Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. Olíuverzlunin endurskipulögö Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá i fréttum flytja allir þingmenn Alþýðuflokksins tillögu til þingsályktunar i sameinuðu Alþingi um endur- skipulagningu á oliuverzluninni i landinu. Fyrsti fiutningsmaður þessarar tillögu er Stefán Gunn- laugsson. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að kjósa sjö manna nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu á oliu- vörum og dreifingu þeirra i landinu i þvi augna- miði að tryggja fyllstu hagkvæmni i innkaupum, sölu og dreifingu oliuvara innanlands, svo að þær geti jafnan verið á boðstólum á lægsta verði til notenda. Nefndin ljúki störfum fyrir 1. júli n.k. og skili tillögum sinum til rikisstjórnar og Alþingis. Nefndin leiti nauðsynlegrar sérfræði- aðstoðar, eftir þvi sem þurfa þykir, en kostnað- ur greiðist úr rikissjóði.” Ástæðan fyrir þessum tillöguflutningi um end- urskipulagningu oliuverzlunarinnar liggur að sjálfsögðu i þvi, að eins og öllum er kunnugt eru starfandi i landinu þrjú stórfyrirtæki, sem verzla með oliur og benzin, og hafa þau byggt upp þrefalt dreifingakerfi, sem að sjálfsögðu hefur kostað mikið fé að byggja og kostar mikið fé að reka, — fé, sem almenningur borgar með einum eða öðrum hætti. Á sama tima og þetta á sér stað er varan, sem þessi þrjú fyrirtæki verzla með, að langmestu leyti frá sama söluað- ila komin og keypt til landsins fyrir milligöngu rikisvaldsins, á grundvelli samninga, sem það gerir. Dreifingafyrirtækin koma litið sem ekk- ert nálægt innkaupunum, þau taka aðeins við vörunni sem einkasöluaðili og dreifa henni til notenda gegnum hið þrefalda, dýra og viða- mikla dreifingakerfi, sem þó veitir fólkinu i hin- um dreifðu byggðum landsins hvergi nærri nóga þjónustu, þar sem allt kappið beinist að þvi, að reisa sem flestar oliu- og benzinstöðvar i sem næstu nágrenni hver við aðra á mesta þéttbýlis- svæðinu. Það hefur lengi legið i augum uppi, að þetta dreifingarfyrirkomulag getur ekki verið ákjós- anlegt og almenningur hefur löngum haft orð á þvi, að við svo búið megi ekki standa, þvi auð- vitað er það i þessu tilviki eins og öðru hinn al- menni neytandi, sem ber allan kostnaðinn. En hvað er þá til ráða? Sumir segja, að eina rétta lausnin sé að þjóðnýta dreifingakerfið og þar sem rikisvaldið annist nú sjálft innkaup á mest- öllum oliuvörum sé ekki nema eðlilegt, að það sjái um dreifinguna lika. Aðrir telja, að rétta lausnin sé sú að aflétta einkasöluákvæðunum á oliuverzluninni, bæði varðandi innkaup og sölu, og ýta þar með undir samkeppni, sem ekki sé fyrir hendi. Þriðji hópurinn telur, að einfalda megi dreifingarkerfið með auknu aðhaldi að oliufélögunum og aukinni samvinnu þeirra á milli, sem hafi i för með sér aukna hagræðingu. Þannig eru mörg svör gefinvið spurningunni um hvað gera eigi, en allir eru hins vegar sam- mála um, að úr núverandi ástandi þurfi að bæta. En málið hefur aldrei verið nógu rækilega kannað og það er einmitt það, sem þingmenn Al- þýðuflokksins leggja nú til að gert verði. Þeir vilja að úr þvi verði skorið með ýtarlegri athug- un hvaða úrræði sé bezt. Allir ættu að geta stutt að þvi að slik könnun sé látin fara fram, hvaða skoðanir, sem