Alþýðublaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 2
NÁTTÚRUVERND í REYKJAVÍK FORVITNILEGIR HLUTIR VIÐ BÆJAR- DYR ÞÍNAR 1 borgarlandi Reykjavikur eru margir fallegir staðir og merki- legir, fyrir margra hluta sakir, þótt Reykvikingar viti ekki allir um þá, og l.eiti jafnvel langar leiðir úr borginni til að njóta fag- urs umhverfis sem er svo til við bæjardyrnar. Náttúruverndarnefnd Reykja- vikur vinnur nú að þvi að kynna marga af þessum stöðum, m.a. með þvi að setja skilti til þess að benda fólki á þá. A fundi, sem Náttúruverndar- nefnd hélt með blaðamönnum i gær, kom fram, að i ráði er aö setja upp ein 30 slik skilti. Tvö hafa þegar verið sett upp, i Háu- bökkum við Súðarvog og á öskju- hlið. Á fyrrnefnda staðnum gekkst náttúruverndarnefnd fyrir þvi, að fjaran var hreinsuð, og stórmerk jarðlög, sem sýna jarðsögu Reykjavíkur 200 þúsund ár aftur i timann, friðuð. Siðan var sett upp skilti með skýringarkorti við staðinn, — en Alþýðublaðið hefur raunar áður skýrt frá þvi. A hinu skiltinu, sem stendur við hitaveitugeymana á öskjuhlið, er kort af göngustigum um hliðina, og er ætlunin, að það auðveldi fólki leið um þennan skemmtilega útivistarstað. Vilhjálmur Sig- tryggsson hefur, að tilhlutan nátt- uruverndarnefndar, skipulagt svæðin, og hefur verið unnið að lagfæringu á öskjuhliðinni sam- kvæmt þvi undanfarin tvö sumur. i fyrrasumar var unnið að þvi að hreinsa hliðina, m.a. voru fjar- lægðar girðingar og járnarusl. 1 sumar voru svo gamlar götu- slóðir lagfærðar og borið i þær, og næsta sumar verða gerðar nýjar slóðir i samræmi við kortið. Þá voru gróðursettar 40 þúsund plöntur i sumar, aðallega vestan við kirkjugarðinn. í skipulaginu er talið æskilegt að losna við öll steypt mannvirki af vesturbrúninni, en þó er i ráði að lagfæra mannvirki frá striðs- árunum og láta þau standa. SYNINGU JOHANNS LÝKUR SUNNUDAG Þegar við sögðum frá mál- verkasýningu Jóhanns G. Jó- hannssonar i Hamragörðum fyrir stuttu höfðum við eftir, að henni lyki á laugardaginn kemur. Nú hefur þetta verið leiðrétt, — sýn- ingunni lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. Hún verður opin til klukkan 23 á föstudag, laugardag og sunnudag, en aðeins til kl. 20 i kvöld, fimmtudag. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð, og um helmingur myndanna selzt. TVÖFALT FLEIRI r GAMLA HÚSIÐ VIÐ LÆKJARTORG Eins og við sögðum frá í gær standa þessa dagana yfir gagn- gerar breytingar og endurnýjun á innréttingum Stjórnarráðs- hússins. Það er ekki á hverjum degi, sem innviðir Stjórnarráðs- ins eru til sýnis, svo við brugð- um okkur þarna inn i fyrradag og litum á framkvæmdir. Húsið er eitt hið elzta i borg- inni, næstum 200 ára gamalt. Þó er ekki hægt að segja annað, en aö máttarstoðir hússins hafi staðið vel af sér timans tönn. Myndin sýnir innviði á annarri hæð hússins og sést greinilega, hvar sagað hefur verið af einni stoðinni, en það var gert, þegar risið var sett á húsið. Er nú loft- ið farið að síga á þessum stað og þarf að setja einhverjar styrkt- arstoðir undir að nýju. Á myndinni sézt Hans Eyjólfsson, húsvörður Stjórnar- ráðsins, virða fyrir sér þessa fornu viði, sem innan skamms verða aftur horfnir sjónum manna. Loftið skal að minnsta kosti vera slétt og fellt á yfir- borðinu, cins og svo margt ann- að þessa dagana. r FLUGVELAR UM r ISLENZKA flugstjurnarsvædid Búist er við að rösklega 33 þús- und flugvélar fari um islenzka út- hafs flugstjórnarsvæðið á þessu ári, og til marks um geysilega aukningu á flugumferð hér i grennd má nefna, að árið 1961 fóru aðeins um 16 þúsund flugvél- ar um svæðið. Svæðið nær frá 61. að 73. gráðu norðlægrar breiddar og frá Greenwich lengdarbaug að ströndum Grænlands. Það er ekki eingöngu að umferðin hafi vaxið gifurlega, heldur einnig hraði flugvélanna, sem um svæðið fara. þvi hlutfallstala þota, sem leið hafa átt.um svæðið, hefur aukizt úr 42% i rúmlega 80% á siðustu 10 árum. Þotur kjósa flestar að fljúga i svipaðri flughæð, en það hefur þær afleiðingar, að erfitt er að koma allri umferðinni fyrir á hagkvæman hátt miðað við al- þjóðareglur um aðskilnað milli flugvéla. Starf islenzkra flugumferðar- stjóra gerist þvi stöðugt erfiðara, auk þess sem skortur á heppileg- um tækjum kostaði oft óþægindi fyrir flugvélar innan svæðisins. Aðskilnað flugvéla má hins vegar minnka verulega með notk un radartækja. -Þvi