Alþýðublaðið - 30.11.1972, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 30.11.1972, Qupperneq 7
UINDHELGIS PENINGURmN MINNISPENINGUR UM ÚTFÆRZLU FJSKVEIÐILÖGSÖGUNNAR 1972 I tilefni af útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1. sept. síðastl. hafö Útflutningssamtök gullsmiða lótið slö minnispening til sölu ó almennum markaði. Allur ógóði af sölu peninganna rennur í Landssöfnun í Landhelgissióð. Peningurinn er frummótaður af sænska myndhöggvoranum Adolf Palik, eftir útlitstillögum Jens Guðjónssonar gullsmiðs. STÆRÐ & HÁMARKSUPPLAG: Stærð peningsins er 33 mm í þvermól. Hömarksupplag er: Gull 18 karöt: 1000 stk. Silfur 925 (sterling): 4000 stk. Bronz: 4000 stk. PENINGURINN er gerður hjö hinni þekktu myntslóttu AB Sporrong, Norrtalje, Svíþjóð. Hver peningur er auðkenndur með hlaupandi númeri. ATH.i PANTANIR VERÐA AFGREIDDAR I ÞEIRRI ROÐ SEM ÞÆR BERAST EN FYRIR ARAMÓT 'VERÐUR AÐEINS HÆGT AÐ AFGREIÐA 250 SETT. TIL EFLINGAR (SLENZKRI FISKVEIÐILÖGSOGU I I I I LlWDHElCISPEmiKURIMI PÓSTHÓLF 5010 REYKJAVÍK PÖNTUNARSEÐILL: VINSAMLEGA SENDIÐ MÉR GEGN PÓSTKRÖFU: ...STK. GULLPENING KR. 11.000.00 PR. STK. ...STK. SILFURPENING KR. 1.100.00 PR. STK. ...STK. BRONZPENING KR. 600.00 PR. STK. PENINGARNIR ERU AFHENTIR I OSKJUM MEÐ NÚMERUÐU ABYRGÐARSKlRTEINI. 1 UNDIRSKRIFT DAGS.: I NAFN SlMI I I I I L HEIMILISFANG J Ql IÍTB0D Tilboð óskast i sölu á mótorum fyrir dælur vegna Hita- veitu Reykjavikur. Ctboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri. Tiiboð verða opnuð miiðvdaginn 3. janúar 1973, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 I.O.G.T. B A Z A R verður laugardaginn 2. desember kl. 2 e.h. I Templara- höllinni, Eiriksgötu 5. Félagar og velunnarar, munum og kökum er veitt mót- taka föstudagskvöld kl. 8.30, einnig laugardag kl. 10-12 f.h. Nefndin. FLOKNASTA MORÐGATA f ENGLANDI ER LEYST - EINU SINNIENN! í 84 ár hafa áhugamenn um glæpi verið aö velta þvi fyrir sér hver hafi verið morðhundurinn Jack, villidýrið, sem á sinum tima skelfdi East End hverfið i London með nokkrum við- bjóðslegum morðum i röð. Oll fórnar- dýr hans voru skækjur. Flestum hafði verið misþyrmt. Og morðin voru framin fyrir framan augun á lög- reglumönnum og varðmönnum, sem voru á verði á Witechapel-svæðinu. Samt hefur hann aldrei fundizt, opin- berlega að minnsta kosti. En allt frá þvi að morðin riðu yfir Lundúnaborg hafa glæpasagnahöfundar, lögreglu- menn og áhugamenn um gátur og leyndajdóma haldið uppi leit að morðhundinum Jack. „Lausnir” þeirra hafa meðal annars sýnt, aö Jack hafi verið maður með hvit augu, ameriskur sjómaður og rithöfundur- inn George Gissing. Árið 1959 lýsti járnsmiður einn á efri árum þvi yfir, að Frank frændi hans hafi verið morðhundurinn Jack. Þegar morðin riðu yfir var frændi hans bókhaldari i Lundúnum. Hann notaði gullspangar- gleraugu og hafði svart yfirvara- skegg, en þetta tvennt var i ná- kvæmu samræmi við lýsingu á manni, sem sést hafði á ferð nálægt einu fórnardýri