Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 6
og ferðafólk ógnar mörg þúsund ára gömlum menningarverðmætum með eyðileggingu Johannes Nicolaisen, C> prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóia er orðinn tuarega-hirðingjum í Sahara og hefur þar eignast tvo bræður VÍSINDIN OG PLASTIÐ ETJA KAPPI UM NATTURUBORNIN Það er að verða hver siðastur fyrir visindamenn, sem ætla sér að rannsaka frumstætt fólk hér á jörð. Ástæðan er sú, að plast- byltingin fer sem logi yfir akur, — einnig meðal frumstæös fólks. Og ef þjóðfræðingarnir verða ekki á undan plastinu er tækifærið til að kynna sér menningu þessa fólks að engu orðið. A minna en fimm árum hafa þýöingarmiklir þættir menningar, sem til varð á meira en þúsund árum hjá tuaregum, hirðingjakynflokki i Sahara, með öllu horfið. Land tuareganna liggur i suðurhluta Alsir og er u.þ.b. 1500 km. langt og álika að breidd, en hirðingjaþjóðflokkur þessi fer allra sinna feröa yfir hin ósýnilegu landamæri til Nigeriu, Mali og að nokkru leyti einnig til Libyu. Prófessor einn frá Kaup- mannahafnarháskóla, Johannes Nicolaisen að nafni, er nýlega kominn heim aftur eftir að hafa heimsótt syösta hluta Sahara, þar sem hann m.a. ætlaði að heim- sækja tvo bræður sína, sem báðir eru tuaregar, og bjuggu i Aiier- fjöllum. Þvi miður var annar bræðranna látinn, en Johannes Nicolaisen hitti þann yngri, Hanu, sem á nú heima i Ahadgar-fjöll- um og tók bróðurnum frá Dan- mörku opnum örmum, gaf honum rúm i tjaldi sinu og lánaði honum bezta úlfaldann sinn. Bræðra- bandið var traust þrátt fyrir fleiri ára aðskilnað. Johannes Nicolaisen hefur dvalizt alls þrjú ár hjá tuaregum og talar mál þeirra. Rannsóknir sinar á þessum mjög svo athyglisverða kynþætti, sem á sér ævaforna og háþróaða menningu, gerði hann m.a. á 2000 km. langri ferð með úlfaldalest um Sahara, þar sem hann ferðaðist frá einni kynkvisl til annarar. 1 þetta sinn var hann boðinn hjartanlega vel- kominn aftur af þeim tuarega- kynkvislum, sem áður höfðu veitt honum viðtöku sem fjölskyldu- meðlimi. AÐALL, LANDSETAR OG ÞRÆLAR — Hvernig var nú að hitta aftur tuarega-fjölskyldu þina, spurði blaðamaður danska dagblaðsins „Aktuelt” Johannes Nicolaisen. — Það varð fagnaðarfundur. En allar þær breytingar, sem orðið hafa, eru ekki af þvi góða. Þegar ég heimsótti tuaregana á 6. áratugnum þá var lif þeirra eins og þvi er lýst i elztu heimildum. Hið gamla tuarega-samfélag auð- kenndist af ákaflega fast mótaöri stéttaskiptingu. Fyrst og fremst var það aðallinn, en meðal for- réttinda hans var, að hann átti úlfaldana, siðan komu land- setarnir, sem urðu að gjalda aðlinum skatt og einnig að annast hin erfiðari störf. En samt sem áður var enginn krytur á milli þessara tveggja stétta, sem raunar hafa haft fólk af öðrum kynþáttum sem undir- sáta. Tuaregarnir eru hávaxnir og Ijósir á hörund og hafa haft undir sinni stjórn þeldökka negra, sem þeir héldu sem þræla, án þess þó að hægt sé að líkja þvi þrælahaldi við aðbúðina, sem negrarnir hlutu hjá hvitu MILUON RUSSNESKRA HERMANNA VID KÍNVERSKU LANDAMÆRIN Eru Kinverjar raunverulega hræddir og uggandi gegn valdi