Alþýðublaðið - 07.01.1973, Síða 5
forystuna. En yfirleitt
fagnar eiginmaðurinn þvi
að konan eigi frumkvæðið
og tekur það sem viður-
kenningu.
Útivinnandi eiginkonur
stofna hjónabandinu iðu-
lega i alvarlega hættu með
þvi að telja sjálfum sér trú
um að þær séu of þreyttar
til að taka frumkvæðið i
rekkjuleikjum eftir langan
og strangan vinnudag.
Skýringin er þó oftast nær
sú, að þær nenna ekki að
leggja það á sig. Fari allt
með felldu kemur það
sjaldan fyrir að karl eða
kona séu of þreytt til
þeirra framkvæmda.
Þvert á móti eru samfarir
eitthvert öruggasta ráðið
gegn þreytu.
Aftur á móti er sú
„þreyta” annars eðlis,
sem valda kann getuleysi
karlmannsins, einkum ef
hann er komin yfir miðjan
aldur. Hann finnur ekki
hjá sér sömu þörf til jafn
tiðra samfara og áður, en
það þýðir hins vegar alls
ekki að hann sé ekki þurf-
andi fyyir kynmök. Og
hann fellir sig ekki heldur
við skammtinn, „einu
sinni i mánuði”, sem mið-
aldra eiginkona hans telur
við hæfi. Eigi að siður álita
margir eiginmenn það
eins og annað óhjákvæmi-
legt að kynlifið fjari þann-
ig smám saman út, þvi fer
l'jarri. Sé kynlifinu haldið
við, kemur það naumast
fyrir að karlmaðurinn
endurheimti ekki sjálfs-
Iraust sitt.
Og eiginkonan verður
alltaf að hafa það hugfast,
að sé eiginmaðurinn i
rauninni getulaus, þá er
það á hennar valdi að
draga til muna úr von-
brigðunum. Á stundum
má jafnvel breyta getu-
lausum manni i undur-
samlegan elskanda, ein-
ungis el' konan telur hon-
um trú um að hann sé það.
Það sorglega er aftur á
móti að flestar eiginkonur
gleyma þvi eftir að hafa
verið fimm til tiu ár i
hjónabandinu að segja
eiginmanninum hve óvið-
jafnanlegur hann sé þeim i
rekkjunni. Og þetta er þó
einmitt það, sem karlmað-
urinn kýs helzt að heyra.
Það er þakklæti eiginkon-
unnar og hvatningarorð,
sem gela orðið til þess að
miðaldra karlmaður hljóti
bæði fullnægingu og veiti
sem sprækur og ungur
elskandi.
gi hans máske að dofna
ÆNGINNI
ingjuárum til viðbótar,
einungis ef unnt reynist að
grafast fyrir rætur meins-
ins. Þær leynast undan-
tekningarlitið i undirmeð-
vitund hennar.
En karlmaðurinn getur
einnig átt við sin vanda-
mál að glima. Undantekn-
ingarlitið þjáist sérhver
karlmaðureinhverntima á
ævinni af getuleysi, og
þegar það á sér stað, kyn-
okar hann sér við að tala
um það, annað hvort
vegna þess að hann álitur
að hann geri sig að at-
hlægi, eða að hann veit
ekki hvert hann á að snúa
sér. Sennilega kemur hon-
um sizt af öllu i hug að
ræða slikt við eiginkonu
sina. Þvert á móti leynir
hann þvi vandlega með
sjálfum sér og lætur sem
hann hafi i bili misst alla
löngun til kynmaka.
En þarna fer hann
skakkt að, þvi að sú mann-
eskja sem að minnsta
kosti ætti að geta læknað
hann af getuleysinu frem-
ur en nokkur annar aðili,
er einmitt eiginkona hans,
þvi miður eru þær eigin-
konur þó allt of margar,
sem ekki hafa hugmynd
um hvað býr á bak við
sjálft orðið „getuleysi”.
Getulaus er sá maður,
sem ekki getur gagnast
kvenmanni svo i lagi sé, og
það getur hent hvaða karl-
mann sem er og hvenær
sem er, eftir að hann er
orðinn kynþroska.
