Alþýðublaðið - 31.10.1972, Síða 9
Iþróttir 2
FRÍSKT LIÐ FH
VERÐSKULDAÐ
í ÚRSLITIN
Iiafnarfjaröarliö er komið i úr-
slit bikarkeppni KSÍ, i fyrsta sinn
i sögu keppninnar. Það er FH sem
náð hefur þessuin áfanga, og það
fyllilega verðskuldað með góðum
sigrumyfir andstæðingum sinum,
nú siðast sjálfum fyrrverandi is-
landsm eisturum Keflavikur á
sunnudaginn. i úrslitunum mætir
FH Vestmannaeyingum, og fcr
úrslitaleikurinn fram á Melavell-
inum klukkan 14 á laugardaginn.
Upphaflega átti leikur FH og
IBK aö fara fram á laugardaginn,
en honum varð að fresta um einn
dag vegna þess að völlurinn i
Hafnarfirði var ekki i leikhæfu
ástandi. Var völlurinn orðinn
sæmilegur þegar leikurinn fór
fram á sunnudaginn.
Þaðvarljóst strax i byrjun, að
FH-ingar ætluðu að selja sig dýrt.
Þeir börðust hetjulegri baráttu
gegn, að maður hélt, ofureflinu.
En þvi var ekki að heilsa að Kefl-
vikingar gætu talizt ofurefli, liðið
lék nefnilega langt undir getu, og
FH-ingar höfðu lengst af tögl og
hagldir i leiknum.
FH-ingar unnu leikinn 2:0, og
var sá sigur fyllilega verðskuld-
aður. Fyrra mark þeirra kom á
URSLIT MlðG
SVO ðVÆNT
Úrslitin i Englandi urðu mörg á
annan veg um helgina en spáð
hafði verið.
Arsenal-Manchester City 0:0 X
Chelsea-Newcastle 1:1 X
Coventry-Birmingham 0:0 X
Derby-Sheffield United 2:1 1
Everton-Ipswich 2:2 X
ManchesterUtd.-Tottenham 1:4 2
Norwich-Liverpool 1:1 X
Southamton-West Bromwich2:1 1
Stoke-Leicester 1:0 1
West Ham-Crystal Palace 4:0 1
Blackpool-QPR 2:0 1
Nánar um ensku knattspurnuna
á morgun.
ÁRSÞING HSI:
FJOLGUN
AKVEÐIN!
A ársþingi HSÍ sem haldið var á
laugardaginn var samþykkt að
fjölga liðum i 1. deild úr 7 i 8.
Kemur þessi fjölgun til fram-
kvæmda strax i haust, og leika
Haukar og Grótta á næstunni um
lausa sætið i 1. deild.
Miklar umræður urðu um þetta
atriði, en Ijóst var þó strax, að
fjölgunin átti miklu meira fylgi að
fagna cn tillaga nokkurra
Reykjavikurfélaga um að fresta
fjölgun um eitt ár. Var fjölgunin
loks samþykkt með 36 atkvæöum
gegn 9. Fjölmargar aðrar tillögur
voru samþykktar.
Einar Þ. Mathiesen var kjörinn
formaður HSÍ, enda einn i fram-
boði, og aðrir i stjórn voru kjörnir
Sveinn Ragnarsson, Stefán
Agústsson, Jón Kristjánsson, Jón
Asgeirsson, Lirgir Lúðviksson og
Jón Erlendsson. Nánar veröur
sagt frá þinginu seinna.
-SS
42. minútu, eftir að vörn ÍBK
vinstra megin höfðu orðið á slæm
mistök. Leifur Helgason knár út-
herji FH, en heldur skapstór,
komst upp að vitateigshorni og
skoraði yfir Þorstein markvörð
sem hlaupið hafði út úr markinu á
afar óheppilegu augnabliki.
Seinna markið var álika sorg-
legtfyrir ÍBK vörnina, einkum þó
Hjört bakvörð og Þorstein mark-
vörð. Leifur og Hjörtur börðust
um knöttinn út við hliðarlinu
hægra megin, Leifur vann einvig-
ið og sendi knöttinn fyrir markið.
Ólafur Danivalsson kom aðvif-
andi og skaut lausum snúnings-
bolta á mitt markið sem Þor-
steinn virtist verja örugglega, en
þess i stað spannst boltinn úr
greip Þorsteins og skoppaði i
markið.
Lið FH samanstendur af ung-
um og friskum leikmönnum, sem
ekkert lið hefur efni á að van-
meta. Einn er þó sá maður sem
ber höfuð og herðar yfir aðra
menn i liðinu. Dýri Guðmundsson
miðvörður, stór og stæðilegur
leikmaður sem á eflaust eftir að
ná langt i iþróttinni. Annars
vantar lið FH meiri ögun.
Ekki er ástæða til að hæla nein-
um leikmanni i liði IBK, þeir léku
allir undir getu.
—SS.
Sigurður Einarsson lék á
sunnudaginn sinn 300. Icik
með Fram, og var hann fyr-
irliði liðsins af tilefni dags-
ins. Sigurður stóð sig vel i
leiknum, bæöi i vörn og sókn,
og liann verður ekki sakaður
uni tapið gegn Stadion.
■
SLAKUR ENDASPRETTUR
DG STADION KOMST ÁFRAM
Fimmta tilraun Framara
við Evrópubikarinn i hand-
knattleik endaði eins og fjórar
hinar fyrri, félagið féll á
fyrstu hindrun og er úr leik.