Rússa? Telja má fullvist að svo sé, og er það ekki að ástæðulausu. Ástæðan fyrir þvi er sú, að nú þegar eru til staðar ein milljón rússnezkra hermanna við landa- mæri Kina. Hafa K.nverjar nú þegar byggt fjölda neðanjarðarbyrgja sem liggja i einni aðalgötu i miðri Peking, þar sem Kinverjar geta leitað til ef til alvarlegra stórá- taka kæmi við óvinaheri eða til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Chou En Lai, forsætisráðherra segir, að Rússar vilji ekki sanna að þessi stóri liðshópur eigi að vera ögrun við Kinverja til að koma á stað striði. Ef svo sé ekki þvi hverfa þeir þá ekki á brott i stað að auka á sundrungu og pressu á landamærunum. Danskur blaöamaður sem var á ferð um Kina nýverið, fékk að sjá hvernig umhorfs er i neðan- jarðarbyrgjunum.A gangstéttum götunnar mátti lita ótalmörg sementsrör sem þrædd voru ofan i jörðina og áttu að vera til að loft kæmist niður i göngin. Hleri var opnaður á stéttinni og gengið upp- rétt niður i byrgin. Gangarnir sem gengið var um virtust aldrei enda taka. Einnig voru gangarnir það mjóir, aö ekki tókst nema tveim að ganga samtimis inn öll göngin, og aðeins tveir metrar til lofts. Eftir fimmtán minútna gang var gengið niður á við. Inn- an tiðar var komið átta metra niður i jörðina. Loks var komið inn i stóran klefa þar sem inni var neyðartalstöð. Nú loksinsfengustskýringar á, hvers vegna útlendingum var leyft að sjá byrgið. Núverandi ráðamenn i Kina hefðu fullyrt, að á meðan imperialismi væri rikj- andi i heiminum, mættu Kinverj- ar búast við striði og bæri öllum Kinverjum skylda til að búa að sem beztum vörnum ef til styrj- aldar kæmi. I þeirri götu sem byrgin eru staðsett i, vinna að jafnaði um 1800 manns á 270 metra löngu svæði. Búizt mætti við, að við- skiptavinirnir sem i verzlanirnar komi, se’u ekki færri en 8000, þó þeir margfaldizt ef eitthvað er sérstakt um að vera i götunni. Þeim sem unnu við byggingu byrgjanna var ætlað að vinna að undir kjörorðum Maos: „Verið viðbúin striði”. Hér eru um að lita margra kiló- metra löng göng þar sem fólk get- ur flykkst niður i, ef nauðsyn krefur, á örfáum minútum. Ungur Kinverji segir að nauð- synlegt sé að hafa þessi mikil- vægu byrgi til taks, ef kæmi til götubardaga, og sérstaklega bæri að hafa i huga, að byrgin skuli vera höfð öll samliggjandi i göt- unni. I herbúðum i nánd viðNanking er kinverskur herforingi spurður, hver sé raunverulega þeirra höf- uðóvinur? „Það eru allir sem þjarma að okkur” sagði hann, „i þessu tilviki má segja að Rússar séu okkar höfuðóvinir, þar sem þeir eru til staðar með mikinn fjölda hermanna við landamæri okkar”. Varaformaður byltingarráðs- ins i Shanghai var fyrstur til að ræða opinskátt um Lin Piao sem hugðist og hafði nærri tekizt að myrða Mao-tse-Tung. Lin Piao hugðist ætla aðkollvarpa grund- vallarreglum Maos, þar sem hann hafði aðrar hugmyndir um utanrikisstefnu þjóðarinnar. „Það eru ekki aðeins nærliggj- andi þjóðir sem hafa verður auga á, það verður einnig að varna gegn þeim sem vilja og ætla að reyna að grafa undan núverandi rikisskipulagi og hyggjast koma á gamaldags hugsunarhætti og