Alþýðublaðið - 07.01.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.01.1973, Qupperneq 2
Rústirnar í Róm eru að hrynja í rústir! Útblástursgastegundir frá bil- um éta sig inn i hina miklu og frægu riddaralikneskju úr bronse, af Markúsi Áreliusi keisara, sem prýðir Campidog- lio-torgið. Eins fer um Via Appia, elzta steinlagða stræti sem um getur i heiminum, og rústir hringleikahússins Koloss- eum, frægustu byggingarústir frá þvi á blómaskeiði Róm- verja, hið gasmegnaöa loft tærir sundur steininn. Vegna hættu á hruni er feröalöngum nú þegar varnað aðgangs að vissum hluta rústanna, en þær hafa alla tið dregið að sér fleiri ferðamenn en flest það annað, sem Róma- borg hefur að bjóða. Sjálfir standa ttalir ráðþrota og hjálparvana gagnvart hinni öru hrörnun og eyðileggingu frægustu og stórfenglegustu for- tiðarminja sinna. Siðasta sum- ar, sem var hið votviðrasam- asta er komið hefur á Italiu sið- ustu 99 árin, hefur illgresið hvarvetna skotið rótum i hinum fornu rústum, i hverri sprungu og rifu á hinum þúsunda ára gömlu múrveggjum þar sem ræturnar sprengja og kljúfa út frá sér eins og fleygar, þegar þær gildna, og stuðla þannig að hægfara en óhjákvæmilegri eyðileggingu þessara óbætan- legu fortiðarminja. Enn meiri er þó eyðilegg- ingarmáttur gasmengunarinn- ar i loftinu, sem leikur um þess- ar fortiðarminjar — mengunar- innar frá útblæstri hinna ótal bila, sem bruna um stræti borgarinnar eilifu dag og nótt. Og loks er svo það, að þarna skortir alla lagfæringu og við- hald — og það riður baggamun- inn. t þessu landi sem er auöugara að fortiðarminjum, fornum listaverkum og öðrum óbætan- legum, fornum menningarfjár- sjóöum, eru nú um þrjú þúsund likneskjur og minnismerki und- Hinum heimsfrægu rústum Kolosseum-hringleikahússins verður sennilega lokað alger- lega fyrir ferðamannastraumn- um innan skamms, vegna hættu á hruni úr múrnum, en þetta hringleikahús var reist fyrir um 1900 árum. Enn geta þó ferðalangarnir fengið að skoða hið fornfræga hringsvið, ef þeir halda sig inn- Auglýsingaspjöld vara ferða- iangana á þrem heimsmálum við þeim hættum sem hvarvetna má gera ráö fyrir á hinum forn- fræga Forum Romanum — þar má gera ráð fyrir að steinblokk- ir hrynji úr hinum hrörlegu múrum eöa steinsúlur velti um koll. Slikt er tómlæti róm- verskra og italskra valdhafa gagnvart hinum óbætaniegu fornaldarminjum. Yfir 1700 ára hefur riddaralik- neskjan af Markúsi Áreliusi keisara staðiö þarna og ekkert unnið á bronzinu, sem hún er steýpt úr. En nú hefur gas- mengunin frá útblæstri bila og reykháfum efnaverksmiðja myndaö slika tæringu i brons- inu, aö hið forna likneskja riðar senn til falls. ir bráðum skemmdum, þar af um 500 i Rómaborg einni. Þann- ig er það á hinu mikia og forna torgi, Forum Romanum, þannig er það um hina frægu byggingu, Basiliku Santa Maria Maggiori og Spænsku þrepin. Arlega leggja ferðamenn svo milljón- um skiptir leið sina þarna um garð, og aliskonar þjónusta við þá er ein tekjumesta atvinnu- grein þjóðarinnar. Um það bil 5000 ferðamenn koma daglega og skoða Kolosseum að meðaltali. Þær voldugu rústir standa ferða- mönnum opnar enn að visu, en þó ekki nema að nokkrum hluta. Þeir veröa að ganga inn á hið mikla hringleikasvið, sem Flavius keisari lét gera, um af- girtan gangveg, þar sem rán- dýrunum var áður sleppt laus- um, ýmist gegn hinum hraustu og harðskeyttu skilmingaþræl- um, gladiatorunum, eða varnarlausum kristnum körlum og konum, rómversku keisurun- um, hirð þeirra og þegnum i Róm til kærkominnar dægra- styttingar. Bandariskur margmilljónari, Thomas Merrick að nafni, hefur boðist