Alþýðublaðið - 09.01.1973, Qupperneq 9
íþróttir 2
ÞAÐ FÚR EINS OG MENN SPÁDU
- TOPPLIDIN UNNU ÚLL SÍNA LEIKI
Staöa Manchester United er |
ákaflega alvarleg þessa stundina,
og virðist það aðallega sök varnar
liðsins, sem er hreint út hörmu-
leg. Hún gaf alltaf eftir i leiknum,
og þótt Bobby Charlton reyndi að
hjálpa til, dugði það skammt. Ted
McDougall vermdi varamanna-
bekkinn allan leikinn.
Leeds gat nú aftur sent fram
lið, eftir að inflúenza hafði lagt
allt liðið i rúmið um siöustu helgi.
Þrátt fyrir að fjórir leikmenn
væru þar enn, bar Leeds örugg-
lega sigurorð af Tottenham á Ell-
an Road. Mick Jones skoraöi á 14.
minútu, og nokkru siðar Peter
Lorimer úr vitaspyrnu. t seinni
hálfleik meiddist Norman Hunt-
er, og meðan stumrað var yfir
honum skoraði Alan Gilzen frá-
bærlega fallegt mark með skalla,
eftir fyrirgjöf Cyril Knowles.
Hunter var borinn útaf, og mörk-
in urðu ekki fleiri. Bezti maður
leiksins var að sögn BBC, sem
lýsti leiknum, Alan Clarke fram- :
herji Leeds. ’[
I
Ipswich, sem þokað hefur sér
upp i hóp þeirra efstu, með þvi að
tapa aðeins einum af siðustu 15
leikjunum, vann enn góðan sigur
á laugardaginn. Newcastle átti
aldrei möguleika, og mátti jafn-
vel þakka fyrir að sigurinn varð
ekki stærri en 1:0. Markið gerði
Trevor Whymark á 23. minútu
með skalla, eftir að hafa fengið
sendingu frá Morris.
Annars urðu úrslit leikjanna á
laugardag þessi:
Arsenal-Manchester Utd. 3:1
Coventry-Leicester 3:2
Crystal P. Birmingh. Frestað
Derby-Norwich 1:0
Everton-Stoke 2:0
Ipswich-Newcastle 1:0
Ledds-Tottenham 2:1
Manchester C.-Chelsea frestað
Shefff. Utd.-West Brom. 3:0
West Ham-Liverpool 0:1
Wolves-Southampton 0:1
Aston Villa-Burnley 0:3
Derby er nú komið upp i fimmta
sæti i 1. deild, og varð það sigur
yfir Norwich á laugardaginn sem
gerði útslagið. Derby byrjaði með
miklu fjöri, en Norwich varðist
vel, allt þar ti! á 37. minútu að
Kevin Hector var brugðið innan
vitateigs, og Alan Hinton skoraði
úr vitaspyrnunni sem réttilega
var dæmd. Keelan var frábær i
markinu hjá Norwich, og hjá
Derby var miðherjinn ungi
Davies liflegur. Er þar mikið efni
á ferðinni. stór, sterkur og hefur
það umfram marga stóra, knatt-
spyrnumenn að hafa frábæra
boltatækni. I seinni hálfleik fjar-
aði Derby alveg út, og munaði oft
litlu að Norwich tækist að jafna.
Coventry sigraði að vanda
heima, en það er jafn öruggt og að
liðið tapar á útivelli. Mörk liðsins
gerðu Stein, Carr og svo mótherji
úr liöi Leicester. Worthington og
Weller gerðu mprk Leicester.
Sheff. United tókst nú loks að
sigra, og fórnarlambið var West
Brom. Billy Dearden gerði tvö af
mörkum liðsins, og McKenzie rak
endahnútinn með góðu marki. Þá
virðist Everton einnig ganga bet-
ur þessa siðustu daga, John
Conólly og Mike Buckley skoruðu
mörkin tvö sem dugðu til sigurs
yfir Stoke. Og þá má ekki gleyma
Southampton, sem vann einn
sinna örfáu útisigra á laugar
daginn, i hörðum leik gegn
Wolverhamton. Sigurmarkið
gerði Mike Channon i fyrri hálf-
leik. '
Staða efstu og neðstu liðanna i
1. deild er þessi eftir leiki helgar-
innar.
Liverpool
Arsenal
Leeds
Ipswich
Birmingham
West Brom
Crystal P.