Sem betur fer er svo að
segja undantekningar-
laust unnt að ráða bót á
þvi meini, þori viðkom-
andi karlmaður einungis
að horfast i augu við hina
sálfræðilegu orsöku getu-
leysins. Þar er orsakar-
innar oftast nær að leita,
og það er alls ekki nauð-
synlegt að sú leit sé gerð af
sálfræðingi. Nærgætin,
samúðarrik og skilnings-
góð kona er mun betur til
þess fallin.
Konu, sem kemst að
raun um að getu mannsins
er ábótavant, ber að taka
þvi með ró. Hún verður að
gera sér ljóst hve nauð-
synlegt það er að hún leyni
áhyggjum sinum. Heilla-
vænlegasta ráðið er að hún
auðsýni eiginmanni sinum
alla bliðu — án þess að
krefja hann kynmaka.
Finni sér jafnvel ein-
hverja afsökun sjálf til að
komast hjá allri viðleitni
hans i þá átt, að minnsta
kosti i nokkrar vikur, en
umvefji hann stöðugt
ástúð sinni. Það verður
oftast nær til að vekja
getu eiginmannsins á nýj-
an leik.
Getuleysi getur stafað af
ótta og kviða, einkum ef
um er að ræða ungan
mann, sem er að byrja
kynmök. Þá er það oft ótt-
inn við getuleysið, sem
veldur getuleysinu. Þegar
hið mikla andartak rennur
upp, að hann á að sanna
karlmennsku sina, kemst
hann i slikt uppnám, að
hann er að þvi kominn að
gefast upp að óreyndu —
af hræðslu við ósigur sinn.
Enn getur getuleysið
stafað af þvi, og það á sér
einmitt oft stað um unga
menn og nýkvænta, að
sáðlausnin á sér stað löngu
áður en til er ætlast. Þetta
er einkar auðmýkjandi
fyrir karlrnanninn. Hann
er sumsé lélegur elskandi
hugsar hann. Þegar þann-
ig fer, er bezta lækningin
að byrja sem fyrst á nýjan
leik. Kannski eftir nokkrar
minútur eða eina eða tvær
stundir, og fari enn á sömu
leið, þá i þriðja skiptið
sem fyrst aftur, eða fjórða
ef með þarf — en um að
gera að hafa biiið á milli
eins stutt og unnt er, svo
að manninum gefist ekki
timi til ótta og kviða, þvi
að það margfaldar hætt-
una að sjálfsögðu.
Þá kemur i ljós hætta á
vangetu, þegar eiginkonan
hefur alið eiginmanninum
frumgetning þeirra. Að
þvi er séð verður er eigin-
maðurinn hinn hreyknasti
af króanum, en uppgötvar
það svo allt i einu og fyrir-
varalaust, að hann er
getulaus. Ef til vill óttast
hann að skapa vöðvar kon-
unnar hafi slaknað svo við
barnsburöinn að kynmök-
in veiti honum ekki sömu
ánægju og áður. Þegar
þannig er ástatt, getur
eiginkonan helzt bjargað
hlutunum við. Yfirleitt
læra konur það nú hvernig
þæreiga að þjálfa viðkom-
andi vöðva iil endurhæf-
ingar eftir barnsburðinn,
en þvi miður vanrækja það
margar þegar frá liður. Ef
til vill finnst eiginmannin-
um einnig að konan taki
króann fram yfir hann.
Það er i sjálfu sér ekki
nema eðlilegt að hann
l'inni til nokkurrar af-
brýðisemi gagnvart barn-
inu, en ef hann gerir sér
ekki grein fyrir þvi, á hann
þaö á hættu að verða getu-
laus — af al'brýðisemi.
Afleiðingin verður sú að
hjónin ljarlægjast smám
saman hvort annað. t stað
kynmakanautnar kemur
gagnkvæmur kuldi. Við
sliku verður að reisa rönd
þegar i stað, og á þann
hátt að hjónin ræði vanda-
málið sin á milli. Annars
fer svo að andúð hennar á
starfi eiginmannsins og
allri athöfn, og andúð hans
á henni leggur hjónarúmið
undir sig með þeim afleið-
ingum að hann verður ó-
læknanlega getulaus og
hún kyndofin.
