Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 1
Nixonfriðurinn endanlega úr sögunni? Friðarviöræður Bandarikjamanna og Norður-V'ictna ma i Paris hafa nú rofnað og eru likur á þvi, að allar áætlanir um frið i Indó- kina séu roknar út i veð- ur og vind vegna hinna stórkostlegu loftárása Bandarikjamanna á Norður-Vietnam að undanförnu. t gær átti að fara fram reglulegur viku- legur fundur friðarvið- ræðunefndanna i Paris, en hann var aldrei hald- inn. Sömuieiðis hefur einkafundum sérfræð- inga frá báðum löndun- um verið frestað um óákveöinn tima. Norður-V'ietnamar hafa lýst yfir, að þcir séu þó reiðubúnir til að hefja sérfræðingavið- ræðurnar á ný, jafn- skjótt og Bandarikja- menn láti af loftárásun- um á Norður-Vietnam. Framhald á bls. 4 Tattugu þusund tonn af snrengjum á níu dögum EKKI VON Á ÖBRII EINS í RAFMAGNINU OG RÆTIST ÚR í ÁLINU Rafmagnsbilanir á borð við þá miklu nú fyrir jólin á ekki að geta komið fyrir aftur, sagði Halldór Jónatansson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, yið Alþýðublaðiði gær. Aætlað er, að lokið verði við lagningu vara- t niðurlagi forystugreinar um hinar óhugnanlegu loft- árásir Bandarikjamanna á Norður-Vietnam að undan- förnu, sem birtist i danska jafnaðarmannablaðinu Aktu- elt nokkrum dögum fyrir jól, segir m.a.: „Við skrifuðum um daginn, að okkur stæði á sama, hvort Nixon Bandarikjaforseti kæmi i heimsókn til Danmerkur eða ekki. En eftir þetta erum við annarrar skoðunar. 1 guðs bænum komdu ekki!” linu frá Búrfelli seinni hlutann i janúar, en eftir er að leggja hana um 20 km. vegalengd. Þessi varalina flytur jafn mikið og aðallinan og kemur þvi alveg i stað hennar, ef bilun verður á henni. Eins og segir i viðtalinu við Tryggva Sigurbjarnarson, stöðv- arstjóra i Sogi, á 3. siðu blaðsins i dag, gekk mun betur að tengja linuna yfir Hvitá en búizt var við i fyrstu, og hljóðið i Ragnari Hall- dórssyni, forstjóra tsals, var þvi nokkuð bjart, þegar Alþýðublaðið hafði tal af honum i gær. Hann sagði, að þegar væru komin i gang tiu ker af þeim 84, sem varð að stöðva, og enn væri ekki vitað til þess, að fleiri en 2—3 ker væru ónýt. Að sögn Halldórs verða sett i gang 8—10 ker á dag þar til allt verður komið af stað, komi ekkert óvænt fyrir. Eins og við sögðum i blaðinu á aðfangadag var jafnvel gert ráð fyrir tugmilljóna-tjóni, en allt fór betur en á horfðist, þannig að tjón vegna framleiðslutafa, viðgerða og endurnýjunar verður ekki nema nokkrar milljónir. Kostnaður við hvert það ker, sem ónýtist, er að sögn Ragnars um 1,5 milljón króna, þannig að heildartjónið eingöngu vegna endurnýjunar kerjanna hefði get- að numið allt að 127,5 milljónum króna, en eins og málin stóðu i gær var ekki um að ræða nema 4,5 millj. króna i mesta lagi i þessum kostnaðarlið. Heildaruppgjör tjónsins vegna rafmagnsbilunarinnar verður hins vegar ekki tilbúið fyrr en um miðjan janúar. 1 gær höfðu bandariskar orr- ustu- og sprengjuflugvélar farið samtals i meira en 1100 árásar- ferðir yfir Norður-Vietnam frá þvi loftárásirnar hófust aftur, 18. desember, og varpað niður á þessum niu dögum meira en 20 þúsund tonnum af sprengjum. 1 seinni heimsstyr jöldinni slepptu flugvélar bandamanna samtals fimm milljónum tonna af sprengjum yfir Evrópu og Japan, en fyrir þessar siðustu loftárásir á N.