Alþýðublaðið - 06.12.1972, Side 11

Alþýðublaðið - 06.12.1972, Side 11
30 Kross- gáto- krílið í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt að laðir Stirlings hefði verið venjulegur maður. En svo hugs- aði ég : Nei. ekki myndi mér falla það. Ég gat ekki imyndað mér þennan stað án Marðar. Aukið samband mitt við hann olli æsingi hjá mér. Ég íylltist fögnuði yfir þvi að honum skyldi ekki standa á sama um mig. Ég vildi láta hann hafa áhuga á mér, hlusta á mig, bera virðingu lyrir mér og þykja vænt um mig. Ég vildi vera hon- um einhvers virði. En ég vildi vera Stirling meira virði en allt annað i heiminum og á meðan Mörður var til fannst mér aö það gæti aldrei orðið. Daginn eftir lét Stirling einsog ekkert hefði sletzt upp á vinskap- inn hjá okkur. Hann kom fram við mig eins og ég væri systir hans. Mér var litið um það, en ég fann til gleði og öryggis vegna þess að samband okkar var af þvi tagi sem myndi verða sterkara með timanum og ég var sannfærð um aö áður en langt um liði yrði ég honum jafnnauðsynleg og hann var mér. Lambshjónin voru aldrei oftar nefnd á nafn. Ég vildi trúa þvi að Adelaide hefði hjálpað þeim og ég var viss um að það hafði hún gert. Mary var hin ánægðasta og tekin að gildna sýnilega. Ég sá Jejnmy oft i hesthúsunum, hann hafði fengið sjálfsöryggi sem alltaf hlaut að hafa verið grunnt á. Ég heyrði hann oft blistra við vinnuna og ég var svo ánægö yfir þvi að við skyldum hafa getað hjálpað honum. Ég var þess- vegna ekki litið hissa þegar til- kynnt var dag nokkurn snemma i febrúar. að Jemmy væri horfinn. t>að var sama sagan. Hann hafði trúað einum hestasveinin- um fyrir þvi að hann ætlaði að fara að leita að gulli. Er Mörður frétti þetta hló hann. — Þar fer einn i viðbót, sagöi hann. — Takið ekki við honum aftur þegar hann hefur fengið sig fullsaddan af gullleitinni. Þetta kvöld bað hann mig að tefla við sig skák eftir kvöldverð- inn. Við hófum þóekki taflið strax og mig grunaði að hann vildi núa mér Jemmy um nasir, þvi Stirl- ing hafði sagt honum frá þvi hve áköf ég hafði verið i að hjálpa drengnum þegar við fundum hann á skipinu. Það borgar sig ekki að leika verndarengil. Nora, sagði hann. Komdu. nú drekkurðu með mér glas af portvini. Hann hellt i glös- in. - Nú sérðu hvernig fór með Jemmy. l>ú ættir nú liklega að skilja löngunina til að finna gull. - Ég skil hana. Ég hef reynt hana sjálfur. Hversvegna dæmirðu aðra þá svo hart? Ég hugsa ekki um aðra. Aðeins um sjálían mig. l>ú fordæmir þetta fólk vegna þess að það lagði af stað i leit að gulli. - Þér skjátlast. Ég geri ekki annað en neita að taka við þvi aftur þegar þvi mistekst. Ég sætti mig ekki við að þjónalið mitt taki á rás þegar þvi býður svo við að horfa. Þvi er frjálst að fara að visu, en ekki að koma al'tur. - Lambshjónin.... - Ah, þér var illa við mig þá, var það ekki? Mér þótti þú sýna mikla hörku, og það á jóladag'. — Góða, tilfinningasama Nora, dagurinn kemur ekkert málinu við. — Sama sagði Stirling. — Varstu að kýta um þetta við hann? — Ég ræddi það við hann. — Og hefur þá ráðizt grimmi- lega á mig. — Já, en hann varði þig. Ilann brosti. Siðan sagði hann: —■ Nora, ég skal segja þér að lifið er miskunnarlaust og það þýðir ekkert að vera bliðlyndur i misk- unnarlausum heimi. Þú ert of við- kvæm, of tilfinningasöm. Þú átt eftir að verða særð. — Ert þú viökvæmur? Ert þú tilfinningasamur? Nei. En þó hefur þú verið særður ... særður svo djúpt að þú hefur aldrei getaö gleymt þvi. Hann lyfti loðnum augnabrún- unum og horfði á mig. Siðan rétti hann fram hendurnar svo háar skyrtuliningarnar drógust upp og ég gat séð örin á úlfliðum hans. — Fjötrar, sagöi hann. — Járn og keðjur. Merkin sjást ennþá. — Þau hafa ekki lengur neina þýðingu. Þú ert ekki lengur i % fjötrum. Nú stjórnar þú. bú ræður lifi allra i kringum þig. — En örin eru eftir. - i hjarta þinu ekki siður en á handleggjunum. Hann þagði um siund en kipraði saman augun þegar hann