Alþýðublaðið - 17.02.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb).
Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10.
— Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
VERSTI KOSTURINN Hi
t gengistnálunum afréö ríkis-
stjórnin aö fylgja Bandarfkja-
dollarnum eftirog fella gengi is-
lenzku krónunnar um 10%. Þar
valdi hún versta kostinn fyrir
almenning. Ekki vegna þess, aö
ráðherrunum sé sérlega uppsig-
aö viö fólkiö I landinu. Heldur
vegna þess, aö rikisstjórnin
greip þarna tækifærið til þess aö
bæta fyrir eigin syndir I efna-
hagsmálum þjóöarinnar meö
þvi aö fella gengi islenzku krón-
unnar töluvert meira, en
gengisbreyting Bandarfkjadoll-
ars gerði nauðsynlegt. Sést
þetta bezt af þvi, aö Island er
eina Evrópurikiö, sem felldi
gengi sins gjaldmiöils jafn mik-
iö og Bandarikjamenn. Sum
lönd, eins og t.d. Danmörk, hafa
engar breytingar talið nauösyn-
legt að gera á skráöu gengi sins
gjaldmiðils þrátt fyrir „fall”
dollarans. önnur lönd, eins og
t.d. Sviþjóö og Finnland, hafa
ekki taliö nauösynlegt aö
breyta gengi sins gjaldmiöils
nema um brot af þvi, sem
Bandarikjadalur breyttist. ts-
land eitt fylgdi Bandarikjunum
auösveipt eftir. Ekki vegna
þess, aö landið ætti ekki ann-
arra kosta völ. Heldur vegna
þess, aö islenzka rikisstjórnin
greip tækifæriö til þess aö dul-
búa raunverulega gengislækkun
krónunnar I þvi augnamiði aö
bæta fyrir sinar eigin syndir i
efnahagsmálum, sem hóta aö
sliga þjóöarbúiö áöur en langt
um liöur.
Það er óneitanlega kátlegt aö
fylgjast meö útskýringum Þjóö-
viljans á þvi, hvers vegna is-
lenzka rikisstjórnin telji svona
bráönauösynlegt aö elta
Bandarikin á röndum i efna-
hagsaögeröum. Einhvern tima
hefðu þeir Þjóöviijamenn þótzt
kunna önnur og betri ráö, en aö
feta nákvæmlega i sporaslóö
forysturikis auövaldsheimsins i
efnahagsmálum. En viö hverju
er líka aö búast frá mönnum,
sem fyrir örfáum dögum töldu
þaö handhægasta úrræöiö aö
taka verkfallsréttinn af verka-
lýöshreyfingunni meö lögum?
Rök og leiöir auövaldsins virö-
ast um þessar mundir eiga
greiöan gang aö Þjóövilja-
mönnum — hvaö svo sem veld-
Sú gengisfelling, sem nú er
gerö, er hin þriöja formlega,
sem ráöizt hefur verið i hálfs
annars árs valdaferli rikis-
stjórnar ólafs Jóhannessonar.
Sú rikisstjórn sagöi 1 málefna-
samningi sinum: „Rikisstjórnin
mun ekki beita gengislækkun
gegn þeim vanda, sem viö er aö
etja i efnahagsmálunum.....”.
Ráöherrar þeirrar rikisstjórnar
margendurtóku i viðtölum viö
blöö, útvarp og sjónvarp og i
ræöum sinum á þingi og annars
staöar, aö aldrei — ALDREI
—■ myndu þeir felia gengiö. Nú
hafa þeir þrivegis framkvæmt
gcngislækkun á þvi einu og
hálfa ári, sem þeir hafa vermt
ráðherrastólana. Og tvö og hálft
ár eiga þeir aö eiga eftir, þótt
engum lifandi manni detti nú I
hug, aö rikisstjórnin eigi eftir aö
tóra allan þann tima.
Stjórnarsáttmálinn og lof-
oröasöngleikir ráöherranna frá
fyrstu valdamánuðunum eru á
góöum vegi meö aö veröa meö
meiri háttar bókmenntaverkum
siðariára á lslandi. Ekki vegna
þess, aö þar hafi veriö ritaöur
svo góöur „texti”. Heldur vegna
innihaldsins og imyndunarafls-
ins, sem beitt hefur veriö viö
samninguna. Þvl ekkert getur
veriö fjarri veruleikanum en
stjórnarsáttmálinn og loforða-
söngieikirnir. Þaö er eins og
þetta hafi veriö skrifaö fyrir
verur á öörum hnetti.