morðhundsins. Árið 1888 kom þessi maður heim til járn- smiösins i Chichester, Sussex, og hafði meðferðis tösku, sem i var rak- hnifur og blóðidrifinn hvitur flibbi. Furðulegt Járnsmiðurinn sagði i yfirlýsingu sinni árið 1959: ,,Ég gætti þess að halda mér rækilega saman, ella kynni mér lika að hafa verið fargað. „Tveim árum siðar, árið 1971, setti dr. Thomas Stowell fram furðuleg- ustu tilgátuna. Var morðhundurinn Jack ef til vill meðlimur konungsfjöl- skyldunnar? Stowell átti aögang að einkaskjölum Sir William Gull, einkalækni Viktoriu drottningar. Þessi skjöl gáfu til kynna, að morö- hundurinn hefði verið sjúklingur læknisins Gull, sem lét nægja að nefna hann bókstafnum „S.” Dr. Stowell skrifaði i timaritið „Glæpa- sérfræðingurinn”. Hann var erfingi valda og auös. Fjölskylda hans hafði áunnið sér ást og aödáun þjóðarinnar með þvi að helga sig þjónustu við al- menning i meira en 50 ár. Amma hans, sem lifði hann, var virtur þjóð- höfðingi á Viktoriutimabilinu. Faðir hans, en hann átti hann að erfa, var glaðvær heimsborgari. Móðir hans var óvenjulega fögur kona.” En dr. Stowell neitaði að gefa upp nafn á þeim, er hann grunaði um aö vera morðhundinn Jack. Lýsing hans benti til, að hann gæti veriö hertoginn af Clarence, semvar elzti sonur Ját- varðar konungs sjöunda. Hefði Clar- ence ekki látizt á undan föður sinum myndi hann hafa orðið konungur. t nýlegri bók sinni, Clarence, telur Michael Harrison, að „S” hafi ekki verið hertoginn sjálfur, heldur kenn- ari hans. Stephen, frændi skáldkon- unnar Virginiu Woolf. Harrison skrif- ar i bók sinni: „Ég leitaði að óðum morðhundi, sem kynni að hafa verið „S”. Stephen dó á hæli. Hann gaf út léttan kveðskap, sem sýndi and- styggð hans á konum. Hann var til- finningalega háður hertoganum og reyndi að svelta sig i hel þegar her- toginn dó”. 1 bók sinni „Haust dauð- ans” rakti hann minnisblöð Sir Melwille Macnaghten, er var yfir- maður glæparannsóknadeildarinnar í London, þegar morðin voru framin. Drukknaöur. Lögreglan hætti skyndilega allri leit að morðhundinum Jack eftir morðið á Mary Kelly, siðasta fórnar- dýrinu. Samkvæmt þvi er Cullen segir, þekkti lögreglan morðingjann sem fannst drukknaður i Thames- ánni. 1 minnisblöðum leynilögreglu- "Toringjans sagði: „Ég tel mig ekki þurfa að efast um, að þessi maður hafi verið grunaður af sinni eigin fjöl- skyldu um að vera morðhundurinn Jack og það var viðurkennt að hann var kynferðislegur sjúklingur.” Eina likið, semfiskað var úr Thamesá um þetta leyti,, var lik Montague Druitt, gamals nemanda Winchester College og Oxford háskólans. Hann var 31 árs gamall og stundaði einkakennslu eftir að hafa mistekizt sem lögfræðingi. 1 hinni nýju bók sinni er Daniel Farson sannfærður um að Druitt hafi verið morðinginn. Margir halda þvi fram, að misþyrmingar Jacks gefi til kynna læknisfræðilega þekkingu. 