Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. NYTING JARÐVARMANS Reynslan hefur yfirleitt staðfest að beizlun jarðvarma til húsahitunar er til muna hag- kvæmari en kynding með oliu eða rafmagni. Reykjavikurborg hefur byggt upp mjög öflugt hitaveitukerfi, sem sparar landinu gjaldeyri og notendum fé. Samanburðartölur sýna, að húsa- kynding á hitaveitusvæði Reykvikinga er til muna ódýrari, en kynding með oliu eða raf- magni utan þess svæðis. Reynsla Reykvikinga og annarra af nýtingu jarðvarmans hefur orðið til þess að sifellt fleiri sveitarfélög leita nú fyrir sér um svipað hita- veitukerfi. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að viða i nágrenni kaupstaða og kauptúna er hiti i jörðu og virkjunarmöguleikar góðir. Þá er aðeins einn erfiður hjalli i veginum, — fjármögnun fram- kvæmdanna. Lánsfjárfyrirgreiðslu skortir oft til slikra framkvæmda og enda þótt mörg sveitarfélög á íslandi eigi þess kost að koma sér upphitaveitu, vilji það fúslegá og athuganir hafi leitt i ljós, að það sé fjárhagslega hagkvæmt bæði fyrir ibúana, sveitarfélagið sjálft og jafn- vel sjálfa þjóðarheildina, þá hamlar fjárskortur iðulega framkvæmdunum. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Stefán Gunnlaugsson og Jón Ármann Héðinsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um úrbætur i þessum efnum. Vilja þeir, að Alþingi skori á rikisstjórnina að gera ráðstafanir til þess að tryggja sveitarfélögum lánsfé til hita- veituframkvæmda. 1 greinargerð með tillögunni benda þingmennirnir á, að á íslandi sé nú engin peningastofnun eða sjóður, sem beri að sinna þvi verkefni og standi það rikisvaldinu næst að ráða þar bót á. Auðvitað er það rétt ályktað að rikisvaldinu beri að hafa forystu i málum eins og þessum og annast þá samræmingu, sem þarna er nauðsyn- leg. Jarðvarminn er náttúruauðlind, sem er i raun og veru sameign þjóðarinnar allrar. Þar liggur bundin griðarmikil orka, sem hægt er að nota til margvislegra hluta, en hefur lengi verið látin að mestu afskiptalaus engum til gagns ef undan eru skildar hinar miklu hitaveitufram- kvæmdir Reykjavikurborgar, svipaðar fram- kvæmdir annarra sveitarfélaga þó eðlilega i miklu minna mæli og litililshá ttar nýting einstaklinga og félaga. Mikill meginhluti ork- unnar er lausbeizlaður enn og fyrirsjáanlegt er, að frekari átök, sem máli skipta, verða ekki gerð til nýtingar jarðvarma, hvort heldur til húsahitunar eða annars, nema til komi öflugt fé- lagslegt framtak undir forystu rikisvaldsins. Bygging veitukerfa til húshitunar i bæjum og kauptúnum mun undantekningarlitið eða undantekningarlaust vera mjög arðsamt fyrir- tæki. Eins og málum er háttað væri rétt, að rikisvaldið i samráði við sveitarfélögin beiti sér fyrir gerð langtimaáætlunar um jarðvarma- veitur á íslandi til húsahitunar og sneri sér svo að þvi að útvega fé til þess að fjármagn fram- kvæmd slikrar áætlunar. Er mjög liklegt, að hægt sé t.d. að ná góðum erlendum lánum til slikra framkvæmda vegna arðsemi þeirra, — ekki hvað sizt ef þar er unnið skipulega og sam- hæft bæði að framkvæmdum og fjáröflun en hver og einn ekki látinn puða i sinu horni. JÓN ÁRMANN UM GENGISFELLINGUNA: ENN EIN KOLLSTEYPAN Hér birtist þriðji og siðasti hluti af ræðu Jóns Ármanns Héðinssonar um gengisfellinguna. Itæðan var flutt i um- ræðum i efri deild Alþingis rétt fyrir