Manch. Utd
26 17 6 3 50:26 40
27 15 7 5 37:25 37
25 14 7 4 47:26 35
26 12 9 5 36:26 33
26 5 9 12 31:43 19
25 6 7 12 24:35 19
24 5 8 11 25:32 18
25 5 7 13 23:41 17
t 2. deild virtist sem Burnley
ætliaðhalda sinu striki. 38 þúsund
áhorfendur á Villa Park, velli
Aston Villa, horfðu skelfingu
lostnir á Burnley gjörsigra
heimaliðið 3:0 Keith Newton (áð-
ur Everton og enska landsliðinu)
skoraði fyrsta markið á 14.
minútu, Nulty gerði mark númer
tvö og siðasta markið gerði Bing-
ham.
Þá vann Queens Park Rangers
stórsigur yfir Preston 3:0, og
heldur öðru sætinu. Tvö af mörk-
um QPR gerði Don Givens, leik-
maður sem Manchhester United
og siðar Luton þótti ekki nógu
góður, en er nú markhæstur i 2.
deild með 18 mörk.
t neðsta sæti i deildinni er
Brighton & Howe Albion, sem á
laugardaginn tapaði sinum 10 leik
i röð! Fátt getur bjargað
Brighton úr þessu, og 3. deildin
blasir við liðinu að nýju.
1 3. deild hefur Bournmouth for-
ystuna, og þar gerir Brian Clark
það gott, hefur skorað 11 mörk
siðan hann var keyptur til liösins
til að fylla skarð Ted McDougall.
t 4. deild er Mancfield i efsta sæti.
Rúmlega 56 þúsund manns sáu
leik Arsenal og Manchester
United, sem var hæsta áhorf-
endatala i Englandi. En hún er
bara lág i samanburði við 72 þús
undin sem voru á Ibrox i Glasgow
ogsáu leik erkióvinanna Rangers
og Celtic. Og fagnaðarlætin voru
æðisgengin, þegar Rangers tókst
að skora mark á 89. minútu sem
tryggði 2:1 sigur. Markið gerði
Conn, en áður hafði McParland
skorað fyrir Rangers og Dixie
Deans fyrir Celtic.
Hibernian sigraði East Fife á
laugardaginn 1:1, og komst þar
með i efsta sæti, Rangers er i öðru
sæti og Celtic verður að láta sér
nægja þriðja sætið.En Celtic hefur
það framyfir hin liðin, aö hafa
leikið færri leiki. En sem sagt, nú
virðist loks ætla að færast virki-
leg spenna i skozku knattspyrn-
una, eftir áralanga einokun Celtic
- SS.
URUGSKAHIGKIPIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKÖLAVOROUSTlG 8
BANKASTRÆ Tl 6
18588-18600
Karl Ben.
KARL LANDSLIÐSÞJÁLFARI
Stjórn HSÍ gekk á laugardag-
inn endanlega frá ráðningu
landsliðsþjálfara i handknatt-
lcik og skipun landsliðsnefndar.
Var Karl Benediktsson ráðinn
landsliðsþjálfari fram yfir
hcimsmeistarakeppnina i Aust-
ur-Þýzkalandi 1974, og i lands-
liðsnefnd með honum voru skip-
aðir þeir Jón Erlendsson, sem
verður formaður nefndarinnar,
og Páll Jónsson, núverandi liðs
stjóri Fram.
Þessi skipan mála kom alls
ekki á óvart. Vitað hefur verið
um langan tima að Karl yrði
fyrir valinu, og að hann setti
sem skilyrði fyrir ráðningu aö
Páll Jónsson yrði með honum i
landsliðsnefnd. Þá var það einn-
ig vitað að Jón Erlendsson yrði
formaður nefndarinnar. Hefur
verið sagt frá þessari skipan
mála áður hér á siðunni.
Þar sem um svona langtima
ráðningu er að ræða, ákvað
stjórn IISÍ að flana ekki að
neinu, heldur ganga frá öllum
smáatriðum áður en gengið
væri frá ráðningu. Fyrir liggur
áætlun nokkur ár fram i timann,
unnin af nefnd fimm inanna.
Nær hún i smáatriöum fram yfir
IIM 1974, og eftir það i stærri
dráttum fram til ársins 1976.
Þeir þremenningarnir eru all-
ir vel þekktir i handknattleikn-
um. Karl var um nokkurra ára
skeiö fastur maður i islenzka
landsliöinu, og siðar landsliðs-
þjálfari. Jón hefur um árabil
starfað að handknattleiksmál-
um, á siðastliðnum árum sem
formaður iandsliðsnefndar. Þá
hefur Páll Jónsson getið sér gott
orð sem liðsstjóri tslands-
meistaraliös Fram.
