Alþýðublaðið - 05.01.1973, Síða 10

Alþýðublaðið - 05.01.1973, Síða 10
I INNRITUN í Námsflokka Reykjavíkur fer fram i Laugalækjarskóla dagana 4. og 5. janúar kl. 5—9 siðdegis. Nýjar kennslugreinar: Kennsla i notkun reiknistokks, lestrar- kennsla fyrir fólk með lesgalla, leikhús- kynning, myndlistarkynning. Kennsla til gagnfræðaprófs (isl., enska, danska, reikningur). Kennsla til miðskólaprófs þ.e. 3. bekkjar (isl., enska, danska, reikningur). Að öðru leyti kennsla i sömu greinum og fyrr: Islenzka 1. og 2. fl. og isl. fyrir útlendinga. Reikningur 1. og 2. fl. og mengi. Danska 1. 2 og 3. flokkur. Enska lr-6. fl. Þýzka 1.—5. fl. Franska 1—3. fl. ítalska 1. og 2. fl. Spænska 1.-4. fl. Rússneska. Jarðfræði. Nútimasaga. Fundarsköp og ræðu- mennska. Verzlunarenska. Bókfærsla. Vélritun. Föndur. Smelti. Kjólasumur. Barnafatasaumur. Sniðteikning (teiknað, sniðið og saumað eftir sniðum). Nýir byrjendaflokkar i dönsku, ensku, þýzku og spænsku. Innritun i Breiðholtsskóla fer fram mánu- daginn 8. jan. kl. 8—9,30 og i Árbæjarskóla þriðjudag 9. jan. kl. 8—9,30. Á þessum tveimur stöðum verður kennd enska 1,—3. fl. og barnafatasaumur. Skólastjóri. Stúlkur - Atvinna Stúlkur óskast til verksmiðjustarfa nú þegar. Vaktavinna. Uppl. hjá verkstjóra, ekki i sima. Hf. Hampiðjan, Stakkholti4. Sjúkraþjálfar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri vill ráða sjúkraþjálfa nú þegar eða siðar eftir samkomulagi. Til greina kemur starf að hluta hjá endur- hæfingastöð Sjálfsbjargar. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri i sima 11031 eða for- stöðukona i sima 11923. F.h. stjórnar F.S.A. Framkvæmdastjóri. „SJALFSTÆÐ UTANRÍKISSTEFNA” ® á, á hverjum tima. Svo hefur einnig virst vera um þá rikis- stjórn, sem nú situr að völdum. Hið nána samstarf Norðurland- anna hefur komið fram með ýms- um hætti, eins og kunnugt er, til að mynda á vettvangi Norður- landaráðs. Ekki hvað sizt, hefur þróast náin og góð samvinna milli íslands og annarra Norðurlanda i sambandi við undirbúning mála á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Hafa utanrikisráðherrar landanna komiðsaman til fundar, árlega fyrir þing Sameinuðu þjóðanna, til að bera saman bækur sinar og reyna að marka sameiginlega stefnu i málum, sem vitað er um aö muni koma þar til umræðu. f leiðbeiningum, sem islenzka sendinefndin á 27. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, fékk i hendur frá utanrikisráðuneytinu, um afstöðu Norðurlanda til nokk- urra stefnumála, sem til umræðu koma á þessu þingi, verður ekki séð að af hálfu íslands hafi, á fundi utanrikisráðherranna i Helsingfors i haust, til undir- búnings 27. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, verið gerð grein fyrir þvi að núverandi rikisstjórn hafði aðra afstöðu til lausnar kyn- þáttavandamála Suður-Afriku eða til staðsetningar höfuðstöðvar Umhverfismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, en hin Norður- löndin. Þær gefa þvert á móti ótviræða visbendingu um að full samstaða hafi að minnsta kosti verið um fyrrnefnda atriðið. Þó skeði það hér á þinginu, að tsland skar sig úr hópi Norður- landa i viðhorfi og atkvæða- greiðslum um þessi mál. Slfk af- staða var, að dómi undirritaðs, ekki til ávinnings fyrir málstað landsins á erlendum vettvangi, siður en svo, og leiðir ekki til far- sællrar lausnar þeirra mála, sem hér um