til að bjarga hinum forn- fræga hringleikahúsi frá eyði- leggingu, en aðeins með vissum skilyrðum. Hann býðst til að kaupa hinar fornu rústir á eina milljón dollara, láta endurreisa þær og lagfæra eftir þvi sem með þarf, og láta siðan ferðá- langana greiöa viðgerðarkostn- aðinn með aögangseyri sinum. Borgarstjórnin i Róm og aðrir viðkom. valdhafar töldu þetta tilboð milljónamæringsins bæði óviðeigandi og særandi — eins eftir að hann hækkaði tilboð sitt i tiu milljónir dollara. Samt sem áður geta viðkomandi valdhafar ekki lagt fram nauðsynlegt fé til að standa straum af áætluðum viðgerðarkostnaði — þó að ekki | væri gert nema það allra nauð-; synlegasta til að stöðva eyði- i Kona fædd undir KRABBAMERKI Heimiliö og fjölskyldan er þeirri konu yfirleitt hiö mikilvægasta og öll heimilisumsjá fer henni vel úr hendi. Hún þarfnast ör- yggis og verndar, og leitar yfir- leitt hvoru tveggja i hjónaband- inu. Hún er oft geðrik og fýsna- heit, en á stundum ærið mis- lynd. Hún á það til að vera ást- rik og opinská öðru veifinu, en siðan þegjandaleg og afundin og frábitin öllum ástaleik, án þess nokkur ástæða virðist fyrir hendi. Vegna skorts hennar á öryggiskennd getur hún orðið mjög háð eiginmanni sinum. Hún gerir oft miklar kröfur, og þá einkum til eiginmanns sins, og getur orðið fyrir miklum vonbrigðum ef hann uppfyllir þær ekki. Hún mótast mjög eftir þeim áhrifum, sem hún verður fyrir af hálfu fjölskyldu og vina og tekur mikiö tillit til skoðana þeirra. Hún getur verið drottn- unargjörn og ráðrik við maka og ástvini, og oft bregöur fyrir þrákeikni i skapgerð hennar. Nokkuð getur dregið úr mis- lyndi hennar þegar þær kröfur, sem hún gerir varðandi öryggi sitt, hafa verið uppfylltar. Hafi hún gefið manni hjarta sitt, kemur það naumast fyrir að hún yfirgefi hann, nema hann bregðist henni i meira lagi. Yfirleitt er hún manni sinum trú og traust fjölskyldu sinni og um-. hyggjusöm. Hún er mjög barn- góð og eignast oft stóra fjöl skyldu. Hún er gædd mjög sterkri ábyrgðartilfinningu, og hún er fús að helga heimili sinu og fjölskyldu allan tima sinn, ef þessgerist þörf. Vegna þess hve tilfinningar eru oft innibyrgðar, hættir henni við að imynda sér mótgerðir og móðganir og taka sér slikt nærri. Krabbamerkiskona og karl- maöur, fæddurundir HRÚTSMERKI, 21. marz—20. april. Þó að karlmaður þessi sé i eðli sinu og skapgerð all ólikur henni, er ekki þar með útilokað að þau geti orðið hamingjusöm saman. Hann mun að visu þurfa að gæta tungu sinnar, vegna þess hve auðsærö hún er og hve henni hættir við að taka nærri sér imyndaðar móðganir. Hún er oftast nær ágæt húsmóðir, stjórnar öllu heimilishaldi af mikilli prýði en mundi taka hon- um öll afskipti heldur illa upp. Ef til vill sættir hann sig ekki vel við móðurlega umsjá hennar, og auðsýni henni ekki þá athygli og þakklæti sem hún álitur sig eigaskilið. Hann er dugmikill og athafnasamur, og mundi eflaust fást viö ýmsar framkvæmdir, sem ekki tækju til hennar. Ýmis vandamál gætu þvi sagt til sin i sambúðinni, en það mætti leysa þau friðsamlega og á viðunandi hátt, ef bæði vildu til þess nokk- uð á sig leggja. Krabba merkiskona og karl- maöur fæddur undir NAUTSMERKI, 21. apríl—21. maí. Það er margt sem mælir með þvi að hjúskapur tækist með þessum aðilum og ekkert lik- legra en að þau geti orðið ham ingjusöm i hjónabandinu. Hann er eiginkonu sinni venjulega Stjörnuspekin spurð álits um sambúðina mjög nærgætinn, og ástriki hans og umhyggja mundi vekja með henni öryggiskennd. Hann er maöur heimiliselskur, og hæfi- leiki hennar til að skapa rólegt og vingjarnlegt andrúmsloft