Alþýðublaðið - 18.01.1973, Side 12

Alþýðublaðið - 18.01.1973, Side 12
DÚMUR FRAMSðKNAR- BORGARFULLTRÚA UM FRAMMISTÖÐU ÚLAFS JÓH. - DÚMS- MÁLIN I MOL- Bragö er aö þá barniö finnur. Undir rós gera nú borgarfulltrú- ar Framsóknarflokksins heift- úðlega atlögu aö æösta yfir- manni löggæzlumálanna i land- inu, Ólafi Jóhannessyni, for- sætisráðherra. Segir Timinn i gær, aö löggæzlan i Breiöholts- hverfi sé öll i molum og sjái borgaríulltrúar Framsóknar- flokksins ástæöu til aö taka mál- iö upp á sina arma með tillögu- flutningi i borgarstjórninni, en eins og kunnugt er, þá hefur Reykjavikurborg ekki lengur meö iöggæzlumálin aö gera heldur rikisstjórnin samkvæmt lögum, sem núverandi stjórn setti. ófremdaráslandið i þess- um málum er þvi á ábyrgö stjórnvalda, en ekki borgaryfir- valda, sem eru með öllu valda- laus i málinu, eins og borgar- fulltrúum Framsóknarflokksins er að sjálfsögöu kunnugt um. Uaö sem fyrir borgarfulltrú- unum vakir, er að mótmæla harkalega athafnaleysi dóms- málaráðherrans i málinu og áhugaleysi hans um eflingu lög- gæzlu i Reykjavik með þvi að láta með þessum hætti i ljós, að hinn rétti vettvangur til úrbóta i málunum eigi aö vera borgar- stjórn Reykjavikur. Er ekki hægt að skilja tillöguflutninginn öðru visi en svo, að þarna séu Framsóknarmenn i borgar- stjórn raunverulega að heimta, að borgaryfirvöld fái aftur lög- gæzlumálin i borginni i sinar hendur þar eð dómsmálaráð- herra hafi ekki sinnt þeim sem skyldi. Þetta er án efa einhver harka- legasta árás, sem Ólafur Jó- hannesson, dómsmálaráðherra, hefur sætt á opinberum vett- vangi af hálfu flokksbræðra sinna og liggur auðvitað i aug- um uppi, hvað þeir eru að fara með tillöguflutningnum. Jafn reyndir menn i borgarmálum og borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins eru flytja ekki að ástæðulausu tillögu sem þessa, þar sem krafizt er umbóta og aðgerða valdastofnunar — i þessu tilviki borgarstjórnar — sem var svipt öllum ráðum i þessum málum fyrir mörgum mánuðum og hefur engin völd þar lengur. Að sjálfsögðu vita borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins þetta. Að þeir skuli samt flytja slika tillögu sem hér um ræðir i borgarstjórn sýnir, hversu mjög þeim gremst and- varaleysi æðsta yfirmanns lög- gæzlumála á tslandi — sins eig- in flokkslormanns — og hve harkalega þeir vilja mótmæla framferði hans i málunum svo sem eins og algerri neitun hans á lilmælum lögreglustjórans i Reykjavik um eflingu löggæzl- unnar sem skýrt er frá hér að ofan. Samþykkt á þeim óskum var og er forsenda þess, að stofnsett sé löggæzlumiðstöð i Breiðholtshverfi og þar eð dómsmálaráðherra neitaði að verða við óskum Reykjavikur- lögreglunnar þar um sér borg- arstjórnarflokkur Framsóknar ekki annað ráð vænna, en að l'ara með málið inn i borgar- stjórnina sem harkaleg mót- mæli við afgreiðslu ráðherrans. Löggæzlumiðstöð í Breiðholtshverfi Tillaga **m fulltrúar Framsóknorflokksim b®ra fram ó borgarstjórnartundi ó morgun HÆGRIFYLKIHG VOGI VELTIIR Á A þriðjudaginn náðist samstaða milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um myndun nýs meirihluta bæjarstjórnar Kópa- vogs. Mikil óvissa hefur rikt um skeið um framvindu mála i bæjarstjórn Kópavogs, eftir að einn af bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, Eggert