jólin. Ég get ekki stillt mig um, að lesa hérna smáklausu með leyfi forseta. Það eru aðeins nokkur orð úr grein, er einn af hagspek- ingum þessarar stjórnar skrifaði i Þjóðviljamn 24. október 1972. Bara til þess að sýna viðhorfið og það sundurlyndi, sem hlýtur að rikja i þessum efnum. Hann segir með leyfi forseta varðandi land- búnaðarstefnuna: „Landbúnaðarstefnan er stolt einkenni sóuninnar. Við hendum fyrir hana árlega 2 milljörðum i uppbætur og niðurgreiðslur. Stór hluti þessara tveggja milljarða er hrein sóun verðmæta og veldur mikilli efnahagslegri röskun”. Svo mörg voru þau orð. Það hefur ekki komið fram, hvernig vandamál landbúnaðarins verða leyst eftir gengisfellinguna. Hvað fær bóndinn? Hvað fær hann i af- skriftir? Hvernig kemst hann i gegnum aukinn rekstrarkostnað? Sú var þó tiðin, að hér töluðu for- svarsmenn bænda og hér er núna formaður, er það ekki rétt hermt, formaður Búnaðarfélags Islands, i deildinni, og hafði jú um þetta á sinum tima mörg orð, að það væri farið illa með bændur. Ekkert væri nú á móti þvi, að hann léti nú nokkur orð falla, þó komið sé á nýjan sólarhring i þessum um- ræðum, um það, hvernig honum litist á þessar efnahagsaðgerðir fyrir búið. Það kemur kannski siðar og biður sins tima, en undarlegt má það vera, ef ekki þarf neitt að gaumgæfa að þvi, hvernig bóndinn kemur út úr þessari gengisfellingu né hvað honum er ætlað, til að mæta auknum rekstrarkostnaði. Ef ég man rétt, þá var innfluttur fóður- bætir orðinn yfir 600 millj. kr. Þetta er stór skammtur ef hann hækkar núna um 70—80 millj. kr. og bændur fái hann svona i jóla- gjöf. Ég held, að þetta sé ekki langt frá lagi, sem ég er að tala um, þó er þetta stór póstur. Og áburðarnotkun nálgast einn milljarð. Áburður mun stórhækka einnig. Hér eru þvi stórar tölur á ferðinni. Það má búast við þ'vi, að framlag rikissjóðs verði að minnka i sambandi við land- búnaðinn. Það sé óhjákvæmilegt vegna þess, að það var gefið i skyn áðan i fjárveitinganefnd á siðasta fundi nefndarinnar, að svo kynni að fara og það var orð- uð heimild til þess að allt að 15% minnkun á framlögum i sam- bandi við fjárfestingar a.m.k., það hlýtur að koma yfir land- búnaðinn, sennilega. Ég veit það ekki. Ég kannski ætti að gera það eins og i sumar að taka þau bara af handahófi og sleppa þá vissum sviðum alveg. En alit að 15% minnkun kann að vera nauðsyn- leg til þess að halda jafnvægi i rikisbúskapnum. Vonandi, ég segi vonandi. þarf ekki að gripa Jón Ármann Héðinsson til þessarar heimildar. En hún mun fara i gegn eftir tvo daga hér á Alþingi, til öryggis fyrir hæstv. rikisstj. Nei, þvi miður, þá er það stað- reynd, eins og núverandi stjórn- arflokkar sögðu á sinum tima, gengisfellingin skapar æði mörg vandamál. Hún hefur alltaf gert það og hún mun alltaf gera það. Þess vegna er það næsta undar- legt, að það skuli alltaf vera eina úrræðið yfir 22 ára skeið, að gripa til gengisfellingar. Þó var reynd millifærsluleið um tima. Ég vil hressa upp á minnið á 5. þm. Vestf. Það var einmitt helminga- skiptastjórn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, sem hóf bátagjaldeyriskerfið 1953. Þeir felldu gengið 15. febrúar 1950, ég man nú ekki um hvað mörg prósent, þá minnir mig, að það hafi verið fellt eftir sögulega atburði hér á Alþingi, og tveimur árum siðar var komið á báta- gjaldeyriskerfinu og það