Alþýðublaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 4
FRAMHÚLDFRAMHÖLDFRAMHÚLDIFRAMHÖLD
Vinnustéttir 7
var máluð árið 1820? En liklega
væri vatnsberinn i Austurstræti
árið 1891 eftir Þórarinn B.
Þorláksson i Dagsbrún, ef vatns-
berastöðin væri ekki liðin undir
lok.
Þessar myndir eru þær eiztu á
sýningunni, en þar eru lika nýj-
ustu verk nokkurra höfunda,
myndir málaðar — og ein ofin. —
á þessu ári. Ofna myndin er eftir
iiiidi Hákonardóttur, og nefnist
pólitisk mynd, en hún sýnir konur
við vinnu í frystihúsi, og fyrir
ofan þær gnæfir atvinnurekand-
inn með alsjándi augu. Einar
Baldvinsson á lika nýjar myndir
þarna, þær eru fulitrúar sjó-
mennskunnar, eins og vænta
mætti. Hringur Jóhannesson á
fimm myndir, allar málaðar á
þessu ári. Verkefni þeirra allra er
iðnaður, enda á Iðnaðarbankinn
fjórar þeirra.
()g að lokum nokkur orð, sem
Björn Jónsson, forseti ASt segir i
sýningarskrá, um sýninguna:
'Vinnan i fjölbreytiieik sinum er
vissulega verðugt viðfangsefni
göfugrar listar. Maðurinn og
mannleg öriög i striöi við náttúru-
öflin, vinnan sem tjáning lifs-
nautnar, vinnan sem þjáning og
strit undirokaðra, vinnan sem
uppspretta lifsgæða og valds yfir
umhverfinu - hver getur skynjað
og tjáð allt þetta betur eða ein-
faldar en myndlistarmaðurinn
þegar honum tekst bezl til og gef-
ið okkur á þvi nýja sýn?”
Kosningar 5
unni og var þar farið eftir banda-
riskri fyrirmynd. Flokkur’
jafnaðarmanna naut t.d. aðstoðar
sænsks fyrirtækis i augiýsingar-
iðnaði, sem áður hefur unnið með
góðum árangri fyrir sænska
Alþýðuflokkinn. Kekstur kosn-
ingabaráttu virðist þannig vera
orðin hrein atvinnumennska, sem
kemur stjónrmálaskoðunum
starfsliðsins litið við. Einn kosn-
ingastjóra CDU sagði þannig i
viðtali við blaðamann fyrir kosn-
ingarnar, að hann teldi, frá
sjónarmiði atvinnumannsins, að
jafnaðarmenn ra-kju mjög góða
kosningabaráttu. Ilann sagði enn
fremur, að aðal-vandi þeirra hjá
CDU væri leiðrétting á mynd
þeirri, sem fólk hefði gert sér af
Barzel. I þvi skyni væri þess m.a.
gætt. þegar ljósmyndir væru af
honum teknar, að i baksýn væri
heiðskir himinn, þar eð nóvem-
ber væri frekar grár mánuður og
þvi gott að tengja lormanninn
sólskini og heiðrikju.
Notkun auglýsinga i blöðum og
timaritum var óvenjuleg og mikil
i kosningabaráttunni, ekki aðeins
á vegum flokka, heldur einnig
einstaklinga og hópa. SPD hefur
áður notið góðs af sliku framtaki,
t.d. af þátttöku rithöfundarins
Giinter Grass og annarra óflokks-
bundinna einstaklinga i áróðurs-
baráttunni. Fékk flokkurinn lið-
sinni þessara manna einnig nú.
Það, sem var hins vegar
óvenjulegt við auglýsingastrið
CDU var, að stuðningsauglýsing-
arnar voru ýmist án undirritunar
eða með undirritunum eins og
„Frelsiselskandi borgarar”.
„Vinir lýðræðisins” o.s:frv.
Siikar auglýsingar voru að jafn-
aði óbilgjarnastar að efni og birt-
ust ekki aðeins i blöðum og tima-
ritum, heldur einnig i ritum, sem
venjulega innihalda efni um
annað en stjórnmál. Sem dæmi
má neína, að útgáfufyrirtæki eitt,
sem stendur að baki megninu af
klámblaðaútgáfunni i Þýzka-
landi, barðist i ritlingumsinum
hart á móti jafnaðarmönnum.
