Alþýðublaðið - 31.01.1973, Síða 9

Alþýðublaðið - 31.01.1973, Síða 9
íþróttir 1 * DOAAARAR-FRÉTTAMENN OMAR ER TROMPIÐ! 1 leikhléi pressuliðsins i kvöld fer fram leikur sem margir hafa ósk- að eftir, nefnilega leikur milli dómara og iþróttafréttamanna. Er ekki vonum seinna að komið sé á leik milli þessara tveggja hópa, sem óumdeilanlega hafa mest vit á íþróttum. Vegna tómaskorts (illar tungur segja vegna skorts á úthaldi), verður reynt að hafa leikinn ekki of langan. Búið er að velja liðin, og verða þau skipuð þessum leikmönnum. Fyrst er það dómararnir: Kristófer Magnússon, Einar Hjartarson, Hannes Þ. Sigurðsson, Valur Benediktsson, Magnús V. Pétursson, Óli Olsen, Karl Jóhanns- son, Björn Kristjánsson, Ingvar Viktorsson, Sveinn Kristjánsson. Og iþróttafréttamenn: Ómar Ragnarsson, (Sjónvarp) Alfreð Þorsteinsson, (Timinn) Steinar J. Lúðviksson, (Morgunblaðið) Jón Ásgeirsson, (útvarp) Hallur Simonarson, (Visir) Sigurdór Sigurdórsson, (Þjóðviljinn) Sig- tryggur Sigtryggsson, (Alþýðublaðið) Sigmundur Steinarsson, (Tim- inn) Agúst Jónsson (Mbl.) Jón B. Pétursson, (Visir) Vilhelm G. Kristinsson (Útvarp). Eins og af upptalningunni sést, eru þetta mjög öflug lið. Dómarar eru með margfalda landsliðsmenn i broddi fylkingar, þá Karl Jó- hannsson og Kristófer Magnússon. Litið er um slika kappa i liði iþróttafréttamanna, en þeir eru þó ekki bangnir. 1 fararbroddi þeirra verður Jón Asgeirsson, en leynivopnið verður Ómar Ragnarsson, sem svo sannarlega á eftir að koma á óvart i kvöld. Þess má geta strax, svo fólki bregði ekki við er liðin hlaupa inn á völlinn i kvöld, að iþróttafréttamenn leika-i náttfötum, en dómarar klæðast að sjálfsögðu sinum svörtu búningum, sem þeir venjulega bera við dómgæzlustörf sin —SS. Ómar Ragnarsson verður leynivopn Iþróttafréttamanna i baráttunni við dómara I Laugardalshöli I kvöld. og í pressunni eru trompin mörg! Aðalleikurinn i kvöld verður að sjálfsögðu sjálfur pressuleik- urinn. Hann hefst stundvlslega klukkan 20,15, eða strax og for- leiknum er lokið. tþróttafrétta- menn binda að sjálfsögðu mikl- ar vonir við lið sitt i kvöld, og þeir vona heitt að lið þeirra standi sig vel, og þá allra helzt að það vinni. Þvi ber ekki að neita, að lið landsliðsnefndar er sterkt á pappírunum. En þvi ber heldur ekki að neita, að i liði pressunn- ar eru mörg nöfn sem jaðra við landslið, og jafnvel nöfn sem mörgum finnst að eigi heima I landsliðinu nú þegar. Má þar nefna þá Þorstein Björnsson og Ólaf Benediktsson i markinu, sem hafa sýnt jafn- beztu markvörzluna i undan- förnum leikjum, Brynjólf Markússon, Vilberg Sigtryggs- son, Sigfús Guðmundsson, Viðar Simonarson, Jón Karlsson og jafnvel fyrirliðann Ingólf Oskarsson, sem hefur átt marga stórleiki i vetur. Það er ekki út i hött að nefna hann sem kandidat i landsliðið á nýjan leik. Leikurinn i kvöld gefur öllum þessum mönnum gullið tæki- færi. Landsliðsnefnd HSI valdi lið sitt fyrst, en það er þannig skip- að: Hjalti Einarsson FH, Birgir Finnbogason FH, Geir Hall- steinsson FH, Auðunn óskars- son FH, Björgvin Björgvinsson Fram, Sigurbergur Sigsteins- son, Fram, Axel