Alþýðublaðið - 18.01.1973, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Qupperneq 3
HESTAR SPORKUÐU SKIPINU Sjórinn náöi þeim upp að höfði. Þegar þeir teygðu hálsana gátu þeir rétt að- eins haldið nösunum yfir sjávarborði. Flestir þeirra gátu ekki haldið þessari erfiðu likamsstöðu lengi og hurfu i sjóinn. En aðrir héldu lengur út, skaut aftur og aftur upp úr sjónum, þar til loks að þeir urðu að gef- ast upp. Það var átakanleg sjón að sjá. Og við gátum ekkert gert til að hjálpa þeim, segir vitni, sem sá með eigin augum, þegar heill lestarfarmur af hest- um drukknaði sunnudaginn þann 7. janúar s.l. rétt utan við Bornholm i Danmörku. 280 hestar voru um borð i skipinu. Sólarhring eftir að slysið varð unnu fjórir dýralæknar enn hörðum höndum við að bjarga lif- andi — og dauðum — hest- um frá borði og i Iand i höfninni i Neksö. Þá var reiknað með, að u.þ.b. 100 hestar væru dauðir — sum- ir höfðu drukknað, aðrir höfðu verið troðnir i hel i æðinu, sem greip um sig meðal dýranna. STRANDIÐ Hestarnir, sem voru rússneskir, voru á leið frá Litháen i Sovétrikjunum til Frakklands á danska skip- inu „Inger Clausen”, sem var i leigusiglingu fyrir út- gerðarfyrirtæki i Flens- borg. Snemma að morgni laugardagsins 6. janúar strandaði skipið fyrir utan Ársdalshöfn skammt sunn- an við Svaneke. Orsök strandsins er talinn vera leki, sem kom upp i skip- inu, og sparkandi hestur olli. i nokkra klukkutima lá skipið á hliðinni með 15 gráðu slagsiðu. Það var aldrei nein hætta á ferðum fyrir skipið eða áhöfnina, en margir hestar létust fyr- ir áhrif sjávarins, sem fossaði inn i lestina. Um hrið veltu menn þvi fyrir sér, að bjarga þeim hest- um sem eftir lifðu með þvi að láta þá sjálfa synda þá 75 metra, sem voru til strandar. En froskmenn, gátu loks þétt lekann, sjón- um var dælt úr skipinu og ' um klukkan 2 e.h. sneri það stefni i átt til Neksö. Hestarnir voru i tveim lestum og lá önnur þeirra ofan hinni. Allir hestarnir i neðri lestinni voru dauðir og varð að draga þá upp með aðstoð krana, þegar til Neksö kom. Þeir ca. 190 hestar, sem eftir lifðu, gengu sjálfir rólegir frá borði. Á hafnargarðinum var slegið upp girðingu fyr- ir þá — þar voru þeir fóðraðir fram eftir nóttu, en siðan reknir um borð aftur. Dýralæknanir töldu það ekki verjandi, að láta hestana, sem margir voru rennblautir, eyða nóttinni úti undir beru lofti. DÝRAVERND UNARLÖG BROTIN Björgun hestanna hafði i för með sér ýmis vandamál Ótrúleair atburðir um borð í dönsku flutninaaskioi. — Um bað bil 100 hestar drukknuðu. beaar s kipið stranda6i nálæat Bornholm HVOLF Atburður þessi vakti eðli- lega talsverða athygli i Danmörku og hefur þeirri spurningu m.a. verið varp- að fram, hvort meðferðin á hestunum væri ekki brot á dönskum lögum eftir hestunum til að flytja þá til Frakklands, en þar biðu þeirra þau dapurlegu örlög að falla fyrir slátrar- hnifnum, þvi hestarnir voru keyptir frá Sovét- rikjunum til slátrunar. — t.d. mátti lögum sam- kvæmt ekki hleypa þeim i land i danskri höfn nema með sérstöku leyfi við- skiptamálaráðuneytisins, sem fékkst umsvifalaust. Annað skip var svo sent Ekki er unnt að vinna við þetta þegar ölduhæð er hærri en 50 cm. Tæki þetta er norskt og mikið notað erlendis. Það er sameign Siglingamálastofnunarinnar, sem á helming og oliufélaganna, tryggingarfélaganna og Reykjavikurhafnar, en kostnaður var kr. 4,3 milljónir. Siglingamálastofnunin kostar einn umsjónarmann með