Alþýðublaðið - 31.01.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 31.01.1973, Side 5
IfWH Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjórt Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f.. Stórmál morgundagsins Nú um þessar mundir eru danskir jafnaðar- menn i þann veginn að leggja fram á þingi frumvarp til laga um þátttöku launþega i stjórn atvinnufyrirtækja. Hafa danski Alþýðuflokkur- inn og danska verkalýðshreyfingin fjallað um málið talsvert lengi, bæði sitt i hvoru lagi og saman. Á milli jóla og nýárs hófust viðræður um það á milli forsvarsmanna danska Alþýðu- flokksins og SF-flokksins og náðist samkomu- lag, sem tryggði þar með málinu þingmeiri- hluta. Eru flokkarnir nú i sameiningu að leggja siðustu hönd á smiði frumvarpsins og er ætlunin að fá það lögfest þegar á þessu ári, þannig að á næsta vetri verði lög um aðild launþega að stjórn atvinnufyrirtækja gengin i gildi i Dan- mörku. Þá hafa Danir stigið fyrsta skrefið á braut atvinnulýðræðis. Meðal vinstri manna á Islandi hafa atvinnu- lýðræðismálin nú um nokkurt skeið verið til um- ræðu. Ungir jafnaðarmenn munu fyrstir hafa brotið upp á þeim hugmyndum og settu atvinnu- lýðræði á stefnuskrá sina fyrir hart nær áratug, en þá sömdu ungir jafnaðarmenn itarlegan stefnuskrárkafla um atvinnulýðræði, sem i öll- um meginatriðum er samhljóða þeirri fram- kvæmd, sem siðar hefur á orðið i þeim málum i nágrannalöndunum fyrir atbeina þarlendra jafnaðarmanna. Að frumkvæði ungra jafnaðarmanna var mál- ið svo tekið upp i Alþýðuflokknum og ákvað flokkurinn að taka það upp á sina arma. Var Al- þýðuflokkurinn fyrstur islenzkra stjórnmála- flokka til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi þessa máls og fyrstur til að ljá hugmyndunum fylgi. Hafa Alþýðuflokksþingmenn m.a. tekið málið upp á Alþingi og sem dæmi um það má nefna tillögur Benedikts Gröndals, varafor- manns flokksins, um aðild starfsmanna Sementverksmiðjunnar og Áburðarverksmiðj- unnar að stjórn þessara fyrirtækja frá þvi á s.l. vetri. Einnig hafa Alþýðuflokksmenn i sveitar- stjórnum flutt atvinnulýðræðishugmyndirnar þangað inn og sem dæmi um það má nefna, að það var fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins, sem bæjarstjórn Keflavikur veitti fyrir nokkrum misserum starfsmönnum ákveðinna stofnana á vegum bæjarfélagsins aðild að stjórn þeirra. Atvinnulýðræðishugsjónin er griðarlega yfir- gripsmikil, stórbrotin og nýstárleg. Hugmynd- irnar um hvernig þvi marki skuli náð, sem hug- sjónin um atvinnulýðræði felur i sér eru marg- ar. Hver og ein þeirra felur i sér mikla réttarbót fyrir launamanninn og stórfellda félagslega framför. Ásamt hugmyndinni um þjóðareign á landinu er hugmyndin um atvinnulýðræði sú lang-stórbrotnasta i þjóðfélagsmálum og stjórn- málum vorra tima. Allir vita og viðurkenna, að það var Alþýðu- flokkurinn sem hóf baráttuna fyrir almanna- tryggingum, afnámi fátækralöggjafarinnar og öðrum stórum félagslegum átökum og umbót- um, sem öðrum fremur hafa gert ísland að vel- férðarriki. Enginn getur heldur neitað þvi, að það var fyrst og fremst Alþýðuflokksins verk að bera þau mál fram til sigurs. Nú hefur Alþýðu- flokkurinn enn einu sinni fyrstur islenzkra stjórnmálaflokka tekið upp baráttuna fyrir stór- málum morgundagsins, — þeim málum, sem allir munu gjarna vilja láta þakka sér eftir ára- tug eða svo. En nú, þegar baráttan er háð fyrir framgangi þeirra, er andstöðunnar að mæta frá sömu aðilum og á sinum tima reyndu að drepa almannatryggingarnar. Fólk ætti að veita þvi athygli og draga af þvi lærdóma. hjAlpið hækkerup AÐ SPflHA RlKISFÉ - BflÐ „AKTUEIT" SPARIÐ HANN SJALFAN! SVARAÐI EINN LESENDANNA Viö sögöum frá þvi i Alþýöu- blaðinu fyrir nokkrum dögum, að danska jafnaðarmannablaöiö ,,Aktuelt” heföi birt áskorun á al- menning um að hjálpa Hækkerup, danska fjármálaráðherranum, viö að spara, en eins og kunnugt er, þá stendur nú yfir mikil sparnaöarherferö i Danmörku hjá þvi opinbera, — riki og sveitarfélögum. Baö blaöiö les- endur sina um að senda sparn- aðarhugmyndir, sem þaö myndi svo koma á framfæri ’ viö Hækkerup og sparnaðarnefnd hans, og hét 15 þús. d.kr. verb- launum fyrir beztu hugmyndina. Daglega hefur „Aktuelt” svo greint frá viöbrögöum lesenda og ekki getur það kvartað yfir, aö hjálparbeiöninni hafi ekki veriö sinnt. Fjöldinn allur af bréfum hefur borizt meö alls kyns sparnaðarhugmyndum, — sum- um vel unnum og útreiknuðum öörum með skyndihugdettum um niðurskurð á flestu þvi, sem rikis- valdið greiöir fé fyrir. Ýmsar slikar hugmyndir ætti fólk á Islandi mætavel að kannast við frá umræðum islenzks al- mennings um útgjöld islenzka rikisins og sparnað á þeim. T.a.m. hugmyndirnar um sparn- að i utanrikisþjónustu, um aö svipta ráðherra ráðherrabilum og bilstjórum, um að lækka við þá og þingmenn launin o.s.frv., o.s.frv. Þessar sparnaðarhug- myndir frá almenningi birti „Aktuelt” m.a. s.l. laugardag: „Skerið niður menntamála- ráðuneytið. Peningunum er ausið út I svokallaða listamenn, — þ.e.a.s. auðnuleysingja og bragðarefi. Sparið það!” „Leggið efnahagsmálaráðu- neytið og allt, sem þvi tilheyrir, niður — þar sem það getur hvort eð er ekki fundið neinar sparn- aðarleiðir sjálft!” „Sparið Hækkerup! Gamall krati!’ „Lækkið iaun allra rikisstarfs- manna og byrjið á drottningar- fjölskyldunni”. „Sparið alla hjálp við eitur- lyf jasjúklinga. Látið þá sigla sinn sjó”. „Hættið allri opinberri aðstoð við lækna og iæknanema ef þeir nenna ekki að sækja tfma dag- lega”. „Það ætti að reka alla þá og svipa eftirlaunum, sem eyða opinberu fé án heimildar. Slikt myndi spara stórfé”. „Lokið öllum fóstruskólum. Það er hiægiiegt og djöfull dýrt að senda ungt fóik á þriggja ára skóla til þess að læra að passa börn”. „Sparið flugferöir og dýrar máltiðir opinberra starfsmanna. Sparið bréfsefni’. Þannig eru m.a. sparnaðarhug- myndir almennings I Danmörku. Myndu ekki svipaöar hugmyndir koma fram hér ef Halldór E. léti svo litið að spyrja almenning ráða? Ó 0 FLOKKSSTARFIÐ GUMA-FELAGAR Munið fundinn miðvikudaginn 31. janúar n.k. kl. 20,30 á Hótel Esju. Gestur fundarins verður Gunnar Thoroddsen, alþingismaður. Áriðandi að allir mæti. Stjórnin ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR VIÐTALSTIMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS Eggert G. Þorsteinsson Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðiö að gang- ast fyrir þvl, að Reykvlkingum gefist tækifæri á að hitta að máli þingmenn Alþýðuflokksins úr Reykjavlk og borgarfulitrúa. 1 þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viötalstlma reglulega hvern fimmtudag á timabilinu frá kl. 5 til 7 e.h., þar sem hinir kjörnu fulltrúar Reykvíkinga úr Alþýðuflokknum skiptast á um að vera til viðtals. Viðtalstlmarnir verða haldnir á skrifstofu Alþýðu- Uokksins, Hverfisgötu 8—10. Fimmtudaginn 1. febrúar, er það Eggert G. Þorsteinsson, sem verður til viðtals á skrifstofu Alþýðuflokksins frá kl. 5 til 7 e.h. Reykvikingar eru hvattir til þess aö nota tækifærið til viðræðu við þingmanninn. Síminn I viðtalsherberginu hefur númerið 1-50- 20. . Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Miðvikudagur 31. janúar 1973 ©

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.