Sagnfræöingar slöari tima
munu ekki eiga i ýkja mikium
öröugleikum meö aö fjalla um
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar
frá raunhæfu sjónarmiöi. Þeir
munu segja: Frá og meö miöju
sumri 1971 var tsland stjórn-
laust land. Sú rikisstjórn, sem
þá átti aö taka viö völdum, var i
rauninni aidrei til nema sem
skáldsaga. Hún var bara
imyndun: helber hugarburöur.
LIFEYRISSJOÐ
FYRIR LANDS
MENN ALLA!
RÆÐA GYLFA
UM ÞINGS-
Allir þingmenn Alþýöu-
flokksins flytja nú á Al-
þingi þingsályktunartil-
lögu um Lifeyrissjóð allra
landsmanna. Tillagan
var tekin til fyrstu um-
ræðu á fundi Sameinaðs
Alþingis s.l. fimmtudag
og mælti Gylfi Þ. Gisla-
son fyrir tillögunni. Urðu
um hana töluveröar um-
ræður og var henni m.a.
mjög vel tekið af núver-
andi og fyrrverandi fjár-
málaráðherrum.
1 framsöguræðu sinni
með tillögunni geröi Gylfi
Þ. Gislason ítarlega grein
fyrir málinu, eins og
þingmenn Alþýöuflokks-
ins leggja það upp. Hann
sagði:
I þessari tillögu felst
það, að Alþingi feli rikis-
stjórninni að láta undir-
búa og leggja fyrir Al-
þingi frv. til laga um Lif-
eyrissjóð allra lands-
manna. Það hefur verið
og er stefna Alþýðu-
flokksins, að allir lands-
menn skuli vera i lifeyris-
sjóöi. Þegar þeir Emil
Jónsson og Eggert G.
Þorsteinsson fóru með
félagsmál i rikisstjórn,
höföu þeir forgöngu um,
að Itarlegar athuganir
voru gerðar á þessu máli,
og var Haraldi Guð-
mundssyni, fyrrum for-
stjóra Tryggingarstofn-
unar rikisins, falin sér-
stök könnun þess. Samdi
hann vandlega álitsgerð
um málið, og var þar að
þvi stefnt, að lífeyrismál
tslendinga kæmust I svip-
að horf og á sér stað á
Norðurlöndum, þar sem
skipan þessara mála má
teljast komin I einna bezt
horf. Aður en unnt reynd-
ist að ganga frá fullbúnu
frv. um nýskipan lifeyris-
málanna, en hér er um
mjög flókið og vandasamt
efni að ræða, tóku lif-
eyrismálin i heild hins
vegar nokkuð aðra stefnu
hér á landi en Alþýðu-
flokkurinn hafði gert ráð
fyrir og fylgt haföi veriö
annars staðar. Stofnun
lifeyrissjóða fyrir þá,
sem ekki nutu slikra rétt-
inda, varð að þætti I
kjarasamningum laun-
þegasamtaka og vinnu-
veitenda, og var þar að
sjálfsögöu um miklar
hagsbætur að ræöa. I
kjölfar viðtækra kjara-
samninga 1969 var komið
á fót nýjum lifeyrissjóð-
um fyrir mikinn fjölda
manna. Áður en hinum
nýju sjóðum var komiö á
fót, munu um 25-35 þús.
manns hafa átt aðild að
lifeyrissjóðum, en nú má
ætla, að tala félaga i lif-
eyrissjóðum sé komin
upp I 50-60 þús. manns.
Fjöldi vinnandi manna i
landinu mun nú um 83
þús., svo að enn eiga
margir ekki aðild aö lif-
eyrissjóði. Það á að vera
megintilgangur þeirrar
löggjafar, sem hér er lagt
til, að undirbúin verði, að
tryggja þeim, sem nú
eiga ekki aðild að lifeyris-
sjóði, þau réttindi, sem
þvi fylgja.
