hún var átta ára. Faðir hennar var fá- skiptinn, siðavandur og kröfuharður maður, sem hún unni mjög þótt hún þekkti hann ekki náið. Móðir hennar var örgeðja óreiðumanneskja sem hún þarfnaðist og þráði. Um Brian verður ekki mikið vitað, nema hvað hann hafði hlotið æruverðugt uppeldi i trú og gamaldags siðgæði. Brian var auglýs- ingastjóri. Margir höfðu gerst til þess að hjóða Joan hjú- skap áður en Brian kom til sögunnar, en einhverra hluta vegna fannst henni enginn þeirra sá rétti. Þegar Brian birtist, var hún farin að kviða þvi að ef til vill mundi hún aldrei giftast. Hún gerði sér það ljóst þegar i upphafi að i rauninni áttu þau ekki vel saman. Hann var sjálf- stæður, innhverfur, ró- legur og eigingjarn, en Joan gerði sér vonir um að þau gætu siðar orðið sem einn maður. Nú hafði Brian myndað sér mjög ákveðnar skoð- anir varðandi hlutverk eiginkonunnar, eða nánar til tekið hlutverk móður- innar. Það var til dæmis i hennar verkahring að bera ábyrgð á börnunum og annast þau, ekki ein- ungis heima heldur og i or- lofi. Hann fór aldrei i orlofsferð með henni og börnunum. Hann hafði ekki allt of mikinn áhuga á henni sem einstaklingi. Hennar staður var heim- ilið. Konur sem unnu úti voru misheppnaðar sem mæður. Hún varð að láta sér það nægja að eiga heimili, börnin og hann. Vináttutengsl voru talin óæskileg. Fyrst og fremst varð hún að vera vel á sig komin — það er að segja tággrönn og stælt. Hann vann öllum stund- um og gafst þvi ekki mikill timi til sð sinna öðrum áhugamálum, nema þá helzt málaralist. Þau skoðuðu saman listsýning- ar og það kom fyrir að hann keypti myndir. Samfarirnar voru ekki sem beztar. En þær yljuðu þó upp eigi að siður og Joan hafði vissulega þörf fyrir þær. I fyrstu var það oft Joan sem kom honum af stað, og þá öllu fremur vegna þess að hún var þurfandi fyrir ástúð en ekki sjálf kynmökin, en ásækni hennar varð til þess að hann fór allur undan. Einhvern tima sagði hann henni beinum orðum, að það vekti ein- manakennd með karl- manninum, ef á hann væri sótt og honum frá þvi skýrt hve mjög honum væri unnað. Þeim fæddist fyrsta barnið um það bil ári eftir að þau gengu i hjónaband. Það táknaði mikla breyt- ingu fyrir Joan, eins og titt er þegar greindar konur eiga hlut að máli. Henni þótti innilega vænt um barnið, en mjög þreytandi að annast það. Henni fannst sem hún hefði allt of litla þekkingu á þeim hlutum, en reyndi á allan hátt að gera móðurhlut- verkinu eins góð skil og i hennar valdi stóð. Brian beið þess ekki með þolinmæði að hún jafnaði sig i vaxtarlagi eftir barnsburðinn. Hann tók þegar að hefja áróður gegn leti — það var þjálfun og likamsæfing, sem hún þarfnaðist, eftir tónlist ef henni leizt það betra. Og svo var það mjög mikil- vægt að hún neytti ein- ungis réttrar fæðu. Eins var það þegar hún gaf barninu brjóst — Brian benti henni að sitja öðru- visi en hún gerði, annars fengi hún undirhöku. Og þar sem það var þó alltaf skárra að annað þeirra hjóna nyti svefns, þá svaf hann i öðru herbergi þang- að til barnið ,,væri orðið það gamalt að það hætti að gráta á nóttunni.” Allt dundi þetta á henni þegar hún var sem veikust fyrir og hafði ekki endur- heimt sjálfstraust sitt. Hann hafði einnig orð á öllu sliku við hina fáu sameiginlegu vini þeirra, og