Alþýðublaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 11
Tvær bækur um dul- ræn efni á bóka- lista Skuggsjár Tvær nýjar bækur um dulræn efni eru meðal jólabóka Skugg- sjár að þessu sinni. Það eru bók Hafsteins Björns- sonar: Sögur úr safni Hafsteins miðils,— og bókin Duispakt fólk eftir Kormák Sigurðsson. Jólabækur Skuggsjár i ár eru 12 talsins. Þær eru þessar: Hafsteinn Björnsson: Sögur úr safni Hafsteins miðils Einstæðar og ómetanlegar bernskuminningar hins kunna miðils, eigin frásögn hans af fyrstu kynnum af dulrænum fyrirbærum og lýsing hans á að- stæðum og lifsviðhorfum, sem mótuðu persónu hans á við- kvæmu æviskeiði, þegar hann lifði nánast i tveimur heimum. — t siðari hluta bókarinnar segir fjöldi nafngreindra manna frá merkum draumum og ýmiss konar dulrænni reynslu, sem þeim hefur reynzt mikilvæg og i sumum tilfellum ómetanleg og fært þeim heim sanninn um framhaldslif að jarðvistardög- um loknum. Kormákur Sigurðsson: Dulspakt fólk Sonarsonur Haralds Nielsson- ar, föður spiritismans á fslandi, sendir frá sér fyrstu bók sina um dulræn efni. — Menn láta sig flest annað meira varða en upp- runa sinn og tilgang þess lifs, sem þeir lifa. Kormákur leitast viðaðsvara áleitnum spurning- um i bók sinni og hann fjallar um þessi mál af ihygli og þekk- ingu. En það, sem e.t.v. vekur mesta athygli lesandans, er við- tal hans við völvuna Þorbjörgu og skýringar hennar á árunni, áhrifum hennar, útgeislun og útstreymi. Pétur Eggerz: Létta leiðin ljúfa Hreinskiiin frásögn af ára- tuga starfi i utanrikisþjónust- unni, þar sem höfundurinn hafði kynni af fólki i öllum tröppum mannfélagsstigans. Bók, sem hefur vakið gifurlega athygli umtal og fyrirsjáanlegt er að verður ein af mestu sölubókum ársins. — Margir misstu af bók Péturs Eggerz i fyrra, — „Létta leiðin Ijúfa er enn eftirsóttari. Skúli Guðjónsson á Ljótunarstöðum: Heyrt en ekki séð Hvernig er að vera blindur? Hvernig skynjar blindur maður umhverfi sitt? Hér segir blindur maður, sem flýgur til fjarlægs lands i leit að lækningu, ferða- sögu sina. Frásögn hans er sér- stæðasta ferðasaga, sem skráð hefur verið og gefin út á is- lenzku. — Skrifuð af hinni óvenjulegu og næmu athyglis- gáfu, frásagnargleði og rit- snilld, sem Skúli er kunnur fyrir. Jón Helgason: Þrcttán rifur ofan i hvatt Listatök á máli og frásagnar- stil, hrikaleg og harmþung mannlifssaga. — Jóhann beri var einn frægasti fulltrúi hinna göngumóðu förumanna, ýtur- skapaður manndómsmaður sem grimm örlög og sviptibyljir mannlegra ástriðna firrtu öllum heillum og knúðu gaddsporum fram á verganginn. — Saga Jó- hanns bera mun snerta djúpt hvert mannsbarn, sem hefur hjarta i brjóstinu og veitir yfir- drepslausa innsýn i mannlegan skapadóm. Eirikur Sigurðsson Mcð oddi og egg Minningar Rikarðs Jónssonar Saga Rikarðs er saga mikil hæfs listamanns, sem flestum öðrum er rammislenzkari i list sinni. En Rikarður er einnig frægur sögumaður og söngvinn gleðimaður, vinsæll og eftirsótt- ur félagi. Eftirminnilegir verða vinir hans úr bakhúsinu við Grundarstiginn, en meðal þeirra voru séra Arni Þórarins- son, Jón i Skjálg, sem Rikarður telur fyndnasta mann sem hann kynntist, Sigvaldi Kaldalóns, Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafn- ari o.fl. o.fl. — Þá gleymast ekki svipmyndir hans frá æskustöðv- unum á Austurlandi og sögu- persónur þaðan. Oscar Clausen: Sögn og saga Nýtt safn fróðlegra og skemmtilegra þátta um ævikjör og aldarfar, islenzkar þjóðlifs myndir, sem spegla mannlif og menningu fyrri tima. Hér kenn- ir margra grasa þvi þættirnir eru ólikir að efni og úr ýmsum áttum, en allir fjalla um menn og málefni, sem forvitnilegt er að kynnast. Ingólfur Kristjánsson: Prófastssonur segir frá Minningar Þórarins Arnasonar bónda