þeir kunna að hafa á skipulagi oliuverzlunarinnar. Jafnvel þeir, sem halda þvi fram að þar þurfi engu að breyta ættu að geta stutt slika könnun þvi séu þeir trúaðir á rétt- mæti sins málstaðar þá ætti slik athugun ekki að geta gert annað en að staðfesta hann. VANRÆKT AD MðTA FISKVEIDISTEFNUNA Sem sjávarútvegsnefndarmað- ur vil ég gjarnan gera nokkra grein fyrir afstöðu minni til þess máls, sem hér er til umræðu. Svo sem fram hefur komið hef- ur sjávarútvegsmálanefnd orðið sammála um að mæla með sam- þykkt frumvarpsins, sem hér liggur fyrir og er til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem gefin voru út i sambandi við tilkomu nýju reglugerðarinnar um stækk- un fiskveiðilandhelginnar í 50 sjó- milur. Einnig leggur nefndin til að fallizt verði á tillögur fisk- veiðilaganefndar, sem þar hefur orðið samkomulag um og þær verði teknar inn i botnvörpulögin. Bráðabirgðalögin voru gefin út til að kveða nánar á um viss ákvæði i gildandi lögum um botn- vörpu- og flotvó'rpuveiðar i land- helginni, þ.e. að taka skýrt fram, að lagaákvæði, sem áður giltu um 12 milna fiskveiðilandhelgina næðu nú til hinnar nýju fiskveiði- lögsögu. Um það atriði hygg ég, að ekki hafi verið nema allt gott að segja, og þvi sjálfsagt, að vera þvi fylgj- andi að frumvarpið nái fram að ganga. Svipað má raunar segja um tillögur fiskveiðilaganefndar- innar, svo langt, sem þær ná. Það virðist eðlilegt svo sem lagt er til i þeim tillögum, að ráðherra hafi heimild, að fenginni umsögn Hafrannsóknarstofnunarinnar, að veita leyfi til loðnuveiða i land- helgi með flotvörpu, en til þessa hafa þær eingöngu verið leyfðar i visinda- og rannsóknarskyni, enda slikar veiðar i öðrum til- gangi óheimilar lögum sam- kvæmt. Tilraunir á þessu sviði hafa bent til þess, að rétt er að gera mönnum kleift að stunda slikar veiðar að vissu marki. Þvi á þessi tillaga fyllsta rétt á sér. 1 tillugum fiskveiðinefndarinn- ar er lagt til, að sjávarútvegs- ráðuneytið skuli gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að sporna gegn seiða- og smáfiskadrápi i þeim mæli, sem varhugavert og hættulegt getur talizt, að fenginni umsögn Hafrannsóknarstofn- unarinnar. 1 þvi skyni er gert ráð fyrir, að ráðuneytið fái heimild til að loka afmörkuðum veiðisvæð- um lengri eða skemmri tima fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef þurfa þykir. Eins og þessum málum er nú háttað virðist nauðsynlegt, að ráðuneytið hafi slikt vald, sem hér um ræðir, að minnsta kosti eins og sakir standa. Hið sama er að segja um þá tillögu fiskveiði- laganefndarinnar, að sjávarút- vegsráðuneytið geti auglýst ný friðunarsvæði og breytingar á eldri friðunarsvæðum, enda hafi áður verið leitað álits Hafrann- sóknarstofnunarinnar um slikar ákvarðanir. Þá er lagt til, að sjávarútvegs- ráðuneytið skuli beita sér fyrir auknu eftirliti með veiðum fiski- skipa innan fiskveiðilögsögunnar, þar sem megináherzla er lögð á að fylgjast með veiðarfæraútbún- aði skipanna, stærð þess fisks, sem veiddur er, svo og öðru þvi, er við kemur vernd fiskistofn- anna. ( Ennfremur er svo lagt til að rýmkað verði um togheimildir á ákveðnu svæði fyrir Suð-Austur- landi. Ég hefi hér talið upp þær megin breytingar, sem hæstvirt rikis- stjórn er