Steinsen, klauf meirihlutann fyrr i vetur vegna ágreinings um samninga Kópavogskaupstaðar og Hita- veitu Reykjavikur o.fl. Lyktir urðu siðan þær, að sjálf- stæðismönnum og framsóknar- mönnum tókst að mynda nýja breiðfylkingu með stuðningi Huldu Jakobsdóttur, bæjarfull- trúa Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og fyrrum bæjar- stjóra. Þessari nýju breiðfylkingu virðist vera ætlað að halda völd- um til frambúðar i kaupstaðnum, þvi að i sameiginlegri yfirlýsingu vegna myndunar hins nýja meiri- hluta er gefiö i skyn, að stefnt verði að þvi, að flokkarnir allir bjóði fram saman við næstu, bæjarstjórnarkosningar. Fulltrúar flokkanna þriggja létu á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag gera bókun, þar sem lýst er yfir stuðningi við nú- verandi bæjarstjóra og gefin fyrirheit um sameiginlega stjórn bæjarmálefna. t fjórða liö bókunarinnar segir orðrétt: „Bæjarfulltrúar Fram- sóknarf lokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna óska að taka fram sérstaklega, að þeir hafi ákveðið að vinna sameiginlega að frekari könnun á þvi, hvort grundvöllur sé fyrir KÖPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 AFBROTASKRÁIN SÝNIR: SEVDfBU. ASrrÓfMN Hf ORÐNIR VERSTIR Nú er svo komiö, að ung- lingar 16 ára og yngri, eru orðnir hvað atkvæðamestu afbrotamenn i Reykjavík og nágrenni, ef dæma má af tölum lögreglunnar um upplýst afbrot að undan- förnu. Þetta hefur farið stöðugt versnandi þau fjögur ár sem ég hef fengist við rannsókn þessara mála, og égséekki neitt framundan, sem gæti breytt þessari þróun að svo stöddu, sagði Snjðlfur Pálmason rannsóknarlögreglumaður, í viðtali við blaðið í gær. 1 siðustu viku hefur komizt upp um nær 40 afbrot unglinga i Reykjavik og Hafnarfirði, og samkvæmt samantekt um upp- lýst afbrot i Reykjavik i okt. og nóv. s.l. höfðu unglingar framið helming þeirra. Frá fyrri áramótum og fram i ' nóvembers.l. höfðu 33 unglingar i Reykjavik, fleiri en þrjú afbrot á samvizkunni, en meðalafbrota- fjöldi þessara unglinga var 6,4 innbrot. Fjöldi annarra unglinga eru einnig á skrá fyrir færri afbrot. fkdPA- HULDU Af þessum tölum má glöggt sjá, að það eru Litlir hópar, eða þjófa- félög, eins og komist er að orði i blaöinu i gær, sein einkum fremja þessi unglingaafbrot, fremur en að einstakiingar séu þar að verki. Siðan farið var að skrá glæpi hér á landi, hafa unglingar aldrei verið athafnameiri á þesÉu sviði, og sagði Snólfur að ekki væri nóg með hvað afbrotum þeirra hafi fjölgað, heldur hafi þau einnig gerzt alvarlegri. Þrjú þjófafélag , í Hafnarfirði Áður fyrr komu unglingarnir aðallega við sögu vegna smá- hnupls en nú fremja þeir al- varlegri afbrot, svo sem að stela bilum, ráðast á fólk, og fremja innbrot i stórum stil. Enn eitt dæmið um unglingaaf- brot kom upp i Hafnarfirði i fyrrakvöld, er unglingar brutust inn i stóra vörugeymslu þar, og skemmdu verulega nýtt 300 þúsund króna hjólhýsi. Innbrots- þjófarnir eru ófundnir enn, en lögreglan telur fullvist að þar hafi unglingar verið á ferð, eftir verksummerkjum að dæma. Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði er búin að koma upp um tvö þjófafélög unglinga i Hafnarfirði siðustu daga, en enn eitt virðist nú vera sprottið upp. Þar er sömu söguna að segja og i Reykjavik, tiltölulega fámennir hópar unglinga hafa mesta hluta afbrotanna á samvizkunni, þótt fjöldi annarra komi þar einnig við sögu i minna mæli. — 1.100.000 króna fram- lag borgar- innar til husakaupa Framsóknar Það voru „litiar” ellefu liundruð þúsundir, sem Fram- sóknarfiokkurinn fékk I með- gjöf frá Reykja víkurborg vegna kaupanna á hálf- smiðuöu hóteli Lúðviks Hjálmtýssonar við Rauðarár- stiginn. Þessa „litlu meðgjöf” fékk flokkurinn vegna þess, að á sinum tima var Lúðvik gefinn riflegur afsláttur á gatnageröar g jöldum hjá borginni vegna byggingar- innar. Lúðvik Hjálmtýsson fékk lóöina i úthlutun þann 1. sept- cmber árið 1970 til þess að reisa þar gistihús. Þar eð Lúð- vik hafði talsvert áður fengið vilyrði fyrir lóð undir hótel- byggingu við Garðastræti þótti borgarstjórnarmeiri- hlutanum rétt, að rukka hann ekki um gatnagerðargjöld, eftir þeirri gjaldskrá, sem i gildi þegar ióðinni var út- hiutað árið 1970, heldur veittu lionum afslátt, scm nam meiru en 2/3 miðað við þágild- andi gjaldskrá. Lúðvik var aöeins látinn greiða 120 kr. á rúmmetra i stað 385 kr. á rúm- metra, eins og gjaldskráin hijóðaði upp á. Þannig „slapp hann með" að greiða 527 þús- und i gatnageröargjöld I stað eitthvað um 1,6 millj., ef gjaldskrá liefði verið fylgt. Þessi ráðstöfun var á sinum tima harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutaflokk- anna i borgarráði. Nú hefur Framsóknarflokkurinn yfir- tekið „meðgjöf” Lúðviks. Spurning: Skyldi hann ætla að borga mismuninn á gatna- gerðargjaidinu eða skyidi hann ætla að leggja hann á sjóð, — t.d. til þess að kaupa meira? Sá fimmtándi kúttaður! nánara samstarf þessara flokka um framtiðarmálefni Kópavogs- kaupstaðar". Undir bókunina, þar með talinn liðinn um „nánara samstarf þessara flokka um framtiðarmál- efni Kópavogskaupstaðar” rita allir fulltrúar hins nýja meiri- hluta: Guttormur Sigurbjörnsson og Björn Einarsson, bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins, Hulda Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi Samtaka friálslvndra og vinstri Framhald á bls. 4 Fimmtándi brezki togarinn fékk að kenna á klippum islenzks varðskips klukkan 18.25 i gær- kvöldi. Það var togarinn Lunelda FD 134, sem missti vörpuna i þetta skipti, þar sem hann var að ólöglegum veiðum 18,5 sjómilur innan fiskveiðilögsögunnar á Voðnafjarðargrunni. Togaranum höfðu verið gefnar itrekaðar að- varanir, sem hann sinnti i engu, og réðst varðskipið þá til atlögu þrátt fyrir, að Lunelda hefði ann- an togara sér til aðstoðar og verndar. Á tólfta timanum i fyrrinótt hlaut várðskipið Týr eldskirnina i landhelgisgæzlunni, en þá skar hann á togvira brezka togarans Framhald á bls. 4 FYRSTA LODNAN SEM VEIDDIST í NÓT Vélbáturinn Guðmundur RE fékk i gærmorgun 60 lestir af loðnu i nót á miðunum út af Aust- fjörðum. Er þetta fyrsta loðnan sem kemur það ofarlega, að hægt er að veiða hana i nót. Aður hafði Eldborgin frá Hafnarfirði fengið nokkur hundruð lestir i flotvörpu. Fyrsta loðnugangan af þremur var i gær komin að Gerpi. Var hún rúmlega 40 sjómilur undan landi. Hefur gangan farið að meðaltali lOsjómilurá sólarhring undanfarna daga. Enn eru bara þrir bátar komnir á miðin, en fleiri koma væntan- lega á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.