-Vietnam höfðu bandariskar flugvélar þegar sleppt meira sprengjumagni yfir þvi landi. Loftárásirnar hafa, að sögn yfirherstjórnar bandariska hers- ins i Saigon kostað sex orrustu- þotur og 12 sprengjuflugvélar af gerðinni B-52, en heimildir i Hanoi segja, að mun fleiri vélar af þeirri gerð hafi verið skotnar niður. Framhald á bls. 4 LÍÚ RÆÐIR HORFURNAR Á MORGUN Rekstrargrundvöllur sjávarút- vegsins á komandi vertið er mjög i deiglunni þessa dagana. Llú hefur boðað til framhalds- aðalfundur að Hótel Sögu á morg un. Verða horfur þar ræddar, og væntanlega teknar um það ákvarðánir hvort gert verður út á komandi vertið eða ekki. Eftir þvi sem blaðið hefur kom- izt næst, hefur sjávarútvegsráð- herra nú sett sig i samband við Llú, en hann hafði talað um það fyrr i mánuðinum, að viðræður um rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins yrðu hafnar i byrjun desember og þeim lokið fyrir jól. Slikar viðræður hófust aldrei fyrir jól. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur setið á daglegum fundum að undanförnu, og rætt fiskverð. Bendir það til þess að nokkur hreyfing sé á málinu. ÞEGAR MAAAMA KOM í HEIMSÓKN Við heimsóttum Barnaspitala Hringsins i gærdag, i heim- sóknartima að sjálfsögðu. Við hittum þar fyrir m.a. hann Pétur óla og móður hans, Guðriði Pét- ursdóttur. Þau börn, sem hægt er að veita heimfararleyfi, övelja heima hjá sér um jólin. En hann Pétur litli hérna á myndinni varð að dvelja hjá hjúkrunarkon- um og læknum yfir hátiðarnar, — en i góðu yfirlæti að visu. —SAGAN IIM VIXILINN SEM ER FALUR FYRIR 50,000 KRONUR Sagan um ránið, scm framið var fyrir utan Búnaðarbankann við Illemmtorg á mánudaginn fyrir jól, hefur nú, fengið óvænt kaflaskipti. Eins og frá var skýrt hér i blaðinu á sinum tima, var fullórðinn maður rændur tösku sinni nálægt fyrrnefndum banka. Var i fyrstu talið, að i töskunni hafi verið bankabók fórnarlambsins, með um 70 þúsund króna innistæðu, auk 20 þúsundum króna i reiðufé. Fljótlega var þó ljóst, að þar með var ekki öll sagan sögð, þvi að auk þessa, var i töskunni um- slag, lokað með limbandi. Var það merkt vixlafulltrúa Útvegs- hanka tslands, Sigurði Valdi- marssyni. 1 þvi voru 22 vixlar, samtals að fjárhæð, kr. 1.656,817.70, samþykktir af ýmsum við- skiptavinum Smjörlikis hf., en útgefnir af þvi fyrirtæki. Næst gerist það að maður nokkur, nýkominn úr fangelsi, er tekinn fyrir óspektir og ölvun suöur i Keflavik, og geymdur i vörzlu lögreglunnar þar. Ekki skorti mann þennan skotsilfur. Var hann, eftir hefðbundna gisti vináttu, látinn laus, og honum afhent fé það, er hann hafði haft meðferðis. Skömmu siðar þótti sami maður full ábúðarmikill i áframhaldandi fagnaði sinum og var þá tekinn ,,úr umferð” i Sandgerði. Var þá til þurrðar gengið féið, en maðurinn játaði rániö. Kvaðst hann hafa fleygt töskunni með öðru þvi, sem i henni var. Um eftirmiðdagskaffið á Þorláksmessu hringdi lög- maður nokkur hér i borg i eiganda vixlanna, Snijörliki hf., og kvaðst hafa umhoð til þess að afhenda einn hinna rændu vixla, nánar tiltekið vixil, að fjárhæð kr. 480.250.20, sam- þykktan af Hagkaup, Skeifunni 15, Reykjavik, gegn 50 þúsund króna greiðslu. Var þessu til- hoði hafnað. Lögðu ráðamenn Smjörlikis hf. þá áherzlu á, að kynna atburðinn i fjölmiðlum, til þess, að menn létu ekki glepjast á að kaupa i góðri trú hina rændu vixla af heimildar- lausum möiinum. Samþykkjendur vixlanna eru allir fastir viðskiptamenn Smjörlikis hf., Trúiega greiða þeir fjárhæðirnar til fyrir- tækisins á gjalddögum vixlanna e.t.v. með einhverjum fyrir- vara, en vafalaust verða vixlarnir allir ógiltir með dómi. Má þá væntanlega einu giida, hvar þeir liggja úr þvi. Annað mál er það, hvort víxill Framhald á bls. 4 — OG FORSAGA MÁLSINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.