Alþýðublaðið - 04.01.1973, Qupperneq 11
Kross-
gátu-
krílið
í SKUGGA MARÐARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
48
Whiteladies. Stirling elskaði mig,
um það var ég viss. Ég þóttist
vita að leiðir okkar lægju saman i
framtiðinni, en ef við misstum
Mörð, gætum við þá nokkurn tima
orðið hamingjusöm framar?
Ég veit ekki hvernig okkur
tókst að komast áfram. Við vor-
um máttfarin eftir tauga-
spennuna — við hlutum ab hafa
dvalið ab minnsta kosti sex
klukkustundir i hellinum. Við
vorum sem lurkum lamin og
hálsinn skrælnaður af þurrki; við
drógumst áfram og i huga okkar
beggja var aðeins eitt: Mörður.
Nóttin færðist yfir og Stirling
sagði að við yrðum að hvilast um
stund. Við lögðumst niður en
hugsanir okkar fengu enga ró.
— Hvað er langt eftir? hvislaði
ég-
— Það geta ekki verið meira en
tiu kilómetrar.
— Stirling, hversvegna höldum
við ekki áfram?
— Við verðum að hvila okkur
stundarkorn.
— Ég vil heldur halda áfram.
— Það vil ég lika, en þú myndir
gefast upp áður en við kæmumst
alla leið.
— Ö. Stirling, hrópaði ég. — Þú
hugsar alltaf um mig.
— Alltaf Nora, svaraði hann.
— Að eilifu, tautaði ég fyrir
munni mér en á þvi andartaki var
ég samt að hugsa um Mörð.
Ég sofnaði að lokum og fannst
það vera til marks um ást
Stirlings til min, að hann lét mig
sofa. Ég var skömmustuleg
þegar ég vaknaði aftur, það virtist
svo rangt að sofa þegar við viss-
um ekkert hvernig Merði hefði
reitt af.
Við þrömmuðum áfram. Við
minntumst ekki á Mörð en hvort
um sig vissi að hitt hugsaði ekki
um annað en hann, og að það var
af ásettu ráði, sem við nefndum
hann ekki.
Adlrei mun ég gleyma siðustu
klukkustund þessarar göngu
þegar við komum loks að landi,
sem var ósnert af eldinum. Þar
stóð húsið, óskaddanlegt, eins og
það vildi skora á tortimingaröflin
að koma nær.
Stirling rak upp óp þegar við
komum auga á það. Hann tók á
rás og togaði mig með sér.
— Heima! hrópaði hann. — Við
erum komin heim!
Adelaide kom hlaupandi út úr
húsinu. Hún grét af gleði, faðmaði
okkur að sér og vildi ekki sleppa
okkur. Ég veitti þvi athygli, eins
og menn gera oft á slikum stund-
um, að kjóllinn hennar var
svartur af sóti og reyk.
— Það verður að segja hús-
bóndanum frá þessu, hrópaði
hún.
— Jenny! Mary! Þau eru
komin! Þau eru komin heim.
Við skjögrubum inn i húsið.
— llann ...er óhultur, sagði
Stirling.
— En viti sinu fjær, svaraði
Adelaide. — Hann hefur verið að
leita að ykkur. Hann kallaði alla
út.
— Littu eftir Noru, sagði
Stirling.
— Hann er óhultur, tautaði ég.
— Hann er heill á húfi.
Þegar hann kom, var búið að
hátta mig niður i rúm. Það var
ekki fyrr en ég lá á milli svalra
lakanna sem ég gerði mér fulla
grein fyrir hversu örþreytt ég
var. Ég lá og lét fara vel um mig i
rúminu, eftir að hafa drukkið
kjötseyðið, sem Adelaide færði
mér. — Ekki of mikið fyrst, hafði
hún sagt. Og ég lá þarna og
hugsaði um hitann og skelfinguna
i dimmum hellinum og um það
þegar Stirling hafði sagzt ætla að
hugsa um mig um aila framtið.
Mörður var heill á húfi. Við
myndum verða þrjú.
Ég vissi að hann var i húsinu.
Maður skynjaði nálægð hans. Ég
vissi einnig að hann myndi koma
til min fyrst...jafnvel áður en
hann færi til Stirlings. Nei, hvaða
vitleysa. Stirling var hjartfólginn
sonur hans. Ég var aðeins fóstur-
dóttirin.