Joan fannst það eins og hvert annað trúnaðarbrot. Að sjálfsögðu bar ekki þessi framkoma hans til- ætlaðan árangur. Honum tókzt það eitt að telja henni trú um að hún væri orðin holdug og þvi yrði ekki kippt i lag. Ekki að hann hvetti hana til átaks svo um munaði. Það kom meira að segja fyrir, að hann fékk barnið lánað svo grannvaxnari kona gæti haldið á þvi á auglýsingamyndum. Og hann átti það til að segja lágt og rólega: ,,Þú ert of feit, þú fellur ekki i stil við mig”. þegar hann fór einn sins liðs i samkvæmi. Öllum virtist Joan vera jafn glæsileg og heillandi og áður en hún átti barnið, öllum nema eiginmann- inum. Að sjálfsögðu var ekki unnt að kalla lif hennar beinlinis martröð. En ein- manaleiki hennar jókst stöðugt, jafnvel þótt vinir hennar gerðu sér ekki grein fyrir þvi. Og svo gerðist það einu sinni, þegar hún dvaldist með börnin i sumarleyfi i hóteli sinu, að hún kynntist þar manni... Giovanni, vel menntaður og glæsilegur Norður-ltali, kynntist henni á baðströndinni, i sjónum og á veitingastöð- unum. Þau áttu með sér langar og opinskáar sam- ræður. Hann hafði mikinn áhuga á þvi sem hún hafði að segja, skoðunum henn- ar og tilfinningum. Hann lék sér við börnin og hafði áhuga á þeim einnig. Hon- um fannst hún aðlaðandi og freistandi, iturvaxin og kvenleg. Þau nutust likamlega. Það var unaðslegra, ólikt unaðslegra en nokkru sinni áður, og lét eftir sig velliðan, fögnuð og létt- leika i sálinni. Þessir einn eða tveir ósýnilegu auka- þumlungar um mitti og mjaðmir hurfu algerlega á naumri viku. Hún glóði bókstaflega. Giovanni kærði sig ekk- ert um náttföt. Hann vildi njóta hennar nakinnar og i birtu. Hann hafði gaman af að tefla við hana. Hann færði henni skemmtilegar bækur til lesturs. Svona fór það, hugsaði Joan, ég hef komizt i snertingu við lifshamingjuna. Að sjálfsögðu veitti Brian þvi þegar athygli hvað um var að vera. Að sjálfsögðu viltu fá skilnað, sagði hann. Þú getur svo tekið börnin til þin um leið og þú hefur fengið vinnu og ibúð með miðstöðvar- hita og garði, svo að börn- in fari ekki á mis við þau lifsþægindi. Það tók Joan um mánuð að endurskipuleggja einkalif sitt. Hálfum mán- uði siðar yfirgaf Giovanni hana, og hafði þá tekið saman við aðra. En Joan hélt sig þar sem hún var komin. Hún áleit hyggilegra að freista gæf- unnar i hinum stóra heimi en snúa aftur heim til Bri- ans. Hún gerði sér ljóst að hún hafði verið trúgjarn- ari á smjaður,semisprottið var af holdlegri fýsn, heldur en efni stóðu til. Að Giovanni var jafn eigin- gjarn og sjálfselskur á sinn hátt og Brian. Og svo gerðist það furðulega. Joan og Brian tóku að nálgast hvort annað aftur. Ekki eins og herra og ambátt án kyn- ferðislegra hvata, og brátt var svo komið að þau gátu verið ósammála, jafnvel rifist. Hún getur borið fram sinar kröfur, hvort heldur um er að ræða nýja skó eða þátttöku i sam- kvæmum. Viðbrögð hans eru i fyllsta máta mann- leg. Hann komst einhvern- tima svo að orði, að skiln- aðurinn hefði orðið for- máli að langri og traustri vináttu. Enn virðast það vera mistökin i makavali, sem örlögum valda. 