Of mikið ósamræmi
Þá hefur það komið i
ljós, að það er galli á nú-
verandi kerfi, hversu lif-
eyrissjóðirnir eru margir
og að réttindi þau, sem
þeir veita, skuli ekki vera
samræmd og óllkar regl-
ur gilda um starfsemi
þeirra aö öðru leyti og þá
fyrst og fremsf ráðstöfun
þeirra á fé sinu. 1 þvl
sambandi má t.d. nefna,
að sumir sjóðir eru verð-
tryggðir af atvinnurek-
endum, en aðrir ekki.
Verðtryggðir sjóðir eiga
tæplega helming af
heildareign allra sjóð-
anna, en hinn helmingur-
inn er ekki verðtryggður.
Er hér um að ræða eitt
meginvandamáliö i sam-
bandi við framtið lifeyris-
sjóðanna og réttindi
félaga þeirra.
Voldugar stofnanir
Sem dæmi um það, að
hér er um viðtækt og mik-
ið fjárhagsmál aö ræða,
má geta þess að eignir lif-
eyrissjóðanna munu i
árslok 1971 hafa numið
4760 millj. kr. Fimm
stærstu llfeyrissjóöirnir,
sem allir eru gamlar og
grónar stofnanir, eiga
tæplega 57% þessara
eigna. Iðgjaldatekjur
nýjustu sjóðanna, sem
stofnaðir voru i kjölfar
kjarasamninganna 1969,
voru um 180 millj. kr. árið
1971. Á árinu 1971 var ráð-
stöfunarfé lifeyrissjóð-
anna til eignaaukningar
um 1140 millj. kr.
Sparnaður þeirra það ár
nam 913 millj. kr., og
svarar það til tæplega 6%
af heildarsparnaði
þjóðarinnar. Sést á þessu,
að hér er um mjög mikil-
væg fjárhagsatriði að
ræða, sem skipta miklu
máli i Islenzku efnahags-
lifi. Stór hluti fjármagns
sjóðanna er bundinn i út-
lánum, eða um 3560 millj.
kr. af 4760 millj. kr.
heildareignum. Verð-
tryggðu lifeyrissjóöirnir
eiga um 2050 millj. kr., en
2710 millj. kr. eru I sjóð-
um, sem eru ekki verö-
tryggðir.
Hið nýja skipulag
Þessi tillaga gerir ekki
ráð fyrir þvi, að þeir lif-
eyrissjóðir, sem nú
starfa, verði lagðir niður
eða að væntanleg löggjöf
breyti starfsreglum
þeirra. Til þess er ekki
ætlazt, aö ný löggjöf
breyti réttindum þeirra,
sem nú eiga aðild að lif-
eyrissjóði, eða rýri að
nokkru leyti vald þeirra
stjórna, sem stjórna þeim
lifeyrissjóöum, sem nú
starfa. Hins vegar er gert
ráð fyrir þvi, aö allir lif-
eyrissjóðir, sem nú
starfa, verði aðilar að
allsherjarlifeyrissjóön-
um, Lifeyrissjóði allra
landsmanna, og skuli
honum stjórnað af sér-
stöku fulltrúaráði og sér-
stakri stjórn. I fulltrúa-
ráöinu skulu eiga sæti
fulltrúar þeirra lifeyris-
sjóöa, sem aðild eiga að
Lifeyrissjóði allra lands-
manna, en I stjórn hans
fulltrúar, kjörnir af full-
trúaráði, forstjóri Trygg-
ingastofnunar ríkisins og
fulltrúi fjármálaráð-
herra, sem vera skal for-
maður stjórnarinnar. I
þriðja lagi skal þaö vera
verkefni Lifeyrissjóðs
allra landsmanna að
stuðla að þvi, að rekstur
lifeyrissjóðanna verði
sem hagkvæmastur.
Ég gat þess áðan, að
meginhlutverk Lifeyris-
sjóðs allra landsmanna
skuli vera að vinna að
þvi, að þeir, sem nú njóta
ekki lifeyrisréttinda, ööl-
ist þau. Annað megin-
verkefni hins nýja alls-
herjarlifeyrissjóðs á siö-
an að vera að samræma
störf þeirra Hfeyrissjóða,
sem nú starfa, bæði er
varðar réttindi þau, sem
þeir veita, og ráðstöfun á
fjármagni þeirra.