Hann stóð við dyrnar og úr aug-
um hans ljómaði sá mesti fögn-
uður, sem ég hef nokkru sinni séð
i nokkrum augum. Hversvegna
var allt sem honum viðkom svo
miklu magnaðra en hjá öðrum?
— Nora, sagði hann. — Nora
min.
Svo kom hann að rúminu og
vafði mig örmum. Andlit hans
kom fast að mér. — Nora, stúlkan
min, sagði hann upp aftur og
"aftur. Ég sagði: — Ég er komin
aftur. Mörður. Elsku, elsku
Mörður, við erum aftur saman.
Nokkra stund mælti'hann ekki
orð af vörum. Hélt mér aðeins i
örmum sér. Svo sagði hann: — Ég
hélt ég hefði misst þig. Ég var
örvita af bræði. En þú ert komin
aítur. Nora, stúlkan min.
— Ég var óttaslegin yfir þvi
sem komið gæti fyrir þig.
Hann hló hátt og af sjálls-
öryggi. Eins og nokkuð gæti
komið fyrir hann!
— Við hugsuðum um þig allan
timann, sagði ég, — töluðum við
Þ'g-
Hann hló aftur, en sagði ekki
annað en: — Nora, stúlkan min.
Siðan fór hann að finna Stirling.
(i. kafli.
Við jöfnuðum okkur fljótt eftir
þessa reynslu. Ég held að það, að
koma að húsinu óskemmdu og
fólkinu heilu og höldnu hafi vegið
á móti öllum illum áhrifum af
hinu skelfilega ævintýri og flýtt
fyrir batanum eins og mögulegt
var.
Skaðinn var gifurlegur. Búið
hafði orðið verst úti — margar
kindur höfðu týnzt og tveir fjár-
menn látizt i kofum sinum. Nám-
an slapp óskemmd.
Adelaide krafðist þess að ég
lægi i rúminu i tvo daga. Það var
dekrað við mig og ég alin á sér-
stöku sjúkrafæði, sem hún sagði
að væri nauðsynlegt. Stirling
neitaði að láta fara með sig eins
og sjúkling, en ég naul þess.
Jessiea kom til min. Hún sat við
rúm mitt og horfði á mig einbeitt
á svip. — Ég hef aldrei séð hann i
sliku uppnámi, sagði hún. — Hann
sendi út leitarflokka eftir þér og
hætti lifi þeirra.
Ég brosti ánægð. Ég vildi
aðeins la að liggja þarna og hugsa
um framtiðina.
Þegar ég var komin á fælur,
bað hann mig að koma inn i bóka-
stofu til sin eftir kvöldverð.
— Eina skák, sagði ég og mundi
að þessar stundir i hellinúm i
hálfgerðu meðvitundarleysi hafði
ég hugsað mér að ég væri i bóka-
stofunni hjá honum og tafl-
mennirnir á milli okkar.
Hann snæddi ekki kvöldverð
með okkur og þegar ég kom lil
" bókastofunnar beið hann þar eftir
mér. Hann virtist spenntur og þó
stilltur og ólikur þvi sem hann var
siðast þegar ég sá hann.
— Þú ert dálitið föl, Nora, sagði
hann. — En þú verður búinn að ná
þér eftir fáeina daga. Þú ert ung
og hraust og fljót að jafna þig.
Hann hellti portvini i tvö glös og
kom með þau til min. Ég sá glitra
á marðaraugun á fingri hans
þegar hann rétti mér annað
þeirra.
— Okkar skál, Nora. Fyrir þvi
að þú skyldir færð mér aftur heil
á húfi. Hvað hefði ég tekið til
bragðs ef þú hefðir ekki komið
altur?
— Það er Stirling að þakka,
Stirling er dásamlegur.
— Stirling er dásamlegur,
endurtók hann.
Ég fór að lala um hellinn, enda
þótt hann hefði heyrt það allt
saman áður. Ég var allt i einu
orðin taugaóstyrk og fann hjá
mér þörf til að halda áfram að
tala.
Elskan min, sagði hann. — Þú ert
komin aftur og helur gert mig
allra manna sælastan þegar ég
hefði getað orðið vansælastur
allra.
