Alþýðublaðið - 12.11.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1972, Blaðsíða 4
Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til starfa við símavörzlu og afgreiðslu frá og með n.k. mánaðamótum að telja eða fyrr eftir samkomulagi. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vegamálaskrifstofunni, Borgartúni 1. Reykjavlk , fyrir 17. þ.m. Vegagerð rikisins Herbergi óskast Erlendur visindamaður , sem mun starfa við Háskóla Islands, óskar eftir herbergi með húsgögnum frá 1. jan til 30. júni 1973. Tilboð sendist Raunvisindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, fyrir 20. nóv. n.k. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins mmm 2JA OG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐIR TIL SÚLU 90 SÖLUÍBÚÐIR Auglýstar eru til sölu 90 Ibúðir, sem verið er að byggja á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar i fjölbýlishúsum viö Gyðufell, 12-16 og Iðufell 2-12 i Reykjavik. Eru ibúðir þessar tveggja og þriggja herbergja. Þær verða seldar fullgeröar (sjá nánar i skýringum með umsóknunum) og afhentar þannig á timabilinu júni - september 1973. Kost á kaupum á ibúðumþessum eiga þeir, sem eru fullgildir félagsmenn i verkalýðsfélögum (innan A.S.Í.) svo og kvæntir/giftir iðnnemar. Brúttóflatarmál 3ja herbergja ibúðanna (með hlut i stigahúsi og einkageymslu) er 80,7 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.640.000,-. Brúttóflatarmál 2ja herbergja ibúðanna (með hlut i stigahúsi og einkageymslu) er 65,5 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.320,-. 3ja herbergja ibúðirnar eru 54 talsins og 2ja herbergja ibúðirnar eru 36 talsins. Þeim er hyggjast sækja um kaup á 4rá herbergja ibúðum skal bent á, að þær verða auglýstar til sölu fyrri hluta næsta árs. GREIÐSLUSKILMALAR: Greiðsluskilmálarerulaöalatriðum þeir,aðkaupandi skal, innan 3ja vikna frá þvi að honum er gefinn kostur á ibúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Er íbúðin verður afhent hon- um skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Þriðju 5% greiðsluna skal kaupandi inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekið við ibúðinni og fjórðu greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við íbúðinni. Hverri ibúð fylgir ibúðarlán stofnunarinnar til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur verði, frágangi og söluskil- málum eraðfinna i skýringum þeim, sem afhentar eru með um- sóknareyðublöðunum. Umsóknir um ibúðarkaup eru afhentar i Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða að berast fyrir kl. 17 hinn 8. desember n.k. Reykjavik, 8. nóvember 1972, Húsnæðismálastofnun rikisins. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍIVII22453 VANDAMÁL vorra tima Spenna er furðulegt fyrir- bæri. Hvað snertir fórnar- lamb þrotlausrar tannpinu, getur spenna sagt til sin i geðvonzku, þjáist viðkom- andi af peningaskorti, get- ur hún komið fram i svefn- leysi nótt eftir nótt, en sé um að ræða spennu af völd- um hjónaskilnaðar, getur hún breytt persónuleikan- um gersamlega. Spennan getur átt sér óteljandi orsakir. Spennan getur komið fram i ótelj- andi viððbrögðum, þegar hún lætur til sin taka — við- þolslausum höfuðverk, skeifugarnarsári, umferð- arslysum af völdum kæru- leysis, og