Alþýðublaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 3
Tweedsmuir bauðst til að fresta heimför i'frétt okkar í gær af lyktum landhelgisfundarins, gátum við hvorki vegna rúms né fíma sagt sæmilega rækilega frá fundi þeim, sem breska samninganefnd- in, með lafði Tweedsmuir í fararbroddi, efndi til þá um kvöldið. Héreru sjónarmið Bretanna í stuttu máli, eins og þau komu fram á fyrrnefndum fundi: Lafði Tweedsmuir, aðstoðar- utanrikisráðherra Breta, sagði á blaðamannafundi á heimili brezka sendiherrans i Reykja- vik að loknum landhelgisvið- ræðunum á þriðjudagskvöld, að hún hefði lýst sig reiðubúna til að dvelja hér á landi fram að helgi, ef islenzku viðræðunefnd- inni dygði sá timi til að athuga nánar siðustu tillögur brezku viðræðunefndarinnar um bráðabirgðalausn landhelgis- deilunnar. Á blaðamannafundinum sagði Tweedsmuir, að sér væru það mikil vonbrigði, að ekki hefði tekizt að ná samkomulagi við is- lenzku rikisstjórnina á viðræðu- fundunum á mánudagog þriðju- dag. Auk lafði Tweedsmuir voru á blaðamannafundinum sendi- herra Breta á íslandi, John McKenzie, Curtis Keeble, ráðu- neytisstjóri, og John Graham, fiskimálastjóri Bretlands. Tweedsmuir sagði, að mark- miðið hefði verið að komast að bráðabirgðasamkomulagi fyrir brezka togara, þannig að þeir gætu haldið áfram veiðum á íslandsmiðum, þangað til end- anleg lausn fyndist og i ljós kæmi, hvort lögmæti útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 50 sjó- milur stæðist fyrir alþjóðalög- um. Frúin rakti gang landhelgis- viðræðnanna á fyrri stigum á blaðamanafundinum og benti á úrskurö Haagdómstólsins, sem væri á þáleið, að Bretum væri heimilt að veiða allt að 170 þús. tonn á ári og Islendingum væri óheimilt að trufla veiðar brezkra skipa hér við land. Lafði Tweedsmuir kvað brezku sendinefndina lita svo á, að siðustu tillögur Islendinga, sem fram hefðu komið á fundin- um á mánudag, hefðu i reynd þau áhrif, ef samþykktar yrðu, að brezkum togurum yrði mein- aður aðgangur að svæðum, þar sem 50% af ársafla þeirra fékkst 1971. Þar bættist við, að friðun sérstakra svæða gegn ákveðnum veiðarfærum, myndi enn draga úr aflalikum brezkra skipa um 10-15%. „Veiðitakmarkanirnar samkvæmt þessum tillögum gætu fullt eins skorið aflann nið- ur um 70% ”, sagði lafði Tweedsmuir og tók ennfremur fram, að samninganefndirnar hefðu ekki verið sammála um útreikninga i þessu efni, en is- lenzka nefndin hefði talið, að samkvæmt tillögunum gæti orðið um 35% niðurskurð að ræða. Þá upplýsti frúin, að brezka sendinefndin hefði lagt fram til- lögu um svæðiskerfi og tima- bundnar lokanir á svæðunum, þar sem gert væri ráð fyrir, að mætzt yrði á miðri leið i afla- mörkunum, sem embættismenn beggja landanna hefðu rætt um i október. Aflamörkin, sem þá hafi verið rætt um, væru frá 17- 25%, en meðaltalið hefði orðið 21%, sem afli brezku togaranna myndi minnka um. „Það var skýr skoðanamunur á útreikningum ogvarðandi áhrifum svæðaskiptingar og timabundinna veiðiheimilda, en báðir aðilar viðurkenndu, að þessir útreikningar væru vafa- laust ónákvæmir. Stungum við þvi upp á þvi, að nákvæmum að- ferðum yrði beitt til að meta takmarkanir á heildarafla- magni okkar með þvi að miða við ákveðinn dagafjölda, sem hvert skip yrði á Islandsmiðum. Við lögðum fram tillögu i þessu efninákvæmlega útfærða. Ahrif hennar yrðu, að veiðisókn okkar Dómstóllinn tók með silkihönzkum á klámspjöldunum minnkaði um 10% á ári miðað við meðaltal áranna 1965-1969. Við áætlum að aflaminnkunin samkvæmt þessar tillögu yrði um 25% miðað við ársaflann 1971 og ársaflinn færi niður i 156 þús. tonn.en i úrskurði Alþjóða- dómstólsins er talað um 170 þús. tonn”. Tweedsmuir kvað islenzku viðræðunefndina ekki hafa talið sig geta samþykkt þetta eins og það lægi fyrir, en þvi hins vegar lýst yfir, að