Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 8
!=sr= „FRENZY7' Nýjasta kvikmynd Alfreds Hitchocokk. Frábærlega gerð og leikin og geysispennandi. Myndin er tekin i litum i London 1972 og hefur verið og er sýnd við metað- sókn viðast hvar. Aðalhlutverk: Jon Finch og Barry Foster. islenzkur texti Sýnd kl. 5,og 9. Verð aðgöngumiða kr. 125.- Bönnuð börnum innan 16 ára. Ævintýramennirnir (You Can’ t Win ’Em All) isienzkur texti Hörkuspen. andi og viðburðarik ný amerisk kvik- myndilitum um hernað og ævin- týramennsku. Leikstjóri Peter Collinson. Aðalhlutverk: Tony Curtis, Charles Bronson, Michele Mercier. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fló á skinni Franskur gamanleikur eftir Georges Feydeau. Þýðandi Vigdis Finnbogadóttir. Leikstjóri, Jón Sigurbjörnsson. Leikmynd, Ivan Török. Frumsýning föstudag 29. desember kl. 20.30 Onnur sýning laugardag 30. desember kl. 20.30 Þriðja sýning, nýjársdag kl. 20.30. Leikhúsálfarnir, sýning nýjársdag kl. 15.00 Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. í&ÞJÓÐLEIKHÚSlfl Maria Stúart Þriðja sýning i kvöld kl. 20 Lýsistrata sýning föstudag kl. 20 María Stúart Fjórða sýning laugardag kl. 20. Miðasalan opin i dag kl. 13.15 til 20. UR DG SKAHIGKIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVORÐUSTlG 8 BANKASTRÆ Tl 6 Í«"*1B588-18600 iþróttir 1 AÐEINS LIVERPOOL i)r leikjunum sem IJverpool var eina 1. deildarliðið sem hafði iullt hús stiga út úr leikjum jólahelginnar i Eng- landi, og treysti þar með enn stöðu sina á toppi 1. deildar. í kjölfarið koma Arsenal og Leeds, og má segja að þessi þrjú lið séu i sérflokki i deild- inni. Bæði Arsenal og Leeds fengu þrjú stig úr leikjunum tveim yfir jólin, og sömu stigatölu fengu einnig Tottenham, Úlfarnir.Stoke og West Bromwich. Aðeins Sheffield United mátti þola tap i báðum leikjunum. HÁSKÓLABÍÓ simi 2214» Áfram Hinrik (Carry on Henry) Sprenghlægileg ensR gaman- mynd, sem byggð er að nokkru leyti á sannsögulegum viðburð- um. íslenzkur tcxti Aðalhlutverk: Sidney James, Joan Sims, og Kenneth Williams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÚ —........... AlBEJTTflMMD EtXTHEMANS — KEMMEIHAVOKE “•H-'illwwaSwi' U0hi%>, 0«v3íy»rgi •rn'HMin —/UKOUINMEXS Jóladraumur Sérlega skemmtileg og fjörug ný ensk-bandarisk gamanmynd með söngvum, gerð i litum og Pana- vision. Byggð á samnefndri sögu eftir Charles Dickens, sem allir þekkja, um nirfilinn Eveneser Scrooge, og ævintýri hans a jóla- nótt. Sagan hefur komið i is- lenzkri þýðingu Karls ísfeld. Leikstjóri: RONALD NEAME Islenzkur texti Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5, 9 og 11,15. KÚPAVOGSBlÓ Simi 41985 Bör Börsson, jr. Norsk mynd eftir samnefndri sögu. Toralf Sandö, Asta VosS, ,1. Holst- Jensen Leikstjórar: Kund llerger og Toralf Sandö Sýnd kl. 5.15 og 9.00. TÚNABÍÚ Simi 31182 „Midnight Cowboy" Heimsfræg kvikmynd sem hvarvetna hefur vakið mikla athygli. Arið 1969 hlaut myndin þrenn OSCARS-verðlaun: 1. Midnight Cowboy sem bezta kvikmyndin 2. John Schlesinger sem bezti leikstjórinn 3. Bezta kvikmyndahandritið. Leikstjóri: JOHN SCHLESINGER Aðalhlutverk: DUSTIN HOFFMAN - JON VOIGHT, Sylvia Miles, John McGIVER ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 710 og 9.15 Bönnuð börnum innan 16 ára Fyrri umferðin var leikin á laugardaginn