var hafin könnun á kaupum og rekstri heppilegra radartækja fyrir flug- stjórnarmiðstöðina á Reykja- vikurflugvelli, sem leiddi til þess, að keypt voru radartæki af Plessey-gerð, og voru þau tekin formlega i notkun um siðustu helgi, en kostnaður við kaup, upp- setningu og þjálfun starfsfólks mun nema um 50 milljónum króna. Kostnaður var til muna minni þar sem afnot fengust af radar- skermi varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli, en önnur tæki eru öll staðsett i flugturninum i Reykjavik. Þau eru af nýstárlegri gerð og byggjast uppi á þvi að svartæki eru i flugvélunum, sem segja hvaða vél sé á ferðinni og hæð hennar og hraða. Eldri radar- tækin syndu aðeins flugvél. Þessi nýjung mun greiða veru- lega fyriröllu flugi innan islenzka úthafs flugstjórnarsvæðisins. Þess má geta, að tæki af þessari gerð hafa aðeins verið notuð af herjum stórveldanna, þar til þau voru tekin i notkun hér. Þau eru einkum ætluð til að þjóna þörfum millilandaflugsins, en einnig þeim innlendu vélum, Framhald á bls. 4 RISABINGÓ Lionsklúbbur Njarðvikur hefir stofnað til „Risabingós”, sem spilað er i STAPA alla fimmtu- daga kl. 20.30. Aðalvinningurinn er VOLVO-bifreið, sem spilað verður um, eftir að 1700 miðar hafa verið seldir. Auk þess eru 18 vinningar hvert kvöld. öllum hagnaði verður varið til liknarmála, einkum hafa þeir Lionsmenn sjúkrahúsið i Kefla- vik i huga, en nú er á döfinni stórfelld stækkun þess,. Enn- fremur hafa þeir Lionsmenn mikinn hug á þvi að snúa sér að liknar málum aldraðra . MENGUNAR- TÆKI AF ÍSLENZKUM UPPRUNA Eins og Alþýðublaðið sagði frá á sinum tima, hefur Alfélagið islenzka gert samning við Jón Þórðarson á Reykjalundi um að láta smiða, og gera tilraunir með, tæki til varnar mengun frá Álverinu. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Halldórssonar, frkvstj., eru góðar vonir bundnar við notagildi þessara tækja. Er þegar sýnt, að þau gefa góðan árangur gegn ryki, og hugsanlega einnig gegn flúor, Hreinsunartæki, sem nú eru notuðvið hliðstæðar verksmiðjur, gera ráð fyrir svo miklu vatns- magni, að verulegt tap fram- leiðsluefna verður ætið við notkun þeirra. Likur eru til þess, að við notkun á hreinsitækjum Jóns Þórðar- sonar, verði hægt að vinna aftur nokkuð af þvi krióliti, sem annars tapast með útblæstrinum. Má gera ráð fyrir, að smiði tækjanna og tilraunir með þau taki allt næsta ár, og að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt um kostnaðinn við þá framkvæmd. Uppsetning þeirra tækja, sem notuð eru annars staðar, mundi kosta um 200 milljónir króna, en eins og áður var sagt frá, er þess vænzt, að tæki Jóns veiti betri mengunarvörn. UNGT FÓLK í SELFOSSKIRKJU Nú i vetur hafa verið haldnar samkomur i Selfosskirkju á veg- um Sambands islenzkra kristni- boðsfélaga, annanhvern sunnu- dag.Hafa ýmsir tekið til máls en þó aðallega ungt fólk úr kristni- boðsfélaginu „Árgeisli” sem einnig hafa séð um samkomurnar að mestu. Siðasta samkoman sem haldin verður fyrir jól verður nú á sunnudaginn 3. des. og hefst kl. 20:30 i Selfosskirkju. Á samkom- unni mun Æskulýðskór. K.F.U.M. &K. syngja nokkur lög og ein- hverjir af meðlimum kórsins tala. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir i krikjuna á sunnudag kl. 20:30. Sigurjón Gunnarsson. Myndlistar- keppni fyrir börnin í út- varpinu Evrópska útvarpssambandið hefur ákveðið að efna til nýstár- legrar myndlistarkeppni fyrir yngstu hlustendurna, þá þeirra, sem ekki verða orðnir 13 ára 17 . mai 1973. Keppnin er i þvi fólgin að börnin teikna eða vinna i annað efni myndir eftir að hafa hlustað á flutning tónverksins „Pétur og úlfurinn” eftir Prokofieff. Rikisútvarpið verður aðili að keppninni ásamt útvarpsstöðvum i liðlega 20 löndum. „Pétur og úlfurinn” verður fluttur tvisvar i útvarpinu til að trýggj3 að sem flest börn geti hlustað og eigi kost á þvi að verða með. Fyrri útsendingin verður sunnudaginn 3. desember kl. 16.25 en sú seinni verður á sama tima sunnudaginn 10. desember. Verðlaun verða veitt fyrir þær tiu myndir , sem beztar verða taldar af dómnefnd og verða þær siðan sendar á sýningu , sem útvarpið i Bayern sér um. Þar verða veitt þrenn verðlaun fyrir beztu myndirnar en auk þess 10 verðlaun til þess lands, sem flestar beztu myndirnar koma frá að áliti dómnefndar. o Fimmtudagur 30. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.