Réttur húsmæðra
Rétt er aö vekja athygli
á nokkuð sérstæðu vanda-
máli i sambandi við lif-
eyrismál, en þaö eru
hugsanleg lifeyrisréttindi
húsmæðra, sem starfa á
heimilum. Konur, bæði
giftar konur og ógiftar,
eiga nú að sjálfsögðu að-
ild að ýmsum lifeyris-
sjóðum. T.d. eiga verka-
konur aðild að lifeyris-
' I
sjóði Dagsbrúnar og
Verkakvennafélagsins
Framsóknar, og fjöl-
margar konur, bæöi gift-
ar og ógiftar, eiga að
sjálfsögðu aðild að Lif-
eyrissjóði verzlunar-
manna. En húsmæður,
sem starfa á heimilum,
hafa engin lifeyrisréttindi
og engin skilyrði til aö
öðlast þau, að frátöldum
ekkjulifeyri úr sjóöum
þeim, sem eiginmenn
þeirra eru aðilar aö og
ekkjulifeyri úr almanna-
tryggingakerfinu. Þessi
skipan mála stendur i
sambandi við reglur þær,
sem gilda um sameigin-
lega skattgreiðslu og út-
svarsgreiðslu af tekjum
og eignum hjóna. Ég hefi
lengi verið þeirrar
skoðunar, að reglum
þessum ætti að breyta, og
að gift kona, sem starfar
á heimili, eigi aö veröa
sjálfstæður skattþegn
meö þeim hætti, að henni
séu reiknaðar til tekna
hluti af tekjum eigin-
manns sins sem endur-
gjald fyrir heimilisstörf-
in, en skattstigum þá að
sjálfsögðu breytt til sam-
ræmis við þetta. Fyrir
hönd þingflokks Alþýðu-
flokksins flutti ég
breytingartillögu varð-
andi þetta efni, er skatta-
lögin voru til meðferðar á
siðasta Alþingi. t tilefni af
flutningi þessarar tillögu
og umræðum um hana
lýsti hæstv. fjármálaráð-
herra þvi yfir, að þessi
hugmynd skyldi verða at-
huguö rækilega i sam-
bandi við þá framhalds-
endurskoðun skattalag-
anna, sem ákveðin var og
nú stendur yfir, en hér er
um mjög flókið og vand-
meðfarið mál að ræöa.
Vegna þessarar yfir-
lýsingar varð samkomu-
lag um, að tillagan skyldi
dregin til baka, og treysti
ég þvi að sjálfsögðu, aö
hugmyndin fái nauðsyn-
lega, sérfræðilega athug-
un. Ef gildandi reglum
um skattgreiðslur hjóna
yrði breytt á þann veg, að
gift kona, sem starfar á
heimilúverði sjálfstæður
skattþegn, yrði það eðli-
leg afleiðing af þvi, að
hún gæti eignazt sjálf-
stæða aðild að lifeyris-
sjóði. Meginvandamálið i
þvi sambandi er það,
hvaða aðili ætti að greiöa
I slikan lifeyrissjóð á móti
eiginkonunni, eins og at-
vinnurekandi greiöir nú
mótframlag vegna
greiðslu starfsmanns sins
og opinberir sjóðir vegna
framlags opinberra
starfsmanna. Þetta
vandamál yröi með ein-
hverjum hætti að leysa á
vegum almannatrygg-
ingakerfisins, þvi að ekki
væri eðlilegt, aö eigin-
maðurinn væri sá aðili,
sem mótframlagið
greiddi.
Stórmál
Við þingmenn Alþýðu-
flokksins teljum, að lög-
gjöf sú, sem þessi tillaga
fjallar um, sé stórmál
fyrir islenzka launþega
og þá um leið fyrir lands-
menn alla. Það spor verð-
ur að stiga til fulls, að all-
ir landsmenn eigi aðild að
lifeyrissjóði, þ.e.a.s. aö
þeir landsmenn, sem nú
eru ekki I lifeyrissjóði,
öðlist slika aöild. Vegna
þess, hve lifeyrissjóöirnir
hafa yfir miklu fjárpiagni
að ráða, teljum við nauö-
synlegt, að stefna þeirra
og störf séu samræmd til
þess að tryggja sem
skynsamlegasta nýtingu
þeirrar fjármagns-
myndunar sem um er að
ræöa, frá sjónarmiði
heildarinnar, án þess að
skerða sjálfstæði sjóð-
Framhald á bls. 6
Laugardagur 17. febr. 1973
©