Alþýðublaðið - 12.11.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 12.11.1972, Side 3
KIÐ-KONA Það er ekki liklegt að þau mundu dragast mjög hvort að öðru, svo ólik sem þau eru um flest. Hann er oft vel gefinn, og sækist ef til vill fremur eftir fé- lagsskap i hjónabandinu en til- þrifamiklu kynlifi, hún hinsvegar mjög ástheit og gerir miklar kröf- ur til eiginmannsins hvað þann hátt hjúskapsins snertir. Hann get ur að visu verið ástriðuheitur á stundum, en þær tilfinningar rista þó ekki djúpt, og hætt er við að henni þættu kynlifsviðbrögð hans óviss og fara eftir skapi hans i það og það skiptið. Hann hefur listræn an smekk, og að þvi leyti mundu þau eiga vel saman, þvi að bæði kunna að meta fallega hluti og glæsibrag. Og tækist þeim að skapa með sér tilfinningalegt jafnvægi og öryggi, gæti sambúð þeirra þvi ef til vill orðið farsæl. Fiskamerkiskona og karlmaður fæddur undir DREKAMERKI, 23. okt.—22. nóv. Sennilega er karlmaður fæddur undir Drekamerki-heppilegri eig- inmaður Fiskamerkiskonu en nokkur annar. Hann er harla til- finningarikur eins og hún, og ást þeirra ætti að geta orðið innileg og sterk og báðum til fullnæging- ar. Hann kann vel hrósi og að litið sé upp til hans, og umhyggja hennar mundi eiga vel við hann. Dugnaður hans og stjórnsemi á heimili mundi vekja með henni öryggiskennd, og gera hana háða honum. Og þar sem hún er frábit- in öllu daðri, mundi hún ekki vekja afbrýðisemi hans. Ekki er óliklegt að hann mundi oft særa tilfinningar hennar með hrjúfu orðalagi og tillitsleysi, einkum þegar hann reiddist, en sjá eftir þvi og leita fyrirgefningar, þegar hann sæi hvað hún tæki það nærri sér. Þau mundu þvi i rauninni eiga vel saman, og hjónaband þeirra geta orðið hið farsælasta. Fiskamerkiskona og karlmaður fæddur undir BOGMANNSMERKI, 23. nóv.—20.des. Skapgerð þess karlmanns mundi yfirleitt ekki gera hann heppileg- an sem eiginmann fyrir Fiska- merkiskonu, og eflaust urðu margvislegar hindranir i vegi fyrir þvi að hjúskapur þeirra gæti ^nzt og orðið þeim ánægjulegur. Hann er yfirleitt fálátur og ekki sérlega nærgætinn, litt fyrir það aö flika tilfinningum sinum og mundi ekki kunna þvi vel hve hún vildi vera háð honum, en ástriki hennar og ástriðuhiti mundi sennilega vekja með honum minnimáttarkennd, enda þótt hann skorti hvorugt i rauninni. Hann er mikið fyrir iþróttir og allskonar tómstundastarf, og þvi er ekki óliklegt að henni þætti hann vanrækja sig vegna áhuga- mála utan heimilis. Hann er góð- viljaður, og mundi þvi varast að særa tilfinningar hennar, en þrátt fyrir það er hætt við að hjónaband þeirra yrði erfiðleikum bundið og báðum ófullnægjandi. Fiskamerkiskona og karlmaður fæddur undir STEINGEITARMERKI, 21. des.—19. jan. Fáireru karlmenn heppilegri eig- inmenn Fiskamerkiskonu. Þau mundu bæta hvort annað upp i hjónabandinu, og sambúð þeirra ætti að geta einkennst af sam- komulagi, jafnvægi og öryggi. Ástriki hennar og ástriðuhiti mundi sigrast á hlédrægni hans og gera viðbrögð hans sterkari, og hann mundi hafa til að bera það þrek, sem hún þarfnast. Þó að hún sé kannski ekki „praktisk” i störfum, þá mundi hún vilja gera allt, sem i hennar valdi stæði til að geðjast honum sem eiginmanni sinum, laga sig eftir kröfum hans og gagnrýni, sætta sig prýðilega við að hann tæki allar helztu ákvarðanir, og ekkert hafa á móti þvi að hann segði henni fyrir verkum. Þetta mundi gera lif hans mjög ánægju- legtog sambúðina báðum farsæla og hamingjusama. Fiskamerkiskona