Alþýðublaðið - 09.01.1973, Page 11
SKUGGA MARÐARINS
51
og örlaga eftir Victoriu Holt
Kross-
gátu-
krílið
Aoíj/v/nfm /n/K/t.
■ ‘/LPifí foíYTj FOR m'oD/fí //v BEHK fíR
V£/Ð /R
TfíPfí
'0 VÆGIrt
MjÓKfí
EnD. vrr Ti'mfí fi/L
m HOfí. GfmL mufí C/£RIR ríkrn
Pump fí Bol^
fíRfí fjOLVI PÚI/I
» F/vD ItiMS um L
hhíia VíNJfíP
H
/LL
Saga óstar
— Þú varst lengi. sagði hann i
umkvörtunartón.
— Eg fór og greiddi hár mitt og
þvoði mér um hendurnar áður en
ég gengi á fund hans hátignar.
— Vissuröu ekki að ég ætlast til
tafarlausrar hlýðni?
— Ég vissi að þU ætlast til þess,
en það fer ekki allt á þá lund sem
maður ætlast til.
Hann hló, eins og honum var
svo tamt nUorðið. Raunar virtist
ég stöðugt vera honum gaman-
efni. Eða var þetta ef til vill sig-
urhlátur vegna þess að hann vissi
að ég myndi verða við óskum
hans. Ég held að ég hafi vitað það
frá upphafi . . . þrátt fyrir
Stirling.
— ÞU ert öruggari með sjálfa
þig i dag en i gærkvöld.
— Mér varð dálitið hverft við
þá.
— Og nU hefurðu haft tækifæri
til að ihuga . . .
— Lán mitt?
— Lán okkar,leiðrétti hann. —
En þU þarft ekki að segja neitt
frekar. Ég veit hvert svar þitt er.
— ÞU varst svo viss um það frá
upphafi, að þU taldir það varla
taka þvi að spyrja mig.
— Ég veit hvað þér er fyrir
beztu.
— ÞU ert mér fyrir beztu og ég
þér. Svona einfalt er það.
Skemmtirðu þér vel með
Stirling? Hann horfði á mig stöð-
ugu augnaráði. — Hann er stór-
hrifinn. Fjölskylda min veit að
hjUskapur minn við þig er það
sem ég þrái meira en allt annað.
Þess vegna gleðjast þau yfir þvi
að hann skuli eiga sér stað.
Ég rétti fram hendurnar og
hann greip þær ákafur. — Ég er
meðlimur i þeirri fjölskyldu,
sagði ég, — svo ég verð liklega að
semja mig að henni.
Ég sá sigurhrósið i augum hans
þegar hann faðmaði mig að sér.
— Ég á eftir að valda þér von-
brigðum, sagði ég.
— Óhugsandi.
— Þér fjnnst ég áreiðanlega of
ung og heimsk.
— Og þU verður ráðrik við mig.
— ÞU verður óþolinmóður við
mig.
— i minum augum verðurðu
eins og þU hefur alltaf verið —
hrifandi.
— Mér finnst þetta einhvern
veginn óraunverulegt.
— Vitleysa. ÞU elskar mig.
— Er það ekki guðlast að ætla
sér að eiska Ólympsguði eins og
venjulegar dauðlegar verur? Ætti
maður ekki að láta sér nægja til-
beiðslu?
— HUn er góð til að byrja með,
sagði hann.
Um kvöldið var viðhafnarmál-
tið og hvert sæti við borðið var
skipað. Ég sat við hlið hans. Hann
var mildur — augu hans ljómuðu
fremur en sindruðu. Ég hafði
aldrei séð hann slikan og ég var
upp með mér vegna þess að það
var af minum völdum.
Hann hló mikið, var umburðar-
lyndur við alla og þegar máltiðin
var á enda, tilkynnti hann trUlof-
un okkar. Við myndum verða gef-
in saman innan skamms — mjög
fljótlega bætti hann við. Þetta var
hátiðlegt tækifæri og allir áttu að
drekka heildaskál tilvonandi
brUðar hans. Þau risu á fætur og
lyftu glösum sinum. Við borðið
voru menn sem verið höfðu við-
staddir atburðinn i ullarskemm-
unni eftir að Jacob Jagger var
skotinn. Adelaide var rjóð og kát
yfir þvi að sjá loksins föður sinn
hamingjusaman: Jessica sat
þarna með samanherptar varir
og þungbUin og Stirling með svip
sem ekkert lét i ljós af þvi, sem ég
hafði hálfvegis vonazt eftir.