frá Stórahrauni Séra Árni Þórarinsson prófastur á Stórahrauni er ein frægasta sagnapersóna siðari tima. Þórarinn sonur hans, sem hér segir sögu sina, hefur i rik- um mæli erft frásagnargleði föð ur sins. Hann er glettinn i frá- sögn og hreinskilinn i bezta máta er hann segir sögur af „vondu” fólki og góðu á Snæ- fellsnesi, i Reykjavik og viðar, — stórum hópi samferðamanna, sem hann hefur haft kynni af á langri og lit.rikri lifsleið. — Hispurslaus og skemmtileg minningabók, full af glettni og gamansemi. Magnús Gestsson: Manniif og Mórar i Dölum Hér er safnað saman sögnum og fróðleik, sem varðveitzt hef- ur i minni manna i Dalasýslu. Margar snjallar svipmyndir eru dregnar upp, mörg skemmtileg tilsvör og sérstæðar tiltektir. Sagt er frá fjölda manna i hér- aðinu, greint frá slysförum og svaðilförum, merkum draum- um og sýnum, fylgjum og mögnuðum draugum og langur þáttur er um Sólheimamóra. Ragnar Ásgeirsson: Skrudda I Safn þjóðlegra fræða i bundnu og óbundnu máli, sem Ragnar hefur safnað á ferðum sinum um landið, er hann var ráðu- nautur Búnaðarfélags Islands. Ragnar er sjófróður og skemmtilegur sögumaður, með næma eftirtekt og skarpskyggni á þjóðleg einkenni. Þessi nýja Skrudda er stóraukin og endur- bætt og i henni verða sögur úr öllum sýslum landsins. Elinborg Lárusdóttir: Körumenn Þessi skáldsaga er eitt helzta ritverk hinnar mikilvirku og vinsælu skáldkonu. Þetta er margslungin ættarsaga, þótt sögufólkið lifi fábrotnu sveita- lifi. Skaldkonan leikur mörgum skjöldum og konur Efra-Asætt- arinnar er höfuð viðfangsefnið, ástir takast með ungu fólki, tryggðarbönd eru bundin, eiðar rofnir og örlög ráðast. Fast- heldni á fornar dyggðir og að ættarinnar dómi hollar venjur fyrri tima, veldur árekstrum og orsaka sviptingar og átök, þvi konur Efra-Asættarinnar eru stórlátar, með stranga og sterka réttlætiskennd. Theresa Charles: Þeir scm hún unni Þrá Idoneu eftir hlýju, um- hyggju og ást, óx stöðugt og varð að ástriðu. Hún hafði ekki fundið það, sem hún leitaði að, hjá fyrstu mönnunum i lifi hennar. Hin brennandi spurning var þvi: Mundi hún heldur ekki finna hamingjuna og njóta hinna fullkomnu, sönnu tilfinn- inga hjá Luciusi, manninum, sem hún hafði gifzt? Áttþúhlutí banka? Samvinnubankinn hcfur ákveöið: aö auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. króna í allt aö 100 milljónir, að bjóða öllum samvinnumönnum að gerast hluthafar, að gefa þér þannig kost á að gerast virkur þátttakandi í starfsemi bankans. Hlutafjárútboðið cr hafið á 10 ára afmæli bankans. Hlutabréfin cru að nafnvcrði 5 þús., 10 þús. og 100 þús. krónur. Helmingur grciðist við áskrift, cn afgangurinn fnnan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúum hans og í kaupfélögunum um land allt. Hér er tækifæri til að cignast hlut í banka. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, RVÍK. SIMI: 20700 Poul Norlund Poul Norlind fornar byggðir á hjara heims c3 c <s> íornar byggðir áhjara heims Ein vandaðasta og glæsilegasta Isafoldarbók, sem gefin hefur verið út. Stórbrotið verk um örlög afkomenda Islendinganna, sem hófu landnám i ríki Eiríks rauða. - Þýðandi bókarinnar, dr. Kristján Eldjárn, segir: ,,Það er ekki líklegt að nokkurn tima verði skrifuð geðfelldari frásögn af lífi miðaldamanna á Grænlandi". Dagur Sjakalans FREDERICK FORSYTH Dagur Sjakalans FREDERICK FORSVTH T Hættulegasta tsrajðtó vtóóeGaJe forseta Æsispennandi bók, sem segir frá hvernig átti að myrða de Gaulle árið 1963. Bókin er byggð á heimildum, sem franska öryggisþjónustan hefur ekki treyst sér að draga i efa. Bókin hefur náð metsölu í fjölmörgum löndum. Enda er spenna frásagnarinnar mikil frá upphafi til enda. ÍSAFOLD Þriðjudagur 12. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.