reiðubúin að leggja til að gerðar verði, að svo stöddu, til að hafa stjórn á fiskveiðum og nýt- ingu fiskimiðanna, innan 50 milna fiskveiðilögsögunnar. Annað er það nú ekki, sem máli skiptir. Ekki verður sagt, að hér sé um yfirgripsmiklar eða stefnumót- andi tillögur að ræða i svo viða- miklu og mikilvægu máli, sem mótun fiskveiðistefnu innan 50 sjómflna fiskveiðilögsögunnar hlýtur að vera. Það virðist nú sið- ur en svo. Þarna er engu slegið föstu um hvort eigi að auka al- menna friðun innan 50 mflnanna. Þarna er ekkert um notkun þorsk- ýsu- og ufsanótar. Ekkert um endurskoðun reglna um drag- nótaveiðar eða gildandi ákvæða um möskvastærð i vörpum. Ekk- ert um grundvallaratriði varð- andi rækju- humar- og skelfisk- veiðar og spærlingsveiðar. Ekkert afgerandi um veiðihólfa- kerfið, svo fátt eitt sé nefnt, sem taka þarf afstöðu til. Það ber að harma, hversu hörmulega hefur til tekizt um þessi mál i höndum hæstvirtrar Stefán Gunnlaugsson rikisstjórnar, svo geysiþýðingar- mikil, sem þau nú annars eru. Þegar sú ákvörðun var tekin á árinu 1971 að færa út fiskveiðilög- söguna i 50 milur 1. sept. 1972, var ljóst; að þá myndu skapast alveg ný viðhorf og tækifæri til nýtingar á helztu fiskmiðum okkar. Við til- komu hinnar nýju fiskveiðiland- helgi myndu nytjafiskar okkar að verulegu leyti lenda undir okkar lögsögu. Þá gæfist Islendingum tækifæri til að hafa stjórn á veið- unum. Þá væri hægt að búa þann- ig um hnútana, að veiðarnar yrðu fremur stundaðar af forsjá en stjórnlausu kappi. Við þær breyttu aðstæður gætu Islending- ar stjórnað þróun fiskveiðanna en ekki verið þolendur rányrkju, sem átt hefur sér stað á vissum sviðum fiskveiða hér við land, eins og kunnugt er. Þegar við fengjum yfirráð yfir fiskstofnun- um yrðum við að nýta þá skyn- samlega og þannig að til mestra hagbóta yrði þjóðinni. Til þess að þessum markmiðum verði náð, yrðu stjórnvöld að marka stefnu i þessum málum — ákveðna og fastmótaða fiskveiði- stefnu, sem miðaði að þvi fyrst og fremst, að fiskstofnarnir innan 50 sjómílna fiskveiðilandhelginnar yrðu nýttir á sem hagkvæmastan hátt, án þess að viðkomu þeirra og viðgangi yrðu stefnt i hættu. Svo hefur þvi miður enn ekki ver- ið gert, illu heilli. Slik stefna átti, að minum dómi að liggja fyrir samtimis þvi, sem útfærslan i 50 sjómilurnar kom til framkvæmda. Þá voru hin réttu og eðlilegu timamót til að hrinda i framkvæmd ráðstöfunum til skynsamlegrar og hagkvæmrar nýtingar á fiskistofnunum innan hinnar nýju landhelgi. Það hefði t.d. alveg vafalaust styrkt stöðu okkar i baráttunni við Breta og Þjóðverja i sam- bandi við útfærslu landhelginnar, ef við hefðum getað sagt á opin- berum vettvangi nákvæmlega, hvernig viðætluðum að standa að verndun og nýtingu fiskistofn- anna innan 50 sjómilnanna, en ekki aðeins almennt talað að við ætluðum að veiða með tilliti til reynslu og visindalegra stað- reynda, eins og haldið hefur verið fram. En engin slik fastmótuð fisk- veiðistefna, sem miðast við út- færslu fiskveiðilandhelginnar 1. sept. 1972, og hægt var þá að hrinda i framkvæmd, var fyrir hendi, þótt núverand hæstvirt rikisstjórn hafi þá haft marga mánuði til þess að vinna það verk. Og enn hefur slik stefna ekki séð dagsins ljós, nema að mjög ó- verulegu leyti i mynd þeirra til- lagna, sem fiskveiðilaganefndin hefúr komið fram með og hér liggja fyrir til afgreiðslu. Það er rétt og skylt að geta þess að hæstvirt rikisstjórn skipaði fimm manna nefndyfiskveiðilaga- nefndina til að gera tillögur um nýjar reglur varðandi heimildir til,botnvörpuveiða i fiskveiðiland- helginni. Var hún skipuð i okt. 1971. 