1 fyrra dæminu birtist elskhuginn þegar yngsta barnið fer i skólann I fyrsta skiptið. Það er lika athyglisvert að Brian vildi brjóta persónugerð eiginkonu sinnar á bak aftur, og það var þá fyrst er hún krafð- ist jafnréttis sem mann- eskja utan hans yfirráða- svæðis að vinátta þeirra gat hafizt. Að viðbrögð eiginmannsins þegar hann kemst á snoöir um ástar- ævintýrið eru þau að hann krefst samstundis skiln- aðar, enda þótt hann hefði sjálfur átt sin ástarævin- týri, sem hvorugt þeirra taldi veita ástæðu til skiln- aðar. Hvað er svo sameigin- ' legt með þessum tveim hjónaböndum? Það eru fyrst og fremst mistökin i makavalinu. Eðlisávis- unin, sem bendir viðkom- andi aðilum á réttan maka, er afvegaleidd af tveim meginorsökum — fyrir uppgjöf og fyrir mæli. Faðirinn verður tákn karlmannsins, sem hún getur ekki fengið. Og vegna þess að hann er úti- lokaður, sækist hún eftir öðrum þeim karlmönnum, sem hún getur ekki fengið eins og popp-stjörnu, eiginmanni annarrar, eða einhverjum óbundnum, æsilegum og glæsilegum pilti, sem er alls ekki við hennar hæfi og vill ekki lita við henni. Og þar sem hún getur ekki fengiö neinn af þessum vendir hún kvæði sinu i kross — snýr sér að einhverjum, sem hún veit að er auð- fenginn, varaskeifunni, sem stöðugt hefur dáð hana og elskað, þolin- móður og þreytandi, eða einhverjum öðrum hand- hægum, vegna þess að eðlisávisunin segir henni að það sé ekki vert fyrir hana að biða lengur með að verða við óskum sam- félagsins. Og þó svo að hún geri sér ekki sjálf grein fyrir þvi, getur hún gripist löngun til að refsa honum siðar. Þannig gat Sara ekki á sér setið að særa Bill með þvi að segja honum alla söguna. Eða þá aö bannmæli sifjaspjallanna kom i veg fyrir að hún sækist eftir manni svipuðum föður sinum. Slikt á sér einkum stað, ef hjónaband foreldr- anna hefur ekki gengið sem bezt, jafnvel fariö út um þúfur — en það getur einnig haft gagnstæð áhrif. Það var ekki að ástæðulausu að Joan valdi Brian, sem var að mörgu leyti svipaður föður hennar og> eins óheppi- legur eiginmaður fyrir hana og faðir hennar hafði verið hvað móður hennar snerti. En jafnvel þótt maka- valið hafi mistekizt, verður þörfin á að fá helztu eðliskröfur upp- fylltar til þess að hún lætur slag standa, og reynir að leyna þvi, einnig fyrir sjálfri sér, hve þátttaka hennar i kynmökunum er ástriðulaus. Þegar allt kemur til alls er unnt að verða barnshafandi án þess að kynferðisleg full- næging komi til. Og þá er það hreiðrið, þörfin fyrir að eiga heimili þar sem börnin geti alizt upp og hún megi sinna móðurhlutverki sinu. Þegar þessum grundvall- arþörfum hefur verið full- nægt — þegar börnin krefjast ekki lengur eins nákvæmrar umönnunar og eru komin af höndunum, þegar þau eru farin að ganga i skóla og hún fær umráð yfir nokkr- um stundum á dag, þegar þau komast á gelgjuskeið- ið og höfða ekki til móður- ástarinnar á sama hátt og áður, þegar nám þeirra i framhaldsskólum hefst — það er við slik þáttaskil sem sprungurnar i hurðarbitum hjónabands- ins taka að breikka, ef henni hefur upphaflega mistekizt makavalið og ekki fengið kynferðislegri þörf sinni fullnægt. Konur eru þrátt fyrir allt annarrar gerðar en karlmenn. Kona getur oft látið ótrúnað eiginmanns- ins lönd og leiö. Eiginmað- urinn á hins vegar erfið- ara með að sætta sig við slikt. Það tekur meira en eina eða tvær kynslóðir aö getnaðarvarna-tafla ger- breyti lifsviðhorfi kon- unnar. Eiginmaðurinn