tillagan muni at- huguð nánar. — Nýlega kom til kasta sakadóms aðtulka og skýra kæru á hendur tveim mönnum fyrir að láta prenta myndaspjöld með „ýmiskonar samfaraleik” og dreifa þeim , m.a. til sölu i tizkuverzlun. Má ætla, að tiðar- andinn hafi rýmkað mörkin i þessu efni frá þvi sem einu sinni var. A.m.k. var atferli þetta ekki talið refsivert, en frá þvi segir nánar hér á eftir. Miðvikudaginn 29. nóvember s.l. var i sakadómi Reykjavikur kveðinn upp dómur i máli, sem höfðað var af ákæruvaldsins hálfu á hendur tveim mönnum hér i borginni. Var þeim gefið að sök að hafa látið prenta 2000 spjöld „plaköt”, með klámfengnum myndum á. Hefðu þeir komið nokkrum hluta upplagsins til sölu i einni tizku- verzlun ungs fólks hér i Reykja- vik i janúar s.l. og ennfremur gefið nokkurt magn. Spjöldin voru veggspjöld 78 x 53 cm að stærð, og á hverju þeirra voru 12 skuggamyndir, sem sýndu karl og konu að ýmiskonar kynferðisleik, en i vinstra horni hverrar myndar voru stjörnu- merki. 1 forsendum dómsins segir m.a.: „Ekki verður séð, að vegg- spjald þetta helgist af neinum listrænum tilgangi, né heldur neinum öðrum tilgangi en þeim, að gera nefndar myndir að sölu- varningi... Af hálfu ákærðu hefur ekki verið bent á neitt sem hér á landi hefur verið gefið út mynda- efnis er gangi jafn langt eða lengra i klámkennda átt. Þykir dóminum ekki rétt, að hann gangi fram fyrir skjöldu til þess að rýmka mörkin f þessum efnum”. Samkvæmt þessu taldi dómur- inn veggspjöldin vera klám og ákærðu hafa gerzt brotlegir gegn 210 gr. almennra hegningarlaga nr. 19. 1940. Þvi næst segir dómurinn: „Með tilliti til þess að skiptar skoðariir geta verið um hvað teljast skuli klám, og að ákærðu kunna að Hinn 23. okt. var kveðinn upp Hæstaréttardómur i máli út af galla á bifreið, sem keypt var hinn 27. september 1968. Verður ekki betúr séð af niðurstöðum bæði Héraðsdóms og Hæstarétt- ar, en að kaupandi bifreiðar hafi, með þvi að undirrita ábyrgðar- skirteini, afsalað sér þeirri vernd, sem landslögum er ætlað að tryggja honum. Neytendasamtökin hafa sent blaðinu fréttatilkynningu um þetta mál. Er augljóst, að úrslit málsins hafa svo mikla almenna þýðingu, að full ástæða er til að vekja athygli á þeim. Fer frétta- tilkynningin hér á eftir: Úrdráttur úr dómabók Bæjar- þings Reykjavikur i bæjarþings- málinu nr. 5928/1969. Málavextir eru þessir: Hinn 27. september 1968 kaupir stefnandi bifreið af Moskvich — gerð,........árgerð 1968, af stefnda. Sama dag undirritaði stefnandi ábyrgðarskirteini, þar sem m.a. segir, að ábyrgð stefnda renni út eftir 6 mánuði frá afhendingar- degi, en þó gildir hún aldrei fram yfir 10.000 km. akstur. . . . Stefnandi kveður nokkra smá- vægilega galla hafa komið fram á bifreiðinni. . . stefndi (Bifreiðar og Landbúnaðarvélar) bætti stefnanda þessa galla, og er ekki deila um þá i máli þessu. Það mun hafa verið i mai 1969 sem óeðlilega tók að heyrast i drifi bifreiðarinnar. Kveðst stefn- andi þá hafa farið með bifreiðina á verkstæði stefnda. Hafi starfs- menn hans fyrst talið, að ró, sem heldur hjörulið á pinnjóninum, væri laus. Hafi bifreiðinni verið lyft upp til að athuga þetta, en þá kom i ljós, að svo hafi ekki verið. Kveður stefnandi starfsmenn stefnda þá hafa sagt við sig, að hann yrði að taka bifreiöina upp, en sjálfir hafi þeir ekki viljað gera það, þar sem þeir hafi talið ábyrgðartimann út runninn. . . . (Við athugun kom i ljós, að drif bifreiðarinnar var óeðlilegt og voru dómkvaddir matsmenn til 100 þúsundir hirtar - oa enainn tók eftir því! Peningakassi, með um 100 þús- und krónum i, „gufaði upp” á skrifstofu Samábyrgðar Islands að Lágmúla 9, i fyrradag. Fólk var aö vinna á skrifstofunni allan daginn fram á kvöld, en þrátt fyrir það virðist einhverjum hafa tekizt að laumast að borði gjaldkerans, sem hafði brugðið sér frá, og hiröa kassann. Gjaldkerinn hafði hann uppi við, en um klukkan fjögur þurfti hann að skreppa frá og kom ekki afturfyrren kl. 19.30. Sá hann þá, að kassinn var horfinn, en hélt að einhver annar starfsmaöur fyrir- tækisins hefði tekið hann og sett til hliðar. Þvi varð ekki ljóst hvernig komið var fyrr en i gær- morgun. 