Verða það að teljast mikil
vonbrigði, þvi nú var sannar-
lega tækifærið fyrir hendi. En
Framarar létu það tækifæri úr
greipum ganga, og þcir fá
varla annað eins tækifæri
aftur, eins viðráðanlegir and-
stæðingar og Stadion eru ekki
margir i Evrópukeppninni.
En fall Fram byggist fyrst
og fremst á þeirri staðrcynd,
að liðið er ekki nema svipur
hjá sjón, þegar það vann is-
landsmeistaratignina i fyrra.
Margir af fastamönnum liðs-
ins eru farnir á braut, og
munar þar mest um skytt-
urnar. Lið sem aðeins hefur á
að skipa einni skyttu, sem svo
er tekin úr umferð nær allan
leikinn, þaö lið getur ckki gert
sér vonir um að komast langt.
Annars voru það lokaminút-
urnar i leik Fram og Stadion á
sunnudagskvöld sem reyndust
afdrifarikar. Fram hafði með
þrautseigju tekizt að vinna
upp fjögurra marka forystu
Stadion i seinni hálfleik, og
reyndar einu marki betur.
Með skynsamlegum leik það
sem eftir lifði leiksins hefði sá
munur átt að geta haldizt, en
röð mistaka i lokin kostaði það
að Stadion seig framúr, og
sigraði loks með þriggja
marka mun 16:13. Stadion er
þar með komið i 2. umferð
Evrópukeppninnar.
Leikurinn byrjað með marki
Björgvins á 2. minútu, við
mikil fagnaðarlæti 2500 áhorf-
enda. Fram hafði siðan yfir
lengst af fyrri hálfleiks. og
siðast þegar 10 minútur voru
eftir til hálfleiks, var staðan
5:4 Fram i vil.
En þá kom slæmur kafli. A
þremur minútum skoruðu
Danirnir fjórum sinnum, og
breyttu stöðunni skyndilega i
8:5, og i hálflcik var staöan
orðin 11:7, Stadion i vil. A
þessum tima gekk sóknar-
leikur Fram alveg með ein-
dæmum illa, og markvarzla
þeirra Þorseins og Guðjóns
var afar slök, þótt það atriöi
ætti eftir að batna hjá þeim
siðarnefnda.
i byrjun seinni hálfleiks hóf
ust aftur uppgangstimar hjá
Fram. Gylfi Jóhannsson, sem
þarna lék sinn bezta leik i
fjölda ára, skoraði
fyrsta mark hálfleiksins, og
Axel bætti öðru við meöan
Lund (no. 7) dvaldi utan vallar
til kælingar. Næst var það
Gylfi sem fékk reisupassann,
og það fyrir litlar sakir. Sýndu
dómarar leiksins barna veik
leikamerki, það að nota kvóta-
kerfi við útafrekstur.
En útafrekstur Gylfa hafði
ekki áhrif, Sigurbergur og
Björgvin jafna metin, og Axel
kom Fram loks yfir aftur,
12:11, um miðbik seinni hálf-
leiks. Ekki var það til að
draga úr velgengni Fram á
þessum tima, að Þorsteinn
Björnsson varði vitakast.
En einmitt þegar lokaátakið
þurfti að koina, koönaði allt i
höndunum á Fram, og leik-
menn liðsins fengu iitið að gert
þegar Stadion fók forystuna.
Fálmkcnndur sóknarleikur
Fram var af allt öörum toga
en sóknarleikur liðsins fyrr i
lciknum.og til aö kóróna allt
var Axel kippt útaf nokkru
fyrir leikslok og Þorsteini
markverði var visað af velli
fyrir grófan lcik, eftir að Þor-
stcinn hafði verið ólöglega
hindraður við framkvæmd
aukakasts. Danir áttu siðustu
þrjú mörk leiksins og unnu
16:13.
Leikurinn á sunnudags-
kvöldið var miklu fjörugri og
betri en fyrri leikur liðanna,
sem var hreint út sagt hörmu-
legur. Danirnir brugðu á það
ráð að taka Axel úr umferð,
en samt skoraði Axel fimm
mörk. Ef Axel hefði hreyft sig
meira, hefðu mörkin átt að
verða fleiri og fleiri danskir
leikmenn hefðu fengið að væta
sig. Báðir markverðirnir áttu
góðan leik, að ógleymdum
Gylfa Jöhannssyni sem var
góður bæði i vörn og sókn.
Þótt Danirnir lékju nú mun
betur en i fyrri leiknum,
fannst mér leikur þeirra
sanna fyrri skoðun um að liðið
væri lélegt, skoraði t.d. ekki
heilar 20 minútur. Það er
einhæft i leik og skyttulaust,
en vinnur á hröðum öruggum
samleik og gegnumbrotum.
Beztu menn liðsins voru
Nocolai Agger (no.5) sem var
markhæstur liösmanna með
sex mörk, og markvörðurinn
Lasse Petersen, sem er skap-
stór i meira lagi, og lætur það
óspart i ljós, áhorfendum til
mikillar skemmtunar.
Eins og fyrr segir héldu
finnsku dómararnir leiknum
vel i skefjum, en einstök atriði
dómgæzlunnar voru nokkuð
tviræð. —SS.
Þriðjudagur 31. október 1972