Axelsson, Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, sem er fyrirliði, Agúst Og- mundsson Val, Ólafur H. Jóns- son Val, Einar Magnússon Vik- ing og Guðjón Magnússon Vik- ing, sem ekki hefur verið valinn i landslið áður. Lið iþróttafréttamanna er þannig skipað: Ólafur Benediktsson Val, Þor- steinn Björnsson Fram, Sigfús Guðmundsson Viking, Viðar Simonarson FH, Brynjólfur Markússon 1R, Páll Björgvins- son Viking, Vilberg Sigtryggs- son Armanni, Jón Sigurðsson Viking, Ingólfur óskarsson Fram, fyrirliði, Agúst Svavars- son 1R, Stefán Gunnarsson Val og Jón Karlsson Val. Það er rétt að minna hand- knattleiksunnendur á, að láta ekki þennan leik fara fram hjá sér og mæta timanlega i Laugardalshöllina i kvöld, þvi á undan leiknum fer fram leikur milli unglingaliöa. FATT VIRDIST ÆTLA AB STOÐVA SIGURGOHGU VALS f 1. DEILD Valur er aðeins einu stigi á eftir FH I 1. deild eftir sigurinn yfir Vfking á mánudagskvöldiö. Þótt kannski sé fullsnemmt að spá um úrslit mótsins, sýnist mér samt, að það veröi FH og Valur, sem komi til með að berjast um hinn eftirsótta tslandsmeistaratitil. Leikur Vals og Vikings var skemmtilegur og vel leikinn af báðum liðum, en spennandi varð hann aldrei, þar sem sigur Vals lá i loftinu svo að segja allan tim- ann. Munaði þar mestu um, að Ólafur Benediktsson i marki Vals varði frábærlega vel, þar á meðal þrjú vitaköst frá Einari Magnús- syni. Er greinilegt, að Ólafur ætl- ar að halda sæti sinu sem lands- liðsmarkvörður. Þegar Ólafur er i stuði og Valsvörnin sömuleiðis, er ekki að sökum að spyrja, og það fengu Vikingar að reyna á mánudagskvöldið. Jón Sigurðsson skoraði fyrsta markið fyrir Viking, en Gunn- steinn jafnaði rétt á eftir. Guðjón Magnússon skoraði þá aftur fyrir Viking, en Ólafur Jónsson, sem var i strangri gæzlu allan leikinn, jafnaði fyrir Val, en Bergur Guðnason kom Val yfir með þvi að skora úr vitakasti. Þegar um 13 min. voru liðnar var staðan jöfn, 4-4, en eftir það tóku Valsmenn forystuna og héldu henni til leiksloka, en i hálf- leik var staðan 12 mörk gegn 9 fyrir Val. Jón Karlsson skoraði fyrsta markið i siðari hálfleik, en þá komu tvö mörk Vikjngs og þeir áttu tækifæri á aö minnka muninn niður i eitt mark, en ólafur varði vitakast frá Einari. Eftir þetta var forysta Vals þetta 3-4 mörk, en mestur varð munurinn 5 mörk, 19-14 er 5 min. voru eftir af leiknum og aftur rétt fyrir leikslok, en ólafi Friöriks- syni tókst að skora 17 mark Vik- ings á síðustu minútunni, þannig að lokastaðan varð 21-17 fyrir Val. Bergur Guðnason var i essinu sinu i leiknum og skoraði alls 8 mörk, þar af þrjú úr vitaköstum. Ólafur Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Jón Karlsson og Gisli Blöndal skoruðu 3 mörk hver og Agúst Ogmundsson 1. Einar Magnússon skoraði flest mörk Víkings, eða 5, en hann er nú markahæstur i 1. deild með 60 mörk. Guðjón Magnússon skoraði 4 mörk, Ólafur Friöriksson 3, Viggó Jónsson 2, Stefán Halldórs- son, Jón Sigurðsson og Sigfús Guðmundsson 1 mark hver. Hdan- FRAM VANN SIGUR Framarar unnu Hauka 16:14 á mánudagskvöldið I heldur bragðdaufum leik I 1. deild. Það var aðeins i siðari