100 þúsund krónurnar voru i peningum, og fleiri skjöl voru i kassanum. Mikill umgangur er þarna um húsið, enda nokkur hafa haft nokkra ástæðu til að ætla að gerð og dreifing fyrr- greindra veggspjalda væri innan marka þess, sem leyfilegt væri talið, þykir mega ákveða að þeim skuli eigi refsing gerð.” Veggspjöld þau, sem saka- dómurinn hafði lagt hald á, 1603 að tölu, voru upptæk gerð. Ennfremur var ákærðu gert að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, Jón E. Ragnarssonar , héraðsdómslög- manns, kr. 20.000.00 Dóm þennan kváðu upp Þórður Björnsson yfirsakadómari sem dómsformaður og meðdómendur BjörnTh. Björnsson listfræðingur og Knútur Hallsson skrifstofu- stjóri i menntamálaráðuneytinu. Ákærðu hafa óskað eftir þvi að dóminum veröi skotið til Hæstaréttar. Frá sakadómi Reykjavikur. NEYTENDASAMTÖKIN AÐVARA ALMENNING AÐ GEFNU TILEFNI KEYPTI MEINGALLADAN BIL -MÁ BERA TJÚNIÐ SJÁLFUR þess að skoða, lýsa og meta til verðs galla á drifi hennar svo og annaö tjón vegna gallanna i matsgerðinni segir m.a.): Þetta kom i ljós við matsgerð- ina. . . . Drifhús og mismunadrif- hús illa hreinsað i upphafi. 1 ljós kom að mikill steypusalli og bor- spænir voru i oliunni sem af drif- inu kom. Þessi óhreinindi hafa fariö um alla slitfleti i drifinu og skemmt þá. Við (matsmennirnir) teljum með hliðsjón af þessu, að eigandi geti notaö drifið einhvern óákveöinn tima, en honum verði bætt drifið sem svarar til 70% af nýju drifi. . . . (Siðar komu i ljós fleiri gallar á bifreið þessari, en Framhald á bls. 4 fyrirtæki þar, og virðist einhver hafa laumað sér inn á skrifstofu Samábyrgðará timabilinu frá kl. 16 til 19,30 og haft kassann á brott. Ef einhver kynni að hafa séð til manns á þessum slóðum er hann beðinn að snúa sér til rann- sóknarlögreglunnar strax. TORFU- FUNDUR OG BLYS- FÖR Torfusamtök heita samtök áhugafólks um varðveizlu Bernhöftstorfunnar, sein verða stofnuð á morgun. Eftir útifund, scm hcfst á Torfunni sjálfri, verður farin blysför um Austurstræti, Aðalstræti, Pósthússtræti, Vallarstræti og i Sigtún, þar sem samtökin vcrða stofnuð. Öll félög innan Bandalags islenzkra lista- manna standa að stofnun Torfusamtakanna, auk Félags ungra jafnaðarmanna og lleimdallar. Torfusamtökunum er ekki einungis ætlað að beita sér fyrir verndun Bernhöftstorf- unnar, sagði Guðrún Jónsdótt- ir, formaður Félags íslenzkra Arkitekta, á fundi með frétta- mönnum i gær, heldur verður verkefni þeirra I framtíðinni að vera á verði I umhverfis- málum borgarinnar almennt. Við segjum nánar frá Bern- höftstorfumálinu i opnu á morgun. Útifundurinn á Bernhöfts- torfunni hefst klukkan 17,15 með þvi, að lúðrasveitin Svan- ur leikur Dixilandlög, en siðan setur fundarstjórinn, Harald- ur ólafsson lektor, fundinn, en ávörp flytja Þór Magnússon þjóðminjavörður, Jónatan Þórmundsson prófessor og Páll Lindal lögfræðingur. Þá verður fluttur leikþátturinn Þröngsjá eftir Þórð Breiðfjörð og Torfubragur, frumsamið ljóð, og sennilega við frum- samið lag. Séð hefur verið til þess, að fundurinn rekist ekki á hátiða- höld stúdenta, en að sögn Guð- rúnar þótti 1. des. af ýmsum orsökum heppilegur dagur til félagsstofnunarinnar. Á fundinum kom fram, að áhugi fólks fer sivaxandi, og gjafir til styrktar Bernhöfts- torfunni berist, m.a. hefur Halldór Laxness gefið tuttugu þúsund krónur, en ýms fyrir- tæki hafa heitið fjárstuðningi ef til þarf. Fimmtudagur 30. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.