hélt áí'ram. - bú hefur á réttu að standa, Nora. bvi sem ég varð fyrir verður aldrei gleymt. bað er ekki fyrr en vissum atriðum hefur verið framfylgt sem málið verður útkljáð. Augu hans skutu gneistum og ég vissi að liann hugði á heíndir. — Hvað er langt siðan þetta gerðist? spurði ég. — Það eru þrjátiu og fimm ár siðan ég kom hingað..i böndum — Og þú talar enn um að útkljá málið. - Ég held áfram að hugsa um það þar til það er útkljáð. - bað er illt að bera hatur i brjósti svo langan tima. Fyrir annað eins mein? — Timarnir hai'a breytzt lrá þvi þetta gerðist. Fólk er ef lil vill ekki eins grimmt. Va'ri ef til vill ha'gt að kenna tiðarandanum um? - Kg lit ekki þannig á. bað var verk eins manns að ég skyldi þurfa að þola þessa mánuði niðurla'gingar og auðmýkingar. — En nú ertu hér. bú hefur allt sem einn maður gctur óskað sér. bú ert konungur i riki þinu. bú átt son og dóttur og flestir umgangast þig með ótta og lotningu. Er það ekki það sem þú vilt? llann leit á mig og brosti sein- lega. - bú ert áræðin stúlka, Nora. bú kærir þig kollotta þótt þú móðgir mig með gagnrýni þinni. — Ég veit að þinir likar þola ekki gagnrýni. beim mun meiri þörf er á þvi að einhverjir þori að bera hana Iram. — Og þú hefur valið sjálfa þig til þess hlutverks. — Ég er staðráðin i að sýna þér að ég er ekki hrædd við þig. — Seljum svo að ég hæði þig að hverfa af heimili mínu? - bá myndi ég taka saman pjökur minar og fara. — Hverl? — Ég hef ýmislegl lil brunns að bera. Mundu að ég slundaði kennslustörf i Danesworth House. Ég gæti ráðið mig sem kennara eða barnfóstru hjá einhverju fólki. — Döpur ævi hjá stærilátri konu. Betri en að vera þar sem hún er óvelkomin. Blá augu hans horfðu óhvikul á mig. — Og heldurðu að þú sérl óvelkomin liér? - Ég er ekki viss. — Gerðu svo vel að segja sann- leikann. Ég held að þú hafir gefið löður minum loforð þitt og að þú sért maður sem stendur við orð sin, ef.... Haltu áfram. Ef það er honum ekki til of mikilla óþa'ginda. Jæja, Nora, ég ætla að lála þig vita að vera þin hér er mér ekki til minnstu óþa'ginda. Ef eitthvað slikt væri i aðsigi myndi ég hætta að hugsa um tivort þú værir lil. bú helur verið hreinskilin við mig og þvi ætla ég að vera hrein- skilinn við þig. Ég ætla að segja þér að mér geðjaðist hreinl ekki illa að þessari viðból við Ijöl- skyldu mina. Ég vildi eignast syni, en da'tur eru ágætar og geta verið gagnlegar. — Er ég þá til gagns? Ég er mjög ánægður með fjöl skylduna mina. Komdu, við skul- um tefla. bú mansl að þú átt ellir að vinna taflborðið af mér. Við lefldum. Ég varð vör vaxandi áhuga hans á mér. Og það olli mér fögnuði. Stirling hafði rétt l'yrir sér. bað var ekki ha-gt að búa undir sama þaki og hann án þess að verða lyrir cinhverjum áhrilum. Sumarhitarnir voru byrjaðir. Ég vann i eldhúsinu eða i garðinum á morgnana og eftir hádegið reyndi ég að linna mér skuggsælan slað undir tré og lá þar og las, enda þólt flugurnar og af þeim liafði ég aldrei séð slika mergð va'ru hrein plága. bað var notalegra að sitja i svalri dagstolu Adelaide og sauma með henni eða lesa upphátl fyrir hana á meðan hún saumaði, en það þótti henni mjög skemmtilegl. Jane Austen og Brontesydtur léllu henni vel i geð; hún hafði sama innilega áhugann á iillu, sem enskt var og 44 Mann: Reyndar bað hann mig ekki að gera það. Hann vildi aðeins komast að þvi, hvort ég hefði áhuga og hvort ég gæti tekizt það á hendur. Hann sagði, að verkið væri fólgið i þvi að rjúfa simalinur og aðvörunarkerfi alls húss- ins. Spurning: Hvað annað? Mann: Ja... hm... Spurning: Hr. Mann, þér lof- uðuð okkur fullri samvinnu. A þvi loforði grundvallast öll sú hjálp, sem viö getum veitt yður að lögum. Yður er væntanlega ljóst, að þér getið ekki vænzt algerrar sýknu. Mann: Já, auðvitað er mér þaö Ijóst. Spurning: Frammistaða yðar skiptir miklu máli. Hvað baö John Anderson yður um að gera annað, er þið hittuzt 26. júli? Mann: Eins og ég sagði