Alþýðublaðið - 31.01.1973, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 31.01.1973, Qupperneq 6
Menn hafa lengi veitt þvi athygli, og þá leikmenn ekkert siður en fræðimenn, að við athug- anir á jarðlikönum og kortum virðist vera sem a.m.k. sum meginlönd geti fallið saman likt og stykki i „púsluspili”. Einkum og sér i lagi sést þetta vel, þegar litið er á austurströnd Suður- Ameriku og vestur-strönd Afriku. Þar standast á i grófum dráttum vikur og skagar þannig, að álf- urnar gætu mætavel fallið hvor við aðra og myndað eina heild. Lengi vel, eða allt fram á okkar tima, var þó næsta litið gert með þetta af visindamönnum og fræöi- mönnum. Sams konar stein- gervingafundir vestan og austan Atlantshafs færðu mönnum aö visu heim sanninn um það, að i fyrndinni hefðu þessi meginlönd verið tengd með einhverju móti þannig, aö landdýr og gróður hefði getað verið sá sami i báöum álfum. Var þó yfirleitt talið, að um einhvers konar landbrú hafi verið að ræða á milli t.d. Suður- Ameriku og Afriku, sem siðar hefði með einhverju móti — jafn- vel i eldsumbrotum — sokkið i sæ og þar með skapast skil milli meginlandanna, þar sem dýra- og jurtalif hefði svo þróazt sitt i hvora áttina, ef svo má segja. Var þvi jafnvel trúað af sumum, þótt aö visu aldrei hafi verið litið á þaö sem visindalega sannað mál, að landbrú þessi hafi verið viðáttu- mikið land — Atlantis —, þar sem menning hafi verið háþróuð og búið hafi voldug þjóð, sem hafi tortimzt i umbrotunum, sem urðu, þegar Atlantis sökk i sæ og Atlantshaf varð til. Séu það minn- ingar um þessar hamfarir, sem fram komi i ýmsum gömlum frá- sögnum um stóreflis flóð, — t.d. i frásögn Bibliunnar af Nóaflóði. Hafa ýmsar misjafnlega frum- legar kenningar veriö settar fram um, hver orðið hafi örlög þess þjóðarbrots Atlanta, sem átt hafi aö sleppa lifandi frá hamförun- um, — gott ef ekki hefur einhvern tima verið sett fram kenning um, að fslendingar væru komnir af þeim stofni. En alla, sem unna ævintýrum, verður þó að hryggja með þvi, að Atlantis hefur n er óyggjandi aldrei verið til utan i sögubókum og i hugarheimi fólks. Þrátt fyrir töluverðar rannsóknir á sjávar- botninum þar sem Atlantis á að hafa verið, hafa aldrei fundizt neinar minjar um, að þar hafi áður verið iand með blómlegar borgir, aldursgreiningar á berg- lögum úthafsbotnsins sýna, aö þar er um miklu yngri jarðlög að ræða en t.d. mynda meginlöndin og sú nýja kenning, sem sifellt fleiri jarðfræðingar hallast nú að — landrekskenningin — rekur síð- asta naglann i likkistu sagnarinn- ar um Atlantis ef svo má til orða taka. WEGENER RÍÐUR Á VAÐIÐ Árið 1915 ritaði litt þekktur, þýzkur visindamaður, Alfred Wegener að nafni, bók, sem i isl. þýðingu heitir Tilurð meginlanda og úthafa. Þar setti hann fram nýstárlega kenningu um myndun meginlandanna, sem hann hafði fyrst komið fram með opinber- lega þrem árum áður og nú er þekkt undir nafninu „landreks- kenningin”. 