og karlmaður fæddur undir VATNSBERAMERKI, 20. jan—18. febr. Það er liklegt að vatns-karl maöurinn væri ekki nógu tilfinn- ingarikur til að laða að sér konu fædda undir Fiskamerki, en ef svo færi þá er hætt við að henni þætti þörf sinni fyrir ástriki þar litt svarað. Hann hefur oftast nær mörg og margvisleg áhugamál utan heimilis, og virðist oft bera meiri umhyggju fyrir fólki i fjar- lægum löndum og hafa meiri löngun til að leysa vandamál þess heldur en að helga sig þvi hlut- verki að gera eiginkonu sina og fjölskyldu sem hamingjusam- asta, að þvi er hún sjálf teldi. Þó að það kynni að vera á misskiln- ingi byggt, mundi henni þykja hann vanrækja sig, en hann telja stöðuga umhyggju hennar sér nokkurn fjötur um fót. Þar sem hann er friðsamur, mundi hann forðast að særa viðkvæmar til- finningar hennar, en samt sem áður er óliklegt að hjónaband þeirra yrði hamingjusamt. Fiskamerkiskona og karl- maður fæddur undir FISKAMERKI, 19. febr.—20. marz. Þó að þau kynnu að laðast hvort að öðru sökum þess hve margt er likt með þeim, er ekki þar með sagt að á þeim mundi sannast að lik börn leiki bezt. Þau eru bæði svo tilfinningarik, ásthneigð og ástriðumikil, að liklegt er að hjónaband þeirra mundi ein- kennast af stöðugum átökum, en hvorugt þeirra mundi hafa vilja- styrk eða skapfestu til að halda öllu á nokkurnveginn réttum kili. Þar við bætist svo að þau eru bæði „ópraktisk” og kunna ekki nógu vel með fé að fara, og bæði um of hneigð fyrir dagdrauma. Eigi að siður eru til margir þeir karl- menn, fæddir undir þessu stjörnumerki, sem gæddir eru viljafestu og þreki til að láta drauma sina rætast, og ef hún fyndi fyrir mann af þeirri gerð inni, gæti skipt um og hjónaband- ið orðið hið farsælasta. NÆST: KARL- MAÐUR í FISKA- MERKI Górilluaparnir, — frægir sem einar af aðalsöguhetjunum i bók- um Edgar Rice Burroughs um Tarzan — hafa lengi verið álitnir meðal grimmustu villidýra jarð- arinnar. Það er þó i raun og veru mesti misskilningur. Eins og aðr- ir apar lifa gorilluaparnir mest- megnis á ávöxtum og skorkvik- indum og eru yfirleitt meinlausir, nema þá þeir séu egndir til reiði eða telji sig þurfa að verja af- kvæmi sin. Þá má hver sem er vara sig. Mjög litið er nú eftir af go'rillu- öpum i heiminum utan dýra- garða. Frumbyggjar óttuðust þessa stóru skógarmenn og eftir að þeir fengu stórvirk vopn i hendur murkuðu Jjeir miskunar laust lifið úr öllum þeim górillum, sem þeir sáu og ekki gaf hviti sportveiðimaðurinn þeim svörtu neitt eftir. Á timabili var einungis hægt að finna litla hópa górillu- apa i afskekktustu héruðum Afriku.annars staðar hafði þeim verið útrýmt. En nú er dýrið frið- að og vonir standa til, að stofnin- um fari aftur að fjölga. t dýragörðum hefur mjög ná- kvæmlega verið fylgst með hátt- um górilluapa og komiö hefur i ljós, að þeir eiga við mörg svipuð sálræn vandamál að striða og frændi þeirra, maðurinn. Þeir fá m.a. þunglyndisköst og geta orðið geðveikir. Getur það orðin án minnsta tilefnis og er þá betra að vara sig, þvi sjálfsstjórnin bregst þá, alveg eins og hjá manninum, og górillan hefur krafta i köggl- um. I dýragarði einum i Flórida heldur til fullorðinn karlapi, gór- illa, sem gengur undir nafninu Jói. Hann er uppáhald gæzlu- mannanna, þvi hann er óvenju ró- lyndur og virðist skynsamari, en gengur og gerist um go'rilluapa. Hefur apinn bundizt sérstöku vin- fengi viðeinn gæzlumannanna, og sitja þeir oft saman undir vegg og hugsa um lifið og tilveruna. En