Alþýðublaðið - 09.01.1973, Page 5
Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Biörgvinsson (áb).
Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10.
— Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
BRAUÐ OG LEIKIR
Viö islendingar hrósum okkur
gjarna af öllum þeim miklu
l'ramförum. sem oröið hafa i
landinu á örfáum áratugum. Við
segjum þá, að við séum ekki
lengur eftirbátar annarra
þjóða. Þá eigum viö yfirleitt við
liluti eða aðstæður, sem eru já-
kvæðir, svo sem góða heilsu-
gæ/.lu, og sjúkrahjálp, rýmilega
afkomu og annaö þess háttar.
En hinar miklu umhrevt-
ingar, sem orðið hafa á islenzku
þjóðfélagi á umliönum ára-
tugum, liafa einnig sinar
skuggahliðar. Við erum ekki
heldur neinir eftirbátar annarra
þjóða i hegðan, sem ekki er af
hinu góða eða til að hrósa sér
af Það er t.d. öllum kunnugt,
liversu alls kyns afbrot og of-
beldisverk hafa aukizt gifurlega
á íslandi á umliðnum árum og
það alvarlegasta i þvi öllu sam-
an er það er æskan i landinu,
sem stendur að mikluni meiri-
hluta þessara afbrota og of-
beldisverka.
Það þýðir ekkert að loka
augunum fyrir þvi lengur, að
félagsleg afstaða unglinga og
æskufólks til meöborgara sinna
er orðin stór-alvarleg og það cr
tilgangslaust að halda þvi fram,
að þessi afstaða sé aðeins rikj-
andi hjá tiltölulrga litlum hópi
unginenna. Virðingar- og sam-
kenndarleysi gagnvart öðrum
er orðið mjög rikt og almcnnt
hjá islenzkum unglingum og hjá
suinum brýzt þessi afstaða út i
afbrotahneigð og öfugugga-
liætti, sem m.a. er sprottið af
þvi lifsviðhorfi, að unglingurinn
beri ekki einu sinni ábyrgð á
sjálfum sér og frainkomu sinni
lieldur hvili öll sök á „hinum”,
— þjóðfélaginu, foreldrunum,
eldri kynslóðinni, skólanum, fé-
lögunum — einhverju öðru, en
viðkomandi sjálfuin.
En livers vegna er þetta
svona? Astæðurnar eru sjálf-
sagt margar. Sú er sennilega
injög rik, að i nútima þjóðfélagi
er unglingurinn ekki lengur
skapandi þátttakandi, heldur
þiggjandi áhorfandi. Hann
þekkir fátt annað en að krefja
aöra, veit sjaldnast hvaða erfiði
það kostar þessa „aðra” að
inæta kröfum hans og á litinn
sem engan þátt i aö skapa þau
lifsgæöi, sem hann gerir svo
ákafa kröfu til að fá að njóta.
Hins vegar stendur svo eldri
kynslóðin. sem þorir ekki lengur
að segja nci, ekki af ótta við
börn sin, lieldur e.t.v. af ótta við
þær uppeldislegu kenningar,
sem hún sjálf hefur skapað og
mótast fyrstog fremst af þvi, að
þjóðfélagið liafi ekki lcyfi til að
banna börnum frckar en það
eigi að liafa lcyfi til að refsa
börnum. HVAÐ ER SVO EIN-
KENNIEEGT VID það þótt
árckstrar verði, þcgar einstak-
lingurinn svo að segja á einni
nóttu breytist úr barni i fullorð-
inn mann og þarf þá skyndilega
að mæta þeim boðum, bönnum
og refsingum, seni eldri kyn-
slóöin hefur sett sjálfri sér að
hlita og tilvera samfélagsins
byggist á, þvi ekkert slikt getur
þrifizt án reglna.
Alvarlegastir verða þó e.t.v.
árekstrarnir milli kynslóða,
þegar sú kröfukynslóð, sem nú
er að vaxa úr grasi, fullorðnast
og á þá sjálf að fara að bera
kostnaöinn af kröfunv annarra.
Ef við litiim af fullri hreinskilni
á þróun mála hér á landi á
undanfönuim árum. þá hljótum
við að játa, að þeir unglingar,
sem kröfuharðastir voru um
livers konar félagslega fvrir-
greiðslu á meðan þeir voru i
sköla, urðu að námi sinu loknu
kröfuharðastir allra um launa-
kjör og gripu þá á stundum til
þess ráðs að brjóta allar viður-
kenndar leikreglur i samninga-
inálum aðeins til að fá sitt fram
og þá auðvitað á kostnað ann
arra, beint eða óbeint.