1 bókinni segir hann m.a.: „Meginlöndin hljóta að hafa skil- ist i sundur. Suður-Amerika hlýt- ur að hafa legið við hliðina á Afriku.... landhlutar þessir hljóta að hafa skilist meira og meira að á timabili, sem náð hefur yfir milljónir ára”. Visinöamenn tóku kenningum Wegeners ekki af neinni hrifn- ingu, — raunar langt i frá. Arið 1920 sagði forseti American Philosophical Society i Phila- delphiu, að hugmyndir Wegeners væru „hrein og einber vitleysa”. Þegar Wegener andaðist i leið- angri til Grænlands árið 1930 var hann yfirleitt vanvirtur af starfs- bræðrum sinum og fáir trúðu á kenningar hans. En mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1930. Nú eru hug- myndir Wegeners ekki lengur vanvirtar. Nú er landrekskenn- ingin hans undirstöðuatriði i skoðunum flestra visindamanna á ummyndun jarðar og Wegener er álitinn einn hugkvæmasti vis- indamaður þessarar aldar. En hvað var það, sem svo mjög hefur breytt skoðunum manna á landrekskenningunni? Fyrst og fremst það, að hinar miklu tækni- framfarir, sem orðið hafa, gáfu mönnum tækifæri á að sannprófa hana. Spurningin var ekki lengur um, hvort hún væri sennileg. Spurningin snerist nú fyrst og fremst um, hvað mælitækin gætu upplýst og hvaða ljósi þær upp- lýsingar köstuðu á hugmyndir manna, fornar og nýjar, um myndun jarðar. Hver var t.d. skýringin á þvi, að á vissum svæöum i úthafinu fund- ust geysilegir fjallgarðar, sem gengu eftir miðju úthafsbotnsins og voru svo háir, að sums staðar sköguðu hæstu topparnir upp úr sjónum og mynduðu eyjar? Og hver var skýringin á þvi, að ein- mitt á þessum fjallgörðum voru flestar eða allar hinar virku eld- stöðvar? Hverjar voru skýringarnar á þeim miklu jarðskjálftum sem aftur voru á sama hátt bundnir á- kveðnum beltum á jörðinni, — t.d. við vesturströnd Bandarikjanna? Og hvernig stóð á þvi, að jarðlög- in efst i úthafsbotninum voru svo miklu yngri en jarðlögin i megin- löndunum sjálfum? A árunum eftir siðari heims- styrjöldina fóru sifellt fleiri slikar spurningar að risa, sem menn höfðu ekki áður þekkt vegna þess að þeir höfðu ekki i höndunum tæki, sem gætu vakið þær. Og öll þau svör, sem fengust, bentu i sömu áttina. Landrekskenning hins vanvirta Wegeners hlaut að vera rétt, — þrátt fyrir allt. HVAÐ HEFUR FUNDIZT? Siðari tima rannsóknir hafa leitt ýmislegt áhugavert i ljós. Þegar sagt er siðari tima þá er átt við rannsóknir allra siðustu ára, — nánar til tekið frá þvi eftir sið- ari heimsstyrjöldina. Svo nýtt er flest það, sem fram hefur komið. 1 fyrsta lagi má nefna, að við mælingar hafa fundizt griðar- miklir fjallgarðar, sem liggja eft- ir úthöfunum endilöngum sem svarar mitt á milli meginlanda. Saman mynda þessir fjallgarðar net, sem teygir sig um öll úthöfin og sum innhöf eins. A fjallgörðum þessum risa viða eyjar úr sjó, ein þeirra er ísland, aðrar t.a.m. Hawai-eyjaklasinn og öllum er þessum eyjum það sameiginlegt, að þar er mikill fjöldi virkra eld- stöðva. Arið 1953 fannst við mælingar á Atlantshafshryggnum rifa eða gjá niður i fjallgarð þennan miðj- an og teygir gjáin sig eftir fjall- garðinum endilöngum. Rifa þessi gengur einnig þvert yfir Island frá suð-vestri til norð-austurs og má viða sjá hennar merki á yfir- borði jarðar t.d. á Reykjanesi þegar flogið er þar yfir og eins á Þingvöilum, einsog alkunnugt er. Rifa þessi eða gjá vikkar stöðugt með ári hverju, á Islandi um u.