það er þó betra að fara að öllu með gát. „Vinur minn, hann Jói” er nefnilega ekki alveg eins og fólk er flest, — og svo ræður hann yfir afli á við tug aflrauna- manna, eða svo. R SÖGUNUM MUN SVÆSNARI myrkviðum alþjóðlegu njósna- starfseminnar i heiminum i dag, sanna, að jafnvel hin út- smognustu morðtól James Bond kvikmynda eru likt og sak- leysisleg barnaleikföng i samanburði. Rússneskur njósnari var sendur út af örkinni, undir þvi yfirskyni, að koma upp um mis- ferli meðlims rússnesku leyni- þjónustunnar, sem starfaði i Þýzkalandi. Njósnarinn var vopnaður snyrtilegum, gljá- fægðum stálhólki, er komst fyrir i vindlingapakka. Hljóð- lausum hleðsluútbúnaði var komið fyrir i stálhólknum. Hleðslan var fjöldi örsmárra málmkúla. Vindlingar pakkans duldu hinn banvæna útbúnað, er pakkinn var opnaður. Sáust þá einungis vindlingarnir. Er rússanum, Khokhloc, varð þannig ljóst, að honum var ætl- að að myrða manniegar verur með köldu blóði á hinn útsmogn- asta hátt, sneri hann baki við rússnesku leyniþjónustunni og gaf sig fram við vestræn yfir- völd. Áfram halda þó njósnarar að fjandskapast á hinn djöful- legasta hátt i vestri og austri. Þjálfun þeirra er algjör og miskunnarlaus og svo vel fram- kvæmd, að hinn almenni borg- ari verður einskis var. Umslög. Oft finnast menn látnir, án þess að ytri ummerki gefi til kynna nokkuð athugavert við látið. önnur atvik gefa tvimæla- Iaust visbendingu er leiðir til nánari rannsóknar á orsök and- látsins. Breiddin i vopnum, sem notuð eru i þessum hildarleik njósnastarfseminnar, er mikil. Allt frá litt þekktum eiturteg- undum til fullkominna marg- hleypuriffla með miðunarlinsu. Umslög, hversu sakleysisleg, sem þau eru venjulega, geta innihaldið eiturefni i liminu, sem veldur viðkomandi dauða nokkrum klukkutimum eftir að hann hefur sleikt limröndina. Úrelt og snilldarlaust þykir það bragð að koma sprengju fyrir i ræsi bifreiðar, sem lagt hefur verið á bifreiðastæði. Þaulhugsaðra og snjallara þykir að staðsetja hleðsluna i hjólbarðanum. Litill núningur orsakar sprengingu. Fyrir skömmu var bandariskum njósnara komiö þannig fyrir kattarnef, er hann var staddur i Tyrklandi, og hafði komizt i ná- vigi við hreiður rússneskrar njósnastarfsemi i landinu. Byssur finnast dulbúnar T margvislegum myndum. Sem sjálfblekungar, vindlinga- kveikjarar, skyrtuermahnapp- ar. Slik morðtól þykja afbragð i návigi. Geislun. Þegar njósnarar, sem þjálf- aðir hafa verið upp i atvinnu- mennsku hverfa, likt og Khokh- lov. upphefst að sjálfsögðu mikill viðbúnaður af hendi yfir- manna þeirra til að komast að eðli hvarfsins. Oft endar slik rannsókn með dauða viðkom- andi njósnara. Þar eð Khokhlov hafði gefið sig fram við vestræn stjórnvöld lá i augum uppí, að fyrir slikt brot varð hann að gjalda með lifi sinu. Armi rúss- nesku leyniþjónustunnar tókst að teygja sig inn á umráðasvæði þeirrar bandarisku. Eitri var komið fyrir i mat Khokhlovs. Hér var þó ekki um að ræða eitur með þekktar verk- anir og afleiðingar. Efnið reyndist Thalium, geislavirkt efni. 1 fyrstu héldu læknar, að Khokhlov þjáðist af magabólg- um. En hárið féll af Rússanum og blóðfrumur hans urðu fyrir skemmdum, litt könnuð ein- kenni og áhrif geislavirkni á mannslikamann. Þrátt fyrir það tókst læknum að bjarga lifi Khokhlovs. Sjálfur segist hann vera lifandi sönnun þess, að þrátt fyrir allt séu visindin i þágu manndrápanna ekki almáttug. Sunnudagur 12. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.