Alþýðublaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 6
Jazzballettskóli Báru
Dömur, ATHUGIÐ
Nýr þriggja vikna kúr i likamsrækt og
megrun, nuddi og sauna, hefst mánu-
daginn 25. september.
Upplýsingar i sima 83730, alla daga kl. 1-5.
— Siðasti þriggja vikna kúrinn á sumrinu.
Jazzballettskóli Báru
(25. leikvika —leikir 16. sept. 1972).
Úrslitaröö: X22 — 121 — 111 — 1IX
I. vinningur: 10 réttir — kr. 21.500.00.
nr. 622 nr. 33136+ nr. 42649 nr. 48736
nr. 5991 nr. 38165 nr. 46443+ nr. 60396+
nr. 22092+ nr. 38713+ nr. 46813+ nr. 60640 +
nr. 27318 nr. 41612+ + Nafnlaus.
Kærufrestur er til 9. okt. Vinningsupphæöir geta lækkaö,
ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 25. leik-
viku verða póstlagðir cftir 10. okt.
liandhafar nafnlausra seöla veröa aö framvfsa stofni
cöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga.
Of margir scðlar (166) komu fram meö 9 réttar tausnir í
2. vinn. og fellur vinningsupphæöin til 1. vinnings.
GETRAUNIR
—REYKJAVÍK.
-íþróttamiðstöðin
Tilkynning
Menntamálaráðuneytið gengst fyrir nám-
skeiði i Gagnfræðaskóla Austurbæjar fyr-
ir væntanlega iðnaðarmenn, sem ekki
hafa lokið miðskólaprófi og eru orðnir 18
ára.
Innritun á námskeiðið fer fram i skól-
anumföstudaginn22. sept. kl. 17-18. Mikil-
vægt er, að allir sem óska að sækja nám-
skeiðið, mæti til innritunar, eða staðfesti
fyrri umsókn með simskeyti.
Menntamálaráðuneytið.
Skrifstofur vorar,
útsölur og vörugeymslur verða lokaðar i
dag, föstudaginn 22. september eftir há-
degi.
Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins
Lyfjaverzlun rikisins.
Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60
Lokað vegna jarðarfarar
herra Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi
forseta íslands, i dag föstudaginn 22. sept.
1972, kl. 13 - 15.30.
Alþýðubankinn h.f.
Iðnaðarbanki íslands h.f.
Samvinnubanki íslands h. f.
Verzlunarbanki islands h.f.
HAFIÐ. BLAA HAFIÐ . . .
Ungir menn eru alla tiö að erindast sitthvaö, og þá komast þeir i feitt
þegar þeir fá i hendurnar skútur til að fara með niður á Tjörn. Þessi
heppni sex ára gamli athafnamaður heitir Þorsteinn, og við rákumst á
hann niðri við Tjörn á laugardagseftirmiödaginn, þar sem hann rogað-
ist með skonnortu i fanginu i hópi vina sinna til fundar við afa sinn,
Guðna, sem smiðað hefur skútuna og aðra til, sem reyndar var ein-
hvers staðar á siglingu, þegar okkur bar að, og skipin hefur hann bæði
gefið Þorsteini. Og þegar afinn kom i ljós var ekkert verið að tvinóna,
— hann stillti segl og möstur af kunnáttu, og sjósetti skútuna, og þar
með máttu athafnamennirnir ekki vera að þvi að ræða við okkur.
í URUGUAY FREMIA ÞEIR NÚ
MORDIN Á FORELDRAFUNDUM
Stúdentaóeirðirnar hafa breiðst
út til gagnfræðaskólanna, —
fyrst með því að nemendur tóku
að misþyrma kennurum og
fremja spjöll en nú einnig með
beinum líkamsórósum og morðum ó fólki ó foreldrafundum.
f gagnfræðaskóla nokkrum i
borginni Montevideo i Uruguay
var haldinn foreldrafundur kvöld
eitt. Skyndilega gengu i fundar-
salinn 15-20 grimubúnir vopnaðir
menn. Uppnám varð i salnum,
skothvellir heyrðust og stúdent
féll á gólfið. Sveit úr herliðinu
handsamaði nokkra árásar-
mennina. Stúdentinn, sem fallið
hafði á gólfið, Miguel Rodriques,
var látinn. Næsta dag var félagi
hans einn að setja upp vegaspjald
með mynd af Miguel á háskólan-
um. Bifreið keyrði hægt fram hjá
og skothvellir heyrðust.