Ég hugsaði um þau eftir að ég
var lögzt til hvildar um kvöldið —
einkum þó um Stirling. Ég reyndi
að rifja upp allt, sem okkur hafði
farið á milli og spyrja sjálfa mig
hvernig ég hefði getað rangtUlkað
þannig tilfinningar hans til min.
Heföi hann sýnt mér einhver
merki þess að hann elskaði mig . .
. en hvað hefði ég þá gert? Ein-
hvern veginn vissi ég að ég hefði
aldrei getað hafnað Merði. Hann
hefði ekki sætt sig við það. Ég
hefði heldur ekki viljað að hann
gerði það. Hann elskaði mig þUs-
und sinnum meira en Stirling gæti
nokkurn tíma. Hann átti til miklu
dýpri, heftari tilfinningar. Ég
mátti vera upp með mér af þvi að
hafa unnið hug og hjarta manns á
borð við Mörð. Lif mitt yrði ef til
vill stundum uggvekjandi en við-
burðarikt.
Ég gat ekki sofið og þegar ég lá
i myrkrinu og reyndi að setja mér
framtiðina fyrir hugskotsjónir,
heyrði ég einhverja hreyfingu
fyrir utan herbergi mitt. Hjarta
mitt tók að berjast óþægilega,
þegar dyrnar opnuðust hljóð-
laust. Ég hugsaði andartak:
Þetta er Maybella afturgengin til
að vara mig við.
Ég hefði mátt vita að það var
Jessica. HUn var sannarlega vofu
likust, með nátthUfuna bundna
yfir hárið sem var undið upp á
krullupinna, i siðum hvitum nátt-
kjól, sem flaksaðist um hana og
kertaljós i hendi.
HUn var komin til að aðvara
mig, það vissi ég.
— Ertu sofandi? spurði hUn.
— Nei. ÞU gætir kvefazt af að
ganga þannig um.
HUn hristi höfuðið. — Ég vildi lá
að tala við þig.
— Seztu hérna og vefðu um þig
ábreiðunni.
HUn hristi aftur höfuðið. HUt;
kaus heldur að standa við rUmið
með kertið i hendinni. Þ'annig gat
hUn minnt meira á völvu skapa-
dómsins, en ef hUn sæti.
— Það er þá þannig komið. ÞU
ætlar að verða konan hans, sagði
hUn.----Það hefur aðeins ógæfu i
för með sér.
— Hvers vegna ætti það að
vera?
— Ég veit það. Maybella kom
til min i draumi i fyrrinótt. HUn
sagði: Stöðvaðu það, Jessie.
Bjargaðu veslings ungu stUlk-
unni.
— Maybella hefur þá vitað um
þetta fyrirfram.
— Hinir látnu vita slikt. Eink
um þeir, sem fá ekki hvild.
— Fær Maybella hana ekki?
Jessiea hristi höfuðið. — HUn
ásækir hann. Sem ekki er að
furða, þar sem hann drap hana.
— Ég held þU ættir ekki að tala
svona. HUn lézt af barnsförum.
— Það varð henni að bana og
hann vissi að það myndi gera það.
Ég andvarpaði. — ÞU litur
þannig á málið. Ég þykist viss um
að hana muni einnig hafa langað
til að eignast son.
— Og hvað heldurðu að verði
um þig?
— Ég geri það sem ég get til að
verða góð eiginkona og hUsmóðir.
— Hann hugsar ekki um neinn
nema sjálfan sig.
— Það er nógu algengur mann-
legur breyzkleiki.
— ÞU kannt að koma fyrir þig
orði. Það kemur honum til að
hlæja. Maybella gat það ekki. Svo
var það þessi kona i Englandi.
— ÞU ættir aö fara aftur i rUm-
ið, sagði ég vingjarnlega. — ÞU
ofkælist áreiðanlega ef þU gerir
það ekki.