skipulagi sem rikjandi var áður en byltingin var gerð i landinu. OG KINVERJAR UNDIRBUA SIG MEÐ NEÐANJARÐAR BYRGJUM ÞETTA GERÐIST LÍKA ... ÞJQÐSKJALA- SAFNIFÆRÐ RÚM HÁLF MILLJÓN Snemma á þessu ári færði frú Jórunn Jónsdóttir, Eskihlið 6B i Reykjavik, Þjóðskjalasafni Is- lands að gjöf verðtryggð spari- skirteini útgefin 1968, samtals að nafnverði kr. 200.000,00 til minn- ingar um son sinn, Ingvar Stefánsson skjalavörð, sem and- aðist 30. april 1971. Gjöf þessi er gefin i þvi skyni, að henni verði varið tii útgáfu sagnfræðilegs heimildarrits eða rita úr skjölum Þjóðskjalasafns tslands og verði útgáfan tengd minningu Ingvars heitins. Raunverulegt verðgildi þessara bréfa verður hinn 25. febrúar 1973 rúmlega 500 þúsund krónur. 1 frétta tilkynningu Þjóðskjala- safnsins segir m.a.: „Ingvar Stefánsson hafði starfað um nær- fellt sex ára skeið við Þjóðskjala- safn íslands, er hann féll frá i blóma aldurs sins, og átti safnið þá á bak að sjá frábærum starfs- manni. Þjóðskjalasafnið hefur með þakklæti veitt viðtöku þess- ari höfðinglegu gjöf frú Jórunnar og metur mikils þann vinarhug og það traust i garð stofnunarinnar, sem lýsir sér i þessari gjöf”. Nú hefur verið ákveðið, að fé þessu skuli varið til að gefa út bréfabók Þorláks biskups Skúla- sonar, er sat Hólastól á árunum 1628-1656. Hann er nú einkum kunnur fyrir fornmenntaáhuga sinn og bibliusafn. Bréfabók þessi, sem nú er varðveitt i Þjóð- skjalasafni, en áður i Landsbóka- safni og þaðan komin vestan úr Flatey, er eftirrit frá siðustu ára- tugum 17. aldar EINN FEKK TAUGA- ÁFALL - SEX SKILDU Edwin „Buzz” Aldrin, sem lenti manna fyrstur á tunglinu, ásamt Neil Armstrong i júli 1969, gerði það heyrinkunnugt fyrir skömmu, að hann hefði fengið taugaáfall eftir tungl- ferðina. Hann sagði, að ástæðan fyrir taugaáfallinu hafi alls ekki verið álagið, sem fylgdi þvi að þjóta um himingeiminn, heldur það sem á eftir fylgdi, — nefni- lega að verða þjóðhetja eftir lendinguna. Hann sagði, að álagið, sem þvi fylgdi, hafi verið óþolandi. Hvert augnablik i lifi hans fyrir geimferðina, og á meðan á henni stóð, var þaulskipulagt, en enginn bjó hann undir eftir- köstin. Nú er Aldrin að skrifa bók, sem á að bera heitið „Snúið aftur til jarðar”, þar sem segir, að geðlækningameðferð, sem hann gekkst undir eftir geim- ferðina, hafi verið haldið leyndri vegna almenningsálits- ins. Geimferðahetjur urðu að vera flekklausar. En nú hefur Aldrin ákveðið að þegja ekki lengur. Hann segir, að geimfarar séu valdir eftir ýmsum reglum, en aðalregluna segir hann þá, að treysta megi væntanlegum geimförum full- komlega. „Við verðum að vera eldklárir I kollinum”, segir Aldrin. „En það sem kom fyrir mig getur komið fyrir hvern sem er. Ég held, að enginn okkar hafi raunverulega vitað hvernig átti að bregðast við”. Aldrin er nú ráðgjafi nokk- urra fyrirtækja og býr með konu sinni, Jane, i Los Angeles. Ýmsir aðrir geimkönnuðir hafa gert gagngerar breytingar á lifnaðarháttum sinum eftir heimkomuna til jarðar. Sex þeirra hafa skilið við kon- ur sinar. James Irwin, sem fór með Apolló 15., gerðist evan- geliskur prédikari og Edgar