Alþýðublaðið - 05.01.1973, Qupperneq 4
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR -
VÍKINGASALURINN
er opinn fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu, opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÓTEL BORG
viö Austurvöll. Resturatíon, bar og dans I Gyllta saln-
um.
Sfmi 11440
HÓTEL SAGA
Grilliö opiö alla daga. Mlmisbar og Astrabar, opiö alla
daga nema miövikudaga. Slmi 20890.
INGÓLFS CAFÉ
viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826
ÞÓRSCAFÉ
Opiö á hverju kvöldi. Sfmi 23333.
HABÆR
Kinversk resturation. Skólavöröustlg 45. Leifsbar. Opiö
frá kl. II. f.h. til kl. 2.30 og 6 e.h. Slmi 21360.
Opiö alla daga.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Hækkun iðgjalda
Stjórn Lifeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Framsóknar vill vekja athygli atvinnu-
rekenda á, að frá 1. janúar 1973 verður ið-
gjaldahluti launþega 4% og atvinnurek-
enda6%.
Gjalddagi iðgjalda ársins 1972
er 10. janúar n.k.
(II LJTBOÐ
Tilboð óskast i 31 spennj fyrir Rafmagnsveitu Reykjavik-
ur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. feb-
rúar n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
FRAMHÖLDFRAMHOLDFRAMHOLD
Kommar 1
Hannesar Jónssonar, blaðafull-
trúa rikisstjórnarinnar, og hafði
hann þetta um málið að segja:
,,Meiningin er, að viðræðurnar
við Bandarikjamenn verði hafnar
innan skamms, og Einar
Ágústsson, utanrikisráðherra,
fari vestur fljótlega”.
Aðspurður, hvort utanrikisráð-
herra myndi verða eini islenzki
ráðherrann, sem þátt tæki i við-
ræðunum um endurskoðun
varnarsamningsins, sagði blaða-
fulltrúinn: ,,Já, það er ákveðið,
að utanrikisráðherra annist þess-
ar viðræður”.
Gera má ráð fyrir, að á næst-
unni fari að reyna á það deiluat-
riðið innan rikisstjórnar Ólafs Jó-
hannessonar, sem mesta athygli
hefur vakið, þ.e. endurskoðun
varnarsamningsins við Banda-
rikjamenn.
í málefnasamningi rikis-
stjórnarinnar segir orðrétt:
„Varnarsamningurinn við
Bandarikjamenn skal tekinn til
endurskoðunar eða uppsagnar i
þvi skyni, að varnarliðið hverfi
frá tslandi i áföngum. Skal að þvi
stefnt, að brottför liðsins eigi sér
stað á kjörtimabilinu”.
Ekkert atriði málefnasamnings
rikisstjórnarinnar hefur valdið
öðrum eins úlfaþyt og deilum
innan stjórnarflokkanna, einkum
Framsóknarflokksins, og yfirlýs-
ingin um brottför bandariska
varnarliðsins og eins og kunnugt
er hefur þessi yfirlýsing verið
túlkuð á mismunandi vegu bæði
af ráðherrum og þingmönnum
stjórnarflokkanna. —
IÞROTTIR____________________9
leikskýrsluna eða afrit af henni til
BLI. Eyðublöð fást hjá BLl.
3. grein: Það félag (lið) sem
ferðast til keppni greiðir sjálft
ferða- og uppihaldskostnað leik-
manna sinna. 1 svæðakeppnum
ákveður framkvæmdaaðili verð
aðgöngumiða i samráði við við-
komandi héraðssamband (sér-
ráð) eða BLt. Héraðssamband
(sérráð) eða iþróttafélag getur
fengið leyfi hjá BLt til að sjá um
keppni á vissu svæði og hiröir þá
gróða eða tekur á sig tap af leikj-
um á svæðinu. Annars lendir
gróði eða tap hjá BLl. BLI mun
þá hafa sinn trúnaðarmann á
staðnum. Framkvæmdaaðiia er
gert skylt að skila uppgjöri á til
þess gerðu eyðublaði, sem fæst
hjá BLt. Uppgjörið skal fram-
kvæmdaaðili og trúnaðarmaður
BLl undirrita. Það þarf að berast
til BLl eigi siðar en mánuði eftir
að leikur er háður.
þekktir eru af stuðningi við
fórnarlömb nýlendustefnu og
kynþáttamisréttis.
Skrifstofa S.þ. mun leggja fram
á ráðstefnunni margs konar gögn
og upplýsingar um samþykktir og
störf S.þ. að útrýmingu kynþátta-
misréttis og nýlendustefnu. Þar á
meðal verður itarleg skrá yfir
alla sjóði, fjárveitingar og verk-
efni, sem verið er að vinna að og
fela i sér aðstoð við fórnarlömb
nýlendustefnu og kynþáttamis-
réttis.
Þá munu Einingarsamtök
Afrikurikja gera á ráðstefnunni
grein fyrir samvinnu ýmissa
rikisstjórna og hagsmunaaðila
við Suður Afriku,Rhódesiu og ný-
lendur Portúgala. —
Útgerð 3
Standa vonir til að hægt verði að
frysta sem mest fyrir Japans-
markað, vegna hins hagstæðara
verðs, sem þannig fæst fyrir
loðnu. Fer það mjög eftir hlut-
falli kvensilis i loðnumagninu,
hversu mikið verður fryst fyrir
þann markað, en Japanir leggja
mikið upp úr hrognunum.
Er aðstaða til að bræða um
300 lestir á sólarhring i Þorláks-
höfn, en þróarrými er fyrir allt
að 3 þúsund lestir að loðnu. Auk
hennar er svo bræddur og unn-
inn i mjöl allur úrgangur úr bol-
fiski, en hann er ekki hvað sizt
úr saltfiskvinnslunni, sem er
mjög mikil.