þ.b. einn þumlung á ári sam- kvæmt mælingum, sem gerðar hafa verið. Kortlagning eldgosa sýnir, aö þau verða nær öll á stöð- um á þessum gjám eða rifum i Atlantshafsfjailgarðinum, hvort heldur er um neðansjávargos eða ofansjávargos að ræða. Þannig var Surtseyjargosið á gjá þessari, þar sem hún liggur yfir Island, horna á milli, sömuleiðis gosið i Vestmannaeyjum nú, Heklugos, Oskjugos og önnur þau stórgos, sem orðið hafa á landinu. Nær- fellt öll eldsumbrot, sem verða á Atlantshafssvæðinu eru nálægt miðju hins mikla fjallgarðs, sem gengur eftir Atlantshafi endi- löngu. Fyrir utan þessa neðansjávar- fjallgarða eru svo miklir garðar fellingafjalla, sem risa viða við strendur meginlandanna — m.a. Klettaf jöllin i Norður-Ameriku og Andesfjöllin á Suður-Ameriku, svo dæmi séu nefnd. A sama hátt og varðaöi tengsl eldgosa og neð- ansjávarfjallgarða hafa komið i ljós náin tengsl jarðskjálfta og þessara miklu fellingafjallgarða. Þannig eru tiðir griðarmiklir jarðskjálftar við vesturstrandir þessara heimsálfa og liggja jarð- skjálftabeltin með sömu stefnu og fellingafjallgarðarnir. Þá eru og viðs vegar um heim sams konar jarðskjálftabelti, en af kortum þar sem eldgos og jarðskjálftar eru merkt inn á, má sjá, að nær öllumbrotin verða nákvæmlega á þeim beltum, sem þarna liggja, en eru mjög sjaldgæf utan þeirra. 1 þriðja lagi hafa menn svo fundið út eins og að framan sagði, að jarðlögin sem mynda efstu borð úthafsbotnsins eru töluvert mikið yngri en jarðlögin á megin- löndunum. Yngst eru þó jarðlögin á sjávarbotninum um miðbik haf- anna, en þau eldast eftir þvi sem nær dregur ströndum megin- landa. Sem dæmi um aldursmun- inn má nefna, að elsta bergmynd- un, sem fundist hefur á botnum úthafanna, er 160 milljón ára gömul, en berglög, sem fundizt hafa nýlega i Grænlandi, hafa mælst 3,98 billjón ára gömul. Þetta hiýtur að merkja, að úthafs botninn sé miklu yngri jarðmynd- un en meginlöndin og er það enn ein sönnun landrekskenningar- innar, eins og siðar verður sýnt fram á. Til gaman má geta þess, að það var ekki fyrr en I árslok 1968, sem aldursmælingar var farið að gera að einhverju ráði á úthafsbotnin- um. Þá hófst sjóferð sérhannaðs borunarskips, Clomar Challenger að nafni, og var það verkefni þess að bora i sjávarbotninn og safna þar jarðvegssýnishornum, — m.a. i sambandi við olíuleit. Var þetta i fyrsta sinn, sem mönnum gafst tækifæri til þess að gera aldursákvarðanir djúpt i jarölög- um úthafsbotnsins og hafa þær orðið ein mikilvægasta sönnun fyrir réttmæti jarðrekskenn- ingarinnar, eins og fyrr er sagt. 1 fjórða lagi hafa menn svo komizt að raun um með annarri nýrri rannsóknaraðferð, sem raunar er sérstök visindagrein út af fyrir sig — segulmælingunum — að segulátt i tveim jafn göml- um jarðlagssýnum, sem tekin eru sitt á hverjum stað, er iðulega misvisandi eins og um mörg seg- ulskaut hafi veriö