Það er sjálfsagt að gera allt
sem liægt og eðlilegt er svo allir
i okkar samfélagi geti komizt til
þroska. En það verður ekki gert
meö þvi að gera ákveðinn liluta
þjóðarinnar að áhorfendum sem
livorki liafa þekkiugu á lifi
þjóðarinnar eða áhuga á að taka
þátt i daglegum störfum hennar
og kunna fátt annað en að
heimta brauð og leiki.
BORGARBÚAR SKATT-
PÍNDIR AÐ ÚÞORFU!
Fimmtudaginn 21. desemberj
s.l. afgreiddi borgarstjórn |
Reykjavikur frá sér fjárhags-
áætlun ársins 1973. Eins og kunn-'
ugt er gerir áætlunin ráð fyrir gif-!
urlega auknum álögum, bæði
beinum álögum og griðarmiklum
hækkunum á þjónustugjöldum
svo sem á rafmagni, hitaveitu-
gjöldum, fargjöldum með stræt-
isvögnum o.s.frv.
Vinstri flokkarnir i borgar-
stjórninni — Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag, Framsóknar-
flokkur og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna — höfðu nú i annað |
sinn algera samstöðu um afstöðu |
til fjárhagsáætlunarinnar og til- i
löguflutning i þvi sambandi.
Gerðu fulltrúar vinstri flokkánna
grein fyrir stefnu flokka sinna i
ræðum á borgarstjórnarfundin-
um. í ræðu sinni við þetta tæki-
færi sagði Björgvin Guðmunds-
son, borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins, m.a. á þessa lund:
Fjárhagsáætlun sú, sem hér er
til umræðu, ber öll hin sömu ein- '
kenni og fjárhagsáætlun sú, sem !
afgreidd var hér i borgarstjórn j
fyrr á þessu ári fyrir yfirstand- |
andi ár. Álögur allar eru settar i
hámark og meira að segja gengið
svo langt, að útsvarsupphæðin er
sett inn i fjárhagsáætlunina með
álagi, enda þótt engin heimild sé
fengin i félagsmálaráðuneytinu
fyrir þvi að innheimta útsvör af
Reykvikingum með álagi og
raunar alls óvist, að nokkur
heimild fáist fyrir þvi. Hið sama ;
má segja um' fasteignagjöldin, ,
þau eru einnig sett inn i fjárhags- j
áætlunina meö 50% álagi, ekki •
aðeins fasteignagjöld af atvinnu- [
rekstrarhúsnæði, heldur einnig {
fasteignagjöld af ibúðarhúsnæði.
A sama tima og Sjálfstæöisflokk-
urinn ætlar þannig að innheimta
útsvör og fasteignagjöld með
fullu álagi, er gertráð fyrir þvi að
stórhækka gjaldskrá allra helztu
stofnana borgarinnar. Höfuðein-
kenni þeirrar fjárhagsáætlunar, 1
sem hér liggur fyrir til umræðu, •
er þvi skattpining, en sparnaður
er litill sem enginn.
Fyrrverandi borgarstjóri, Geir
Hallgrimsson, sagði við af-
greiöslu fjárhagsáætlunar fyrir
yfirstandandi ár, eftir að sett
höfðu verið ný lög um tekjustofna
sveitarfélaga, að Reykjavikur-
borg ætti um tvennt að velja: 1)
Að skera framkvæmdir borgar-
innar niður, 2) Að nýta allar
álagsheimildir tekjustofna, þ.e.
að hafa allar álögur á hámarki.
öllum borgarfulltrúum og raunar
borgarbúum öllum er kunnugt, að
Sjálfstæðisflokkurinn valdi siðari
leiðina. Einhver aðhaldssamur
Sjálfstæðismaður hefði sjálfsagt
viljað orða ummæli Geirs Hall-
grimssonar á þann veg, að
Reykjavik ætti um það tvennt að
velja að spara eða að setja allar
álögur i hámark. Sannleikurinn
er sá, að það var ekki einungis
svo, að Sjálfstæðisflokkurinn
sleppti öllum sparnaði við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar yfir-
standandi árs, heldur setti hann
framkvæmdir borgarinnar i há-
mark til þess að geta haft álögur
á borgarbúa nægilega háar.
