Alþýðublaðið - 08.12.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
ALLT í KALDA KOLI
Enn er hin yfirgripsmikla skýrsla valkosta-
nefndarinnar vel varðveitt leyndarmál rikis-
stjórnarinnar. Þó er ýmislegt farið að spyrjast
út um efni skýrslunnar frá stjórnarsinnum, sem
orðið hafa fyrir áfalli við lesturinn og geta ekki
orða bundizt. Og risnar eru háværar deilur, —
bæði á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra
— um hvaö gera skuli og jafnvel um það, hvort
eigi að reyna að leysa vandann eða aðeins eilit-
inn hluta hans. Þær raddir eru nefnilega farnar
að heyrast i stjórnarherbúðunum, að vandamál-
ið sé allt of stórt til þess að hægt sé að ráðast til
atlögu við það. Bezt sé að láta meginvandann
biða. En eftir hverju eða hverjum? Eftir þeirri
rikisstjórn, sem kynni að taka við, þegar þessari
ráðalausu stjórn er þrotin þolinmæðin?
Af þeim fregnum, sem borizt hafa um efni
þessarar leyniskýrslu er ljóst, að það er ekki að
ástæðulausu sem stjórnarsinnar eru nú hræddir
við skuggann sinn. Úttekt efnahagssérfræðing-
anna staðfestir nefnil. þá staðreynd er flestir
vissu raunar fyrir, að íslandi hefur aldrei verið
eins illa stjórnað og á siðasta hálfu öðru ári.
Hins vegar mun fáa hafa grunað, að stjórnunin
hefði verið eins hroðalega slæm og úttekt sér-
fræðinganna leiddi i ljós. Ástandið nú og horf-
urnar á næsta ári eru þar dregnar miklu dekkri
litum, en nokkur hefði þorað fyrirfram að gera
sér i hugarlund.
Og hvernig er svo þetta ástand? Hverju spá
sérfræðingarnir?
Þeir spá þvi, að á næsta ári muni svo til allir
atvinnuvegir landsmanna verða reknir með
tapi. Frystihúsin munu tapa stórfé, bátaflotinn
og togararnir sömuleiðis. Iðnaðurinn verður
rekinn meö halla. Flutningastarfsemin verður
rekin með halla. Rikissjóð vantar yfir 1000 m.kr.
til að ráða við útgjöldin, sem honum eru falin.
Fjárfestingasjóðina, m.a. þá, sem lána eiga til
togarakaupanna, vantar griðarmikið fé til þess
að geta sinnt skyldum sinum við atvinnulifið i
landinu. Og viðskipti landsins við önnur Iönd
veröa rekin með svo griðarlega miklum halla,
að honum verður ekki mætt nema með því móti
að eyða upp svo til öllum gjaldeyrisvarasjóði
þjóðarinnar og taka þar á ofan ný og geysihá er-
lend lán til að standa undir hinum óhagstæða
viðskiptajöfnuði.
Þannig lýsa hinir sérfræðilegu ráðunautar
rikisstjórnarinnar ástandinu. Sú lýsing er
dæmafá. Hér er allt i kalda koli, — hálfu öðru ári
eftir að rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við
völdum og án þess að þjóðarbúið hafi orðið fyrir
nokkrum ytri áföllum.
Almenningur hefur enn ekki fundið nema litið
eitt fyrir afleiðingum þess neyðarástands, sem
er að skapast. Enn hefur fólk sæmilegt að bita
og brenna. Enn eru kjörin viðunandi hjá flest-
um. Enn hefur fólkið peninga handa á milli.
En það verður ekki lengi úr þessu. Rauði
þráðurinn i öllum þeim ráðstöfunum, sem
stjórnarflokkarnir ræða nú, er riftun á siðustu
kjaraskerðingum og stórkostlegar nýjar álögur
á almenning. Þegar þessi versta rikisstjórn ís-
Iandssögunnar er búin að sliga þjóðarskútuna
og skapa neyðarástand i góðæri, — þá sendir
hún almenningi reikninginn.
AUGLÝSINGASÍMINN
OKKAR ER 8-66-60
|alþýðu[
imi
J iFTIR
F 'ÉTUR
■ 'ÉTURSSON
Okkur Alþýftullokksmönnum
helur þótt þaö i meira lagi viöur-
kenning. aö vera skammaöir
l'yrir þjóónýtingartillögur á yfir-
standandi þingi. Sérstaklega hafa
þessar skammir komiö frá Sjálf-
stæöismönnum, og er þaö enn til
að auka á ánægjuna. t vetur hefur
orðið nokkuð Ijóst. að verulegur
ágreiningur er á milli Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins um
heildarstefnu í þjóðfélagsmálum.
