Alþýðublaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 3
ERKI KONA 22. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaður fæddur í MEYJARMERKI, ágúst—22. sept. Litlar likur eru á þvi að ljónynj- an mundi laðast að þeim karl- manni, eða hann að henni. Hann eroftast nær mjög hlédrægur og litt næmur fyrir áhrifum, og set- ur skynsemina ofar tilfinning- unum. Er ekki ósennilegt að hún teldi hann vanrækja sig vegna kaldlyndis hans. Auk þess er hann mjög aðgætinn i peninga- sökum, og mundi þvi aldrei liða henni að sóa peningum i klæðn- að og skartgripi. Hann er oft gagnrýninn að eðlisfari og mundi vafalitið særa stolt henn- ar með endurteknum leið- beiningum um hvernig hún ætti að haga hlutunum, þá er og lik- legt að hann skorti nokkuð þann metnað og framkvæmdavilja, er henni væri að hæfi. Hinir mörgu vinir hennar og margvis- legu áhugamál mundi hann ef- laust láta sér fátt eitt um finn- ast, og á samkvæmislifi og fé- lagslifi hefur hann oftast litinn áhuga. Það er þvi, satt bezt að segja, ekki svo ýkjamargt sem mælir með hjónabandi ljónynju og manns, sem fæddur er i Meyjarmerki, en hins vegar býsna margt, sem mæ-lir i mót þvi. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaður fæddur í VOGARMERKI, 23. æpt,—22. okt. Það eru ýmsar ástæður fyrir þvi að það gæti orðið farsælt hjóna- band ef ljónynjan gengi að eiga mann, sem fæddur er undir þessu stjörnumerki. Henni mundi falla vel hvað sá maður er yfirleitt vandaður og geðgóð- ur, vinnandi i framkomu, glað- vær og hugulsamur. Hann er oft hinn skemmtilegasti félagi, hef- ur yndi af að vera i glöðum sam- kvæmum, og mundi þvi taka þátt i samkvæmislifi og félags- lifi með henni sem eiginkonu sinni. Gallinn yrði að visu senni- lega sá, að hann reyndist ekki eins metnaðargjarn og harð- duglegur og hún kysi, það er lik- legt að hún yrði að brýna hann og hvetja til að ná þeim árangri i starfi og viðskiptum, er hún teldi að keppa bæri að. Hann mundi ekki taka henni illa upp þó að hún eyddi talsverðu fé i klæðnað og munað. Hann getur verið ákafur i ástum og ástriðu- heitur, en hætt er við að þar yrði þol hans samt öllu minna en hennar. Ekki mundi hann vera konu sinni samþykkur, ef hann fyndi að hún hefði á röngu að standa, og ekki heldur þegja um þess háttar, þvi að hann er hverjum manni hreinskilnari. En þrátt fyrir allt og allt, þá niundi þeim sennilega koma vel saman og hjónaband þeirra geta orðið farsælt, ef bæði legðu sig fram. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaður fæddur i DR EKAMERKI 23. október — 22. nóvember. Jafnvel þótt sá maður muni hafa sterkt aðdráttarafl á ljón- ynjuna þá eiga þau ekki vel saman, og eins vist að þau yrðu að sigrast á mörgum erfiðum vandamálum, áður en sambúð þeirra gæti orðið hamingjusöm. Hann er oft ráðrikur og afbrýði- samur og mundi sennilega ekki þola neinum karlmanni að sýna henni aðdáun. Auk þess er hann oft harla ógætinn i orði og mein- yrtur, og gæti sært vini hennar og fjölskyldu með háði sinu, og þá ekki siður hana sjálfa með hreinskilnislegum athugasemd- um. t stað þess að sýna henni hugulsemi og fórnfýsi, er eins vist að hann krefðist mikils af henni, og léti sér fátt finnast um framlag hennar. tmyndunarafl hans er oft og tiðum ofvirkt, og gæti hann þvi lagt aðra og meiri meiningu i orð hennar og gerðir en efni stæðu til og þar eð bæði eru harla auðmóðguð, mundi þurfa