V'æntanlega verður farið hægt
i sakirnar i byrjun, en liklega
verður einhver landsliðshópur
valinn i lok þessarar viku, og
þá væntanlega með lcikina við
Grúsiumenn i huga, en þeir
verða i byrjun febrúar. Lands-
liðið hefur Laugardalshöll til af-
nota á miðvikudagskvöldum,
ásamt unglingalandsliöi pilta og
kvennalandsliði.
Væri vel til fundið hjá lands-
liösncfnd að efna til pressuleiks
áður en hún velur landsliðshóp.
Nú er einmitt rétti timinn til
slikra leikja — SS.
Liverpool hélt sinu striki á toppi
1. deildar i Englandi á laugardag-
inn, með þvi að sigra Wcst Ham á
útivclli 1:0. Þar með heldur
Liverpool þriggja stiga forystu
umfram næsta lið, sem er
Arsenal. Annars breyttist staöa
efstu liðanna ekki innbyrðis á
laugardaginn, þvi þau sigruðu öll
fjögur i sinum leikjum. Liverpool
var eina liðið sem sigraði á úti-
velli, Arsenal, Leeds og Ipswich
unnu öll hcima.
Þetta eina og dýrmæta mark
Liverpool gerði hinn ungi enski
landsliösmaður Kevin Keegan á
74 minútu. Hann fékk góða send-
ingu frá vinstri, þar sem Steve
Highway hafði brotizt upp að
endamörkum, og sendingu High-
ways skutlaði Keegan fallega i
netið. Þetta var mikilvægt mark,
og jafnframt 50. mark Liverpool i
deildinni.
West Ham átti öllu meira i fyrri
hálfleik, þrátt fyrir að bæði Bonds
og Brooking vantaði i liðið. Kom
það á móti að Emelyn Hughes
varð að fara af miðjunni i bak-
varðarstöðuna hjá Liverpool, i
stað Alec Lindsay sem var veik-
ur. Þá vantaði einnig John Tos-
hack.
•
Þrátt fyrir að West Ham ætti
meira i leiknum, dugði það ekki
til marks i fyrri hálfleiknum, en
litlu munaði eitt sinn hjá Clyde
Best. I siðari hálfleik tók Liver-
pool völdin i sinar hendur, og náði
þvi takmarki sem öll iið keppa
að, skora mark, og það dugði til
sigurs.
A Highbury gat Tommy
Docherty ekkert að gert þegar
Arsenallék sér að nýja liðinu hans,
Manchester United, Kennedy reið
á vaðiö á 35. minútu, og George
Graham, fyrrum Arsenal leik-
maður, hjálpaði við að koma
knettinum i eigið net. A 48. min-
útu skoraði George Armstrong,
og Alan Ball fullkomnaði verkið
stuttu siðar. Sjö minútum fyrir
leikslok tókst Brian Kidd aðeins
að rétta stöðuna, og leiknum lauk
3:1.
Askriftarsíminn er :
86666
Kevin Kecgan skoraði markið mikilvæga sem tryggði sigur Liverpool
yfir West Ham. Þetta var jafnframt 50. mark Liverpool i 1. deild á
keppnistimabilinu.
HORSFIELD HÆSTUR
Arthur Horsfield miðherji 3. I
deildarliðsins Charlton Athletic,
er nú markhæstur leikmanna i
Englandi. Hann hefur gert 21
mark fyrir lið sitt. Horsfield þessi |
lék lengi með Middlesbrough og
Swindon, og með þeim félögum
hefur hann gert yfir 100 mörk.
i 1. deild er Martin Peters Tott-
enham markhæstur með 18 mörk,
en á hæla hans koma John
Richards Wolves, Martin Chivers
Tottenham og Brian „pop”
Robson Wcst Ham með 17 mörk
hver.
Malcholm McDonald New-
castle, John Radford Arsenal og
Don Rogers Crystal Palace hafa
gert 14 mörk, Bob Latchford
Birmingham, John Toschack
Liverpool og Jogn Tudor New-
castle hafa gert 13 mörk, og Ted
McDougall Manchester United og
Rodney Marsh Manchester City
hafa gert 12 mörk.
I 2. deild er Don Givens QPR
markhæstur með 18 mörk, en
næstur kemur svo Alf Milwall
með 13 mörk. Wood lék í fyrra
með Shrewsbury, og var þá næst
markhæstur allra í Englandi.
Bobby Owen Carlisle og Brian
Joicay Sheffield Wednesday
hafa gert 12 mörk.
Erfitt verður fyrir Horsfield að
ná sama markafjölda og Ted
McDougall tvö siðustu keppnis-
timabil, en hann gerði nær 50
mörk hvort timabil — SS.
Þriðjudagur 9. janúar 1973
o