hálfleik sem eitthvert lif færðist i leikinn, eða á þeim tima er Framarar misstu fjögurra marka forystu niður i jafntefli. En þá kom sprettur hjá Fram sem tryggði nauman en verðskuldaðan sigur. Mestu munaði um það hjá Fram, að Björgvin Björgvinsson lék ekki með. Þar með vantaði broddinn i sóknaraðgerðir, og auk þess sterkan mann i vörn. En félagi hans Axel Axelsson bjarg- aði þvi sem bjargað varð i sókn- inni, og gerði 8 falleg mörk. 1 lið Hauka vantaði einnig nokkra sterka leikmenn, og auk þess meiddust þeir Þórður og Stefán i leiknum. Var það einkum bagalegt fyrir þá Hauka að missa Stefán út af, þvi hann hafði loks- ins sýnt glampa af sinu gamla formi, i fyrsta sinn i mótinu. Ólafur Ólafsson skoraði að vanda flest mörk Haukanna, 4 talsins -SS. STAÐAN Staðan i 1. deild er nú þessi: FH 8 6 1 1 154-142 13 Valur 8 6 0 2 170-130 12 Vikingur 9 5 1 3 200-184 11 Fram 8 5 1 2 154-140 11 ÍR 8 5 0 3 161-145 10 Armann 8 2 1 5 140-171 5 Ilaukar 8 1 1 6 133-152 3 KR 9 0 1 8 152-200 1 — og þeir markahæstu Markahæstu lcikmenn eru þessir: Einar Magnússon, Vikingi..60 Geir Hallsteinsson, FH....56 Brynjólfur Markússon, IR..47 Bergur Guðnason, Val......46 Ingólfur Óskarsson, Fram..46 Haukur Ottesen, KR........44 Ólafur ólafsson, Haukum...40 Björn Pétursson, KR.......39 Vilberg Sigtryggsson, A ...39 Vilhj. Sigurgeirsson, IR ..39 Guðjón Magnússon, Vikingi.... 33 Hörður Kristinsson, Armanni.. 32 LEEDS VANN 5:0! Eftir tvo jafnteflisleiki milli Leeds og Norwich i bikarkeppn- inni ensku, fengust loks úrslit i fyrrakvöld. Þá vann Leeds stórt, 5:0, og mætir Piymouth heima á laugardaginn i 4. umferð. Leeds lék nú I fyrsta sinn með fuilt lið. Þá vann WBA lið Nottingham Forest 3:1, og mætir Swindon. TVISTRAST LID IBV? SPA OG KARFA BIÐA VEGNA ÞRENGSLA Vegna mikilla þrengsla i blaðinu þessa vikuna, verður frásögn Péturs Kristjánssonar af leikjum helginnar i körfuknattleik enn að biða. Þá verður getraunaspá Helga Danielssonar einnig að biða af sömu sökum, svo og töflur og staðan i Englandi. Nú rikir heldur meiri bjart- sýni um framtið byggðar i Vest- mannaeyjum, þótt ljóst sé að allra næstu ár verði ekki búið nema að litlu leyti i Eyjunum. Af þeirri ástæðu hefur þeirri spurningu skotið upp, hvort þetta verði til þess að ibúar Vestmannaeyja tvistrist um allt land, og þar með þeirra frækna knattspyrnulið. „Það verður allt kapp lagt á það að halda liðinu saman og senda það til keppni”, sagði einn framámaður i knatt- spyrnumálum þeirra Eyja- manna er blaðið ræddi við hann i gær. Af þessum orðum má ráða, að ieikmenn liðs IBV muni halda sig á Stór-Reykjav.svæðinu og halda þar hópinn og senda fram lið, Iíklega undir merki IBV. Eins og fram hefur komið I fréttum, hefur Vestmannaey- ingum boðizt margvisleg aðstaða i Reykjavik. KRR hefur boðið fram Melavöllinn, og einstök félög hafa boðið fram aðstöðu, bæði á völlum sinum og i Iþróttahúsum, Um næstu helgi verður væntanlega haldinn fundur með leikmönnum IBV, og gæti svo farið að æfingar hæfust upp úr helginni, enda stutt I meistarakeppni KSl.-SS Miðvikudagur 31. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.