1 febrúar- mánuði siðastliðnum bendir borgar- starfsmaðurinn Brian Reilly i grein i lögreglutimariti Lundúnaborgar á dr. Merchant sem morðhundinn Jack. Komið var eitt sinn að dr. Merchant lækni samvistum við skækju nokkra. Og fyrrverandi þing- maður, Leonard Matters, grunar mann nokkurn, dr. Stanley, sem átti son er dó úr sárasótt. Matters þessi heldur þvi fram, að Stanley læknir hafi farið frá einni skækjunni til ann- arrar til þess að spyrja eftir Mary Kelly, sem hafði sýkt son hans. Grimmd Hann varð að kála hinum til þess að fela slóð sina. Hefnd hans á Mary Kelly fól i sér hryllilegustu slátrun- ina. Fólk sagði, að það hefði séð út- lendingslegan mann nálægt morð- stöðunum. Gæti morðhundurinn verið George Chapman, sem siðar var hengdur fyrir að eitra fyrir þrjár eiginkonur sinar? Chapman var pólskur innflytjandi, sem hét réttu nafni Klosowski. Hann hafði verið að- stoðarmaður skurölæknis i Póllandi og var árið 1888 aðstoðarmaðurrakara i Whitechapel Þegar Chapman var handtekinn fyrir eitrunina er sagt að Hertoginn af Clarence, — ungur og glæsilegur maður. Vmsir telja nú, að hann hafi verið hinn óttalegi moröingi „Jack ristari” (Jack the Ripper), sem skelfdi íbúa Lundúna fyrir 84 árum. yfirmaður i lögregiunni hafi sagt við lögregluforingjann: „Þér hefur loks tekizt að handtaka morðhundinn.” Böðullinn Fjöldi þeirra, sem liklegir mega þykja, virðist endalaus. Annar eitur- byrlari, Thomas Neill Cream, sagði : „ég er morðundurinn Jack”, i þann mund sem snara böðulsins þaggaði niður i honum. Booth hershöfðingi, stofnandi Hjálpræðishersins, stakk upp á ritara sinum, ungum manni, sem dreymdi um blóð og hvarf skömmu eftir morðin..Sumir þeir, er stundað hafa leit aðmorðhundinum, telja, að það hafi ekki verið um neinn Jack að ræða, heldur Jill. Þvi hefur verið haldið fram, að askan, sem fannst i ofninum i herberginu, þar sem Mary Kelly varmyrt.hafi verið leifarnar af blóði drifnum fötum kvenmorðingjans. Hún hafi siðan komizt á brott i fatagörmum Kelly heitinnar. Og fyrrverandi yfirforingi leynilögreglunnar, Arthur Butler, lét sér nýlega detta i hug, að morð- hundarnir hefðu verið tveir, Jack og Jill. Þvi er þá einnig haldið fram, að Jill hafi stundað fóstureyðingar. Fjórar af skjólstæðingum hennar, er hafi verið skækjur, dóu,og hún hafi misþyrmt þeim til þess að eyða sönn- unum um fóstureyðingar. Jack hafi verið glæpanautur hennar. Hann hafi myrt hinar konurnar af því að þær vissu um starfsemi Jill. En engin þessara kenninga er meir sannfær- andi en önnur. Sjálfsagt munum við aldrei komast að þvi hver raunveru- lega var morðhundurinn Jack. HEFUR HINN ILLRÆMDI JACK THE RIPPER” LOKS FUNDIZT? ÞA Nl il( i.VAR ÞROUN KA Ul IATTAI F%|A|#fc Greinargerð l| 1M \ frá Hagrann lllllW sóknadeild Nokkrar deilur hafa orðið, m.a. á milli Alþýöublaðsins og Þjóð- viljans, út af furðulegum útreikningum þess síðarnefnda á þróun kaupmáttar launa á viðreisnarárunum. Hélt Þjóðviljinn þvi m.a. fram, að á sama tima og þjóðartekjur á manu hafi vaxiö um 49% á föstu verðlagi á árunum 1959 til 1970 hafi kaupmáttur verkalaúna aðeins^ aukizt um 7%. Þennan