Michell, sem varð sjötti maður til þess að ganga á tunglinu, er seztur i helgan stein og stundar rannsóknir á hugsanaflutningi. Aðrir geimfarar eru orðnir rikir menn og gegna mikilvæg- um stöðum i iðnaðinum. Walter Cunningham segir: „t stað þess að leyfa okkur að vera mann- legir vildu þeir, að við hegðuð- um okkur eins og við værum skátar og byggjum i klaustri”. Bygging dvalar- heimilis fyrir aldrað fólk „Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að Reykjavikurborg hefur aldrei fram á þennan dag reist né rekiðelliheimili, og hefur þó þörf- in á þvi sviði verið mikil”. Þannig er m.a. komizt að orði i tillögu, sem minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn Reykjavikur hafa lagt fram um byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða i höfuð- borginni og stóraukna aðstoð Framhald á bls. 4 mönnunum á nýlendutimunum. Afstaða tuareganna til þrælanna var einna helzt áþekk afstöðu þeirra til barna sinna — foreldrarnir höfðu sams konar framfærsluskyldum að gegna varðandi þrælana og börnin. Nú hefurstjórnin i Alsir bannað þrælahald, einnig þá tegund þess, sem tuaregar stunduðu. Enginn ætti að harma það, en samt sem áður hlýtur maður að viðurkenna, að með þvi hefur ákveðinn hluti samfélagsbyggingarinnar hjá tuaregum verið gjörónýttur. Og um leið hafa — af orsökum, sem enginn veit skýringu á — miklir þurrkar herjað á lönd tuareganna i fleiri ár samfleytt. í norður- héröðunum hefur ekki rignt nógu mikið til þess að gras sprytti og afleiðingarnar eru þær, að tuaregarnir hafa misst stóran hluta af geita- og úlfaldabústofni sinum. Eini möguleikinn, sem þeir eiga til að geta bjargað sér undir þessum kringumstæðum, er að grafa brunna og reyna að veita vatni yfir jarðveginn. Á nokkrum stöðum höfðu þeir fengið sér fasta bústaði og voru byrjaðir að rækta hirsi og hveiti með hjálp tilbúins áveitukerfis. En þab vill hirðingjaþjóð- flokkur undir eblilegum kringum- stæðum alls ekki gera. Það er svo sem nógu auðvelt að segja, að þessi letiblóð geti fariö að reyna að vinna eitthvað. En þau viðhorf eru rótföst i þúsund ára gamalli menningu þeirra, að það sé skammarlegt að vinna likamlega vinnu. í tjaldbúðunum, þar sem ég dvaldi, höfðu börnin grafiö brunn og áttu sér nokkra garða, hver um sig álika stór og meðalstór dagstofa. En þeir gáfu ekkert það af sér, sem máli skipti fyrir heimilið. Sumar kvennanna bjuggu til leðurvörur. Karl- mönnunum datt ekki einu sinni i hug að snerta við þessum hlutum. En þetta er ekki merki um leti. Það kemur m.a. fram i þvi, að karlmennirnir leggja á sig óhemju erfiði þvi samfara að reka bústofninn á beit i vinjum og á ferðum um fjallahéröð, þar sem lestarreksturinn getur verið ótrú- lega erfiður. En úlfaldalestirnar eru ekki lengur einráðar, eins og áður fyrr. Vörubilarnir eru smátt og smátt að þoka úlföldunum til hliðar og aukinn ferðamanna- straumur setur sinn svip á lifs- venjur tuareganna. t geitar- skinnsvatnspoka fer t.d. skinn af heilli geit þar sem plastkútur getur hins vegar gert alveg sama gagn. Úr geitaskinninu búa tuaregarnir þá heldur til tösku, sem ferðamenn eru fúsir til að