Alþýðublaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 3
IGr&fK Vl&OFK OGc 1'ILVE.RAN/ “ÞAO HITTAST rBotNLANGAKASTi Oö V£RÐA ÁSTFANGlN REGAR HANN TEKOR ÚR H£NN/ NV?RA9" BENZIN- GEYMIð- INN VAR OPINN Ungur maður, Björgvin Gunnarsson, til heimilis að Skúlagötu 74, Reykjavik, lézt á Landsspitalanum i fyrrakvöld, af völdum brunasára sem hann hlaut er eldur blossaði upp i bil hans uppi i Mosfellssveit nú um helgina. Björgvin heitinn var staddur skammt frá Gljúfrasteini, er eldurinn blossaði upp, en sam- kvæmt upplýsingum sjónar- votts rann billinn út af veginum þegar eldurinn kom upp og stað- næmdist á girðingu við veginn, en þá féll Björgvin út úr bilnum. Sjónarvottur þessi kom Björgvin þegar til hjálpar, en hann var þá orðinn alelda. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús, en lézt þar i fyrrakvöld, sem fyrr segir. Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði hefur málið til rannsóknar, en ekki er enn vitað með vissu hvað olli ikveikjunni. Eldsneytisgeymir bilsins var opinn, en ekki hafði eldur kom- izt i hann, né heldur vélarrúmið. Eldurinn logaði allur i farþega- rými bilsins og brann þar mest allt. Björgvin heitinn var fæddur 26. mai, 1941. Hann lætur eftir sig fjögur börn. — FÉKK NÓT í SKRÚFUNA Vélbáturinn Eldborg frá Hafnarfirði lenti i erfiðleikum fyrir helgina, er báturinn fékk nót i skrúfuna. Var báturinn þá staddur undan Norðurlandi. Vélbáturinn Harpa RE tók Eldborgu i tog, og dró hana inn til Akureyrar. Var Eldborgin tekin upp i slipp hjá Slippstöð- inni, og netaflækjan losuð aftan úr skipinu. Var þvi verki lokið seinni hluta sunnudags, og var Eidborgu þá rennt á flot. Skemmdir á bátnum urðu litl- ar sem engar. JÓLAFUNDUR Kvenréttindafélag Islands heldur jólafund á morgun kl. 20,30 að Hallveigarstöðum. Les- ið verður úr ritverkum is- lenzkra kvenna og Þórhildur Olafs guðfræðinemi flytur jóla- hugleiðingu. — KANASJÓNVARP Orator, félag laganema við Háskóla Islands, efnir til al- menns fundar um lögmæti sjón- .varpsstöðvarinnar á Kefla- vikurflugvelli i dag. Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu, og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða prófessor Sigurður Lindal og prófessor Þór Vilhjálmsson. Þeir munu að loknum stuttum inngangsorðum svara íyrir- spurnum fundargesta um lög- fræðileg atriði sjónvarpsmáls- ins. VARA VIÐ VISI- TÖLUFÖNDRI Ekki stendur á iiáskóla mönnum að axla byrðarnar, segir i bréfi til blaðs ins frá stjórn Bandalags háskólamanna. Stjórnin var ar sérstaklega við visitölu skerðingu launa i hærri launa- flokkum. Telur hún, að hvers konar skerðing verðlagsuppbót- ar fyrir ákveðna hópa, brjóti i bága við kjarasamninga rikis- starfsmanna frá desember 1970, og raski allri launaflokkun og muni leiða til umróts og al- mennrar spennu i kjaramálum. Varar stjórn háskólamanna stjórnvöld alvarlega við afleið- ingum allra ráðagerða i þá átt. Stjórnin fullyrðir að með kjara- samningunum 1970 hafi verið gengið á hlut háskólamanna miðað við kjör á frjálsum vinnumarkaði, og að þær óum- flýjanlegu