Hendur minar tóku að titra, en
það, sagði ég við sjáifa mig,
stalaði af hinu nýafstaöna tauga-
áfalli. En það var ekki orsökin.
Hugmynd hafði skyndilega gert
varl við sig hjá mér, en ég vildi
ekki meðtaka hana.
Hann tók af mér glasið. — Þú
ert ekki hrædd, Nora. Það er ekki
þér likt að vera hrædd.
— Við hvað ætti ég að vera
hrædd? spurði ég.
Þarna er það slúikan min,
sem talar. Þú hefur ekkerl að
óttast, nokkurntima...vegna þess
að ég mun alltaf annast um þig.
— Það er nolaleg tilhugsun,
sagði ég, og brá fyrir mig minni
gömlu spaugsemi.
— Láttu hana þá ylja þér.elskan
min. Ég held þú vitir hvað hefur
verið mér ofarlega i huga um
nokkurt skeið. Þú heíur orðið vör
þeirrar breytingar sem þú hefur
valdið á mér.
- Ég-
— Þú hefur fært mér aftur æsku
mina. Ég er, þegar alis er gætt,
ekki gamall maður. Virðist þér ég
gamall?
*wV-£. F/QcF
'JF~
B V£/L KRÓfu HfíRÐ fífp s'om/ m/tDUR
llERUIZ
URúft T/lst /9/v D £A/Y)H.
HE/Ð- /?/? LE&fíR
f
SKREFflt PÚKfí /V/ >
Q R05- T/ HVÁÐ' !<o/vu FRRfí 5/nfí ER/HÍÍfi
'ITT riULVÚ VERH
[
RfíTMH HNfíPP UR/NN
UPPHR 5K ST >
L —
5 P'ONfí mfíT 6EP/Kn HUNDUR
0
Eftir stutta stund fóru þeir
allir út nema sá, sem ég held, að
sé negri. Hann stóð við dyrnar
með aðra höndina i vasanum.
Ég held, að hann hafi verið
vopnaður.
Ég þykist þess fullviss, að þér
vitið betur hvað siðar gerðist, en
ég geri. Þetta var mjög áreiðan-
leg lifsreynsla, og þrátt fyrir
þær ánægjulegu stundir, sem ég
hef átt i þeirri gleðinnar borg,
getið þér reitt yður á, að langur
timi liður, áður en ég kem
þangað aftur.
Ég ber þá von i brjósti, að
þessi frásögnmegi verðayður að
liði við skrásetningu þess, sem
gerðist, og ef ég get orðið yður
frekar að liði, gerið svo vel að
láta mig vita.
Yðar einlægur
Jeremy Marrin
(60)
Mann: Nú var klukkan tuttugu
minútur yfir eitt. Kannski
hálftvö. Alit gekk, eins og bezt
varð á kosið. öllu fólkinu
hafði verið safnað saman i
ibúð nr. 4B nema húsverðin-
um, sem var ofurölvi, og
lamaða drengnum i ibúð 5A.
Áætluninni haföi verið haldið
til þessa, og nú var komið að
öðru stigi, og við skiptum
okkur i þrennt.
Spurning: 1 þrennt?
Mann: Já. Maðurinn, sem ég
þekktE undir nafninu John
Anderson, og ég vorum i
fyrsta hópnum. Við unnum
okkur upp frá kjallaranum.
Hann hafði lista. Við komum
að ibúð. Ég opnaði dyrnar
og...
Spurning: Þér dírkuðuð hurð-
ina?
Mann: Ja.. mitt verkefni var al-
gerlega á tæknilega sviðinu,
skiljið þér. Að þvi loknu
gengum við inn i viðkomandi
ibúð. Anderson, sem hélt á
listanum, gaf mér til kynna,
til hvers hann ætlaðist af
minni hálfu.
Spurning: Hvaö var i þvi fólgið?
Mann: Ja, sjáið þér til, það var
kannski peningakassi,
kannski veggskápur.
Eitthvað af þvi taginu. Nú
þegar við fórum frá viðkom-
andi ibúð, kom næsti hópur
aðvifandi. Það var pinulitli
maðurinn, Tommy, sá kven-
legi, að mér fannst, og
mennirnir tveir, sem ég
þekkti sem Ed og Billy.