að lokum þrot- lausu þunglyndi, tauga- áfalli, eða þessum sjálfs- morðstilraunum sem unnið er að með hálfum huga, en geta eigi að siður haft dauðann i för með sér. Ilverjuni er hætt og livenær. Vissar orsakir spennu geta verið okkur sameiginlegar á öllum aldri. Sjúkdómur getur brotið niður þrek manna og opnað leiðina fyrir spennu eða þunglyndi. Andlát einhvers i fjölskyid- unni getur haft sams konar áhrif á alla innan hennar, hvað ungir sem þeir eru. Ef til vill er einmanaleikinn hin algengasta, einstaka orsök kviða og þunglyndis, og þó einkum i fjölmennari borgum. En auk þessara algengu orsaka hefur sér- hvert aldursskeið sin sér- stöku vandamál við að striða. Börnin. Atök á milli foeldranna. Þegar um slik átök er að ræða, verða börnin þeirra vör i mun rikara mæli, en foreldrarnir gera sér yfir- leitt grein fyrir. Barnið getur þá orðið dálitið hlé- drægt, ef til vill lystarlaust, en hið innra með sér er það hrætt. Og ræðist foreldr- arnir ekki við — eða sýni hvort öðru iskalda hæversku vegna návistar barnanna, getur það haft djúplægari og neikvæðari áhrif á barnið heldur en hávært rifrildi. Barnasjúkdómar. Það er nógu margt sem stööugt minnir barnið á að það sé minni máttar, þó að sjúk- leiki um lengri eða skemmri tima auki þar ekki á minnimáttarkennd þess. Ef barn verður að liggja i sjúkrahúsi um skeið, kemur það oft þaðan þjáð öryggisskorti — myrkfælið, hættir við martröð og svo framvegis. Ef til vill finnst þvi lika að það hafi slitnað úr tengsl- um við leikfélaga sina, þvi að minni barnsins nær skammt. Þvi verður að beita öllum ráðum i þvi skyni að fá það til að leika sér aftur og njóta lifsins. Próf. Yfirleitt gera börn sér ekki grein fyrir þvi fyrr en þau hafa náð ellefu ára aldri, að próf hafa mikla þýðingu, og þá fer það mjög eftir afstöðu foreldr- anna hve alvarlegri spennu það kann að valda hjá barninu. Loforð, gefin i bezta skyni — nýtt úr eða hliðstæð gjöf i verðlaun, ef barnið stenzt prófið, ruglar það i riminu, það kviðir þvi að foreldrarnir muni taka sér það ákaflega nærri, ef það vinnur ekki til verð- launanna, og einmitt þetta getur skapað þá spennu, að það eigi erfitt með að ein- beita sér og standist þvi ekki prófið. Gclgjuskeiðið. Timabil breytinganna, sennilega timabil mesta umróts á ævi mannsins. Alls konar liffræðilegar og iifefnafræðilegar breyting- ar, sem stöðugt raska likamlegu jafnvægi og það segir til sin i framkomu allri. Mæður sem hafa ger- samlega gleymt þvi hvað gerðist á þeim árum i lifi þeirra sjálfra, standa sem höggdofa gagnvart æstri hrifningu aðra stundina og grátköstum þá næstu. Unglingurinn heyr þarna hatrama baráttu i þvi skyni að verða sjálfstæð mann- gerö, og öllum afskiptum foreldranna er tekið með tortryggni. Með sjálfum sér veit unglingurinn það eigi að siður, að hann skortir algerlega reynslu og dómgreind til að leysa jafnvel hversdagslegustu vandamál, þó aö stolt hans og sá ásetningur að standa á eigin fótum, komi i veg fyrir að hann vilji viður- kenna að hann þarfnist að- stoðar. Unga fólkið. 