að ræða. Þegar hraun storknar og verður að bergi, þá myndast i bergkristöll- unum fast segulsvið með þeirri segulstefnu, sem rikjandi er á þeim tima er gosið varð. Þessari segulstefnu halda svo berglögin um ókomna tið þótt segulskaut jarðar flytjist til með timanum. Séu þvi tekin sýni úr tveim jafn gömlum berglögum, þar sem annaö er t.d. i Afriku en hitt i Ameriku, þá ætti samkvæmt þessu seguláttin að vera hin sama i báðum berglögunum. Svo hefur ekki reynzt vera. Nú getur skýr- ingin ekki verið sú, að um misjöfn seguláhrif hafi veriö að ræða, þar sem seguláttih getur aldrei verið nema söm á sama tima. Eina skýringin er þvi sú, að berglögin hafi flutzt til eftir að segulsvið þeirra hafi verið ákveðið, — þ.e.a.s. að löndin hafi rekið. Fimmta sönnunin lýtur svo að gerð jarðlaga i meginlöndunum. Rétt eftir 1960 hófst hópur brezkra visindamanna handa um að rannsaka jarðlögin i útkanti meginlands Afriku vestanmegin og meginlands S.-Ameriku austanmegin. Þeir beindu rann- sóknum sinum ekki að strand- lengjunum sjálfum, heldur að þeim stöðum úti fyrir ströndum þeirra, þar sem landgrunninu byrjar að halla niður á botn út- hafsins, en það á sér stað I u.þ.b. 3000 feta dýpi. Og i ljós kom, að jarðlagsgerðirnar öðrum megin stóðust nákvæmlega á við jarð- lagsgerðirnar hinum megin, — þar sem járn var hér var járn þar, gull i jörðu hér var á ná- kvæmlega sambærilegum stað i jarðlögum og gull þar o.s.frv. Þar ,r með var sannað að vesturströnd . Afriku og austurströnd A.- Ameriku hlytu einhverntima að hafa legið hlið við hlið, — hafa verið eitt. Enn ein sönnunin fyrir landrekskenningunni. Þetta eru þau meginatriði, sem nýjustu visindarannsóknir hafa leitt i ljós. Oll bera þau að sama brunni. Meginlöndin eru á reki hvert frá öðru. Landrekskenning- in er rétt. LANDREKS- KENNINGIN Og er þá ekki kominn timi til þess, að skýra frá þessari kenn- ingu? Jú. Verður það nú gert i stuttu máli. Kenningin gengur i stórum dráttum út á það, að meginlöndin séu á floti á jarðaryfirborðinu svipað og borgarisjakar á isi- lögðu hafi. Það, sem rekinu valdi sé útstreymi orku og gosefna frá kápunni, sem hylur innsta kjarna jarðarmiðjunnar. Þessi gosefni ryðja sér brautina út um rifur á jarðskorpunni, nánar til tekið rif- JÖRÐIN TEKUR STÖÐUGUM BREYTINGUM „Svört gróöurlaus, eins fráhrindandi og öskuhaugur úr helvfti og reykurinn liðaðist út um rifur og sprungur litlu eyjarinnar i opnu hafi. Litla flugvélin okkar hnitaði hringa, svifandi fyrir köldum sjávarvindinum. Við lækkuðum okkur út á hlið, niður í átt til strandar, hoppuð- um, og lulluðum svo áfram unz stanzað var. Minn ungi íslenzki flugmaður, Ingimar Davíðsson, sneri sér við í sæti sínu og brosti. „Þú ert nú á nýjasta landi á hnettinum", sagði hann". Þannig lýsir Samuel W. Matthews komu sinni til Surts- eyjar iupphafi greinarum umbreytingu jarðarinnar, sem hann ritar í janúarhefti hins virta vísindatímarits „National Geographic", en ritið er málgagn bandaríska Landfræðifélagsins og er víðkunnugt. í greininni „This Changing Earth" lýsir Matthews nýjustu skoðunum jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga á ummyndunum jarðar, — þ.e.a.s. eldgosum og jarð- skjálftum. Þessar nýju kenningar, sem hafa nú verið vísindalega sannaðar í meginatriðum gefa skýringar á t.d.