Tommý, sá sem virtist kunna
að verðleggja hlutina, var
með eintak af lista
Andersons. Hann benti
bræðrunum tveimur á það,
sem þeir áttu að hafa á braut
með sér niður i bilinn. Er yður
ljóst, að þeir voru einungis
erfiðismenn?
Spurning: Hvað tóku þeir með
sér niður aö bilnum?
Mann: Hvað tóku þeir ekki með
sér? Loðfelldi, helgimyndina
úr ibúð húsvarðarins, litinn
lyfjaskáp úr annarri lækna-
stofunni, skartgripi, málverk,
silfur, óunna gimsteina, list-
muni og jafnvel gólfábreiður
og húsgögn úr ibúð hibýla-
fræðingsins i ibúð 2A. Við
fundum óvæntan fjársjóð i
annarri læknastofunni á
fyrstu hæð. Þegar ég var
búinn að opna dyrnar , gekk
þessi Anderson beint að skáp
inni á skrifstofu læknisins og
fann skókassa uppi i hillu,
sem var fullur af peninga-
seðlum. Ég held að þar hafi
\ verið minnst tiu þúsund dalir.
Kannski meira. Haldið þér
ekki að Skattalögreglunni
þyki þetta fróðlegt?
Spurning: Ef til vill. Áttuð þér
ekki i neinum vandræðum við
að opna dyr og hirslur?
Mann:Engan veginn. Þetta var
hægðarleikur. Þegar við
vorum kómnir upp á þriðju
hæð þóttist ég þess fullviss, aö
ég myndi ekki þurfa á
logsuðutækjunum að halda.
Sannast að segja var þetta
enginn vandi. Allt gekk, eins
og bezt varð á kosið.
Spurning: Þér sögðuð, að ykkur
hefði verið skipt i þrjá hópa.
Hverjir voru I þriðja liðinu?
Mann: Það voru blökkumaður-
inn og sá óheflaði. Þeim var
ætlað að gæta fólksins, sem
hafði verið safnað i ibúð 4B og
gefa gaum aö sofandi hús-
verðinum i kjallaranum og
bæklaða drengnum i ibúð 5A.
Þeir voru eingöngu við gæzlu.
Þeir unnu ekki beint að þvi að
bera út úr húsinu, og það
gerði ég vitaskuld ekki
heldur. Þeirra verk var að sjá
svo um, að allt væri með
kyrrum kjörum, meðan verið
væri að tæma húsið að verð-
mætum.
Spurning: Og það hefur gengið
vel.
Mann: Stórkostlega. Þetta var
stórkostlegt. Skipulagið var
til fyrirmyndar. Ég dáðist að
manninum, sem ég þekkti
undir nafninu John Anderson.
(61)
Eftirfarandi er hluti af fram-
burði Gerald Binghams yngra.
Framburður hans var 43 vél-
ritaðar siður. Kaflinn, sem hér
ler á eftir, skýrir frá helztu
framkvæmdum vitnisins á
úrslitastund. Upplýsingum, sem
hafa þegar komið fram eða
koma fram i næstu köflum, er
sleppt.
Vitnið: Ég heyrði útidyrnar
lokast og leit á úrið mitt á
náttborðinu. Klukkan var niu
minútur og þrjátiu og sjö
sekúndur yfir eitt. Úrið mitt
var af Omega gerð. Ég fékk
það aldrei aftur. Það var
ágætis úr. Mjög nákvæmt. Ég
held, að það hafi flýtt sér um
minna en þrjár minútur á ári,
en slik armbandsúr eru fátið.
Hvað sem þvi liður, þá leit ég
á klukkuna. Auðvitað gat ég
ekki vitað fyrir vist, hvort
báðir ræningjarnir höfðu
farið út úr ibúðinni með
foreldrum minum. En ég hef
sérlega góða heyrn — senni-
lega til að vega á móti
líkamsgalla minum. Þetta er
afar athyglisvert
rannsóknarefni, hvort lamað-
ir fólleggir geti orðið þess
As k)
§ 5; S Gn lj\ Q' »3
5: * ■X. 'H \"
13 s S rn SiS
h s • s >0 93 'x- •
f'- i> c s >9)
Fimmtudagur 4. janúar 1973
o