Á þessu hausti hefur það verið
mikið i tizku hjá Morgunblaðinu
að tala um þjóðnýtingarbrölt
Alþýðuflokksins. Allt þetta tal
byrjaði hjá þeim i haust, þegar ég
flutti þingsályktunartillögu um
uppbyggingu atvinnulifsins i
Norðurlandsk jördæm i vestra
með aðstoð rikisvaldsins.
Kg held. að það væri rétt áður
en lengra er farið að rilja aðeins
upp þau helztu frumvörp og til-
lögur, sem við Alþýðuflokksmenn
höfum flutt á yfirstandandi þingi.
Fyrsta tillagan, sem við flutt-
um. var um endurskipulagningu
á oliuverzlun i landinu. L>ar leggj-
ufn við til, að kosin verði 7 manna
nefnd til að gera tillögur um
endurskipulagningu á innílutn-
ingi á oliuvörum og dreifingu
oliuvara, með það fyrir augum að
tryggja fyllstu hagkvæmni i inn-
kaupum, sölu og dreifingu oliu-
vara innanlands.
Hér er tillaga um það, að inn-
flutningur og sala á oliuvörum sé
athuguð nánar. Allir vita það, að
öll olia til landsins er keypt i einu
lagi, og siðan er oliunni skipt á
milli oliufélaganna, sem dreifa
henni. En það, sem okkur finnst
athugavert við þetta fyrirkomu-
lag, er það, að oliufélögin skuli
hafa nána samvinnu sin á milli
um verðlag á oliuvörum, og enn-
fremur hitt, að á ýmsum stöðum
á landinu skuli vera tvö eða þrjú
oliufélög, sem selja oliu á sama
stað. /Etti það að vera nokkuð
augljóst, að óþarfi er að hafa
nema einn tank, sem afgreiðir
oliur á hverjum stað, en stað-
reyndin er sú. að þeir eru viða
tveir eða þrir. Hér er einungis um
augljósa hagkvæmni að ræða. Við
þetta bætist svo það, að það ætti
að vera óþarfi fyrir rikið að flytja
oliuna inn, en afhenda hana siðan
til einkaaðila. Hað er ómögulegt
annað, en að hægt sé að koma oli-
unni til notenda á hagkvæmari
hátt en nú er gert með þreföldu
dreifingarkerfi i landinu. Tillögur
af þessu tagi hafa margoft komið
fram á Alþingi á undanförnum
áratugum, og þá ekki hvað sizt
frá Alþýðubandalaginu, sem nú
virðist þó ekki hafa eitt orð að
segja um þessi mál. Við i Alþýðu-
flokknum teljum, að þetta mál
eigi að athuga gaumgæfilega og
koma sér i eitt skipti fyrir öll
niður á það, hvaða fyrirkomulag
sé heppilegast i sambandi við
oliusölu landsmanna.
Benedikt Gröndal flutti tillögu
um kennslu i fjölmiölum við Há-
skóla íslands. Hetta mál er þýð-
ingarmikið fyrir alla fjölmiðlun i
landinu. Verður þvi ekki trúað
fyrr en á reynir, að stjórnarflokk-
arnir vilji ekki samþykkja slika
tillögu.
Har næst kemur frumvarp frá
mér um breytingu á lögum um al-
mannatryggingar, sem felur i
sér. að tannlækningar unglinga
skuli falla undir almannatrygg-
ingarnar. það er. að þær séu
greiddar af sjúkrasamlögunum.
Megin rökin l'yrir þessu frum-
varði eru auövitað þau, að fjöldi
fólks hefur ekki efni á þvi, að láta
gera nauðsynlegar tannlækning-
ar á unglingum, einfaldlega
vegna þess. að þa’r tannlækning-
ar kosta of mikið. Hins vegar
viðurkenna allir, að tannkrkning-
ar unglinga séu einhver þýð-
ingarmesta aðgerð, sem hægt er
að gera fyrir fólk til að fyrir-
bygg.ja ba'ði tannskemmdir og
l’étur l’étursson
aðra sjúkdóma á fullorðinsárum.
Auðvitað gengur þessi lillaga
alltof skammt, þar sem hún nær
aðeins til tuttugu ára aldurs, en
ég hef þá hugmynd, að auðveld-
ara sé að koma þessu máli áfram
i áföngum, og byrja með þvi að la
samþykkta slika löggjöf. Fyrir 25
árum eða svo var samþykkl, að
tryggingar skildu greiða tann-
lækningar til 1K ára aldurs, en
tryggingarkerfið hafði ekki l'jár-
hagslegl bolmagn lil að fram-
kv;ema þá ákvörðun. Nú er þjóðin
stórum auðugri en þá, og hefur
valalaust góð ráð á að stuðla að
bættri tannheilsu ungmenna, sem
þau geta búið að alla ævi, ef vel
tekst. Og það mætti spyrja, hvorl
þjóðin hefði ráð á þvi að gera
þetta ekki.