— Maybella vill að ég vari þig
við. Hann er grimmur og eigin-
gjarn. Hann er lostafullur og
verður þér ótrUr. Hann hefur
aldrei verið neinni konu trUr og
hvers vegna ætti hann þá að vera
það nU?
— Einu sinni verður allt fyrst.
— ÞU gerir gys að mér.
— Þaðgeri ég ekki, Jessica. En
ég held aðþU skiljir ekki. Þetta er
allt saman liðið. Við ætlum að
byrja nýtt lif saman. Ég geri allt
sem i minu valdi stendur til að
það takist vel og það gerir hann
lika.
— Hann notar þig eins og hann
notar alla aðra. Og hvað um
Stirling?
— Já,hvað um hann?
— NU, við héldum um tima, að
það myndi verða par Ur ykkur . . .
það hefði verið eðlilegt og það var
það sem hann vildi.
— Það sem hver vildi?
— Stirling, auðvitað. Við sögð-
um það öll. Hjónaband hjá ykkur
tveim, unga fólkinu . . . Við óskuð-
um þess öll . . . við bjuggumst öll
við þvi. Og hvað gerist? Hann fær
augastað á þér og þá er sagt:
,,Nei, Stirling, þU verður að vikja
lyrir mér og ef þU gerir það ekki,
ja, þá skýt ég þig eins og Jagger.
— Hvernig dirfistu að segja
slikt um hann?
— Þetta segir Maybella. Hann
helur sagt við Stirling: Farðu
frá. Ég vil fá stUlkuna. Og Stirling
segir: Já, pabbi, eins og hann hef-
ur verið vaninn á að gera. Það
hefur alltaf verið eins. Hann
verður að fá sinum vilja fram-
66
t gær vigði Lindsey borgarstjóri
nýja lögreglumiðstöð, sem
kostaði 1.3 milljónir að reisa, og
með þessari nýju stöð tekur lög-
reglan helmingi skemmri tima
að koma nauðstöddum borgur-
um til aðstoðar.
„Þetta stórkostlega nýja boð-
kerfi, sem vér kynnum hér, mun
hafa áhrif á lif hvers ibUa New
York borgar i öllum hlutum
borgarinnar á öllum timum sól-
arhringsins,” sagði Lindsay við
athöfnina, sem haldin var á
fjórðu hæð gömlu lögreglu-
stöðvarinnar að Miðstræti 240,
en þar er miðstöðin til hUsa.
,,Þetta er hugsanlega merk-
asti viðburðurinn á borgar-
stjóraferli minum”, sagði
Lindsay. ,,NU þarf borgarinn
ekki lengur að eiga á hættu að
þola árásir eða tjón á eignum
sinum vegna Urelts boðkerfis”.
Borgarstjóri vigði miðstöðina
um fjórum vikum eftir að hUn
var tekin i notkun.
Á þeim tima hefur sU stund
stytzt i 55 sekUndur Ur tveimur
minUtum, sem nU tekur að ná
sambandi við neyðarstöðvar
lögreglunnar.
t fyrsta lagi er nU hringt i
þriggja stafa nUmer 911, en var
áður sjöstafa nUmer, 440-1234.
1 öðru lagi er lögreglan fljót-
ari að svara nU en áður, þar sem
þeir lögregluþjónar, sem nU
svara neyðarhringingum, eru 48
talsins, en voru áður 38, og nU
eru þeir allir samankomnir i
sama salnum, og þaöan er hægt
að kalla eftir öllu, sem þörf
kann að verða fyrir i neyðar-
tilfellum. Þegar borgarinn
þurfti að hringja eftir gamla
kerfinu i nUmer 440-1234, fékk
hann fyrst samband við neyðar-
vaktina i sinu hverfi.
(64)
Eftirfarandi samtöl eru tekin
af segulbandi, sem gengur allan
sólarhringinn i hinni nýju mið-
stöð lögreglunnar að Miðstræti
240 i Manhattan, á timabilinu 31.
ágUst til 1. september 1968.
Kl. 2.14.03.
Lögregluþjónn: Lögreglumið-
stöðin. Get ég hjálpað yður?
Simastúlka: Er þetta lögreglu-
stöðin i New York?
Lögregluþjónn: Já, ungfrU. Get
ég hjálpað yður?