Þá beitti stjórnarandstaðan
einnig ótæpilega þeirri aðferð, að
ráðast harkalega að unghreyf-
ingu jafnaðarmanna „Jungsocia-
listen”, með ásökunum um
kommúnisma og reyndu siðan að
tengja þetta allt nafni Brandts.
Þetta hafði þau áhrif á unghreyí-
inguna, að hún gerðist mun hóf-
samari i viðhorfum og stefnumál-
um en áður var. Nú stefnir hún
einvörðungu að umbótum i anda
jafnaðarstefnu i stað umbylting-
ar. Þessi hófsama stefna virðist
jalnvel njóta fylgis meðal hinna
annars mjög svo rótlæku félaga i
„Utanþingsandstöðunni” APO,
þar sem Kudi Dutsche var eitt
sinn leiðtogi. Hópur þeirra tók nú
þátt i kosningabaráttunni með
SPD, þótt ýmsir þeirra styddu
annars kommúnistaflokkinn
þýzka eða önnur klofningsbrol
vinstri manna.
Öngþveiti 3
þegar allt of oft er gersamlega
útilokað að halda nokkurri
áætlun. Við vitumvel, að hér
er ekki við forstöðumenn
strætisvagnanna að sakast,
þótt það sé stuiulum gert. fcg
tel, að hér sé ckki nema ein
leið fær, og hún er sú að loka
l.augaveginum fyrir allri bíla-
iimlerð nema strætisvagna,
þegar umferðin er þyngsl.
Eg er ekki einn um þessa
skoðun. Ég held, að auk okkar
vagnstjóranna sé allur þorri
fólks fylgjandi slikri tilhögun.
Það væri kannski ekki tiltöku-
mál, þótt sendibilum yrði leyft
að fara Laugaveginn á þess-
um tímum. Þeir eru sérstak-
lega merktirog auðþekktir, og
maður getur vel skilið nauð-
syn verzlana og annarra fyrir-
tækja á þessu svæði fyrir að-
flutning á vörum. Þó held ég,
að þeim mætti vel koma við
utan mesta annatima
gangandi umferðar. Ástandið,
eins og það er núna, er alger-
lega óþolandi.
Það má endalaust deila um
rétt og sanngirni frá ýmsum
ólikum sjónarhornum. En ég
sé ekki betur en öllum að
skaðlausu mætti reyna
breytta tilhögun i umferðinni
um Laugaveginn og reyndar
lika Austurstræti, Aðalstræti
og Hafnarstræti fram til jóla
til reynslu . Ég held, að nú-
gildandi reglur, eða réttara
sagt, núgildandi öngþveiti, sé
eins og hvað annað, sem eng-
inn myndi sakna, þótt breyt-
ing yrði á. Það þarf bara að
taka af skarið, og það á
U m f e rð a m á 1 a s t j ó r i og
Umferðalögreglan að gera
þegar i stað.
Það hlýtur að mega reyna
það. Þá væri a.m.k. eitt gert i
þágu fjöldans, sem mest þarf
á þessu að halda.
Skákmaður
máls, þar sem mikil áherzla er
lögð á, að samskipti við tékk-
neska skákmenn geti verið með
eðlilegum hætti i framtiöinni. 1
framhaldi af skákmótinu i Prag á
dögunum var skáksveit frá
Tékkóslóvakiu boöið að koma til
skákmóls i Keykjavik á næsta
sumri.
AB-BÓKINNI UM
EINVÍGIÐ FRESTAÐ
Eins og kunnugt er hafði Al-
menna bókafélagið áfoynað út-
gáfu á bók um heimsmeistaraein-
vigið i skák fyrir lok þessa árs.
Vegna fjölmargra fyrirspurna
um bókinaog útgáfutima hennar
vill bókafélagið skýra frá eftir-
farandi:
Þeir Friðrik Ólafsson stór-
meistari, og Freysteinn Jóhanns-
son blaðamaður, sem var blaða-
fulltrúi Skáksambands íslands á
heimsmeistaraeinviginu, hafa
unnið að ritun bókarinnar. Ritar
Friðrik skýringar á skákunum,
en Freysteinn sögu mótsins.