leiðréttingar, sem þá fengust að nokkru, muni þá aft- ur renna út i sandinn af sömu ástæðum og fyrr. UNGUR ÍSLENDINGUR DRUKKNAR í DANMÖRKU Það slys vildi til þann 2. desem- ber s.l., i Hirtshals i Danmörku, að ungur háseti af vélbátnum Þorsteini RE 303 féll i höfnina og drukknaði. Pilturinn hét Ilarald- ur Pétursson, Sólheimum 34, Reykjavik, fæddur 14. janúar 1955. Vélbáturinn Þorsteinn er á sild- veiðum i Norðursjónum, en strax og hann kemur heim verða haldin sjópróf út af slysinu. VARAHLUTAVANDINN leysturhjAdatsun Varahlutaskortur i bifreiðar hefur löngum verið mikill höfuðverkur bifreiðaeigenda, og þjónusta umboðanna i þessum efnum hefur ráðið miklu um val manna á tegundum. Nú hefur eitt umboðanna gert þann samning við umbjóðanda sinn, sem á að leysa varahlutavandamálið að mestu eða öllu leyti og tryggja viðskiptavinunum flesta vara- hluti með litlum sem engum fyrirvara. Þarna er um að ræða Datsun- umboðið, en umboðsmaðurinn, Ingvar Helgason, hefur gert samning við verksmiðjurnar i Japan um, að þær eigi jafnan varahiutalager i Tollvörugeymsl- unni hér, og umboðið taki af honum jafnóðum og einstakar gerðir varahluta klárist á lager þess. „Þetta er bylting i bilbrans- anum hérna, og segja má, að með þessu hafi japanskir bilar fyrst náð fótfestu i landinu”, sagði Ingvar, þegar Alþýðublaðið hafði tal af honum. Ingvar sagði, að maður frá verksmiðjunum hafi komið til landsins fyrir skömmu og iitið á aðstæður i Tollvörugeymslunni og kynnt sér fyrirgreiðslu útibús Útvegsbankans, sem umboðið skiptir við. Japananum leizt i alla staði vel á allt þetta og gerði samning, sem hljóðar upp á ótak- Framhald á bls. 4 DYRAVERNDARAR BÍTAST VEGNA HUNDAHALDS „Hundamálið” hefur á ný skot- ið upp kollinum og nú i Sam- bandi Dýraverndunarfélaga Is- lands. 1 fréttatilkynningu frá ný- kjörinni stjórn sambandsins, sem blaðinu hefur borizt, er fyrrver- andi stjórn sama sambands ekki vandaðar kveðjurnar og þvi lýst yfir, að staðhæfingar hennar i greinagerð til borgarráðs varð- andi hundahald i borginni séu „órökstuddir hleypidómar”, sem séu „ósamrýmanlegar hefð- bundnum mannréttindum borgarbúa”. t fréttatilkynningunni kemur fram, að á aðalfundi Sambands Dýraverndunarfélaga tslands, sem haldinn var i Hafnarfirði 3. desember s.l., hafi verið sam- þykkt ályktunartillaga með „ná- lega helmings meirihluta at- kvæða fulltrúanna (34:18)”, þar sem m.a. segir: „Þær staðhæfingar fyrrverandi stjórnar Sambands Dýravernd- unarfélaga tslands, sembornar voru fram i greinargerð hennar til Borgarráðs Reykjavikur i des. 1970, varðandi hundahald i borg- inni, að hundahald i þéttbýli sé 1. andstætt dýravernd, 2. þjáning fyrir dýrin og 3. hættulegt heilsu manna ogdýra, brjóta algerlega i bága við yfirlýsta stefnu (Alþjóðadýraverndunarsam bandsins) og skoðanir heims- þekktra visindamanna á hunda- haldi i þéttbýli, sem er undir opinberu eftirliti. Ennfremur fela þessar stað- hæfingar i sér órökstuddar og ó- sæmandi aðdróttanir um dýra- niðslu i garð milljóna hundaeig- enda i erlendum borgum, stjórn- valda þessara borga og fjölda þjóðhöfðingja heims. Hafa þær þvi stuðlað að kynlegum hug- myndum um tsland og orðið is- lenzkri dýravernd til álitshnekkis á erlendum vettvangi”. 