1 kringum tvitugsaldur- inn eru flestir i stöðugri leit að einhverju. Vilja full- vissa sig um eitthvað. Undirbúa þeir lifsferil sinn á réttan hátt? Standa þeir jafnöldrum sinum þar á sporði — lesa „réttar” bækur ,horfa á „réttar” kvikmyndir, kynnast „réttu” fólki? Kröfurnar sem gerðar eru til ungra manna og kvenna fyrstu starfsárin verða stöðugt harðari, og þetta kapp- hlaup tekur sinn toll varð- andi spennu, kviða og þunglyndi. Ekki er það hvað minnsta vandamálið að velja sér lifsförunaut, þvi að enn litur ungt fólk á hjónabandið sem heppileg- ustu lausnina. Það er erfitt — með tilliti til þess, að annars vegar enda allt of mörg hjónabönd fyrir skilnaðarrétti, eða þá að viðkomandi eiga það á hættu að lifa manndómsár sin i hlekkjum tómlætis og skorts á gagnkvæmum skilningi. Hver getur þvi fullyrt hvort eini rétti mak- inn sé fundinn, og hvað sker úr um það? A miðjum aldri. Hvenær hefst það aldur- skeið og hvenær lýkur þvi? Enginn virðist hafa hug- mynd um það, og ef til vill er það eins vel farið að sjálfsblekkingunni skuli veitt þar nokkurt svigrúm. Eitt er vist — fyrr eða siðar náum við þeim aldri, að gliman við vandamálin vekur með okkur þá tilfinn- ingu að við séum óaftur- kallanlega komnir yfir „mörkin”. Á þvi timabili getur öll kaupsýsla og viðskipti valdið kviða og spennu. Ungir og harðduglegir menn eru að klifa brattann þegar tekur að halla undan fæti fyrir himum. Þá eru þáð launin sem hafa þann óþægilega eiginleika að hækka ekki i hlutfalli við það sem greiða skal, og það er liklegt til að valda spennu og kviða heima fyrir. Miðaldra móðir kemst að raun um að enda þótt börnunum þyki vænt um hana, ^þarfnast þau hennar ekki eins og áður. Þetta veldur eyðu og tómi, og geri hún sér vonir um samúð og skilning eigin- mannsins, þá hefur hann við sin vandamál að glima, er hann telur raunhæfari. Tiðahvörfin peta valdið ákafri spennu, l -m mörg- um eiginmanninum hættir við að lita ekki alvarlegum augum. Það er um þetta leyti ævinnar sem hjónin geta fjarlægst hvort annað, fyrir sin óliku vandamál svo að hjúskapnum stafar hætta af. Eldra fólkið. Framtið þess er háð óvissu og skorti á öryggi. Þegar þeim aldri er náð að við- komandi verður, nauðugur viljugur, að draga sig i hlé frá störfum, er það sj.aldnast sársaukalaust, eða eins einfalt og ætla mætti. Það þýðir fyrst og fremst algera endurskipulagn- ingu. Hinu vandabundna starfi er lokið — nú á við- komandi að njóta hvildar og áslökunar. Þetta getur valdið hræðilegum tóm- leika og eirðarleysi, þang- að til viðkomandi finnur sér, eða skapar sér ný áhugamál. Auk þess er það kviðinn i sambandi við það að fólk er næmara fyrir öll- um sjúkleika, þegar þess- um aldri er náð. Engum fellur það að finna ellina nálgast, vita kunningja og gamla samstarfsmenn falla i valinn fyrir hjarta- bilun og blóðtappa, horfa á eftir lifsförunaut sinum yfir landamærin. . . Lyflækningar. Spennan á rætur sinar að rekja til einhverra vanda- mála. Segja má þvi að eina örugga ráðið til að draga úr spennunni sé að losna við það vandamál, sem henni veldur. En sé sú lausn ekki tiltæk, þá má draga að mun úr spennunni með notkun viðeigandi lyfja. Þau lyf sem þar koma til greina eru i þeim flokki, sem kallast róandi eða sefjandi, eða þau eru kölluð taugalyf eða geðlyf sem heild. En að sjálfsögðu er þarna um margvisleg lyf að ræða, sem hvert um sig eiga sitt sérheiti á lækna- latinu, en þau verða ekki rakin hér. Visindin hafa náð ótrúlegri fullkomnun hvað viðvikur framleiðslu á slikum