furðulega útreikning hrakti Alþýðublaöið og birti hinar réttu tölur og linurit, sem sýndu ailt aðra þróun og launafólkinu margfaldlega hagstæðari en Þjóðviljinn vildi vera láta. Fékk Alþýðublaðið upplýsingar sinar frá fremstu tölfræðistofnun iands- ins, — Hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar rikisins — , en hún er almennt viðurkepnd, m.a. af aðilum vinnumarkaðarins, hlutlaus dómari i þessum efnum. i deilum, sem urðu i framhaldi af þessu var Hagrannsóknar- deildin oft dregin inn i umræðurnar, en þó meö þeim hætti, að ekki var vitnað i nema hluta af upplýsingum hennar. Hefur hagrann- sóknastjóri þvi sent dagbiöðunum greinargerö og óskað eftir birt- ingu hennar óstyttrar. Er það gert hér, enda staðfestir hún áður um getnar upplýsingar Alþýðublaðsins um þróun kaupmáttarins. Er I þessu sambandi sérstök athygii vakin á eftirgreindri setningu i bréfi hagrannsóknastjóra, sem er birt i heild hér að neöan: „t þessu sambandi vill deildin árétta, að eðiiiegra virðist að miða viö breyt- ingar á kaupmætti atvinnutekna en kaupmætti timakaupstaxta, þegar meta skai, hvort og hvcrnig hlutur iaunþega 1 þjóðartekjum hefur breytzt á undanförnum árum....” Samkvæmt þessari eðlilegustu viðmiöun jókst kaupmáttur atvinnuteknanna um 74,4% til ársloka 1971 á sama tima og þjóðar- tckjur á mann jukust um 59,5% á föstu verðlagi. Kaupmáttur laun- þegateknanna jókst þvi MEIR en þjóöartekjur eins og kom fram i upplýsingum Alþýðublaðsins á sinum tima. Þennan samanburð telur hin hlutlausa Hagrannsóknadeild gefa réttasta mynd hlut launþega i þjóðartekjunum. Hvað er nú orðiö af stóru orðunum Þjóðviljans? Hr. ritstjóri. Vegna tilvitnana i blaði yðar i upplýsingar frá hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar rikisins um breytingar kaup- máttar launa og þjóðartekna, fer deildin þess á leit við yður, að þér birtið sem fyrst i blaði yðar-þetta bréf og greinargerð þá i heild (og töflur) um breytíngar kaupmáttar launa og þjóðartekna 1959-1972, sem hagrannsóknadeild samdi að beiðni Einars Ágústssonar, utanrikisráðherra og lögð var fram á Alþingi i gær. 1 þessu sambandi vill deildin árétta, að eðlilegra virðist að miða við breytingar á kaupmætti atvinnutekna en kaupmætti timakaupstaxta, þegar meta skal, hvort og hvernig hlutur launþega i þjóðartekjum hefur breytzt á undanförnum árum, enda eru þá tekjur bornar saman við tekjur, en breytilegt atvinnuástand er sameiginlegur þáttur beggja. Einnig er rétt að taka skýrt fram, að allar tölur i töflum greinargerðarinnar eru ársmeðaltölur, en af þvi leiðir, að áhrif einstakra kjarasamn- inga eða efnahagsaðgerða koma yfirleitt ekki að fullu fram i tölum þessum fyrr en árið eftir að þær eru gerðar. Virðingarfyllst, FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS Hagrannsóknadeild Jón Sigurðsson. BREYTINGAR KAUP- MATTAR LAUNA OG ÞJÓÐARTEKNA 1959-1972. Á tveimur meðfylgjandi töflum er að finna ýmsar tölur um kaupmátt launa, er helzt koma til greina við samanburð