tækinu, en að öðru leyti er starfsliðið frá oliufélögunurr Fyrsta verkefni þess verði i Reykjavikurhöfn og verður starfsliðinu þá jafnfi mt veitt þjálfun i not- kun þess. Eins og áður hefur komið fram var von á tæki til oliueyðingar til landsins. Tæki þetta er nú komið og varsýntfréttamönnum i gær og veitti Hjálmar R. Bárðason siglingamálastjóri upplýsingar. Það er i tveimur hlutum, þ.e. prammi og flotgirðing. Flot- girðingin er um 1000 metrar á lengd og um 50 cm djúp i sjónum. Er hún notuð til þess að safna oliunni saman i flekki þar sem pramminn dælir henni á land. Hann er útbúinn með vals, sem nær oliunni upp i tank i prammanum, en þaðan er henni dælt i annað skip eða á land. Pramminn er knúinn diselvél og hægt er að stilla djúpristu prammans, þannig að valsinn sé alltaf i réttri hæð til þess að fleyta oliunni ofan af sjónum. Valsinn fleytir olíunni ofan af sjónum Nóbelsskáldiö fær ekki lögskilnað Nóbelsskáldinu sovézka, Alexander Solzhenitsyn, hefur verið synjað um skilnað við konu sina, Natalyu Reshetovskaya, eftir 14 mánaða dómstólameðferð málsins. Undanfarin þrjú ár hefur rit- höfundurinn búið með Natalyu Svetlova, sem hefur alið honum tvo syni. Það er haft eftir vinum skáldsins, að hann hafi fyrir dóm- stóli i Ryazan, fengið skilnað við konu sina i júlimánuði s.l. en þar bjuggu þau hjón, og þar býr konan ennþá. Konan áfrýjaði skilnaðarleyfi þessu til hæstarétt- ar, sem fyrir um það bil mánuði kvað svo á, að hjónabandið væri enn gilt að lögum. Samkvæmt heimildum i Moskvu eru þessi dómsúrslit mjög óvenjuleg, þar sem það er yfirleitt engum vand- kvæðum bundið fyrir fólk að fá skilnað. Þetta hefur verið túlkað þannig, að stjórnvöld hafi lagzt gegn skilnaðinum af þeirri ástæðu, að Natalya Svetlova eigi lögheimili i Moskvu, og að fengn- um skilnaði, hefði Solzhnitsyn getað sezt að i höfuðborginni. Eins og kunnugt er, hefur hann búið i sumarhúsi celloleikarans Mstislav Rostropovich, sem er um 25 km fyrir vestan Moskvu. ERLENT SLIKKERÍ FYRIR 50 MILLJQNIR Það var að sumu leyti ágætt að fá erlent sælgæti á islenzkan markað, sagði framkvæmda- stjóri Freyju, Viggó Jónsson, i viðtali við blaðið i gær. Það hefur gefið islenzkum neytendum kost á þvi, að sannfærast um, að islenzk framleiðsla stendur sizt að baki þeirri erlendu. Um siðastliðin áramót voru gefnir út nýir innflutningskvótar fyrir nokkra vöruflokka. 1 sumum þeirra er um verulegar hækkanir að ræða, eins og til dæmis i sæl- gæti, þar sem kvótinn var hækk- aður úr 25 milljón krónum fob. upp i 50 milljónir. Inni i þessum kvóta er nú t.d. tyggigúmi og svo- nefnt lyfjasælgæti. Islenzkir sæl- gætisframleiöendur, sem blaðið hafði tal af, vildu engu spá um, Ihverja þýðingu kvótahækkunin kynni að hafa i samkeppninni. Þó létu sumir þess getið, að stórir erlendir framleiðendur leggðu mikið upp úr skrautlegum um- búðum, sem naumast væri kostur á hérlendis, og ekki væri fyrir það að synja, að umbúðirnar seldu stundum vöruna. Þess má geta, að samkvæmt skuldbindingum okkar við EFTA, verður innflutningur á sælgæti gefinn frjáls eftir árslok 1974. Þá var innflutningskvóti fyrir húsgögn hækkaður úr 35 i 50 milljón krónur á árinu 1973, og óáfengur bjór úr 5 I 7 milljónir, og auk þess sement, brennt kaffi i smásöluumbúðum, og straum- breyta. Samtimis var gefinn frjáis innflutningur á fiskilinum, köðlum og sykruðum ávöxtum. o Fimmtudagur 18. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.