lyfjum, sem orðin er snar þáttur almennrar heilsugæzlu i öllum vest- rænum löndum. Þær fjár- upphæðir, sem almenning- ur greiðir fyrir þau árlega, eru stjarnfræðilegar. Það eitt er vist. Yfirleitt er efnasamsetn- ing þeirra lyfja slik, að ekki má neyta áfengis undir áhrifum þeirra, og sé það gert, getur það valdið litt fyrirs jáanlegum, ein- staklingsbundnum við- brögðum. En þó að lækn- arnir spari sér'ekkert ómak til að benda viðkom- andi „sjúklingum” á þá hættu, er aldrei að vita hvort sjúklingurinn fer eft- ir þeirri viðvörun. Þá vara læknar fólk og við þvi að setjast undir stýri undir slikum áhrifum, þar eð öll róandi lyf draga úr við- bragðshraðanum, en eins er hætt við þvi að sú viðvör- un sé ekki heldur alltaf tek- in alvarlega. Sum af þess- um lyfjum geta og verið hættuleg vanfærum kon- um, en það hefur komið á daginn að mörg konan hef- ur neytt þeirra um hrið, áður en hún vissi að hún væri þunguð. Þó að þessi lyf dragi, eða geti dregið úr þeirri spennu sem skapast fyrir hin ólikustu vandamál i lifi og starfi nútíma- mannsins getur neyzla þeirra um leið skapað sin vandamál. Þvi eru margir læknar þvi mótfallnir að gripa til slikra lyfja nema i brýnni nauðsyn og þá ein- ungis takmarkaðan tima hverju sinni. Þá eru læknar og þeirrar skoðunar nú, að nauðsyn beri til að sjúklingum sé gerð náin grein fyrir þeim lyfjum, sem þeim eru látin i té, áhrifum þeirra — og ekki hvað sizt hvaða hætta fylgi misnotkun þeirra. En fleira kemur til greina en lyfin. Nokkrir eru þeirrar skoðunar að mest riði á að breyta afstöðu spennusjúklingsins til vandamálanna, að telja i hann kjark, fá hann til að beita rökum heilbrigðrar skynsemi. 1 sumum tilvik- um getur þetta lika gefið góða raun, en þvi miður er það oftast nær hægara ort en gjört. Og lyfin gera liðan sjúklingsins þægilegri, það finnur hann sjálfur, en það kostar hann alltaf nokkurt erfiði að brynja sig kjarki. Oft geta góðir sálfræðingar dregið úr spennu sjúklinga með sinum aðferðum, og til eru þeir læknar — og þeir sem njóta mikils álits — er telja að það sé snar þáttur lækningarinnar að hlusta á sjúlkinginn, fá hann til að ræða vandamál sin, skrifta á nútima hátt, og láta hon- um siðan i té einhver væg- róandi lyf og styrkjandi vitamin. Drcgið úr sjálfs - moröutn. Og þá erum við komin að mikilvægu atriði i sam- bandi við spennuna.Skortir nútima þjóðfélag ekki nauðsynlega samúð og skilning á vandamálum þegna sinna? Er ekki fá- lætið að reisa einangrunar- múr i kring um hvern ein- stakling, ekki einungis i stórborgum, heldur hvar- vetna i bæ og byggð? Gefur fólk sér yfirleitt nokkurn tima til að tala saman almennt? Innan heimilisins og fjölskyldunnar, til dæm- is? Á Bretlandi hefur verið gerð stórmerkileg tilraun á þessu sviði. Sérfróðir menn þar i landi telja það þeirra tilraun meðal annars að þakka, að sjálfsmorðum þar hefur fækkað um 34% á árunum 1963—70. Það var upphaflega ein- ungis einn maður, prestur- inn, séra Chad Varah, sem hóf þessa tilraun. Allur sólarhringurinn var honum samfelld vaka að kalla við simann sinn i St. Stephans kirkju, þar sem hann svar- aði upphringingum manna og kvenna, sem spennan var að buga, hlustaði ró- lega á lýsingu þeirra á vandamálunum, lagði þeim ráð og ræddi við þá, hét að biðja fyrir