Stúdentinn særðist illa. Billinn
hvarf á braut.
Þetta er að visu dálftið öfgakennt
dæmi, en þó lýsir það þvi ástandi,
sem er um þessar mundir i
Uruguay. Fólk hefur kennt hægri
öfgasinnum um þessar tvær
árásir, en hægri öfgastefna er ný-
mæli i Uruguay. Fyrrmeir voru
það ofbeldisverk framin af
vinstrisinnuðum öfgamönnum,
sem einkenndu skólalifið i
landinu. Ógnarverkin hafa alið
á ógnarandsvörum skrifar þýzka
blaðið Neue Zurcher Zeitung.
Háskólinn i Montevideo er mið-
stöð vinstri sinnuðustu öfga-
sinnanna og sá staður, þar sem
Tupamoros-skæruliðar hafa fast-
lega mátt reikna með stuðningi.
Stúdentarnir eru óánægðir með
það, að rikið skuli skulda
háskólanum fleiri millj. pesos. A
stæðan er sú, að i fyrsta lagi er
rikissjóður i fjárþröng og i öðru
lagi óttast stjórnvöld, að
peningarnir muni verða látnir i té
til stuðnings við starfsemi vinstri
sinnaðra öfgahópa, en þeim verði
ekki varið til þess að standa undir
kostnaði við nám og kennslu.
Átökin milli vinstri- og hægri-
manna hafa nú færzt niður i gagn
fræðaskólana.
Svo er sagt, að ný justu ofbeldis-
verkin séu framin af hægri-mönn-
um, en vinstrisinnarnir hafa samt
hvergi nærri haft hljótt um sig.
VinsælaSti framgangsmátinn
er sá, að koma fram með ýmsar
kröfur, — sumar réttmætar,
aðrar ekki. Þegar þær eru ekki
uppfylltar gripa námsmennirnir
til „aðgerða”. Byggingar og
kennslutæki eru skemmd og eyði-
lögð, ráðist er á kennara og þeir
meiddir og sprengjum kastað að
húsum óvinsælla kennara. Þegar
alger ringulreið og upplausn
hefur skapazt er rikið ásakað
fyrir að vanrækja menntamálin
og stuðla visvitandi að þvi, að for-
heimska æskulýðinn.
ÞÓRDUR ENDURKJÖRINN
Dagana 15.—17. þessa mánaðar
héltSamband isl. berklasjúklinga
18. þing sitt I Domus Medica.
Mættir voru 70 fulltrúar frá
deildur sambandsins.
A þinginu voru rædd ýmis mál
er varða skipulag og verkefni
sambandsins auk velferðarmála
berkla- og brjóstholssjúklinga.
Þórður Benediktsson var
endurkjörinn formaður sam-
bandsins.
Forystumenn aðgerðanna eru
oftast nær undir lögaldri, svo ekki
er hægt að refsa þeim.
Uruguay er land i hnignun.
Fyrir tiu árum gat það hreykt sér
af þvi að vera það land i Suður-
Ameriku, sem aflaði mestra
tekna á ibúa, bjó við stöðugastan
gjaldmiðil og átti að fagna öruggu
stjórnarfari og tryggu stjórn-
málaástandi allar götur siðan
árið 1903. Lög landsins voru
nýtizkuleg, jarðvegurinn frjó-
samur og vinnuvikan sex dagar.