I>á kemur tillaga okkar Braga
Sigurjónssonar um rikisrektur á
vátryggingarstarfsemi. Hetta er
nú sú I illaga sem allra mesl helur
farið i taugarnar á Morgunblaðs-
mönnunum, og raunar fleirum.
Kg skal á þessu stigi ekkert lull-
yrða um það, hvort það fyrir-
komulag, sem að við ieggjum til,
sé endilega hið eina rétta. Hitt vil
ég fullyrða, að ýmislegt i fram-
kvæmd og slarfsemi tryggingar-
félaganna er með þeim hætti, að
það þjónar ekki þjóðarheildinni.
Mig minnir, að það sé sagt i
stjórnarsamningnum, að slarf-
semi tryggingarfélaga skuli
verða endurskoðuð. Og mig
minnir lika, að ég hafi heyrt, að
frumvarp varðandi þetta mál sé i
undirbúningi. Er ekki kominn
timi til, að þetta lrumvarp
stjórnarinnar, ef það á annað
borð er á leiðinni, fari að sjá
dagsins ljós. Má ekki gera ráð
l'yrir, að þar komi fram einhverj-
ar hugmyndir um bætta þjónustu
við tryggingartaka, og ef til vill
breytt skipulag þessara mála i
heild. Við Bragi Sigurjónsson
leggjum þetta frumvarp fram til
athugunar. en við erum tilbúnir
til að skoða, hverjar þær aðrar
tillögur. sem fram kunna að
koma i þessum elnum. Aðalátrið-
ið er, að þessi mál séu öll skoðuð
af réttsýni og sanngirni, og að
bezta leiðin verði lundin gagnvart
tryggingum landsmanna. Hitt má
svo benda á, að tslendingar eru
aðeins rúmlega 200.000, og það er
varla hugsanlegt, að það sé verk-
efni lyrir á milli 10 og 20 trygg-
ingarl'élög að tryggja landsmenn
fyrir margskonar áföllum.
I>á fluttu þrir þingmenn
Alþýðuflókksins, Bragi Sigur-
jónsson, Eggert G. Horsteinsson
og Jón Ármann lléðinsson tillögu
um skattfrelsi elli- og örorkulif-
eyris. llér ættí að nægja að visa til
skattskrárinnar á siðastliðnu
sumri. I>að er ekkert réttlæti i
þvi, að l'ólk, sem l'ær ellilifeyri
eða örorkulifeyri skuli þurfa að
borga al' þvi mikla skatta. Hessi
lifeyrir er veittur eingöngu vegna
þess, að annað hvort hefur þetta
l'ólk unnið áratugum saman fyrir
þjóðl'élagið, og á þvi sin eftirlaun
skilið, eða þá, að það heíur orðið
lyrir slysum eða öðru, sem hefur
orðiö þess valdandi. að það fær
örorkuliíeyri. l>ann lileyri finnst
mér ekki heldur. að eigi að skalt-
leggja.
I>á er það málið, sem er tillag
allra þingmanna Alþýðuflokksins
um eignarráð á landinu, gögnum
þess og gæðum. I>essi tillaga hef-
ur alveg sérstaklega farið i taug-
arnar á Sjálfstæðismönnum og
Framsóknarmönnum. En auð-
vitað hala Alþýðubandalagsmenn
ekki viljað segja eitt einasta orð,
hvorki með eða á móti. Maður
hefði þó haldið, að þetta væri
nokkurn veginn i þeirra anda.
Ilér er auðvitaö um stórmál að
ra'ða, sem áreiðanlega verður að
herjast fyrir árum eða áratugum
saman. Hér er um að ræða til-
lögu, sem felur i sér, að allt há-
lendi landsins og óbyggðir verði i
alþjóðareign. Ennfremur sú
grundvallar stefna, að stelnt skuli
að þvi, að allt land verði með tim-
anum alþjóðareign. t>á er enn-
fremur gert ráð fyrir þvi, að
stöðuvötn á afréttum og öll fall-
vötn verði lýst alþjóðareign. Að
allur jarðvarmi undir 100 metra
dýpi verði lýstur alþjóðareign.
Auk þess eru nokkur önnur
ákva'ði i tillögunni, sem miða að
þvi að landnytjar eða nytjar á
landgrunni verði rikiseign.
Kg hef sterklega þá skoðun, að
Framhald á bls. 8.
FLOKKSSTARFIÐ
LAUNÞEGARAÐIÐ
Fundur verður haldinn i launþegaráði
Alþýðuflokksfélags Reykjavikur föstudaginn 8.
desember n.k. i Iðnó, uppi, og hefst fundurinn
kl. 8,30 e.h.
Fundarefni:
Alþýðusambandsþingið og efnahagsmálin.
Frummælandi: Karl Steinar Guðnason, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
vikur. Launþegaráðsfólk! Mætið vel og
stundvislega.
STJÓRNIN.
Föstudagur 8. desember 1972
o