Simastúlka: Þetta er landsim-
inn, simastUlka 4156. Viljið
þér biða andartak?
Lögregluþjónn: Já.
(Fjórtán sekUndna þögn.)
Simastulka i Ncw York: Maine,
hérna er lögreglan i New
York. Gerið svo vel.
Simastúlka i Maine: Þökk fyrir.
Halló. Er þetta lögreglan i
New York?
Lögrcgluþjónn: Já ungfrU. Get
ég orðið yður að liði?
Simastúlka: Þetta er simstöðin
i Gresham i Maine. Jonathon
Preebles, lögreglustjóri i
Landshorni i Maine vill tala
við einhvern i lögreglu New
York og biður ykkur að borga
simtalið. Getið þér fallizt á
þelta?
I.ögregluþjónn: Afsakið, ég
heyrði ekki, hvað þér sögðuð.
Simastúlka: Jonathon Preebles
lögreglustjóri i Landshorni i
Maine, biður um samtal við
einhvern i lögreglu New
York. Fallizt þið á það?
Lögregluþjónn: Um hvað er að
ræða?
Simastúlka: Viljið þið borga
simtaliö?
Lögregluþjónn: Viljið þér gera
svo vel að biða andartak?
Simastúlka: Já.
(Sextán sekUndna þögn.)
O'Nuska: O’Nuska undirforingi.
Lögregluþjónn: Foringi, þetta
er Jameson. Lögreglustjóri i
Maine biður i simanum. Það
er spurt, hvort við viljum
borga simtalið.
O'Nuska: Hvort við viljum
borga?
Liigregluþjónn: Já.
O’Nuska: Um hvað fjallar það?
Liigregluþjónn: Þau vilja ekki
segja, nema við föllumst á að
borga.
O’Nuska: Guð minn. Biddu að-
eins —■ ég ætla að koma til þin.
(Fjörutiu og sjö sekUndna
þögn.) ■
O’Nuska: Halló, halló. Þetta er
Adrian O’Nuska, undirforingi
i lögreglu New York borgar.
Hver er þarna?
Simastúlka: Þetta er simstöðin
i Gresham i Maine. Jonathon
Preebles, lögreglustjóri i
Landshorni vill tala við ein-
hvern i lögreglu New York og
fer fram á, að þið borgið sim-
talið. Viljið þið gera það?
O’Nuska: Um hvað er að ræða?
Simastúlka: Viljið þið borga?
O'Nuska: Andartak. Hvað kost-
ar simtal við Maine, Jame-
son?
Jameson: Það kostar svona tvo
til þrjá tali. Fer eftir lengd
simtalsins. Ég hringi til ætt-
ingja minna i Flórida i hverj-
um mánuði. Það kostar svona
tvo til þrjá dali, eftir þvi hve
lengi viö tölum saman.
O’Nuska: Ég fæ peningana
■ aldrei altur. Taktu eftir þvi.
Ég fæ peningana aldrei aftur.
Jæja þá, gefðu mér samband
við lögreglustjórann.
Simastúlka: Gerið svo vel.
Adrian O’Nuska, undirforingi
i lögreglu New York er i sim-
anum.
Liigreglustjóri: Halló. Ertu
þarna, undirloringi?
O’Nuska: Já.
Lögreglustjóri: Gaman að
heyra i þér. Hvcrnig hefur
veðrið verið hjá ykkur?
O'Nuska: Lögreglustjóri, ég . . .
Liigreglustjóri: Ég skal segja
þér það, að það rigndi hér alla
siðustu viku. I fjóra sólar-
hringa samfellt rigndi, eins
og hellt væri Ur fötu. Það
stytti loks upp i gær. Himinn-
inn er heiðskir i kvöld.
Stjörnubjart.
O'Nuska: Ég . . .
Lögreglustjóri: En það er ekki
þess vegna, sem ég hringdi.
O’Nuska: Það er gott að heyra.
I.ögreglustjóri: Það er ungur
drengur hérna niðri með veg-
inum. Skirleikspiltur. Willie
Dunston. Hann er sonur —
næstelzti sonur — Sam gamla
Dunston. Sam hefur verið
bóndi hér um slóðir i tvö
Þriðjudagur 9. janúar 1973
©