meiri þolinmæði en þeim er gefin til þess að hjónaband þeirra gæti orðið eins farsælt og skyldi. Kona fædd i Ljónsmerki og karlmaöur fæddur i BOGMANNSMERKI, 23. nóvember—20. desember. Það ætti að verða þeim báðum til hamingju og larsældar, ef þau gengju i hjónaband. Hann er yfirleitt ástrikur og ástriðu- mikill og mundi þvi aðlagast vel eðli hennar og uppfylla þarfir hennar og kröfur hvað það snertir. Þar eð hann er sjaldnast ráðrikur eða eigin- gjarn, mundi það ekki skerða neitt hamingju hans þó að hún fengi að fara sinu fram og sinna sinum áhugamáluin. Sjálfur á hann oft ýms áhugamál utan heimilisins og atvinnu sinnar, einkum á sviði iþrótta. Hún mundi hins vegar sennilega hafa áhyggjur af spilafysn hans og hneigð til að tefla á tvær hættur, þar eð hún er einnig gef- in fyrir að tefla djarft og nýtur alls sem er æsilegt. Það er til að hann hróflaði eitthvað við virðu- leika hennar með glettni sinni, enda þótt gamanyrði hans séu alltaf að kalla laus við alla ill- kvittni. Hann hefur yndi af skemmtunum allskonar og allri tilhreytingu og er oftast nær skemmtilegur l'élagi. Þau ættu þvi að geta notið margvislegrar ánægju i hjónahandi, og þegar áhugi þeirra stefndi sitt i hvora áttina, mundi hvorugt álasa hinu fyrir það. Bæði eru þau trú og trygg að eðlisfari svo öll ástæða er til að ætla að hjóna- band þeirra gæti orðið hiö far- sælasta. Kona fædd i Ljónsmerki ocj_ karlmaður fæddur i STEINGEITARMERKI 21. desember—19.janúar. Enda þótt ljónynjan geti haft harla sterkt aðdráttarafl á þennan mann, er óliklegt frem- ur að hann reyndist vel til þess fallinn að gerast eiginmaöur hennar. Ef hún giftist honum samt, sýnist sem hún yrði að gera ýmsar breytingar á eðlis- lægum og geðlægum kröfum sinum og mati, áður en hún gæti orðið hamingjusöm með honum. Tilfinningar hans yrðu ekki við- lika rikar og hennar, og hlé- drægni hans gæti leitt til þess að hún teldi sig vanrækta og niður- lægða. Hann er yfirleitt þannig skapi farinn að hann vill vera húsbóndi á sinu heimili, og þvi er ekkert liklegra en að honum yrðu á þau mistök að fara að skipa henni fyrir verkum. Þá er hann og oftast nær harla aðsjáll i peningamálum og mundi ekki leyfa henni að fara með fé þeirra eins og hún vildi. Hann mundi vilja að hún miðaði fatnaðarkaup sin fremur við endingu og gæði, en að það væru skartflikur. Þó að hann sé eigin- konu sinni trúr og tryggur, á hann það til að vera henni ráð- rikur og kröfuharður og leggja hömlur á frjálsræði hennar. Kona fædd i Ljónsmerki og karlmaöur fæddur í VATNSBERAMERKI, 20. janúar—18. febrúar. Jafnvel þólt að Vatnsberinn kunni að hal'a mikið aðdráttar- afl á ljónynjuna, mundi hún þurfa að leggja hart að sér til þess að hjónaband þeirra yrði hamingjusamt, og þó einkum er l'rá liði. En hvað um það, el' henni tækisl að sigrast á þeim mismun, sem á þeim er, gæti hjónebandið orðið ákaflega hamingjusamt. Þar eð hann hel'ur ol'tast nær öllu meiri áhuga á þjóðflokkum og fjar- hegum kynflokkum heldur en konu sinni og fjölskyldu er lik- legt að ljónynjunni, eiginkonu hans, þælti meira en litið skorta á umhyggju hans og tillitssemi. Hætt er við að henni fyndist hann kaldur og seinvakinn, eins brennandi og hún er i ástriðum sinum og þurfamikil i ástum, eins þó að hann gerði ekki neitt af ráðnum huga, sem hun gæti tekið na>rri sér. í rauninni gæti hann unnað eiginkonu sinni hug- ástum, þó að hinn mikli áhugi hans á velferðarmálum al- mennings eða alþjóðavanda- málum hel'ði það i för með sér að henni fyndist hann vanrækja sig svo að ekki yrði við unað, þar eðhenni er það alltaf mjög i mun að vera i brennideplinum. Einnig mundi hún eiga erfitt með að sælta sig við hve heimil- ið skipti hann litlu máli — sem- sagt, það er hætt •'»#s.ið hana skorti það umburfæ 5ondi, sem frá hennar sjónarmiði þyrfti með til þess að hjónaband þeirra gæti orðið farsælt i lengd og bráð. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaöur fæddur i FISKAMERKI, 19. febrúar—20. marz Ekki væri það liklegur grund- völlur að varanlegri hamingju ef þau tækju þá ákvörðun að ganga i hjónaband. Maður fæddur i Fiskamerki er allt of hneigður til dagdrauma og gef- ur imyndunaraflinu um of laus- an tauminn til þess að hún gæti fellt sig við það. Hann er oft og tiðum harla óraunsær og litt hagsýnn og getur þvi átt örðugt með að ná fótfestu i þessu harð- vituga klifi samkeppninnar á öllum sviðum. Hún vill aftur á móti að eiginmaðurinn sé metn- aðargjarn og mikill athafna- maður, og að öllu leyti þannig að hún geti litið upp til hans fyr- ir glæsilegan árangur i lifinu, og er þvi hætt við að hann brigðist þar vonum hennar og stolti. Þar sem skapgerð hans er ekki eins sterk og skyldi, mundi hún drottna yfir honum, og hætta er á að svo færi að hún hefði hann algerlega undir pilsfaldinum, eins og áður var sagt. Jafnvel þó að hann auðsýndi henni mikið ástriki og umhyggju, mundi það ekki na'gja lil þess að hún bæri virðingu fyrir honum, ef hann lcyfði henni að ráða yfir sér. Þar eð hann er oft mjög við- kvæmur, mundi hún trauðla geta skilið hann. Þau þyrftu bæði mikið á sig að leggja, ef hjónaband þeirra ætti að bless- ast — nokkurn veginn. NÆST: KARL í LJÚNS- MERKI I' þá er þvi miður margt sem bendir til að þar munir þú eiga við nokkurn andbyr að striða, einkum fyrstu mánuði ársins. í april og eins i júni munu vinir þinir og nánir ættingjar veita þér ómetanlega aðstoð, og heilsufar innan fjölskyldunnar fara mjög batnandi i april- mánuði. I júlimánuði er ekki óliklegt að einhver viðkvæm einkamál verði farsællega til lykta leidd. Vogin, 23. sept.-22. okt. Það má með sanni segja að það liti út fyrir að verða til- breytingarikt ár sem þú átt *i vændum. Allt bendir til að þú teflir býsna djarft og það á ýmsum sviðum i febrúar, marz og april og hafir þá heppnina með þér. Getur þetta staðið i einhverju sambandi við starfs- köllun eða sérstæðar fyrirætl- anir. Júnimánuður er mjög vafasamur fyrir margra hluta sakir. ótrúlegt virðist að taka nokkrar ákvarðanir, sem fyrst og fremst snerta einkalifið og tilfinningarnar, eða gera áætl- anir þar að lútandi, nema undir lok janúarmánuðar, um miðjan marz, i lok maimánaðar og upp úr miðjum júlimánuði. Drekinn, 23. okt.-22. nóv. Þú gætir orðið fyrir alvarlegu tjóni efnahagslega, ef þú tækir mikilvægar ákvarðanir eða gerðir samninga, sem snertu efnahag þinn og afkomu siðast i mai eða fyrst i júni, og annað slikt hættubil er svo siðast i ágúst og fram i miðjan septem- ber. Á þessum timabilum gæti öll fjárfesting valdið miklum vonbrigðum og tapi, saman- sparað fé eyðst til einskis og aðilar, sem ekki er treystandi náð iskyggilega sterkum tökum á efnahag viðkomanda. Allt sem snertir vináttu og jafnvel enn innilegri tilfinn- ingar, á sér óskadaga i janúar og febrúar og eins i júni og júli. Árið mun reyna allmikið á taug- arnar. Mikið veltur á að þú undirbúir vel allar ákvarðanir og haldir svo þinu striki eins fyrir það þótt eitthvað blási á móti. Bogmaðurinn, 23. nóv.