borga mikið fé fyrir. Af sömu ástæðum eru tjöldin, sem áður voru gerð úr geitaskinnum, nú keypt tilbúin úr segldúk. Með aðeins einni kynslóð mun kannske það vandaða gamla handverk, sem einkenndi þessa hluti, ger- samlega týnast og hverfa. Þar til viðbótar koma svo áhrifin frá ferðafólkinu, sem nú er farið að sjást á mörgum þeim slóðum, þar sem leiðir tuareganna liggja. Ferðamanna- straumur eyðileggur náttúru- börnin. — Hvaða þátt i lifi tuareganna fjallaðir þú einkum og sér i lagi um i siðustu heimsókn þinni? — Að þessu sinni hafði ég mestan áhuga á ættarböndunum. Fjölskyldutengsl tuarega eru mjög sterk. Þótt fjölskyldan skipti sér ekki svo ýkja mikið af unga fólkinu áður en það gengur i hjónaband, þá er hjónabandið sjálft svo sannarlega mál fjöl- skyldunnar þar sem hún tekur allar ákvarðanir. Ungur maður á helzt að kvænast frænku sinni. Samheldnin innan hvers ættboga er ákaflega sterk og tuaregarnir eru mjög góðir við börn sin. Formlegt uppeldi er þó ekki til. Þar er fyrst og fremst um að ræða fordæmi, og þegar börnin eru t.d. tiu ára gömul eða um það bil, þá geta þau séð um úlfaldana og taka þátt i mörgum öðrum störf- um, sem að kalla. Tuaregarnir eru múhameðstrúar, en fjöl- kvæni tiðka þeir þó ekki og konurnar njóta hjá þeim miklu meira frjálsræðis en t.d. hjá Aröbum. Framtið tuareganna er óviss. Þurrkarnir hafa fækkað mjög bú- stofni þeirra og i vinjabæjunum hafa vörubilar byrjað að etja kappi við hinar ævafornu úlfalda- lestir. Ef þróunin heldur áfram i sömu átt munu aðeins tiltölulega fá ár liða þar til tuaregarnir hætta að vera til sem hirðingja- þjóðflokkur. Og ef þeir neyðast til þess að fá sér fasta búsetu i þeim héröðum, þar sem hægt er að stunda akuryrkju, þá er brott failin sjálf forsendan fyrir þúsund ára gamalli menningu þeirra. Vitt og breitt um jarðar- kringluna er tilveru frumstæðra kynþátta ógnað vegna þess að framþróunin er svo stórstig. Sums staðar eru ónumin lönd, þar sem rikisstjórnin vill hjálpa frumstæðum ibúum til fram- þróunar, annars staðar er það til dæmis túrisminn, sem kemur hreyfingu á hlutina. — Hvernig er að koma úr þægi- legum aðstæðum i Danmörku og dönsku loftslagi i brennandi heitt eyðimerkurloftslag og aðbúð frumstæðs eyðimerkurþjóð- flokks? — Þeirri breytingu venst maður fljótt. Það er miklu erfiðara að fara hina leiðina, úr hinum einföldu lifnaðarháttum og sterku f jölskyldutengslum tuareganna i danskar aðstæður. Þar fyrir utan eru tuaregarnir beztu og geðfelldustu manneskj- ur, sem maður getur óskað sér að fyrirhitta. Hvað mundir þú gera, ef þú ynnir miiljón í Happdrætti SÍBS? JJX, bJXO ER HJEGTAÐ GERJX SUO MJXRGT Við fjölgum í ár þeim vinningum sem koma sér bezt, ekki fáum svimandi háum. Vinningsupphæðin hækkar um 25 milljónir, sem fara mest í 500 og 200 og 100 þúsund kr. vinninga. Og 10 þúsund kr. vinningum fjölgar um helming. Vinningslíkur eru hvergi meiri. Miðaverð 150 kr. Verið með og gerið 1973 að happaári. Dregið verður 10. janúar. Happdrætti SÍBS — vinningur margra, ávinningur allra. Fimmtudagur 28. desember 1972 Fimmtudagur 28. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.