Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 2
Utför Asgeirs Ásgeirssonar gerð í dag I dag klukkan tvö hefst i Dóm- kirkjunni i Reykjavik útför Ás- geirs Asgeirssonar, fyrrum for- seta Islands. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson jarðsyngur. Útförin er gerð á vegum is- lenzka rikisins, og þeir sem bera kistuna úr kirkju verða forsætisráðherra, ólafur Jó- hannesson, Einar Agústsson, utanrikisráðherra, Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Al- þingis, Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar, Magnús Tolfi Ólafsson menntamálaráðherra, Magnús Kjartansson, heil- brigðis- iðnaðar- og tryggingar- ráðherra, Gylfi Þ. Gislason, for- maður Alþýðuflokksins og Jó- hann Hafstein, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Utanrikisráðuneytið hefur mælzt til þess að allar þær opin- berar stofnanir, sem tök hafa á, gefi fri eftir hádegi i dag, og var tilkynnt i gær að stjórnarráðið muni loka eftir hádegi. Sams konar tilkynningu hafa bank- arnir sent frá sér. bá hefur menntamálaráðu- neytið mælzt til þess að veitt verði fri i skólum frá hádegi i dag. Útvarpað verður frá athöfn- inni i dómkirkjunni. Asgeir Ásgeirsson fæddist að Króanesi á Mýrum 13. mai árið 1894. Voru foreldrar hans Ásgeir Eyþórsson kaupmaður þar og siðar bókhaldari i Reykjavik og kona hans Jensina Björg Matt- hiasdóttir. Asgeir lauk stúdentsprófi viö menntaskólann i Reykjavik áriö 1912 og cand. theol. prófi frá Há- skóla tslalands 1915. Þá stund- aöi hann og framhaldsnám viö háskólana i Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916—17. Hann var biskupsritari 1915—1916 og bankaritari i Landsbankanum 1917—1918. Asgeir Asgeirsson lét fræðslu- og skólamál mjög til sin taka. Hann var kennari i Kennara- skóla Islands frá 1918 til 1926, settur fræðslumálastjóri áriö 1926 og skipaöur i það embætti árið eftir. Hann var útgefandi og ritstjóri Skólablaðsins 1921—22 og Menntamála frá 1924 til 1932. Þá var hann einnig meðútgefandi Unga Islands 1922— 25 og Vöku 1927—’29. Ásgeir Asgeirsson var fyrst kosinn á þing árið 1923, og var siðan alþingismaður Vestur-ts- firðinga allt til ársins 1952, að hann var kjörinn forseti tslands. Hann var fjármálaráðherra 1931—1934 og forsætisráðherra 1932—1934. Forseti sameinaðs Alþingis var hann 1930— '31, kosinn i milliþinganefnd i Framhald á bls. 4 Formaður Alþýðuflokksins, dr. Gylfi Þ. Gislason, hefur ritað eftirfarandi minningarorð um Asgeir Asgeirsson: „Hann sameinaði það með sjaldgæfum hætti að þekkja skyldu hefðarmannsins og skilja hugsun alþýðumannsins” Islendingar urðu fátækari við lát Ásgeirs Asgeirssonar. En i lifi sinu hafði hann auðgað þjóð sina, ekki fyrst og fremst með þvi að gegna helztu heföarstöð- um fullvalda rikis, heldur með hinu. að fylla jafnan sæti sitt þannig, að fyllsti sómi var að. Þegar ég tók sæti á Alþingi 1946, yngstur þingmanna, var Ásgeir Ásgeirsson ekki i hópi hinna elztu, en ég fann fljótt, að hann var meðal hinna reynd- ustu og áhrifamestu. Hann var einn mestur mannasættir, sem ég hef kynnzt. Vistmunir hans voru frábærir og velvilji hans einstakur. Það var engin tilvilj- un, að slikum manni væru falin mikil metorð. Þegar pianósnillingurinn heimskunni, Wilhelm Kempf, hélt