ástæðum þess, að jarðskjálftar eða eldgoseru tiðari á einum stað en öðrum og við þær rannsóknir, sem gerðar hafa veriðtil þessað sannprófa þessar kenningar, þá hafa rannsóknir á fslandi haft þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Fyrir skömmu var sýnd í sjónvarpinu þýzk fræðslumynd í tveim þáttum um þessar jarðfræði- kenningar, sem að verulegu leyti var unnin einmitt hér á islandi af þýzkum vísindamönnum og kvikmyndatöku- mönnum. Þótt margir muni eflaust vel eftir þeirri mynd og þeim kenningum, sem hún lýsti, er þó ekki úr vegi að rifja upp i Ijósi síðustu viðburða nokkur meginatriði þessara nýju jarðfræðikenninga og er þá stuðzt við grein Matthews i „National Geographic" auk innskota annars staðarfrá. Þessi kenning skýrir m.a. hvað veldur eld- gosunum á íslandi og hvers vegna þau eru tíðari á einum stað á landinu en öðrum. urnar á hinum miklu neban- sjávarfjallgörðum. Þrýstingur- inn af þeim völdum hefur þau á- hrif, að meginlöndin fjarlægjast i sifellu — bilið milli Afriku og Ameriku yfir Atlantshaf fer t.d. sifellt stækkandi — en rekið veld- ur aftur á móti mikilli þrýstings- spennu hinum megin við megin- löndin, þar sem sú hlið „borgaris- jakans” rekst á jaðar „lagnaðar- issins” eða úthafsbotnsins þeim megin og beygir hann undir sig. Þessi mikla spenna leitar útrásar i gifurlegum jarðskjálftum af og til og afl spennunnar af rekinu má marka af þvi, að t.d. á vestur- strönd Ameriku hafa á þeim milljónum ára, sem álfan hefur rekið i vestur, „hrukkast upp” griðarlegir fjallgarðar á svipan- an hátt og garðar myndast á gólf- teppi, sem reynt er að ýta til á gólfi. 1 mjög stuttu máli hefur þróun- in verið þessi: Fyrir 200 milljón árum var aðeins ein landjörð á hnettinum og eitt haf umhverfis hana. Landjörðinni hafa visinda- mennirnir gefið heitið Pangea, en hafinu heitið Panthalassa. 65 millj. ára siðar hafði land- jörðin klofnað i tvennt, — nyrðri hluta, Laurasiu, og syðri hluta, Gondwana. Astæðurnar voru eldsumbrot, sem höfðu klofið landið og með þvi að ýta i sifellu nýjum hraunstraumum og öðrum gosefnum upp úr iðrum jarðar þokuðu eldgosin landhelmingun- um tveim fjær og fjær hvor öðr- um, — þeir „ráku” sm i iivora áttina en urðu að sjálfsögðu fyrir mótstöðu frá úthafsbotninum, sem lá hinum megin eldstöðv- anna. Nokkrum milljónum ára siðar höfðu landhelmingarnir klofnað i enn smærri einingar. Þá höfðu myndast þau meginlönd, sem nú eru, og ráku þau hvert frá öðru. Að sjálfsögðu urðu miklar nátt- úruhamfarir þessu samfara, t.d. fyrir sex milljónum ára, þegar Miðjarðarhafið myndaðist. Þar hafði opnast gjá milli megin- landa, sem i sifellu fjarlægðust hvort annað, og var f jáin allmiklu lægri, en yfirborð Atlantshafsins. Að lokum brauzt hafið inn i Mið- jarðarhafslægðina yfir landsvæði þar sem nú er Gibraltarsund. Gif urlegt flóð varð