Þannig var þá áætlað til fram-
kvæmda 585 millj. kr. eða 27% af
heildartekjum borgarsjóðs, og
hafði framkvæmdaféð aldrei ver-
ið áætlað eins hátt, hvorki i
krónutölu né sem hlutfallstala af
heildartekjum. Kom það mörgum
kynlega fyrir sjónir, að fram-
kvæmdaféð skyldi i fjárhagsáætl-
un stórhækka á sama tima og
tekjustofnar Reykjavikurborgar
voru skertir verulega að sögn
meirihlutans.
Ég nefni þetta ekki hér vegna
þess að ég sé andvigur miklum
framkvæmdum Reykjavikur-
borgar, heldur tii þess að sýna
fram á misræmið i málflutningi
Sjálfstæðisflokksins við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar,
ÍBOÐAMÁLIN
Þessu næst vék Björgvin að
skattaálögunum i fjárhagsáætlun-
artillögum meirihlutans, en þar
er gert ráð fyrir 50Wi álagi á fast-
eignagjöld og þar að auki fyllsta
aukaálagi á útsvör. Kvaðst
Björgvin vera algeriega andvigur
slikri innheimtu með álagi bæði á
útsvörum og fasteignagjöldum og
nefndi sem dæmi, hve fasteigna-
gjöldin kæmu illa við gamalt fólk
og öryrkja, sem litlar eða engar
tekjur hefðu en byggju i eigin
húsnæði.
Björgvin ræddi einnig um sam-
eiginlegar tillögur vinstri flokk-
anna, en meginatriöi þeirra var
lækkun á rekstrargjöldum um 130
millj. og samsvarandi lækkun á
álögum á borgarbúa.
Þessu næst vék Björgvin að
ibúðamálum og ibúðabyggingum
á vegum borgarinnar. Hann
s'agði:
Þá gerir fjárhagsáætlun Sjálf-
stæðisflokksins ekki ráð fyrir
neinum nýjum almennum ibúða-
byggingum á vegum borgarinnar
á næsta ári. Framlag til Bygging-
arsjóðs er áætlað 91,4 millj. kr.
þar af til ibúðabygginga aldraðra
20 millj. kr. Þetta framlag nægir
aðeins til þess að ljúka þeim
ibúðabyggingum, sem nú standa
yfir á vegum borgarinnar. Og
raunar sjást þess engin merki hjá
Sjálfstæðisflokknum, að hann
hafi áhuga á þvi að borgin geri
nýtt átak i ibúðabyggingamálum,
nú þegar byggingum FB i Breiö-
holti er að Ijúka. Borgin á að fá 60
ibúðir frá FB i febrúar eða marz
n.k. en siðar árið 1973 eða i byrjun
árs 1974 mun borgin eiga að fá 40
ibúðir frá FB úr siðasta bygging-
aráfanganum. Þessar ibúðir
munu allar verða leigðar og
munu færri fá þær ibúðir en vilja,
svo mikill skortur er nú á ódýrum
leiguibúðum i borginni. En Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekki feng-
izt til þess fram til þessa að sam-
þykkja neitt framhald á byggingu
leiguibúða þrátt fyrir tillöguflutn-
ing vinstriflokkanna um það efni.
1 marz 1966 samþykkti borgar-
stjórn Reykjavikur að tillögu
Sjálfstæðisfl. 5 ára áætlun um
ibúðabyggingar. Samkvæmt
þeirri áætlun skyldu byggðar 350
ibúðir á 5 árum. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur túlkað það svo, að
þátttaka borgarinnar i FB væri
framkvæmd á þessari ályktun
borgarstjórnar frá 1966. Þess
vegna hefur borgin ekki fengizt á
umrædau timabili tii þess að ráð-
ast i nernar aðrar ibúðabygging-
ar, ef frá eru taldar ibúðir þær,
sem reistar hafa verið fyrir
aldraða.
Við borgarfulltrúar vinstri
flokkanna teljum, að nú þegar
ibúðabyggingum FB er að ljúka
sé timabært, að borgarstjórn
Reykjavikur samþykki nýja
byggingaráætlun þess vegna höf-
um við leyft okkur að flytja svo-
hljóðandi tillögu:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að bcita sér fyrir eft-
irfarandi áætlun i byggingu leigu-
ibtiða.
Rcistar verði samtals 350 ibúðir
á árunum 1974-1977. Á árinu 1973
verði unnið að undirbúningi og
kappkoslað að Ijúka á þvi ári
þeirri 5 ára áætlun i ibúöar-
byggingum, sein borgarstjórn
samþykkli liinii 17. marz 1966.
