Alþýðublaðið - 09.01.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 09.01.1973, Side 3
mvinnubankinn var ekki lengi að aura saman 78,8 milljónum SÍS OG KAUPFÉLÖGIN LEGGJA DRJÚGT í PÚKKIÐ Vitað er, að Samvinnubankinn hf. hefur þegar fengið hlutafjár- loforð að fjárhæð 78,8 milljónir króna, sagði Pétur Erlendsson, skrifstofustjóri Samvinnubank- ans, i viðtali við blaðið i gær. Samkvæmt heimild um að auka hlutafé sitt i 100 milljónir króna, hefur Samvinnubankinn haft i gangi hlutafjársöfnun undan- farna mánuði. Hlutafé Samvinnubankans hf. er 16 milljón krónur. Aðaluppi- stöðuna i þvi eiga Samband isl. samvinnufélaga og einstök kaup- félög. Höfðu þessir aðilar og aðrir fyrri hluthafar frest til 1. sept. siðastliðinn, til að skrifa sig fyrir nýjum hlutum i samræmi við hlutafjáreign sina. Þá hefur meðlimum samvinnu- félaga staðið til boða að gerast hluthafar, og eins og áður greinir, er nú kunnugt um hlutafjárloforð fyrir 78,8 milljón krónum, þ.e. 62,8 milljónum króna nýs hluta- fjár. Ennþá hafa ekki borizt gögn um hlutafjársöfnun viða úti á landi, en stefnt er að þvi að safna þvi hlutafé, sem heimild er fyrir á þessu ári. Banaslysum fækkaði verulega á árinu 1972 Banaslysum fór verulega fækk- andi á siðasta ári miðað við árið áður. 1 fyrra fórust 58 tslendingar en 82 árið þar áður. Einnig var nokkrum færri bjargað úr lifs- háska i fyrra en árið áður, eða 141 á móti 149. Þessar upplýsingar er að finna i ársskýrslu Slysavarnafélags ts- lands um slys og bjarganir. Jafn- margir létust i umferðarslysum bæði árin, eða 24, en athyglisverð er l'ækkun látinna i sjóslysum og drukknunum. Hefur þeim fækkað úr 36 árið ’71 niður i 21 i fyrra. Einnig hefur slysum af ýmsum örðum orsökum, svo sem af bruna, byltu, voðaskoti, vegna snjóflóða, orðið úti o.fl., fækkað úr 19 i 11. Tveir fórust i flugslys- um i fyrra, en þrir árið áður. Björgunum úr lifsháska hefur heldur fækkað, sem fyrr segir, nema úr þrem flokkum háska. Þar ber fyrst að nefna bjarganir úr ám og vötnum, sem urðu 28 i fyrra, en 10 árið áður. Bjarganir frá drukknun á rúmsjó, 26 á móti 19, og bjarganir úr brennandi skipum, 11 á móti einni árið ’71. Fækkun varö mest á björgunum úr strönduðum skipum, eða úr 22 árið '71, niður i sex i fyrra. — Það er leikur að læra Sólskin og skiöaiðk- anir fara saman aö vctrarlagi i Vestur- Þý/.kalandi. I.angt er nú um liöiö frá þvi aö tekin voru upp námskeiö fyrir börn i skiöaiökun, jafn- vel allt frá tveggja ára aldri. llins vegar hefur cnn ekki teki/.t aö finna hagstæðustu kennsluað- feröina. Martin Puchtl- er. sá er fann upp hin frægu mini-skiöi og stjórnar skiöaskóla i Noröur-Bavariu i Suö- ur-Þýzkalandi, telur nú, aö liann liafi fundiö liana. Ilaiin lætur börn- in ..leika sérá skiöum", rétt eins og þau væru aö leika kúreka og indiána eöa i feluleik. t liita lciksins hverfur þeim sinám saman allur ótti viö aö detta. í kjiilfar þcss kcmur alit annaö af sjálfu sér, segir Puchtler þessi. Á lil- raunanámskeiöi i Sviss- landi sýndi og kynnti Puchtler nýju skiöin sin, sem eru fislétt og nokkru hrciöari en venjulegt er. Hægt er aö vera á þcim á hvers konar skóm, jafnvel stigvélum. Og það er ekki verra, aö þessi skiöi ásamt nauðsyn- iegunt skiöaslöfum eru afar ódýr. EFTIR JAPL QG SAMNINGAÞOF Óðals- bændur hafa sín ráð við verð- bólgunni Með hækkandi sól hefur verðlagið á veitingastaðnum Óðali lækkað, að þvi er kom fram þegar Haukur Hjaltason veitingamaður, kynnti frétta- mönnum nýlega fyrirhugaðar breytingar á veitingastað sin- um við Austurvöll. Þegar hafa nokkrar breyt- ingar verið framkvæmdar, og hefur staðurinn allur tekið á sig nýjan svip. Brotajárns- hlutir skreyta nú veggi staðar- ins og er lýsingu komið fyrir i þeim, jafnframt sem gegn- sæjar myndskreytingar eru nú fyrir gluggum i stað glugga- tjalda. Þá hefur verið komiö fyrir stórum ámum sem innihalda sérstakan Óðalsmjöð, sem drukkinn er úr krúsum gerð- ur hefur vei'ið nýr matseðill og hefur verðlag verið lækkað nokkuð. Þannig kosta t.d. lambahryggssneiðar með rauðvinssósu 375 kr. svo eitt- hvað sé nefnt. Að sögn Hauks veitinga- manns , er einn aðaltilgangur- inn með breyttu rekstursfyrir- komulagi sá, að sem flestir geti neytt hádegis- og kvöld- verðar á staðnum án sérstaks tilefnis. Fleiri breytingar eru væntanlegar með vorinu.