þeim. Og þetta varð upphafið að við- tækari hreyfingu, sem nú nær um gervalt landið, Samarita-hreyfingunni, sem hefur 12,800 skráð simanúmer i borgum og bæjum á Bretlandi, þar sem alltaf er einhver til að svara og hlusta allan sólar- hringinn. Þeirsem skiptast á um þessa miklu og sérkennilegu simavörzlu eru ekki sérmenntaðir til starfans, þetta er einungis venjulegt fólk, sem leitast við að draga úr spennu venjulegra meðsystkina sinna með þvi að hlusta á þau, draga úr einmanaleik þeirra ef með þarf með þvi að fá einhvern innan hreyf- ingarinnar til að undirbúa nánari kynni — en auk þess hefur hver deild innan hreyfingarinnar sérfróðum lækni og sérfræðingi á að skipa. Það er ekki neinum vafa bundið, að það er fyrst og fremst þessari hreyf- ingu að þakka, að dregið hefur til muna úr sjálfs- morðum á Bretlandi á sama tima og sjálfsmorð- um fer stöðugt fjölgandi annars staðar á Vestur- löndum. Leysa ný lyf vanda spenn- unnar? Lyffræðilegum visindum fleygir fram, ekki er þvi að neita. „Spennan” er nú- tima þjóðfélagi dýrt fyrir- bæri, bæði fjárhagslega og félagslega. Þaö er öllum mikilvægt, að henni verði haldið i skefjum, að minnsta kosti. En með hvaða móti? Og vísinda- menn á sviði lyf jafræði eru vongóðir um að þess verði ef til vill ekki svo ýkjalangt að biða, að takast megi að framleiða lyf sem ráðið geti bót á spennunni, án þess að þau hafi nokkrar hættulegar aukaverkanir i för með sér, i likingu við þau róandi lyf, sem nú eru á boðstólum. Ef til vill verður farið að gefa slik lyf — að visu sennilega ein- ungis i tilraunaskyni — þegar 1975. Hinir sömu vis- indamenn telja það ekki heldur útilokað að tekizt hafi að finna lyf, sem vinni bug á glæpahneigð ýmis- konar, þannig að farið verði að nota þau i til- raunaskyni um 1990. En — um leið og það verður, þá eru lyfjavisindin komin á hættulegt stig, þegar fundin hafa verið lyf við glæpahneigð, til dæmis, þá verður þar um að ræða lyf, sem hefur áhrif á hugarfar mannsins. Að visu að takmörkuðu leyti, en þá verður skammt i það að unnt verði aö hafa við- tækari áhrif á allan hugs- anagang einstaklingsins með lyfjagjöf. Og hvað þá? Hvað verður, ef rikis- stjórnir hinna ýmsu rikja geta ráðið hugsananstarf- semi þegna sinna með at- beina lyfjavisinda og lækna? Okkur finnst naumast þorandi að hugsa slika hugsun á enda. A sama tima og fjölmiðlarnir hafa þegar náð þvi áhrifavaldi á hugsanagangi almennings, ekki einungis i einræðis- rikjunum heldur og i hinum svonefndu lýöræðisrikjum, að sjálfstæð hugsun fyrir- finnst naumast lengur i eiginlegum skilningi. . . En að taka skoðanir inn i töflum, eða viðhorf sin til lifsins i skeið, er þó dálitið annað. Eða hvað? í NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI SÆKIST FÓLK EFTIR AÐ OFGERA TAUGUM SINUM OG AFLEIÐINGARNAR ERU ALVARLEGAR Eftir glæsilegan sigur I fimlcikum á Ólympiuleikun- um slaknaði á spennunni hjá Olgu litlu Korbut og milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu hvar hún féll I óstöðvandi grát. Öllu hættulegri aðferð við að friða þandar taugar en sú, að gefa tárunum lausan tauminn. Neyzla eiturlyfja er oft flótti frá lifinu og þeirri spennu, sem því fylgir. o Sunnudagur 12. nóvember 1972 Sunnudagur 12. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.