á þróun kaupmáttar launa og tekna almennings og breyt- ingum þjóðartekna. A fyrra yfirlitinu (tölfu 1) eru sýndar nokkrar raðir slikra talna, sem á undanförnum árum hafa verið teknar saman og birtar af Efna- hagsstofnuninni og siðar hag- rannsóknadeild Framkvæmda- stofnunar rikisins. Visitölur timakauptaxta verkafólks og iðnaðarmanna eru samkvæmt mati á samn- ingum launþega og vinnuveit- enda og er þar tekið tillit til grunnkaupshækkana, taxtatil- færslna, verðlagsuppbóta, stytt- ingar vinnutima og breytinga á orlofi, en reiknað með fastri samsetningu vinnutima milli dagvinnu og yfirvinnu. Hér er þvium almennari mælikvarða á kauptaxtabreytingar að ræða, en þegar eingöngu er miðað við einn ákveðinn taxta, sem kann að breytast öðruvisi en meðal- talið, meira eða minna. Visi- tölur atvinnutekna kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna eru samkvæmt árlegu úrtaki úr Frainhald á bls. 4 Vísitölur kaupmáttar kauptaxta, atvinnu- og ráöstöfunartekna, einkaneyzlu og þjáðartekna. Vergar þjóöartekjur á mann á verð- lagi ársins 196( ÍTAFLA 1 1 Ar- - Kaupmáttur tímakauptaxta verkafálks og iðnaöarmanna 1) 1959 = 100 Kaupmáttur Kaupráttur Einkaneyzla atvinnutekna ráðstöfunartekna á mann verka- sjó- heimilanna 2) ^ verðlagi oe iðnaðamBnna 1) (meðaltekjur á mann ' ársins 1960 1959 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 1960 96,8 103,4 102,0 99 ,7 100,0 1961 98,5 106,4 102,5 97,8 102,4 1962 101,1 116,3 111,0 106,5 110,1 1963 102,6 123,9 119,3 116,1 118,0 1964 106,1 134,5 125,9 124,6 130,0 1965 114,5 155,1 145,6 131,6 142,0 1 123,9 172,5 149,3 147,6 151,5 1967 125,6 157,1 145,1 146,6 138,6 1968 118,1 142,9 132,7 137,5 127,4 1969 111,0 136,7 122,1 127,5 130,2 1970 121,6 150,3 138,8 142,1 143,0 1971 130,1 174,4 158,8 160,6 159,5 1972 áætlun 154,3 177,6 179,1 163,9 1) M .v. vísitölu framfærslukostnaöar. - 2) M .v. verðlag neyzluvöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu) Vísitölur kaupmáttar launa ■ -r a r~ i A O Wá verkamanna. 1 rtiLM /. 1959 = 100 Ár Meðaltímakaup í dagvinnu skv. samningum Raunverulega greitt meðal- tímakaup í dagvinnu Raunverulega greitt meðal- tímakaup með helgidagaálagi Vergar þjóðar- tekjur á mann á verðlagi ársins 1960 ^959 06O2) .100,0 100 ,0 100,0 100,0 98,1 98,1 98,1 100,0 19612) 98,0 98,0 98,0 102,4 1962 97,2 99,8 102,2 110,1 1963 97,3 102,8 107,7 118,0 1964 100,2 109,4 113,2 130,0 1965 107,9 121,3 126,0 142,0 1966 117,1 131,7 138,1 151,5 1967 118,6 134,7 140 ,1 138 ,6 1968 112,2 126,3 131,5 127,4 1969 106,7 120 ,6 122,7 130,2 ^970 ^71 115,3 130,4 132,7 143,0 122,8 139,1 142,1 159,5 1) M.v. vísitölu framfærslukostnaðar. 2) Breytingar greidds meðaltímakaups í dagvinnu (dálkur 2) og raunverulega greidds meðaltímakaups með helgidagaálagi (dálkur 3) áætlaðar þær sömu og breytingar raeðaltímakaups í dagvinnu skv. samningum (dálkur 1) árin 1959-1961. 0 Fimmtudagur 30. nóvember 1972 Fimmtudagur 30. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.