hér tónleika fyrir nokkrum árum, bar fundum okkar for- seta lslands saman, og hafði hann þá orð á þvi, að hann hefði gaman af að hitta þennan mikla listamann. Hann vildi helzt spjalla við hann einan, og talað- ist svo til, að við hjónin skyldum færa Kempf boð forsetans, og þáði hann það með þökkum. Enginn annar var á Bessastöð- um en sonur forsetans, Þórhall- ur Ásgeirsson. Þeir ræddu lengi og mikið saman, forsetinn og pianðsnillingurinn, um heimsmál og trúmál, og komust m.a. að raun um, að þeir áttu sameiginlega kunningja um alla Evrópu og þá ekki sizt Nathan Sönderblom, erkibiskup i Uppsölum, en þar hafði forset- inn stundað nám og Kempf ver- ið þar organleikari i dómkirkj- unni. t lok samtalsins spyr Kempf mig að þvi, hvort ég haldi, að forsetinn hefði gaman af, að hann léki eitt eða tvö lög á hljóðfæri það, sem hann sá i salnum. Þegar ég spurði forset- ann, kvað hann já við þvi og sagði um leið við son sinn: „Við skulum lofa stúlkunum að hlusta á”. Þegar Kempf er setztur við hljóðfærið, koma inn tvær ungar stúlkur. Kempf stendur strax á fætur, sækir tvo stóla, setur þær sina til hvorrar handar sér og leikur þrjú lög, m.a. ,,Ftir Elise” eftir Beet- hoven. Á heimleiðinni segir hann við okkur, að þetta muni verða sér ógleymanleg stund. Forseti ls- lands sé með vitrustu mönnum, sem hann hafi hitt. ,,En hverjar voru þessar ungu og hæversku stulkur’í”, spurði hann. Við svöruðum, að önnur hafi verið sonardóttir forsetans, en hin dóttir bifreiðastjóra hans. Þá þá þagði pianósnillingurinn góða stund og sagði siðan: ,,Óhugs- andi hefði þetta verið i minu ungdæmi. Og ég held satt að segja, að þetta gæti hvergi gerzt nema á Islandi. Ég óska ykkur til hamingju með forsetann ykk- ar”. Við þessi orð eins mesta lista- manns samtimans þarf engu að bæta. Ásgeir Asgeirsson sam- einaði það með sjaldgæfum hætti að þekkja skyldu hefðar- mannsins og skilja hugsun al- þýðumannsins. Þannig eiga þjóðhöfðingjar að vera. Þess vegna verður hans ávallt minnzt með þakklæti og virð- ingu. Gylfi Þ. Gíslason. FAGMAÐUR HEFUR ORÐIÐ OG... MÆLIR EINDREGID MED VARDVEIZLU BERNHOFTSTORFU Karsten Rönnow, einn færasti sérfræðingur Dana á sviði varð- veizlu gamalla bygginga, hefur i bréfi til bórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar, eindregið hvatt til varðveizlu elztu húsaraðar i Reykjavik, Bernhöftstorfunnar. Skoðun sina byggir Rönnow á athugun, sem hann gerði á húsun- um i sumar. Hann var fenginn hingað til lands i þvi skyni að gera tillögur um lagfæringar á Sivetsens-húsi i Hafnarfirði, auk þess, sem hann fór norður i Hóla i Hjaltadal i sama tilgangi. Hann rannsakaði jafnframt Bernhöftstorfuhúsin og i umsögn sinni um þau segir hann.að þau séu tvimælalaust i það góðu ástandi. að þau beri að gera við og varðveita. þar sem þau nú standa. Einu skemmdirnará húsunum telur hann þær. sem tilkomnar eru á siöustu árum vegna niður- niðslu og hirðuleysis. Bréf sérfræðingsins hefst á þvi, að hann rekur þróunarsögu mið- bæjarins. Siðan fer hann i gegnum hvert smáatriði i uppbyggingu hús- anna, hvar þau hafi verið gerð, hvernig þeim hafi verið breytt i hvaða ásigkomulagi þau séu og hvað sé hægt að gera. Samkvæmt könnun Rönnows kemur i ljós. að húsunum hefur veriðsáralitið