yður, bað hann mig einskis. Hann var fremur að skýra mér frá þvi sem gæti gerzt. Hann var að reyna mig. Hann var aö reyna að ákvarða, hve mikinn áhuga ég hefði á verkefninu. Spurning: Já, þér hafið þegar sagt það. Verkefnið átti að vera það að rjúfa simalinur og aðvörunarkerfi hússins og ef til vill einnig gera lyftuna óvirka. Mann: Já. Það er rétt. Spurning: Hr. Mann. Nú hafið þér viðurkennt spjöll á einka- eign, en það er tiltölulega vægt brot. Og ef til vill inn- brot.... Mann: Nei, nei. Ekki innbrot. Dyrnar áttu að vera opnar, er ég kæmi. Ég átti ekki að fást við slikt. Spurning: Gott og vel. Hve mikið fé áttuð þér að fá fyrir að rjúfa simalinurnar, að- vörunarkerfin og rafkerfi lyftunnar? Mann: Við geröum ekkert ákveðið samkomulag með okkur. Þér verðið að skilja, að við ræddum málin á almenn- um grundvelli. Það var ekki um neitt ákveðið verk eða verkefni að ræða. Þennan Anderson langaði aðeins að komast að þvi, hvort ég hefði áhuga og hvað ég setti upp. Spurning: Og hvað settuð þér upp? Mann: Ég nefndi fimm þúsund dali. Spurning: Fimm þúsund dali? Er það ekki helzt til hátt gjald fyrir að klippa á nokkrar raf- taugar? Mann: Ja... kannski,,, jú... Spurning: Jæja þá. Við höfum eins rúman tima og þér. Við skulum reyna aftur. Hvað var það annað, sem þér voruö beöinn að gera i sambandi við þetta hugsanlega verkefni? Mann: Ég vona að yður skiljist, að þetta var allt ákaflega óljóst. Engar ákvaröanir voru teknar. Spurning: Já, okkur er það ljóst. Hvað bað Anderson yður að gera? Mann: bað þurfti kannski að dýrka upp nokkrar dyr. Og kannski nokkra peninga- skápa. Hann þurfti á tæknimanni að halda, sem gæti framkvæmt þetta. Spurning: Auðvitað, hr. Mann. Og þér gátuð framkvæmt þetta. Mann: Vitaskuld. Ég útskrifað- ist úr tækniháskólanum i Stuttgart og starfaði sem aðstoðarprófessor i véla- og rafmagnsfræði við tæknihá- skólann i Zurich. Ég fullvissa yður um, að ég er mjög fær á minu sviði. Spurning: Okkur er það ljóst, herra minn. Nú skulum við athuga, hvort við höfum skilið allt. Hinn 26. júli um kl. 1 kom John Anderson inn i verzlun yðar og spurði, hvort þér væruð fáaniegur til að vinna verk, sem þó var óvist, að til félli. bér áttuð að rjúfa sima- linur og aðvörunarkerfi i ótil- greindu ibúðarhúsi, gera lyftu hússins ’ óvirka, opna læstar dyr og hina ýmsu peninga- skápa, sem kynnu að finnast i húsinu. Er þetta rétt skilið? Mann: Ja, ég... Spurning: Er þetta rétt skilið? Mann: Gæti ég fengið vatns- glas? Spurning: Gerið svo vel. Mann: bakka yður fyrir. Ég er alveg þurr i kverkunum. Ég reyki svo mikið. Eigið þér kannski sigarettu? Spurning: Gerið svo vel. Mann: Ég þakka yður aftur. Spurning: Var yfirlýsingin, sem ég var að lesa, rétt skilin? Mann: Já, hún er rétt. bað var þetta, sem John Anderson vildi aö ég gerði. Spurning: Og þér fóruð fram á, að yður yrðu greiddir fimm þúsund dalir? Mann: Já. Spurning: Hvernig tók And- erson þvi? Mann: llann sagðist ekki geta greitt svo mikið, svo miklu fé hefði hann ekki yfir að ráða. En hann sagði, að næði áætlun sin fram að ganga, væri hann þess fullviss, að við gætum komizt að samkomulagi, sem við gætum báðir gert okkur ánægða með. Spurning: bér notuðuð orðin ,,næði áætlun sin fram að ganga.” Er það rétt skilið, að 26. júli hafi ekki verið endan- lega ókveðið að yðar áliti, hvort þessi áætlun yrði fram- kvæmd? Mann: Já, það er álit mitt. Spurning: bakka yður fyrir. Ég held.að nú sé nóg komið að sinni, hr. Mann Ég þakka yður fyrir þann samstarfs- vilja, sem þér hafið sýnt. Mann: Ég er yður þakklátur fyrir góðsemi yðar. Spurning: Við þurfum margt að ræða um þetta mál. Við hitt- umst aítur hr. Mann. Mann: Ég er ætið til þjónustu búinn. Spurning: Agætt. Vöröur! (43) Afrit af bréfi dags. 29. júli 1968 Irá upplýsingafulltrúa Geim- visindastofnunarinnar sent Gerald Bingham yngra, ibúð 5A, Austur 73. stræti, New York. o Miðvikudagur 6. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.