vatt svo upp á sig, sem endaði með þvi, að það var komið út í millifærslu- kerfi, sem engin réð við. En eins og hann gat um réttilega þá, þá voru komin mörg gengi. Hann nefndi 20 gengi, en raunverulega voru þau miklu fleiri, vegna þess að gengið kom þannig fram, að eftir nýtingu og skilaverðmæti hverrar vinnslustöðvar, kom mismunandi skilaverð. Þannig að raunverulega var gengið óendan- legt á fiskinum, bókstaflega óendanlegt. Auðvitað var þetta orðið kerfi, sem enginn réði við. Hver er þá niðurstaðan? Hún virðist einfaldlega vera sú, að það eru tvær leiðir til, gengisfelling eða niðurfærsluleið. Það virðist ekki vera meira til. Við höfum, enginn okkar, kjark, og alls ekki verkalýðsforustan, til að hamla á móti og skera niður útgjöld. Bók- staflega brestur okkur kjark. Niðurstaðan er: Hin gamla ihaldsleið, gengisfellingarleið, eins og einu sinni var orðað af nú- verandi stjórnarflokkum. Þetta er nú kannski einföldun, en þó held ég að þetta sé nú ekki langt frá lagi, að við höfum nú komizt að þessu i gegnum 22 ára timabil, frá 1950. Og enn heldur áfram i sömu átt, þvi miður. Það væri gaman að lifa það, að menn þyrftu einu sinni að byrja á sjálf- um sér. Byrja hérna á höfðinu og skera niður hér hjá okkur i kring- um æðstu stjórn landsins og halda svo niðureftir, en stanza þegar við komum að þeim launum, sem lifsnauðsyn eru fyrir almenning i landinu. Undanfarið hefur kerfið verið „prósentukerfi”. Þeir, sem hafa fengið fasta prósentu, fá auðvitað flestar krónurnar, er mest hafa launin, og hafa þá flestir þagaö, sem i hærri flokkn- um eru, og gleymt hinum. Þannig er það með sjómennina, ef þeir fá miklar tekjur núna, og margir sjá ofsjónir, gifurlegar ofsjónir. Meira að segja valkostanefndin sér slikum ofsjónum yfir tekjum þeirra manna, er eiga að fara á loðnuna, að þeir sjá enga aðra leið en að skattleggja áhöfnina 10—14 manns allt að þremur millj. kr. eftir 6 vikna vinnu. Hugsið ykkur aðra eins skatt- lagningu. Hvað myndu menn segja á Suðurnesjum, þeir sem eru að keyra á völlinn og keyra dag og nótt á stóru bilunum, ef Framhald á bls. 8. FLOKKSSTARFIÐ FELAGSVISTIN Reykvikingar. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur efnir til félags- vistar i kvöld.Spilað verður i Ingólfseafé, niðri, og vcrður byrjað að spila kl. 8.30 stundvislega. Fólk er hvatt til að mæta á lilsettum tíma. Skemmtinefndin. ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR AUGLYSIR VIÐTALSTÍMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRIÍA ALÞÝÐUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðið að gangast fyrir þvi, að Reykvfkingar geti hitt að máli þingmenn Alþýðuflokks- ins i Reykjavík og borgarfuíltrúa. Reglulcgir viðtalstimar verða frá kl. 5 til 7 hvcrn fimmtudag og verður auglýst fyrirfram, hverjir verða til viðtals hvern dag. Fyrsti viðtalstimi verður i dag, fimmtudaginn 18. janúar kl. 5 til 7 e.h. á skrifstofum Alþýðu f Iokksins, Hverfisgötu 8—10, Reykjavik, simi 15020.TÍ1 viðtais verður formaður Alþýðuflokksfélags Reykja- vikur, Sigurður E. Guðmundsson, varaþingmaður Alþýðuflokksins i Reykjavik. Revkvikingar! Notið þessi tækifæri til að ræða við kjörna fulltrúa ykkar úr Alþýðufiokknum . Sigurður E. Guðmundsson Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Fimmtudagur 18. janúar 1973 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.