-20. des. Efnahagslegu öryggi þinu ætti ekki að vera nein hætta búin á þessu ári, svo framarlega sem þú lætur ekki heimskulegar og glannalegar áætlanir ábyrgðar- lausra aðila hafa áhrif á þig. Aftur á móti virðist gæta nokkurrar óvissu hvað til- finningalifið snertir. Þér er vissara að láta höfuðið ráða fyrir hjartanu, en ekki hið gagn- stæða, mestan hluta ársins. Ýmsar aðstæður kunna að skap- ast i marzlok, sem ýta undir fljótfærnislegar ákvarðanir, eins i júnimánuði og þegar liður á desember, en það eru einmitt slikar ákvarðanir, sem reynst geta harla óheppilegar, og ber aö forðast þær. Eins ber þér að varast að bindast tengslum kunningsskapar eða vináttu við menn, sem þú þekkir einungis litið eitt, og verða kunna á vegi þinum á þeim tima, sem áður er getið. Steingeitin, 21. des.-19. jan. Svo virðist sem þin biði þvi sem næst ótakmörkuð tækifæri á þessu ári til að sækja fram á flestum sviðum og ná einkar drjúgum árangri. Þér ætti þvi svo sannarlega að geta tekizt að bæta aðstöðu þina til muna, bæði efnahagslega og hvað álit snertir. Heillavænlegast virðist fyrir þig að taka allar mikilvægar ákvarðanir, sem snerta tilfinn- ingar og einkamál sérstaklega, fyrir miðjan marzmánuð. Eftir það verður þróunin á þvi sviöi ekki eins hagstæð, og virðist þar einkum hætta á óstöðugleika, og að ekki verði eins takandi mark á loforðum fólks eða orðum yfir- leitt, og fyrir áður nefndan tima. Má jafnvel reikna með brigðmælgi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar, hafi eitt- hvað verið fastmælum bundiö. Vatnsberinn, 20. jan.-l9. feb. Þau timabil, sem einkum virðast öðrum betri, eru til dæmis janúar allur — þegar þér mun heppnast flest það sérlega vel, er þú tekur þér fyrir hend- ur, auk þess sem þú nýtur þá að öllum likindum ómetanlegrar aðstoðar einhvers vinar þins — og frá þvi i byrjun april og fram i miðjan mai, þegar ekki er ólik- legt að þú njótir nokkurs fjár- styrks sem þú hafðir ekki reiknað með. 1 júlimánuði og ágúst ætti efnahagur þinn að standa traustum fótum, en þó munu tekjur þinar ná hámarki siðustu tvo mánuði ársins. Þaö verður þvi ekki annað sagt en að árið geti reynst þér gott efnahagslega, og i einka- málum ætti það einnig að verða þér gott, en þá bezt fyrstu tvo mánuðina, siðan i júni og fyrri hluta ágústmánaðar. Ættirðu þvi að taka þær ákvarðanir, sem einkum snerta tilfinningar þinar og einkalif á þeim tima- bilum. Fiskarnir, 19. febr.-20. marz. Allt bendir til þess að þú eigir harla góðu gengi að fagna fyrstu tvo mánuði ársins, bæði efna- hagslega og i tilfinningamálum. Þann tima ættirðu þvi að nota eins og unnt reynist til ákvarð- ana og framkvæmda á báðum sviðum, enda sakar ekki, þegar slikt getur fylgst að. t marz og april verður hins vegar margt erfiðara viðfangs að þvi er virð- ist, meöal annars vegna þess að skyldustörfin rekist þá á viss atriði einkalifsins, og að þér reynist á stundum allerfitt að velja þar á milli. Einhver hneigð til nýbreytni virðist segja til sin, jafnvel við óliklegustu aðstæður. En vissast mun þér verða að fara þar gæti- lega, jafnvel þótt freistandi kunni að virðast að breyta til. o Sunnudagur 21. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.