ræðir. Norðurlöndin, þar með talið Is- land, hafa haft jákvæða afstöðu til afnáms nýlendukerfisins og kynþáttamisréttis á liðnum árum. Óhætt er að fullyrða, að sú ábyrga stefna, sem þau hafa fylgt i þessum málum, hafi skapað þeim traust og virðingu hjá van- þróuðu þjóðunum, sem fastast ganga fram um afnám nýlendu- kerfisins og mest tala um órétt- læti kynþáttamisréttis. Tillaga sú, um kynþáttamis- rétti i Suður-Afriku, sem mestum ágreiningi olli og Island eitt landa úr hópi hinna svokölluðu þróuðu Sjónvarp landa, greiddi atkvæði með, ásamt vanþróuðu löndunum, gerir m.a. ráöfyrir að gripið skuli til hvers konar tiltækra aðgerða til að afmá núverandi þjóð-skipu- lag Suður-Afriku — valdabeiting með vopnum ekki undanskilin. Þá er það skoðun ýmsra, að alls- herjarþingið gengi.með þvi oröa- lagi sem er á tillögunni, inn á verksvið öryggisráðsins, sem túlka má sem brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Að sjálf- sögðu ber að fordæma kynþátta- misrétti og fá það afnumið meö friðsamlegum hætti, hvort heldur er i Suður-Afriku, Uganda, Rhodesiu eða annars staðar i heiminum. En tsland á ekki að vera aðili að þvi að það verði með þeim hætti, sem gert var ráð fyrir i umræddri tillögu, en hún var samþykkt á allsherjarþinginu. Island átti að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um hana, að dómi undirritaðs, eins og Astral- ia, Austurriki, Belgía, Kanada, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Guatemala, trland, ttalia, Japan, Kambódia, Luxembourg, Malawi, Holland, Nýja Sjáland, Noregur, Spánn, Sviþjóð og Uruguay gerðu. En gegn tillögunni greiddu atkvæði Bandarikin, Bretland og Portú- gal. Varðandi annað atriði, sem ágreiningi hefur valdið, þ.e. stað- setningu höfuðstöðvar Umhverfismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna I Nairobi I Kenya, skal tekið fram að undir- ritaður er þeirrar skoðunar, að það hafi verið misráðið, að ísland tæki sig eitt út úr hópi hinna svo- nefndu þróuðu landa, til að greiða atkvæði með vanþróuðu lönd- unum i þessu máli. Flest bendir til, að staðsetning þar, verði til að draga úr gagnsemi þeirrar stofnunar, að minnsta kosti fyrir tsland og Vestur-Evrópuþjóðir og allur rekstrarkostnaður verður svo miklu hærri en vera þyrfti, ef þær væru staðsettar, t.d. i New York eða Genf. M.a. með hliðsjón af þvi að umhverfisvandamálin verða i vaxandi mæli á komandi árum, mikilvægt viðfangsefni, sem tsland kemst ekki hjá, að fást við á alþjóðavettvangi, verð- ur að harma að fyrirsjáanlegt er, að miklu kostnaðarsamara og erfiðara verður á allan hátt, fyrir tsland, að taka virkan þátt i þvi alþjóðasamstarfi, sem hér um ræðir, vegna þeirrar ákvörðunar að staðsetja Umhverfismála- stofnunina i Nairobi. Afstaða tslands, i þessu máli, er ekki til þess fallin aö auka hróður landsins á erlendum vettvangi, siður en svo. öllu frek- ar má ætla að slikar tiltektir komi öðrum þjóðum broslega fyrir sjónir. Undirritaöur hefur ekki trö á, að sá málatilbúnaður sem hér hefur veriö rakinn, varðandi þau tvö mál, sem hér er minnzt á, skapi tiltrú á málstað okkar i landhelgismálinu, heldur hið gagnstæða. Hinar vanþróuðu þjóðir styðja okkur yfirleitt I þvi máli, fyrst og fremst vegna þess að þau eiga þar sameiginlegra hagsmuna að gæta, með okkur, en ekki af öðrum ástæðum. Viðvikjandi samstarfi og sam- vinnu við Norðurlönd, sem gert