innan fjögurra veggja heimilis- ins mundi hann kunna vel að meta. Þar sem hann er hvorki gagnrýninn né strangur að eðlisfari, ætti fátt að verða þeim til sundurþykkju. Og þó að hún gerist þegjandaleg mundi hann ekki taka sér þaö svo ýkja nærri — þögnin og kyrrðin á ekkert illa við hann. Sennilega myndi hann þiggja og kunna vel að meta móöurlega umhyggju hennar og nostur við hann, og endurgjalda henni i rikum mæli. Hugmyndaauðgi hennar og mis- lyndi gæti fyrst og fremst orðið honum til tilbreytni, og komið i veg fyrir að honum leiddist og fyndist hjónabandið fábreyti legt. Hjónabandið gæti þvi hæg- lega orðið þeim báðum affara- sælt. Krabbamerkiskona og karl- maöur fæddur undir TViBURAMERKI, 21. mai—20. júní Flest mælir gegn þvi að þessir aðilar gangi i hjónaband. Það gæti leitt af sér margvisleg vandamál. Hann hefur öllu meiri áhuga á andlegum félags- skap en holdlegum vökum, og er hætt við að hann fullnægði illa þörfum hinnar tilfinningariku og fýsnamiklu konu. Það er eins vist að hann sætti sig illa við móðurlega umhyggju hennar og nostur, taki það sem ráðriki hennar. Hins vegar er nokkurn- veginn vist að hún kjósi heldur að halda sig heima i kyrrð og næði heldur en að þjóta með honum um allar trissur i leit að einhverju æsilegu og ævintýra- legu. Honum gæti veizt örðugt að skilja hana, þegar hún móðg- ast að þvi er virðist að ástæðu- lausu og dregur sig inn i skel sina, þögul og þver. Hann er yfirleitt ekki sérlega heimilis- rækin, en hún oftast nær mjög legginguna i bili, mundi það kosta um fjörutiu milljónir tekinn er af ferðalöngunum — og hingað til hefur verið tekinn til annarra nota. En gagnger viðgerð mundi aldrei kosta minna en 300 milljónir. Og ef fullnægjandi viðgerö ætti að fara fram á hinum 3000 minn- ingarminjum öllum, sem liggja undirbráðum skemmdum á öllu landinu mundi sá kostnaður nema þúsundum milljóna króna. ,,Og itölsk stjórnarvöld virðast ekki hafa minnsta áhuga á verðveizlu þessara frægu og óbætanlegu minja”, segir i italska blaðinu, Paesa sera. Þannig hefur það þó ekki allt- af verið. Um það leyti sem unnið var fyrst að skipulögðum upp- greftri fornminja i landinu, eða á 18. öld, var þessum fornu ræðisherra sat að völdum, var honum það mjög i mun að brýna þjóðina til dáða með þvi að halda hinum forna menningar- arfi hátt á loft. Undir lok valda- tima sins, 1943, varði Mussolini meira fé til viðhalds þessum menningararfi en allar rikis- stjórnir þar i landi eftir strið hafa varið til þeirra hluta sam- anlegt. Borgarayfirvöld og rikis- stjórnir og þeirra ráðuneyti hafa ekki getað sameinast um nauðsynlegar aðgerðir, eða komið sér saman um hvaða að- ilar ættu að bera kostnaðinn, eða hvernig bæri að skipta honum. Þegar svo hefur verið leitað til sjálfboðaliða siðustu fjögur fimm árin til að reita marka á ári, eða jafn mikið og aðgangseyrir sá. nemur sem mesta illgresið og lagfæra sitthvað smávægilegt, voru þeir með öllu vankunnandi, og gerðu einungis að vinna meiri skemmdarverk en til lagfæring- ar, og hrundi viöa úr múrnum þegar rætur illgresis voru rifnar úr sprungunum. Þegar siðastliðið rigningar- sumar hrundu 30 m háir múrar Caracalla-vatnsleiðslunnar og súlur og steinbogar i rústum hinna fornu bygginga á Pala- tinsku hæðunum. Þá hrundi og mikið af múrverki við efstu sætaraður Kollosseum-hring- leikahússins og þriggja metra breið sprunga kom á múrana á einum stað i 47 m hæð frá jörðu. Og þá gerðist það, að Róm- verjarnir, sem horft hafa á með menningarminjum allur sómi sýndur. Og þegar Mussolini ein- Sunnudagur 7. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.