Alþýðublaðið - 12.11.1972, Side 7

Alþýðublaðið - 12.11.1972, Side 7
BÍLAR OG UMFERÐ NÝIR BILAR 1973 Útlitsbreytingar á árgerðum næsta má þó útlitsbreytingar á ýmsum árs eru yfirleitt ekki miklar, ef ein- smærri atriðum, og liklega verða hverjar breytingar hafa verið gerðar Volkswageneigendur fyrir mestum eru þær að mestu leyti tæknilegar. Sjá viðbrigðum, ef þeir fá sér nýjan bil nú. Volkswageneigandi einn settist upp i 1973 árgerðina i haust og sagði eftir þá reynslu að sér hefði fundizt hann sitja i allt öðrum bfl. Framrúðan er bogin, og það eykur töluvertplássið frammi ibilnum, og þar að auki hefur nýtt mælaborð loksins leyst það gamla af hóimi. Farangursrýmið hefur lika verið aukið, og við það varð nokkur breyting á framendanum. Reyndar nær breytingin ekki yfir allar gerðir af VW. 1200 og 1300 eru óbreyttir, en 1302/1302S heita núna 1303/1303S. RX3 OG 818 CITRKNMI8 Við höldum áfram að athuga hvað brezku frúrnar sex segja um ,,frúarbilinn", og i þessari viku athuga þær Citroen Ami 8. Rúmgóður og tæknilega mjög vel búinn. Sætin eru þau þægi- legustu i bilabransanum og fjöðrunin er svo mjúk, að jafn- vel, hinir verstu vcgir virðast sem slétt fjöl. Þótt hann hafi til- hneigingu 'til að skrika til i beygjum tollir hann furðu vel á vegimim, en það er m.a. fram- hjóladrifinu að þakka. Vélin er litil («02 rúmsem.), tveggja strokka og vatnskæid, en með hjálp yfirgirs i hæsta girnum má aka bilnum allhratt á góðum vegum, og benzineyðslan er lit- En við skyndilega hraða- aukningu og i borgarakstri er hún frekar sein og nokkuð há- vaðasöm. Frú E, sem býr i mið- borg Lundúna, er mjög óánægð með þetta atriði og gefur bilnum þvi lægstu einkunn fyrir öll atriði. Þetta er ekki réttlátt, enda likar hinum frúnum mun betur við hann. DÓMARNIR: Innflutningur á Mazda hingað til lands hófst ekki 818hefur lika breytzt litillega i útliti, og kælikerfið fyrr en sl. vor. Þá voru fluttir inn bilar af gerðinni er lokað, þannig að ekki þarf að skipta um kælivökva 1300 1800 og 818. t sumar komu auk þess tveir bilar nema á tveggja ára fresti. 818 var fluttur inn i fyrra með wankel-vél til reynslu, RX 2 og RX 3, og skýrðum úl reynslu eins og RX bilarnir, og eftir athuganir á við frá þvi á sínum tima. bilnum við islenzkar aðstæður pantaði umboðið ýms- RX3 hefur tekið nokkrum breytingurá (sjá mynd), ar breytingar á honum, t.d. stærri felgur og stærri og er fáanlegur i tveimur útgáfum, „saloon” og alternator. — Verðið: RX 3: um kr. 480.000.00 818 Coupé”, auk undirgerða, og næsta ár, er væntanleg (coupé tveggja dyra): 402.000.00 og 818 saloon (fjög- afturbyggð útgáfa af honum. urra dyra): 390.000.00. ÞAR MÁ ENGINN „REYKJA” Frú A: Þægindi 2, hávaði x, farangurs- rými 2, leggja i stæði 1, útlit 1, viðbragð x, lipurð 1. Mesta hlass: Tveir fullorðnir, tvö börn og hundur. Mér likaði illa við hann. Við- brögðin voru of hæg, og aðeins tveir girar nothæfir (annar og þriðji). Hávaðinn var hryllileg- ur... mér datt i hug að fá lánaða hárkollu nágrannakonunnar svo ég þekktist ekki við stýrið. Frú B. Þægindi 2, hávaði x, farangurs- rými 3, leggja i stæði x, útlit 1, viðbragð 1, lipurð Mesta hlass: Sex fullorðnir' Kostir: Litil benzineyðsla, billinn er nógu hár fyrir vonda vegi, miðstöðin er góð. En hann er svifaseinn, stýrislásinn er slæmur og bremsur og mælar eru hryllilegir. Frú C: Þægindi 2, hávaði x, farangurs- rými 1, leggja i stæði 1, útlit 1, viðbragð 2, lipurð 2. Mesta hlass: Tveir fullorðnir og fjögur börn. Hann er auðveldur i akstri. Erfiður i gang á morgnana og hávaðasamur, sérstaklega i lággirnum. Það er mjög auðvelt að koma börnunum fyrir i hon- um og sömuleiðis matvörum. Ég get varla sagt ég hafi notað fjórða gir, — yfirgirinn. Barnið okkar sem er þriggja ára, opn- aði barnalæsinguna á hurðinni. Frú D: Þægindi 3, hávaði 2 farangur- sými 3. leggja i stæði 2, útlit 3, viðbrögð 2, lipurð 2. Mesta hlass Bilfylli af barnaleikföngum. Mjög þægilegur bill,en hreyf- ist of mikið á vegi, svo hætt er við, að börnin verði bilveik. Stýringin er góð og það er mjög þægilegt að hafa annan og þriðja gir þannig staðsetta, að aðeins