að sjálfsögðu af- leiðingin eins og menn geta i- myndað sér og gætti áhrifa þess t.d. 750 milur upp eftir ánni Nil. Þessara náttúruhamfara gætir enn, — bæði þeirra, sem landrek- inu valda, eins og t.d. hinna tiðu eldgosa á Atlantshafshryggnum m.a. við og á Islandi, og eins nátt- úruhamfaranna, sem eru afleið- ingar af rekinu, en það eru hinir miklu og tiðu jarðskjálftar á jarð- skjálftasvæðum hnattarins, — nú siðast i Chile. Og umsköpun jarð- arinnar heldur áfram. Til dæmis er nýtt haf i sköpun, þar sem nú er Kaliforniuflói. A hverjum mannsaldri breikkar Atlantshaf- ið um ca 170 til 180 cm. en Kyrra- hafið mjókkar um þá tölu fjór- falda þvi þar reka meginlönöiri saman.en i sundur ef miðað er við Atlantshaf. Landrekið, sem orðið er, hefur tekið ákaflega stuttan tima frá jarðsögulegu sjónarmiði, — eða aðeins um 200 millj ár. Jörðin er talin vera 4,5 biljón ára gömul (amerisk billjón) þannig að ef þeim aldri væri jafnað til eins sólarhrings, þá er aðeins klukku- timi liðinn frá þvi landrekið hófst og hafsbotninn núverandi tók að myndast (sekúnda siðan maður- inn kom til sögunnar, hundrað- asti hluti úr sekúndu siðan Jón Arason var uppi og þúsundasti hluti úr sekúndu siðan Island fékk heimastjórn). Á þessari „einu klukkustund” hins jarðsögulega sólarhrings hefur Indland rekið náístum þvi 5000 milur i norður og Bandarikin sömu vegalengd i vestur. touAToa STATUTE M IÍS AT EQUATCR LANDREKIÐ. Þessar þverskurðarmyndir sýna hvernig eldfjallasprunga byrjar að skilja Suður-Ameriku frá Suður-Afriku fyrir 135 milljónum ára siðan. Eldfjallaröðin, sem myndar hinn svokallaða Atlantshafshrygg sést vel á myndinni i miðjunni, sem sýnir þverskurð þessa sama svæðis fyrir 65 milljónum ára. — og neðstamyndin sýnir svo afstöðuna i dag. ísland er stærstur þeirra hluta Atlantshafshryggjarins sem ofansjávar eru. En hvar endar þetta? Hvernig verður umhorfs i heiminum eftir t.a.m. 17 jarösögulegar „minút- ur”, þ.e.a.s. eftir 50 milljón ár? Mið-Amerika verður þá horfin. Atlantshafið og Kyrrahafið mæt- ast i Karabiska hafinu. Austur Afrika hefur brotnað frá öðrum hlutum meginlandsins Rauða hafið hefur stækkað, Miðjarðar- hafið minnkað. Astraliu hefur rekið norður fyrir breiddarbaug Singapore og hana hefur rekið yf- ir meginhluta Indónesiu. Ótrúlegt? Að visu. Satt engu að siður. Miklu meiri tilflutningar og hamfarir hafa nú þegar orðið. Hvað myndu menn t.d. segja um atburðinn, þegar Atlantshafið féll með fossaföllum miklum inn i lægðina, þar sem nú er Mið- jarðarhaf, — vagga evrópskrar menningar. HVAÐ UM ÍSLAND? En hvað kemur þetta Islandi við. Að sjálfsögðu mjög mikið. Is- land liggur á miðjum Atlants- hafshryggnum og rifa sú, eða gjá, sem gengur eftir endilöngum þeim mikla fjallgarði miðium, gengur eftir Islandi endilöngu frá suð-vestri til norð-austurs. Og það er einmitt á þessu svæði, þar sem allar virkustu gosstöðvar Islands eru. öflin, sem þar eru að verki eru þau hin sömu og valdið hafa reki meginlandanna. öflin, sem ollu atburðunum i Vestmannaeyj- um eru orsök þeirra miklu átaka milli meginlands