Læknar 1
Tekur þetta meðal annars til
lyfjasölu, sem lyfsölum ber að
skila landlækni afritum af.
Er i þvi sambandi væntanlega
um að ræða, að minnsta kosti, tvi-
þætt trúnaðaratriði. Annars
vegar trúnaðarskyldu landlæknis
gagnvart læknum, og sem opin-
bers embættismanns, og hins
vegar trúnaðarsamband lækna og
sjúklinga þeirra.
Ekkert liggur enn fyrir um það,
hvort saksóknari telur efni til að
beiðast sliks úrskurðar, né
heldur, á hvern veg slikur úr-
skurður fellur, verði hans krafizt.
En án þeirra gagna, sem
þannig yrði hugsanlega aflað, er
þess naumast að vænta, að rann-
sókn leiði þaö i ljós, sem háværar
raddir hafa talið liklegt.
EBE________________________1_2
lagt fyrir Alþingi, áður en langt
um liður, og þá ákveðiö, hvað gert
verður”.
Alþýðublaðið sneri sér einnig til
Gylfa Þ. Gislasonar, formanns
Alþýðuflokksins, en hann beindi i
desember s.l. fyrirspurn til við-
skiptaráðherra á Alþingi
varðandi fullgildingu
samningsins við EBE.
Gylfi sagði: „Island er eina
landið, þar sem samningar
EFTA-landa og Efnahagsbanda-
lags Evrópu hafa ekki hlotið full-
gildingu.
Enginn ágreiningur getur verið
um það, að ef Alþingi fullgildir
samninginn við Efnahagsbanda-
lagið, þá tekur hann gildi aö öllu
öðru leyti en þvi, er lýtur að við-
skiptum með sjávarafurðir.
tslendingar mundu með öðrum
orðum geta tryggt sér strax toll-
frelsi fyrir islenzkar iðnaðar-
vörur i öllum niu Efnahags-
bandalagslöndunum.
Ekki þarf að undirstrika, hver
nauðsyn er á áframhaldandi upp-
byggingu útflutningsiðnaðar á
Islandi, en tollfrelsi i Efnahags-
bandalagslöndunum skiptir
miklu máli i þvi sambandi. Það er
þvi augljóst hagsmunamál
Islendinga, að samningurinn
verði fullgiltur.
Mér er satt að segja ekki ljóst,
hvers vegna rikisstjórnin hikar i
þessu máli, þ.e. ákvæði
samningsins um iðnaðarvörurnar
eru landhelgismálinu algerlega
óviðkomandi”. —
Handtekinn 1
Tók þá lögreglan á móti
honum og var þegar farið að
yfirheyra hann. Neitaði hann i
fyrstu, þar til hann sá að það
var ekki til neins og játaði. Ber
hann við að hafa verið drukkinn
og framið verknaðinn i ölæði.
Ekki er enn ljóst hvort hann
vissi hvaða stúlku hann stakk,
en stúlkan mun ekki hafa þekkt
manninn neitt.
Það er að frétta af Ingi-
björgu, að hún er heldur á bata-
vegi, og engan veginn i lifshættu
lengur. —
VANTAÐI
Eins og kunnugt er var mikið
um hátiðarhöld i Sovétrikjunum
rétt fyrir jólin, en um þær mundir
voru liðin 50 ár frá stofnun
kommúnistarikis i Rússlandi. Til
hátiðahaldanna voru mættir
margir gestir viðs vegar að úr
heiminum, — m.a. frá flestum
eða öllum kommúnistaflokkum
heims.
Fulltrúa vantaði þófrá tveim
kommúnistarikjum, — Albaniu
og Kina. En þess ber einnig að
geta að enginn veit, hvort þangað
voru nokkur boðskort send.
Fórnardýr 3
Suður Afriku, verið boðið. Þeir
munu á ráðstefnunni lýsa
ástandinu i löndum sinum og gera
grein fyrir, hverri aðstoð þeir
þurfi á að halda i bráð og lengd,
og á hvern hátt þjóðir heims geti
aðstoðað þá i baráttunni.
Norðurlöndin hafa lagt fram
um það bil 50.000 dollara til ráð-
stefnuhaldsins, en þar að auki
hefur norska rikisstjórnin lagt
fram liðlega 31.000 dollara til að
greiða ferða- og dvalarkostnað 18
fulltrúa afriskra þjóðfrelsis-
hreyfinga.
Þeim þjóðum, sem fulltrúa eiga
i öryggisráðinu, hefur hverri um
sig verið boðið að senda tvo full-
trúa til ráðstefnunnar auk full-
trúa ýmissa annarra stofnana og
ýmsum sérfræðingum, sem
Tæknistörf
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða:
1. Verkfræðinga eða tæknifræðinga til
hönnunar gatna og lagna og umsjóna
með slikum verkum.
2. Tækniteiknara til starfa á skrifstofu
bæjarverkfræðings.
Nánari upplýsingar gefur bæjarverkfræð-
ingur. — Umsóknum, stiluðum til Bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar, skal skila eigi siðar
en 23. janúar n.k.
Bæjarverkfræðingur.
DVMIAirADCAI * EINSTAKT TÆKIFÆRI
KTIYIINuAKbAL STÓRLÆKKAÐ §\ Vegna breyfinga verða seldar Terylene herrabuxur i stórum númerum. Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum. Telpna- og unglingo hettukúpur
VERÐ RÝMINGARSALAN skólavörðustíg is
o
Föstudagur 5. janúar 1973