1. Byggðar verði 100 ibúðir fyr-
ir aldrað fólk. ihúðir þessar verði
bæði fyrir cinhlcypinga og hjón og
sérstaklega hannaðar með það i
huga að henta scm bezt öldruðu
fólki.
2. Byggðar verði 150 tveggja
herbcrgja ibúðir, sem eingöngu
verði lcigöar ungu fólki, sem er
að stofna heimili. Hámarksleigu-
timi siimu fjölskyldu i þessum
ibúðum vcrði 3-5 ár.
3. Byggðar verði 100 ibúðir,
tveggja, þriggja og fjögurra her-
bergja að stærð, og leigðar efna-
litlu fólki, sem er i húsnæðis-
vandræðum.
4. Byggingarsjóður borgar-
innar veiti árlega eigi færri en 100
lán út á ibúöarhúsnæöi með sömu
kjörum og tiðkast hafa að undan-
fiirnu. Eán þcssi verði að upphæð
BORGAR-
MÁLIN
Alþýöuf lokksfélag
Reykjavíkur efnir til al-
menns félagsfundar i
Alþýðuhúsinu/ niðri n.k.
fimmtudag kl. 20,30. Um-
ræðuefni: Hvað er að ger-
ast i borgarmálum Reykja-
vikur? Frummælandi:
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi.
Stjórnin
Bjiirgviii Guðinundsson
200 þúsund krónur og cingöngu
veitt úl á ibúðir, sem l'alla undir
láuareglur Byggingarsjóðs rik-
isins.
Borgarstjórn felur borgarráði
að sjá um frantkvæmd þessarar
áællunar.
ibúðirnar vcrði i cigu Bygging-
arsjóðs Re.ykjavikurborgar”.
BÚR-TOGARAR
1 ræðulokin vék Björgvin svo að
einu mesta áhugamáli Alþýöu-
i'lokksins i borgarmálum Reykja-
vikur i'rá upphal'i, — málei'num
BÚR. Hann sagði.
Eg sagði áðan, að við borgar-
lulltrúar vinstri ilokkanna flytt-
um tillögu um, að auka framlagið
til Framkvæmdasjóðs til þess að
gera það kleift l'yrir borgina að
kaupa 3. Spánartogarann fyrir
BÚR. Það var vegna tillögu
vinstri flokkanna hér i borgar-
stjórn að samþykkl var sam-
hljóöa ályktun i borgarstjórn um
að óska eftir þvi við rikisstjórn-
ina, að umræddur Spánartogari
fengist til Reykjavikur. Sjálf-
slæðisflokkurinn vildi helzt af-
henda einhverjum einkaaðila i
Iívik umrætt skip og láta fylgja
14-15 millj. kr. gjöf úr borgarsjóði
eða Framkvæmdasjóði til sliks
einkaaðila i trausti þess, að rikið
mundi gefa einkaaðilanum jafn-
háa upphæð. En enginn einkaaðili
sótti um skipið og þess vegna
neyðist Sjálfstæðisflokkurinn nú
til þess aö fallast á tillögu vinstri
flokkanna um þaö, að BÚR fái
umrætt skip. Allt þetta ár hefur
Sjálfstæðisflokkurinn tvistigiö i
þessu máli. Útgerðarráð hefur
einróma óskað eftir að fá skipið
en enda þótt sú ósk útgerðarráðs
lægi fyrir, er borgarráðsfundur
var ha ldinn sl. þriðjudag var
Sjálfstæðisflokkurinn þá ekki enn
tilbúinn til þess að fallast á kaup
togarans. Það var ekki fyrr en á
aukafundi borgarráðs i morgun,
að Sjálfstæðisflokkurinn lét loks
undan og féllst á að hækka fram-
lag til Framkvæmdasjóðs vegna
kaupa á skipinu. Þar með má
heita að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi fallizt á, ályktunartillögu
vinstri flokkanna um kaup skips-
ins en hún hljóðar svo:
„Borgarstjórn Reykjavikur fel-
ur borgarstjóra að ganga nú þeg-
ar frá kaupum á þriðja Spánar-
togaranum fyrir Bæjarútgerð
Reykjavikur. t þvi sambandi
Framhald á bls. 4
ÚR RÆDU BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR UM FJÁRHAGSÁÆTLUNINA
Þriðjudagur 9. janúar 1973
o