Áfallið kom á árum siðari
heimsstyrjaldarinnar. Þjóð-
félagskerfið sem var reist á þvi,
að þjóðinni fjölgaði jafnt og þétt,
brotnaði niður við það að fólkinu i
landinu hætti að fjölga og sifellt
fleiri vel menntaðir menn yfir-
gáfu landið.
Nú er I Uruguay lægsta hlut-
fallstala fæðinga af öllum löndum
á suðurhveli jarðar og i landinu er
fleira fólk yfir fimmtugu, en
undir.
Óánægja hefur nú fest rætur
meðal flestra hópa i þjóðfélaginu
og ýmsir telja nú verðbólgu, sem
nemi undir 100% á ári, bezta
táknið um framfarir.
Fólkið I landinu hefur afsiðast
og Jorge Pacheco Areco, forseti
landsins, tók árið 1967 mjög harða
afstöðu gegn verkfallsmönnum,
uppreisnargjörnum stúdentum og
uppreisnarfólki i hans eigin
flokki, — Colorado. Pacheo hefur
náð vissum árangri. Verðbólgan
er nú ekki nema u.þ.b. 15% á ári,
en óánægju gætir enn meðal
þjóðarinnar og einstakra hópa.
Margir eru nú farnir að hafa
orð á þvi, að stjórn herforingja sé
eina leiðin út úr vandanum.
Enginn hefur áður heyrt svo
mikið sem ymprað á slikum hlut
um i hinu fyrrmeir svo lýðræðis-
sinnaða Uruguay.
Óánægja skólafólksins virðist
ekki ávallt vera réttlætanleg.
Ráðist var á kennslukonu og
henni misþyrmt vegna þess að
hún vildi ekki samþykkja vinstri
sinnaðar skoðanir nemendanna.
Nýskipaður skólastjóri, sem
ætlaði sér að innleiða lýðræðis-
lega stjórnunarhætti I kvenna-
skóla einum, sætti einnig líkams-
árásum. Engin skýring hefur enn
fengist á þvi, hvers vegna. Fyrir
utan það, að slást við kennarana
slást nemendahópar einnig inn-
byrðis og saka hver annan um,
að vera hægri- eða vinstrisinnar.
Einn skólanna ber byltingar-
nafn og skreytir veggi sina með
myndum af Che Guevara.
A veggi annars er letrað:
„Þegar málið fer að snúast um
menninguna, þá gripur fasisminn
til vopna". Slikar setningar muna
þeir, sem minnast þess tima er
Göbbels réði i Þýzkalandi. Sú
setning á skólaveggnum, sem hér
er frá sagt, er undirrituð með
heiti samtaka hægri öfgasinna.
Þó þarf það ekki að vera, að sam-
tök þessi hafi látið rita setninguna
á skólavegginn. Það tiðkast
nefnilega mjög i átökunum að
falsa slik ummæli hver eftir öðr-
um.
Tónlistarhátiðsú, er ber nafnið „Tónlist unga fólks-
ins” og nýtur stuðnings Sambandsráðuneytisins
fyrir æskulýðs- , fjölskyldu- og heilbrigðismál
verður æ vinsælli. Aðdragandi hennar á hverju ári
er keppni unglinga um land allt i hæfni til tónlistar-
flutnings á hin ýmsu hljóðfæri. Siðan koma þau
saman, er fram úr skara, og i ár hittust þau i
háskólabænum Erlangen, þar sem unga tónlistar-
fólkið sýndi aðdáunarverða hæfni. Töfrandi fiðlu-
leikur 8 ára gamallar stúiku hafði djúp áhrif á
dómara keppninnar. Uirike-Anima Mathé frá smá-
bænum Baldshut vann fyrstu verðlaun i fiðluleik.
Við leik sinn naut hún aðstoðar 10 ára gamallar
systur sinnar, er átti stóran þátt i árangri „litlu”
systur sinnar með frábærum pianóleik sinum. Allir
þeir, er verðlaun hlutu, gcta vænzt þess, að gáfur
þeirra verði metnar að verðleikum á komandi
árum.
o
Föstudagur 22. september 1972.
Föstudagur 22. september 1972.
o