var. Forystuliðið Liverpool fékk þá Coventry i heimsókn, og átti ekki i neinum vandræðum. Hafði Liverpool al- gjöra yfirburði, og 2:0 sigurinn var sizt of stór. John Toshack skoraöi bæði mörk liðsins með skalla, það fyrra á 5. minútu og það siðara fimmtán minútum siðar. Toshack fékk þarna upp- Franska kna ttspy rnu ritið „France Football” kunngjörði á mánudaginn úrslit hinnar árlega atkvæðagreiðslu um knatt- spyrnumann ársins i Evrópu. Úrslit urðu á þann veg, að Knatt- spyrnumaöur Evrópu 1972 var kjörinn Franz Beckenbauer, fyrirliði vestur-þýzka lands- liðsins. Er hann vel að titlinum kominn, þvi getur enginn mótmælt. Beckenbauer hlaut 81 atkvæði, og það sem mesta athygli vakti, tveirlandar hans komu i öðru og SKRiFAÐI STRAXUNDIR Tommy Docherty, einvaldur skozka landsliðsins, tók við fram- kvæmdastjórn Manchester Uni- ted siðasta föstudag. Hann kom um kvöldið með flugvél frá Glascow til Manchester, og skrifaði undir samning sinn strax i bilnum á leið frá flugvellinum til Old Trafford! Dochcrty, sem lék 25 landsleiki fyrir Skotland, verður áfram ein- valdur skozka landsliðsins, og verður hann þvi tekjuhæstur framkvæmdastjóri á Bretlands- eyjum, með yfir 5 milljónir i árs- laun. reisn æru, eftir að hafa vermt varamannabekkina i nokkrum undanförmum leikjum. Seinni umferðin var leikin 2. jóladag, eða „Boxing day” eins og Bretinn kallar þennan dag. Liverpool, sem á laugar- daginn hafði leikið heima, lék nú á útivelii gegn Sheffield United. En það gerði engan mun, Sheffield United sem þriðja sæti með 78 atkvæði, markakóngurinn Gerd Muller og tengiliðurinn frábæri, Gunter Netzer. 1 fjórða sæti var sá bezti 1971, hollenski kappinn Johann Gryuff hjá Ajax. Úrslit atkvæðagreiðslunnar er mikill sigur fyrir þýzka knatt- spyrnu, og sýnir vel hversu hátt hún stendur um þessar mundir. Þarna á Þýzkaland fulltrúa fyrir hinar óliku hliðar knattspyrn- unnar, frábæran varnarmann i Beckenbauer, frábæran tengilið i Netzer og markaskorara sem á engan sinn lika, Muller. gengið hefur herfilega að und- anförnu, hafði aldrei roð við Liverpool, sem vann 3:0. Phil Boersma, Chris Lawler og Steve Highway sáu um að skora mörkin. Arsenal lék við Birmingham á útivelli á laugardaginn, og hafði lengi vel yfir 1:0. Það var Eddy Kelly sem skoraði fyrir Arsenal á 5. minútu. En á 54. minútu jafnaði bakvörður Birmingham, Keith Bowker, með fallegu skallamarki. Arsenal gerði harða hrið að marki Birming- ham i lokin, en Latchford i markinu stóð sig eins og hetja. Undrabarnið Trevor Francis lék nú sinn fyrsta leik með Birmingham eftir langvarandi meiðsli, en var svo óheppinn að lenda i bók dómarans, i fyrsta sinn á knattspyrnuferlinum. Leeds heppiö Heppnin hefur sjaldan verið fylginautur Leeds, en nú yfir jólin bar svo við að heppnin yfir- Eftirtaldir knattspyrnumenn hafa borið sigur úr býtum siðan, kosning þessi var tekin upp 1956 : 1956 Stanley Mathews 1957 Alfredo Di Stefano 1958 Raymond Kopa, 1959 Alfredo Di Stefano, 1960 Luis Suarez, 1961 Omar Sivori, 1962 Josef Masoqust, 1963 Lew Yashin, 1964 Denis Law, 1965 Eusebio, 1966 Bobby Charlton, 1967 Florian Albert, 1968 George Best, 1969 Gianni Rivera, 1970 Gerd Muller, 1971 Johann Gryuff, 1972 Franz Beckenbauer. —SS. BECKENBAUER KJORINN SÁ BEZTI f EVRÚPU! o Fimmtudagur 28. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.