Upphaflegt markmið höfunda og
útgefénda var, að bók þessi hefði
að geyma sem bezta og sannasta
lýsingu á öllum þáttum heims-
meistaraeinvigisins. 1 hinum
sögulega þætti koma fram
ýmisáðurókunn atriði, sem vekja
munu mikla athygli, þegar þau
birtast. Þær rannsóknir á skák-
unum, sem eru nauðsynlegar til
að gera bókina eins tæmandi og
kostur er, hafa reynzt timafrek-
ari og umfangsmeiri en unnt var
að ætla "i upphafi. Skákskýring-
arnar verða mun itarlegri en i
þeim bókum, sem hingað til hafa
verið gefnar út um einvigið. Er
ætlun Friðriks að skrifa sérstakt
yfirlit yfir allar byrjanir i skák-
um einvigisins, auk þess verður i
bókarauka getið um skákir
annars staðar frá, sem að ein-
hverju leyti hafa fræðilegt gildi
fyrir hina fróðleiksfúsari við
skýringar á einvigisskákunum.
Vegna þeirrar miklu vinnu, sem
lögð verður i ritun þessarar
bókar, mun útgáfa hennar frest-
ast fram á næsta ár.
NAMSKEIÐ
Um miðjan janúarmánuð hefst
i Reykjavik námskeið fyrir
verkafólk i fataiðnaði. Verða þar
kennd undirstööuatriði venjulegs
verksmiðjusaums og miðast
kennslan þvi fyrst og fremst við
hæfi byrjanda. Námskeiðið er
haldið á vegum Iðnskólans og
Fataiðnaðarnefndar sem komið
vará fyrir forgöngu Iðnaðarráðu-
neytisins á fyrra ári.
Námskeiðið er 160 timar.
Aðeins 12 þátttakendur komast
að. en fleiri námskeið verða
haldin á þessum vetri eftir þvi
sem þörfin reynist vera.
Ögn-
auglýsir
Ný komnar telpnablússur. Stærðir 2-12.
Straulritt sængurvera- og lakaefni.
Tvibreitt lakael’ni með vaðmálsvend.
Lopi, hespulopi, plötulopi.
Ungbarnafatnaður i miklu úrvali.
Úrvals snyrti- og gjafavörur.
Leikföng, skemmtileg og ódýr.
Sokkar ..Jutland” á alla fjölskylduna.
Nýjar vörur daglega, eitthvað fyrir alla
fjölskylduna.
••
OGN Skipholti 70 og
Dunhaga 23.
Hjúkrunarkona
Staða hjúkrunarkonu i blóðtökudeild Blóð-
bankans er laus til umsóknar og veitist frá
1. janúar n.k.
Upplýsingar veitir forstöðumaðurinn i
simum 21511 og 21512.
Umsóknum, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, sé skilað á skrifstofu rikis-
spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 15. þ.m.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama
stað.
Reykjavik, 4. des. 1972
Skrifstofa rikisspitalanna
Nýjung
Leir til heimavinnu, sem ekki þarf að
brenna i ofni.
Einnig litir, vaxleir og vörur til venju-
legrar leirmunagerðar.
STAFN ILF.
Brautarholti 2.
Umboðs og heildverzlun Simi 26550.
Nýkomið
Mikið úrval af permanent-olium frá
Þýzkalandi og Frakklandi.
Verð kl. 724.00 fyrir stutt hár og kr. 888.00 fyrir sitt hár.
Lagning og þvottur innifalið i verði.
Hárgreiðslustofan Perma
Garðsenda 21. — Simi 3-39-68.
Orðsending til kaup-
greiðenda frá
Gjaldheimtunni í Reykjavík
Kaupgreiðendur, sem hafa orðið valdir
að þvi, með vanskilum á innheimtufé, að
starfsmönnum þeirra eru reiknaðir
dráttarvextir af opinberum gjöldum,
þurfa að gera skil á innheimtufé ásamt
dráttarvöxtum vegna starfsmanna fyrir
15. des. n.k.
Að öðrum kosti mega þeir búsast við að
sæta kæru skv. 247. gr. hegningarlaganna.
Gjaldheimtustjórinn.
Framkvæmdastjóri
Samtök sveitarfélaga i Vesturlands-
kjördæmi óska að ráða framkvæmda-
stjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir
31. des. n.k. til formanns samtakanna,
Alexanders Stefánssonar, oddvita, Clafs-
vik, en hann veitir allar nánari
upplýsingar um starfið.
SAMTÖK SVEITARFÉLAGA i VESTUR-
LANDSKJÖRDÆMI.
o
Miðvikudagur 6. desember 1972