er að umtalsefni I upphafi þessarar greinargerðar, skal tekið fram, að þótt margháttað og mikilvægt samstarf hafi þróast milli þess- ara landa, á liðnum árum, er leitt til þess að vita að skort hefur á, að tslendingar hafi notið þess stuðn- ings frá þeim, I lifshagsmunamáli þjóðarinnar, landhelgismálinu, sem vonir hafa staðið til og svo hefur verið f fleiri málum, t.d. flugmálum. En það má ekki verða til þess að dregið verði úr þeirri jákvæðu samvinnu, sem tekist hefur að byggja upp á liðnum árum, eöa þeirri viðleitni að halda áfram að reyna að auka og efla norrænt samstarf, svo sem frekast er unnt, á sem flest- um sviðum og hagkvæmt og skynsamlegt getur talizt á hverjum tima. New York, 16. nóvember, 1972. MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrímslcirkju (Guðbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 2-4 e. h., sími 17805, Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall- dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesfurgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparsfíg 27. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu Flokkur bandariskra kúrekamynda i léttum tón. Lestar- rániö Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.20 „Primadonnur” Skemmtiþáttur með söngkonunum Eliza- bet Söderström og Kjerstin Dellert. t Útvarp 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleik- fimikl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Þórhallur Sigurðsson les áfram söguna „Ferðina til tunglsins” 12.00 Dagskráin. Tón- leikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir 13.00 Við vinnuna: Tón- leikar. 14.15 Heilnæmir lifs- hættir Björn L. Jóns- son læknir nefnir þáttinn: Ekki er allt matur sem i magann kemur. (endurt. þátt- ur) KAROLINA þættinum syngja þær lög úr ýmsum áttum og spjalla saman i gamni og alvöru. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Þýðandi Dóra Haf- 14.30 Siðdegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson Sigriður Schiöth les (2) 15.00 Miðdegistón- leikar: Sönglög eftir César Franck Hilde Tondeleir og Liane Jespers syngja. 15.45 Lesin dagskra næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.40 Tónlistartimi barnanna Barnakór Hvassaleitisskóla syngur jólalög undir stjórn Herdisar Odds- dóttur. Pianóleikur: Áslaug Bergsteins- dóttir. 18.00 Létt lög. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynn- ingar. 19.20 Fréttaspcgill 19.35 Cozumel Magnús A. Arnason listmálari steinsdóttir. 22.05 Sjónaukinn Umræðu- og frétta- skýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 23.05 Dagskrárlok. 20 út- segir frá dvöl sinni á eyju I Karabiahafinu. 20.00 Mozart-tónleikar Sinfóniuhljómsveitar islands i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórn- andi og einleikari: Vladimir Asjkenazý. a. Sinfónia nr. 31 i D- dúr „Haffner-hljóm- kviðan” (K385) b. Pianókonsert nr. 23 i A-dúr (K488) c. Pianókonsert nr. d-moll (K466) 21.30 „Trúnaður jarða” Þorsteinn Guðjónsson flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Útvarpssagan: „llaustferming” eftir Stefán Júlfusson HöfL undur byrjar lestur sögunnar, sem er ný- samin og áður óbirt. 22.45 Létt músik á siö- kvöldi Norðmenn, Færeyingar og Sviar halda uppi gleðskap. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. m Föstudagur 5. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.