Alþýðublaðið - 17.02.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1973, Blaðsíða 3
KAUP RISAÞOTA ERU A Vlfl UPP- BYGGINGU SKUTTOGARAFLOTANS Alfreð Elíasson: Aðalleiðirnar í sameiningunni eru þrjár: • Eitt stórt félag v / :< v ^ m 1» ; ’1 l : &j • Eitt innanlandsfélag og annað með utanlandsflug Jfl llfl • Óbreyttur flugrekstur með hæfilegri samkeppni en markvisst stefnt að samruna Er möguleiki, að úr flugi verði til Chicago og hvernig verður þvi þá háttað? (Verður það t.d. tengt Skandinaviuflugi, eða verður það beint til Luxcm- bourgar)? Við erum um það bil að ljúka undirbúningi Chicagoflugs, sem hefst 2. mai n.k. Flogið verður frá Luxembourg þrisvar i viku um Keflavik. Farþegar tilog frá Norðurlöndum og Bretlandi geta skipt um flugvél i Keflavik og haldið áfram til Chicago, eða öfugt. t Chicago, verður lent á O’Hare-flugvelli, en nokkrir erfiðleikar hafa verið á að fá af- greiðslu á flugvélunum þar. Um tima var um að ræða Mexi- canska félagið „Mexicana”, eða irska flugfélagið „Irish International”, til þess að af- greiða vélarnar. Eg held, aö nú sé öruggt að Irarnir afgreiði okkur og telja vist allir, að hugsunarháttur og tengsl við trana séu nánari og heppilegri, en við þá fyrrnefndu, að þeim ólöstuðum. Er möguleiki á útfærslu Loft- leiða i austurveg? Ég tel ekki að við framlengj- um flug okkar á næstunni til Austurlanda. að öðru leyti en þvi sem eignaraðild okkar er i Cargolux. bað félag flýgur um allan heim og reglulega þrisvar i viku til Hong Kong, en það er annað mál. Er von á nýjum vélum á næst- unni, eins og t.d. DC-10, Lock- heed, eða Bocing 747? Að sjálfsögðu kemur að þvi að við verðum að taka risabreið- þotur i notkun, en það verður ekki fyrr en öruggt er, að þeirra timi sé kominn hjá Loftleiðum. betta, ef af verður, er átak á við kaupin á skuttogaraflotanum. betta er það stór biti, að litið flugfélag, og jafnvel okkar þjóð- félag gætu varla risið undir þvi, ef um einhver mistök yrði að ræða. Hvað er nýtt að frétta al sameiningarviðræðum flug- félaganna? Er slik sameining æskiieg eða ekki? Ég geri ráö fyrir þvi, aö þegar þetta samtal er komið á prent, þá verði vitað hvernig samningaviðræðum flugfélag- anna lýkur. Hins vegar er um þrjár aöalleiðir að ræða: a) Að eitt félag annist allt flug, þ.e. innanlands- og miili- landaflug tslendinga, eins og stefnt er að i viðræðunum. b) Að annað félagið annist innanlandsflug, en hitt milli- landaflug. bessi skoðun breytist e.tv. þegar innan- lands- og millilandaflug er komið á einn stað og á ég þar við Keflavik. bað er talað um, að dýrt sé að reka tvö flug- félög, en hvað skyldi sparast mikið við að leggja Reykja- vikurflugvöll niður? c) Að flugrekstur haldist óbreyttur, með hæfilegri samkeppni, en markvissri stefnu um vinsamlega sam- vinnu með sparnað og hag- kvæman rekstur sem aðal- markmið. bað hefir sýnt sig nú þegar, að engir árekstrar hafa orðið á þeim sviðum, sem islenzku flugfélögin hafa tekið upp samvinnu um, til dæmis get ég nefnt fraktaf- greiðslu bæði i Reykjavik og Keflavik o.fl. Ég tel þessa sið- astnefndu leið vænlegustu leiðina til samvinnu, eða samruna félaganna siðar meir. Mörg stóru flugfélögin i Evrópu eru rekin af rikinu. Hvort cr æskilegra, einka- eða ríkisrekstur i flugi? Ég tel hiklaust að flugfélög eigi að vera I einkarekstri meö hæfilegum pólitiskum stuðningi rikisins og jafnvel um leið hæfilegu eftirliti, en ekki eignarhlutdeild. bað er ekki rétt, eins og nú er, að rik- ið eigi hlut i öðru fiugfélaginu og sé jafnvel að nokkru leyti háð þvi, svo að möguleiki sé á hlutdrægni. Rætt hcfur verið um brottför varnarliðsins frá Keflavik. Gæti slikt haft áhrif á loft- Iciðasamninginn við Bandarikin og þá á afkomu Loftleiða h.f.? Ég ætla mér ekki að fara inn á hápólitiskan ágreining, en mitt álit á Bandarikjamönn- um er það, að þeir myndu ekki beita smælingjann nein- um bolabrögðum, þó sú slysni yröi, að þeim yrði bolað héð- an. Viðtal þetta við Alfreð Elíasson, forstjóra Loftleiða, birtist í Kyndli, blaði Félags ungra jafnaðarmanna Væntanlega fækkar nú flugrónum Bandarikin og Kúba undir- rituðu i gær samning þar sem kveðið er á um varnir gegn flugránum. Samkvæmt samn- ingnum hljóta flugvélaræn- ingjar harða refsingu, en i honum er þó gert ráð fyrir, að bæði rikin geti veitt flugvéla- ræningjum pólitiskt hæli. ÞRIDJA BOEING ÞOTA F.í. (NOTKUN NÆSTA SUMAR? INúeríathugunhjáFIugfélagi íslands, að lagsins þá þrjar talsins. Kyndli, blaði ungra jafnaðarmanna. Segir taka á leigu Boing 727 þotu yfir háannatim- betta kemur fram i samtali við Svein Sæ- Sveinn þar aö nauösynlegt geti reynzt að ann i sumar. Yrðu þoturnar i flugflota fé- mundsson blaðafulltrúa F1 i nýútkomnum taka á leigu eina þotu i viðbót. Loks ákveðið að kaupa tværvara- rafstöðvar fyrir Ríkisútvarpið 1 gærmorgun var tekin ákvörðun um aö kaupa vararaf- stöö fyrir útvarpið, eftir að stjórn útvarpsins, Almannavarnaráð og rikisvaldið komust aö samkomu- lagi um hver ætti að greiða stöð- ina, en þetta mál hefur verið til umræðu undanfarin ár. Blaöiö hafði samband við Gunnar Vagnsson fjármálastjóra útvarpsins i gær, og sagöi hann að rikissjóður keypti stööina, en út- varpiö sæi væntanlega um rekstur og viðhald. Pósti og sima hefur nú verið falið að sjá um kaupin og upp- setningu, en tvær stöövar verða keyptar. önnur veröur staðsett á Vatnsendahæð, en hin viö Skúla- götuna. Bjóst Gunnar við að stöðvarnar yrðu jafnvel komnar upp fyrir haustið, en kaupverö þeirra er um 5,5 milljónir króna. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um kaup á vararaf- stöðvum til endurvarpsstöðvanna á Eiöum, i flijaldarvik og á Hornafirði. Bjóst Gunnar þó við aö þeim yrði komið upp þar I eðlilegu áframhaldi af þeim stöðvum, sem komið verður upp i sumar. — D Laugardagur T7. febr. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.