1 greinargerð þessarar nefndar segir ,,að það hefði orðið niðurstaða af störfum hennar á s.l. hausti, þ.e. haustið 1971, að rétt væri að framlengja i óbreyttu formi eldri togheimildir til árs- loka 1972 og fresta þannig af- greiðslu málsins um skeið, og svo var gert i des. 1971. Það er svo ekki fyrr en i byrjun sept. 1972, að þess er formlega óskað, að nefnd- in haldi áfram störfum og ljúki þeim fyrir tiltekinn dag, sem ekki tókst. Annar aðili, sem hlýtur að hafa mikið að segja um mótun fisk- veiðistefnunnar, Hafrannsóknar- stofnunin, hefur nýlega látið frá sérheyra i þessum málum og birt i fjölmiðlum tillögur um nýtingu islenzkra fiskstofna, semvakið hafa eftirtekt, m.a. fyrir það, að stjórn stofnunarinnar hefur til- kynnt formanni L.I.Ú., að hún hafi ekki fjallað um þessar tillög- ur og hún sé i mörgum veigamikl- um atriðum ósammála þeim, enda sé i þeim vikið frá þeim kröfum, sem gera gerði til vis indalegs álits. En af þvi, sem ég hefi hér rakið má mönnum Ijóst vera, hvilikt handahóf og losara- bragur hefur verið á þessu máli, þeir sem aö þessum málum eiga að vinna virðast ekki hafa það samráð og samvinnu sem nauð- synlegt er. Af þeim ástæðum m.a. dragast hlutirnir á langinn þann- ig að skaði og tjón hlýzt af. 1 ræðu, sem formaður Landsambands islenzkra útvegs- manna flutti á aðalfundi þess 28. nóv. s.L, og birst hef- ur i dagblaði, gagn- rýnir hann eitt og annað, sem‘ tram kemur i tillögum starfsmanna Hafrannsóknarstofn unarinnar. Ég skal ekki lengja mál mitt með þvi að fara út i að ræða það, þótt ástæða væri kannske til. Það liggur i augum uddí. að undirbúnmgur og fram- kvæmd þessa geysimikilvæga máls, þ.e. mótun ákveðinnar fisk- veiðistefnu, sem kveður skýrt og skorinort á um þær ráðstafanir, sem Islendingar telja að nauð- synlegt sé að gera til að fiskstofn- arnir innan 50 sjómilna landhelg- innar verði nýttir á sem hag- kvæmastan hátt, án þess að við- komu þeirra og viðgangi sé stefnt i hættu, hefur ekki verið með þeim hætti, sem átti að vera að minum dómi, og er þar langur vegur frá. Hverjir hér eiga helztu sök á skal ósagt látið. En ábyrgð á þessu ber hæstvirt rikisstjórn, að sjálfsögðu. Það skal fúslega viðurkennt, að hér er um yfirgripsmikið og vandasamt verkefni að ræöa. Fjölmörg atriði eru þess eðlis, að um þau eru skiptar skoðanir og álitamál hvað sé skynsamlegast. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að hæstvirt rikisstjórn hafði nægan tima til að láta und- irbúa þetta mál sómasamlega frá þvi að hún kom til valda og út- færslan átti sér stað — eða um 14 mánuði. Á þeim tima, sem siðan er lið- inn, virðist sáralitið hafa þokast i þá átt að ljúka undirbúningi að nauðsynlegum aðgerðum innan 50 sjómilna fiskveiðilögsögunnar. Mikið verk virðist enn óunnið, eft- ir þvi sem bezt verður séð, áður Framhald á bls. 4 0 Fimmtudagur 28. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.