1 ályktuninni kemur ennfrem ur fram, að fundurinn skorar á Borgarstjórn Reykjavikur að endurskoða afstöðu sina i hunda- málinu. — VID MÆTTIIM EKKI í HAAG 1 fyrrinótt rann út frestur sá sem tslendingar höfðu til að mæta fyrir Alþjóðadómstólinn i Haag vegna landhelgismálsins. Enginn fulltrúi mætti fyrir tslands hönd, enda hefur Einar Ágústsson utanrikisraðherra lýst þvi yfir að það yrði ekki gert, þar eð tsland viðurkenndi ekki lög- sögu dómstólsins i málinu. Útfærsla islenzku landhelg- innar verður tekin fyrir hjá Alþjóðadómstólnum um miðjan janúar. NÁMSFÚLKIÐ SÖPAST HEIM TIL JÚLAHALDS Miklar annir eru fyrirsjáanleg- ar i millilandaflugi islenzku flug- félaganna fyrir jólin. Er hér um að ræða mikinn fjölda náms- manna sem hyggst koma i jóla- leyfi. O Hjá Flugfélagi tslands hefur verið ákveðið að fjölga aukaferð- um verulega, bæði á innanlands- flugleiðum og erlendum. Aukaferðirnar hefjast 16. desv en þangað til verður flogið sam- kvæmt áætlun nema tilefni gefist til fleiri ferða fram að þeim tima. Til Hafnar verður flogið á hverjum degi fram að aðfanga- dag, til Frankfurt am Main, laugardaginn 16. des. og á Þorláksmessu. Til Osló sunnudag 17. des. og fimmtudag 21. des. Glasgow, mánudag, miðvikudag og föstudag fyrir jól. Þá verður ein aukaferð til London þriðjudag 19. desember. Þessa slðustu viku fyrir jól verða þotur Flugfélagsins i milli- landaflugi með fullum sætafjölda, 120 i hvorri þotu, i stað 75 sæta, sem venja er að hafa i vetrar- áætlun, og þá er hluti farþega- rýmis notaður til vöruflutninga. O Hjá Loftleiöum eru áætlaðar fimm aukaferðir frá Kaup- mannahöfn, Osló og Stokkhólmi, þar af þrjár ferðir frá Höfn, og tvær frá Osló og Stokkhólmi. Má segja að hér sé eingöngu um is- lenzka námsmenn að ræða i þess- um aukaferðum, og var gripið til þess ráðs að sameina hópa frá Norðurlöndum. Ekki er reiknað með að þurfi að fjölga ferðum milli Luxemburg og New York. BÍLARNIR „VERULEG IDGJALDA- HÆKKUN” NAUÐSYN ,,Eg tel aö á næsta ári þurfi vafalaust að koma til veruleg hækkun á iðgjöldum bifreiða- trygginganna”, sagði Bjarni Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sambands islenzkra tryggingafélaga, i samtali við Alþýðublaðið I gær. Bjarni sagði, að svo virtist sem tjón verði talsvcrt færri á þessu ári en i fyrra, en hins vegar hefði kostnaður vegna tjónanna aukizt nijög mikið. Skýringin á þvi, hvers vegna tjónafjöldinn hefur minnkað frá siöasta ári, er talin sú, að i allmörgum tilvikum hefi ein- staklingar gert upp tjón sin án milligöngu tryggingafélag- anna, eftir að 7,500 króna sjálfsábyrgð bifreiðaeigenda kom til sögunnar á þessu ári. Unnið er að gerö áætlunar á vegum tryggingaféiaganna um afkoinu bifreiðatrygging- anna á yfirstandandi ári, en þvi verki er ekki lokið, að sögn Bjarna Þórðarsonar. Nýtt tryggingaár hefst 1. mai. — Þriðjudagur 12. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.