þarf að ýta á girstöngina eða taka hana að sér. Hávaðinn er of mikill, og billinn er of seinn upp úr kyrrstöðu, en hann er mjög skemmtilegur á hindr- unarlausum vegi i fjórða gir. Frú E: Þægindi x, hávaði x, farangurs- rými x, leggja i stæði x, útlit x, viðbragð x, lipurð x. Mesta hlass tvær manneskjur. Þessi bill er hryllilegur, bæði að aka honum og horfa á hann. Frú F: Þægindi 3, hávaði 2, farangurs- rými 2, leggja i stæði 2, útlit 2, viðbragð 1, lipurð 1. Mesta hlass: Einn fullorðinn, þrir tán- ingar, gitarar o.s.frv. Vont að koma honum i gang og þungur i fyrsta og öðrum gir, en skemmtilegur i þriðja og fjórða. Mjög þægilegur og rúm- góður, en ef þarf að beygja fyrir horn þarf að snúa stýrinu enda- laust. I næstu viku: Mini Clubman Estate. Bílaþáttur. í vetur verður annar hver bil- eigandi i Danmörku að fara með bil sinn á verkstæði til að láta stilla vélina, en reiknað er með, að milli 50 og 60% allra bila þar i landi, sem eru skráðir fyrir 1. janúar 1971, verði að öðrum kosti ólöglegir 1. april næsta ár. Ástæð- an er sú, að þann dag gengur i gildi ný mengunarreglugerð, sem ákvarðar hámarks mengunar- takmörk frá bilvélum. 1 Sviþjóð gengur mengunar- reglugerð i gildi árið 1976, en hún er sniðin eftir bandarisku reglu- gerðinni, sem á að gilda fyrir alla nýja fólksbila, sem framleiddir eru frá og með árinu 1973. Þar i landi hefur verið farin sú leið varðandi gömlu bilana, að sænska lögreglan hefur yfir að ráða tækjum, sem unnt er að mæla með kolmónoxiðmagnið i útblásturslofti frá bilvélum. Með hjálp þess er haft nokkurt eftirlit með þvi, að gömlu biiarnir mengi ekki umhverfi sitt óþarflega mik- ið. Nýja heilbrigðislöggjöfin is- lenzka, sem tók gildi sl. vetur kveður ekki nákvæmlega á um hversu mengun frá bilvélum má vera mikil, en þó höfum við fengið staðfestingu Heilbrigðiseftirlits rikisins á þvi, að hún er orðin talsverð þar sem umferð er mest i Reykjavik. Ekki hefur kolmón- oxiðmagnið i loftinu þó verið mælt þar sem Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki yfir að ráða tæki til að mæla það, og ennfremur eru eng- in tök á þvi að mæla útblástursloft hvers einstaks bils. Heilbrigðislöggjöfin er enda svo teygjanleg, að i rauninni er ekkert á henni að græða hvað þetta atriði varðar. Þar segir m.a. i XIX. kafla.. Um reyk, mengaðar gufur, eitraðar loftteg- undir og jónandi geislun”. Bifreiðaeigendum og öðrum eig- endum flutningatækja er skylt að halda vélbúnaði flutningatækj anna i góðu lagi, svo þau valdi ekki óþarfa reyk eða sótmyndun. (197.2, XIX kafli). Og: Bannað er að láta bifreiðar standa óþarflega lengi i hægagangi..... (197.3 XIX. kafli). I landinu er liklega aðeins tii eitt tæki til þess að mæla kolmón- oxið úr útblæstri bifreiða, en það er i eigu verkstæðis og er notað við stillingu á vélum, sem hafa beina innspýtingu. Eina tækið i eigu hins opinbera til þess að mæla loftmengun er i eigu Heil- brigðiseftirlits rikisins, en með þvi tæki er ekki hægt að greina i sundur hvers eðlis mengunin er. Þarna er aðeins um að ræða siur, sem safna i sig allri mengun, og tilraunir með það sýna, að meng- un i lofti er nokkur hér i Reykja- vik. 1 Danmörku hefur bifreiðaeftir- litið mælt kolmónoxiðmagnið úr útblæstri bila við bifreiðaskoðun undanfarið, og þannig fengust þessi 50—60%. Ástæðan fyrir þvi, að þessir bil- ar menga loftið of mikið er aðal- lega slitnir og rangt stilltir blönd- ungar. Einnig veldur sót i brennsluhólfum vélanna og léleg- ar loftsiur of mikilli mengun. En fyrrnefndir gallar valda ekki að- eins mengun. Af þeirra völdum getur benzineyðslan aukizt um allt að 5%, og ventlar og stimpil- hringir geta festst. Þetta minnkar kraftinn og eykur oliueyðslu. Auðveldasta aðferðin til að sjá, hvort fyrrnefnd atriði eru i ólagi er að athuga útblástursloftið. Ef það er svart (það á að vera dökk- grátt) er ekki um annað að ræða en fara á verkstæði sem fyrst. Annað merki þess, að eitthvað sé að, eru bakslög i vélinni eftir að búið er að svissa af. ; UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON Sunnudagur 12. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.