— Samningaviðræður IATA flug- félaganna um fargjöld yfir Norður Atlantshafið, fóru út um þúfur um jólin og hefur ekki enn verið boðað til nýrra samninga- viðræðna, en semjist ekki fyrir fyrsta april n.k. geta félögin ákveðið fargjöldin sjálf, hvert i sinu lagi. Blaðið hafði samband við Birgi Þorgilsson hjá Flugfélagi tslands, og sagði hann að þetta væri með versta samingaþófi sem Frá Grindavik róa um 50 bátar i vetur sagði Hjalti Magnússon i viðtali við blaðið i gær. Fjórir bátar hafa þegar róið með net, en annars verða stundaðar veiðar með linu, troll og þorskanet, auk loðnuveiða. Stöðugt bætast nýir bátar i flota Grindvikinga, og á siðasta ári voru keyptir þangað fjórir bátar, þeirra á meðal Birtingur frá Norðfirði, og Hannes Hafstein frá Seyðisfirði, báðir um 300 tonna bátar. Sæmilega hefur gengið að manna bátana, og fara þeir nú sem óðast til veiða næstu daga. Ekki er hægt að segja það sama um vinnslustöðvarnar i orðiðhefur, um fargjöld á þessari leið. Þó taldi hann nokkurnveginn ljóst, að fargjöld IATA félaganna myndu lækka eitthvað á leiðinni, mismunandi mikið eftir skilyrð- um. Orsakir þessara deilna eru einkum þær, að fjöldi leiguflug- félaga, utan IATA, bjóða mjög lág fargjöld yfir hafið, og þvi telja ýmis félög innan IATA, að þau þurfi að lækka sin fargjöld veru- lega til að standast samkeppnina. landi, og er nokkur uggur i mönnum vegna manneklu við þær. Nú framanaf er helzt lagt fyrir ufsa til flökunar og söltunar. Annars verður fiskur bæði frystur og saltaður. Eins og annars staðar gera menn sér vonir um að geta fryst sem mest af loðnunni en annars verður hún brædd, sem og allur fiskúr- gangur úr annarri vinnslu. Undanfarið hafa verið stöðugar lemjur á sunnan, suð- austan, suð-vestan og allt i vestan átt. Ef ekki skipast til batnaðar, háir það minni bát- unum. Búið er að bæta skemmdir FORU IATA VIORÆÐUR Otum ÞIÍFUR Hafa sum þeirra nú þegar óskað eftir að fá að stórlækka fjargjöld sin. Aðspurður hvort lækkun IATA fargjalda á N-Atlantshafsleiðinni hefði áhrif á fargjöld leiguflug- félaga á sömu leið, svaraði Birgir að leigufélögin gætu vart lækkað meira. Þau hefðu nú mjög góða sætanýtingu, og byggðu rekstur sinn á lágmarkskostnaði, og þvi væri nær óhugsandi að þau gætu lækkað fargjöld sin hlutfallslega og önnur félög á leiðinni. sem urðu i tveim stórbrimum i fyrravetur, og endurnýja varnargarðana með hleðslum úr allt upp i 10 — 15 tonna stein- um. Hins vegar tókst ekki að steypa plönin ofan á bryggj- urnar, eins og til stóð, og biður það næsta sumars úr þessu. Dýpkunarskipið Grettir hefur að undanförnu unnið við dýpkun hafnarinnar og vinnur enn. Er það til mikilla bóta. Beita fyrir linuveiðar mun vera næg, en ekki alveg að sama fKaþólsk messa' í Skálholti í fyrsta sinn trá siða- skiptum l sumur gerðist það i fyrsta sinn frá siðaskiptum, að kaþúlskur prestur messaði i Skálholti. Scgir frá þessu i nýjasta liefti Kirkjuritsins. Það var sunnudaginn 30. júli i sumar, að iitill hópur rómversk-kaþólskra manna kom að Skálholti. Mcnn þessir voru frá Austurriki. Prcstur var i hópnum, og fékk hann lcyfi til að messa að sitium sið i Skálholtskirkju. Slik messa hefur ekki verið sungin á staðnum frá siða- skiptum. skapigóð þar sem nær eingöngu er um að ræða Norðursjávar- sild. En allt er hey i harðindum, og við hana verður að notast, enda þótt ólikt verr aflist á hana en góða tslandssild. Enda þótt Grindvikingar kunni að sakna þess að hafa ekki meiri afkastagetu til bræðslu, þegar loðnan kemur, horfa þeir björtum augum til vertiðarinnar, og ekki örgrannt um, að einhverja hafi dreymt fyrir góðum afla. Óttast helzt manneklu við fiskvinnslustöðvarnar GRINDAVIKURPISTILL Þriöjudagur 9. janúar 1973 Q

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.