Konan getur ráðið miklu
um að stöðva slika þróun
eða koma i veg íyrir hana,
með þvi að skipta athygli
sinni og áhuga jaínt á milli
barnsins og eiginmanns-
ins, og með þvi að sjá svo
um að kynlifið beri svip
stöðugrar endurnýjunar,
en aldrei gæti þar stöðnun-
ar og hversdagsleika. Nýr
náttkjóll, nýtt ilmvatn,
smávægileg uppfinninga-
semi i rekkjunni — þetta
getur hæglega orðið til að
vekja ky nmakalöngun
eiginmannsins eins og
tölraorð. Að sjálfsögðu
getur sú eiginkona, sem
alltaf hefur látið mánnin-
um eftir frumkvæðið átt
þarna erfitt um vik. Ef til
viil óttast hún að eigin-
manninum finnist hún á-
leitin um of, ef hún tekur
HONUM TIMASPRENGJU?
þakklátari og hamingjusamari en raun ber vitni? Það eiga svörin við eftirfarandi
) Já, það gerir hann
fúslega.
. Ljómar hann af
gleði, ef hann —
algerlega óvænt
— rekst á yður i
borginni?
) Jafnvel þótt hann sé i
góðu skapi, setur hann
upp gremjusvip óðara
er hann sér vður.
) Já, hann verður yfir
sig hrifinn.
) Já, eins og hann vilji
gefa yður til kynna að
þér hafið bjargað deg-
inum.
. Hvernig kemur
fram áhugi hans á
klæðaburði yðar?
A) Hann sýnir þvi yfirleitt
ekki minnsta áhuga.
Þér gætuð gengið i
gauðrifnum strigapoka
þess vegna, án þess
hann veitti þvi athygli.
B) Hann sýnir yður mest-
an áhuga klæðlausri.
C) Hann lætur ánægju
sina og aðdáun jafnan i
ljós.
7 Kemur hann yður
öðru hverju á ó-
vart með þvi að
gefa yður smá-
gjafir?
A) Þér munduð detta nið-
ur dauð af undrun, ef
slikt kæmi fyrir.
B) Nei, það er svo algengt
að hann geri það, að
það kemur yður ekki á
óvart.
C) Já, það gerir hann oft.
8 Á hann það til að
bjóða yður út á
kvöldin?
A) Ef það kæmi fyrir,
mundi yður strax detta
i hug að þar lægi fiskur
undir steini?
B) Hann býður yður ekki,
en álitur sjálfsagt að ef
hann hafi löngun til að
fara út, sé einnig svo
hvað yður snertir.
C) Nógu oft til þess að þér
hafið ekki yfir neinu að
kvarta.
9. Minnist hann oft á
það við yður, að
þér séuð falleg?
A) Nei, ekki einu sinni þó
að hann sé slompfullur.
B) Ekkieinungis „falleg”,
heldur og „yndisleg”
og „fullkomin” og aðra
ástúðlega gullhamra.
C) Já, það gerir hann
reyndar oft.
10. Er hann örlátur
við yður?
A) Einungisá skammir og
ónot.
B) Þið eigið allt sameigin-
lega.
C) Þér þurfið ekki að
kvarta.
11. Eru tilfinningar
hans gagnvart yö-
ur jafn róman-
tískar og þegar
þið voruð nýgift?
A) Á að taka þetta sem
fyndni, eða hvað?
B) Þær verða stöðugt
rómantiskari með
hverjum deginum —
eða öllu heldur nóttinni
— sem liður.
C) Það væri ef til vill of
mikið sagt — en þér
hafið ekki yfir neinu að
kvarta.
12. Hvernig mundi
hann taka þvi, ef
þér yfirgæfuð
hann allt i einu?
A) Hann mundi verða ut-
an við sig — af hrifn-
ingu.
B) Hann mundi verða ut-
an við sig — af sorg.
C) Hann mundi ekki fá
skilið hvað hann hefði
brotið af sér við yður.
MM SVÖR Á NÆSTU SÍÐU
Sunnudagur 7. janúar 1973
0