getur gamnað sér við unga stúlku, haldið heim að þvi loknu, drukkið te með kon- unni sinni og komiö fram við hana af fyllstu ástúð. Flestar konur hafa hins vegar mesta löngun til að dveljast hjá elskhuga sin- tim að samförum loknum,- matreiða handa honum og njóta návistar hans. Séu þær hins vegar til- neyddar að yfirgefa elsk- hugann hið bráðasta, láta þær það bitna á eigin- manningum með fyrtni og skapkulda og kenna hon- um um að nautnin varð ekki eins löng og þær vildu. Með öðrum orðum, þá táknar ótrúnaður konu að grundvöllurinn að hjónabandi hennar er ótraustur i meira lagi. Það er sjaldgæft að kona geti verið tveim karl- mönnum samtimis nóg, þannig að þau séu ham- ingjusöm öll þrjú, hún eiginmaðurinn og elsk- huginn. Það var ekki ein- göngu til að særa Bill og 1 refsa honum að Sara sagði honum alla söguna, heldur einnig vegna þess að hún gat ekki gefið sig að tveim rhönnum samtimis, vildi það ekki. Hreinskilni hennar var hróp á hjálp, bæn um samúð og skiln- ing , jafnvel þótt hún kvæði um leið upp dauða- dóminn yfir ást sinni. Eg veit þess einungis eitt dæmi að kona hafi reynst þess megnug að fullnægja eiginmanni sinum og elskhuga sam- timis. Þetta var ung kona og hjónabandið hamingju- samt, nema hvað eigin- maðurinn átti ekki kyn- mök við hana nema einu sinni I mánuði, og þá i flaustri. En hún vildi ekki skilja við hann samt. Svo komst hún i kynni við karl- mann, sem ekki kærði sig neitt um að taka saman við hana, og þau eiga kyn- mök saman reglubundiö einu sinni vikulega áður en hún fer til hárgreiðsiukon- unnar. Og þannig hefur þetta verið i áratug. Annars er það undan- tekningarlitið þannig þegar eiginmaðurinn er konu sinni ekki nægilega náttúrumikill, að hún leikur sér að eldinum ef hún tekur sér elskhuga. Það er harla sjaidgæft, að þar sé ekki gengið lengra en upphaflega stóð til, og yfirleitt endar slikt með einhverjum osköpum. Við þekkjum öll konur svo tugum skiptir, sem vilja ekki viðurkenna kvenleika sinn og fyllast þrjózku i hvert skipti, sem þær verða vanfærar, og eins skipta þeir karlmenn hundruðum, sem ekki geta sigrast fullorðnir á þeirri löngun sinni að losa sig við mæður sinar. Afstaða allra karlmanna til móðurinnar er tviskipt — þeir unna henni og vilja losa sig við hana. Þeir verða að hlýða henni — og brjóta þannig odd af oflæti karlmannsins, hún sér þeim fyrir mat — og þann- ig verða þeir háðir henni og láta fyrir það sjálfstæði karlmannsins. Og þegar þeir svo losna frá móður sinni, taka þeir sér eigin- konu sem gerir kröfur til þeirra og matreiðir handa þeim, og þar með eru þeir aftur komnir undir móður- valdið. Sem fullorðnir hafa þeir hins vegar krafta og þrek til að þrýsta eiginkonunni i gervi móðurinnar, en heldur ekki meir, og þá um leið að upphefja sjálfa sig i hlut- verki hins almáttka föður. Allt er þetta að sjálfsögðu veikleiki i dulbúningi máttarins. Þannig gerðist það að Brian vissi samstundis að Joan laut honum ekki lengur jafn skilyrðislaust og hann vildi, og það var ekki fyrr en hann var til- neyddur aö afklæða hana móðurgervinu, að sam- band þeirra var innilegt og náið. Fólk segir oft að kyn- ferðislifið sé ekki óhjá- o Sunnudagur 8. október 1972 Sunnudagur 8. október 1972. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.