á reki og fasts úthafsbotns, sem leiddu til jarð- skjálftanna miklu i Managua. Og Island stækkar á ári hverju um eina tommu eða svo af völdum þessara sömu afla, sem einnig reka meginlöndin hvort frá öðru á hinni voldugu siglingu þeirra á jarðaryfirborðinu. Gosið i Vest- mannaeyjum er þvi þáttur i mik- illi sögu ummyndunar jarðar og Island hefur lagt visindamönnum drjúgan skerf til sönnunar á kenningunum um landrekið. En hverju erum við nær? Hvað erum við betur sett þótt við vit- um, að við búum uppi á hana- bjálkalofti hjá beim mikla eld- smiðsem kyndir afl sinn með slik um ólikindum, að heilu megin- löndin taka á rás? Við græðum e.t.v. ekki svo mikið á vitneskj- unni, — og þó. Fyrsta skilyrðið fyrir þvi að geta eitthvað gert er að vita. Og það er alls ekki svo fráleitt að segja, að eitthvað sé hægt að gera. Með nákvæmum mælitækjum er hægt að segja fyrir um þegar voldugir jarðskjálftar kunna að vera i aðsigi og einnig i mörgum tilvikum um aðsteðjandi eldsum- brot. Komið hafa fram mjög sennilegar kenningar um, að hægt sé að hafa stjórn á jarð- skjálftum þannig, að unnt sé að „losa um” spennuna, sem skjálft anum veldur, áður en hún er orðin svo mikil, að jarðskjálftinn verði öflugur og leggi borgir i rústir. Þessu sé hægt að varna með tæknibrögðum, sem sjái um það að hleypa „spennunni” af með reglulegu millibili — með smá- skjálftum — þannig að aldrei komi til „þess stóra” eins og t.d. sá var, sem lagði San Francisco i rúst árið 1906 eða sá, sem banaði 820 þús. manneskjum i Kina árið 1556. Jarðfræöingar segjast geta séð það fyrir, að slikur skjálfti sé liklegur að herja á byggðina við San Andreas i Kaliforniu I kring um árið 2001. Og visindamenn segja, að sennilega verði hægt að koma i veg fyrir hann með vis- indalegum aðferðum, — með þvi að „slaka á spennunni” og fram- kalla jarðskjálfta áður en sá stóri geti raunverulega byggt sig upp. Nú þegar geta menn valdið jarðskjálftum með tæknibrögð- um. Þeir hafa lika getað stöðvað áSvifandi jarðskjálfta. Og hvers vegna skyldu þeir þá ekki getað stjórnað skjálftunum eftir eigin geðþótta innan þeirra marka, sem hægt er að ráða við slik fyrir- brigði. Visindamenn hugleiða það i fullri alvöru. Og frá sjónarmiði okkar Islend- inga, — ef hægt er að stjórna jarð- skjálftum, hvers vegna þá ekki eldgosum lika? Með nákvæmum mælitækjum er oft hægt að segja fyrir um, hvenær þau kunna að vera væntanleg. Og hvers vegna skyldi þá ekki vera hægt i fram- tiðinni að stjórna þvi, með djúp- borunum og sprengingum hvar jarðeldurinn brytist út innan þess svæðis, þar sem likurnar á honum væru mestar. Það myndi aldeilis ekki vera ónýtt að geta ráðið ein- hverju um það, hvar gosið brytist fram, — jafnvel þótt aðeins væri hægt að færa það um set sem næmi par kilómetrum eða svo. Fyrir slikt mætti mikið fé borga. Og það er alls ekki eins fráleitt og ætla mætti að hugsa sem svo, að þetta kunni að vera hægt. Landiö spennist sundur um þumlung r r m a ari Miövikudagur 31. janúar 1973 Miðvikudagur 31. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.