breytt. Og hann til- tekur sérstaklega tvö nyrztu hús- in. sem hann telur ekki vera f jarri sinni upprunalegu mynd. Heildarmat hans á húsunum er mjög jákvætt og telur hann sára- litið vera ónýtt i þeim. Skemmd- irnar i þeim séu nýjar og stafi af vanhirðu frá siðustu árum. Og niðurstaða hans er semsagt sú, að miðað við ásigkomulag húsanna núna, sé ekkert þvi til fyrirstöðu að lagfæra þau. I bigerð er að stofna á breiðum grundvelli áhugamannasamtök um varðveizlu Bernhöftstorfunn- ar. Má búast við að af félágs- stofnuninni verði upp úr mánaða- mótunum næstu. En sjálf Torfan heldur áfram að grotna niður. Þar er ekki hitað upp og hlerar eru fyrir gluggum, en það hvort tveggja er mjög óhollt fyrir viðinn i húsunum. KARTÖFLU VERTÍDIN LflKARI ENÍ FYRRA Allt útlit er fyrir, að kartöflu- uppskeran verði mun minni i ár en i fyrra, a.m.k. á Suðurlandi, að Þorgils Steinþórsson hjá Græn- metisverzlun landbúnaðarins sagði i viðtali við blaðið i gær. Hann sagði of snemmt að segja nokkuð endanlega um samdrátt- inn þar sem enn væri verið að taka upp, en ljóst er af þvi sem upp er komið, að minna hefur sprottið i ár en i fyrra þótt álika mikið hafi verið sett niður. Þorgils sagði, að þær kartöflur, sem Grænmetisverzluninni hafi þegar borizt, væru yfirleitt með betra móti, stærðin heppileg og kartöflurnar vel útlitandi. Einnig er mjög litið um sýktar kartöflur, en litilsháttar hefur borið á frostskemmdum. Vanda- málið með forstskemmdirnar er það, að skemmdin kemur yfirleitt ekki fram fyrr en búið er að pakka kartöflunum og þær jafn- vel komnar til neytenda, en ein- kennin eru þau, að sýkta kartafl- an blotnar upp og skemmir út frá sér. Af þessum sökum hefur Græn- metisverzlunin þurft að taka við einhverju magni af skemmdum kartöflum, en Þorgils sagði, að það yrði alveg úr sögunni með haustinu, eða strax og ekki þyrfti að láta kartöflurnar alveg nýjar á markað. FRAMHÖLD Orðrómur 12 að verki. Fulltrúar stjórnarinnar hafa neitað þvi, að tilskipun um handtöku dómarans hafi verið gefin út. Adi Amin, forseti Uganda, hef- ur gefið skipun um áframhald loftárásanna á Tanzaniu til þess að koma i veg fyrir frekari til- raunir til innrásar, en Nyerere Tanzaniuforseti sagði, að fleiri loftárásir geti einmitt leitt til inn- rásar. Þá hafa borizt fregnir af þvi, að allt herflug frá Libiu til Uganda yfir Sudan verði stöðvað, og flug- vélarnar neyddar til að lenda i Khartoum. Yfirmaður lofthers Libiu tilkynnti i gær, að flugvélar yrðu sendar til úganda, en allt bendir til, að þeirra biði sömu ör- lög hinna fimm, sem voru stöðv- aðar i Súdan i fyrradag. Schumann 12 unum i gærmorgun svaraði franski utanrikisráðherrann að- eins: Þið getið nærri, hvert aðal- umræðuefnið hefur verið. Þá tók ráðherrann það fram, að sér virtist sem lausn deilunnar lægi i umræðum og samkomu- lagstilraunum, annað hvort á tvi- hliðaviðræðugrundvelli eða með viðræðum fleiri aðila i senn. — Að sjálfsögðu eru málsatvik landhelgismálsins mér nú mun ljósari, en i gær, sagði ráöherr- ann. Heimsókn Maurice Schumann hingað til lands var fyrsta opin- bera heimsókn fransks ráðherra til lslands. Franski ráðherrann hélt utan i gærkvöldi. o Föstudagur 22. september 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.