Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. LIFSNEISTINN ER LÖNGU KULNAÐUR Þaö kom glögglega I Ijós I út- varpsumræöunum I fyrrakvöld hversu alger upplausn er komin I stjórnarliöiö. Jafnvel f út- varpsumræöum geta stjórnar- sinnar ekki leynt þeim áköfu og illvigu deilum, sem komnar eru upp f liöi þeirra. Almenningur á tslandi þarf ekki lengur aö hafa orö stjórnarandstæöinga einna fyrir þeim. Stjórnarsinnar vöröu f fyrrakvöld álika löngum tima til þess aö skamma hvor annan ýmist opinskátt eöa undir rós og þeir notuöu til þess aö reyna aö svara ásökunum stjórnarandstæöinga. Og nú er svo komið fyrir Bjarna Guöna- syni, sem fyrir örfáum vikum hætti aö styöja þingflokk Frjáls- lyndra, aö hann er i raun og veru hættur aö styöja rfkis- stjórnina lika, þvi hann notar hvert tækifæri til þess aö af- segja alla ábyrgö á geröum hennar og lýsti þvi yfir I umræö- unum, aö hann myndi sitja hjá I atkvæöagreiöslunni um van- trauststillögu Sjálfstæöismanna á rlkisstjórnina. Og þær eru i raun réttri miklu fleiri fjaörirn- ar, sem fallnar eru úr ham rikisstjórnarinnar, en Bjarni Guönason einn. Sá er aöeins munurinn, aö hann hefur haft uppburði i sér til þess aö segja þaö, sem fjöidann allan af svo- kölluöum stjórnarsinnum innan þings og utan dauölangar til jjess aö lýsa yfir opinberlega. Þaö er staöreynd, sem Gylfi Þ. Gislason, formaöur Alþýöu- flokksins, sagöi i ræöu sinni: ts- land er nú stjórnlaust land. Landiö hefur veriö stjórnlaust um nokkurt skeiö. Eins og fjöldamörg dæmi sýna er engin samstaða lengur fyrir hendi i rikisstjórninni um afdrifarik mál. Hvaö eftir annaö hefur rikisstjórnin lagt fram innan þingsins hugmyndirog tillögur i stórmálum, sem hún hefur skömmu siöar neyöst til þess aö falla frá vegna þess, aö hennar eigin menn vildu ekki vera meö. Þetta eru staöreyndir og dæmin á allra vitoröi. Hvernig er hægt aö ætlast til þess aö svona rikis- stjórn geti stjórnaö landi? Enda getur hún þaö ekki. Þaö er langt siöan rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar féll aö velli. Hún hefur um talsveröa hriö veriö aö lifa sjálfa sig — veriö eins og draugur upp úr öörum draug, svo notuð sé vel þekkt samliking frá núverandi samgönguráöherra aö visu um annan sögö. Og þvi fyrr, sem ráöherrarnir viöurkenna þá staðreynd, aö ekkert lif leynist lengur meö þeirri rikisstjórn, sem þeir eru aö burðast viö aö vera i, þeim mun betra fyrir þjóöina. 50 MILNA REGLUGERÐIN ER ADEINS PAPPÍRSGAGN ÞAÐ VAR ALÞÝÐUFLOKKURINN SEM KOM í VEG FYR- IR AÐ ÓHÓFLEGAR KRÖFUR RÍKISSTJÓRNARINNAR UM ÁLÖGUR Á ALMENNING UNDIR YFIRSKINI EYJA- HJÁLPARINNAR NÆÐU FRAM AD GANGA Á ALÞINGI Hér á eftir veröa rakin nokkur atriöi úr útvarpsræöu Gylfa Þ. Gislasonar i fyrrakvöld um van- trauststillögu Sjálfstæöismanna á rikisstjórnina. A morgun veröur greint frá ræöu slðari ræöumanns Alþýöuflokksins viö útvarpsum- ræöurnar, Stefáns Gunnlaugsson- ar. Meðal þeirra mála, sem Gylfi Þ. Gislason ræddi einna ýtarleg- ast, var landhelgismálið. Um þaö fórust honum m.a. svo orð, að enginn ágreiningur hafi verið meðal íslendinga um, að nauðsyn sé og hafi verið á stækkun fisk- veiðilögsögunnar við island. Al- þýðuflokkurinn hafi talið og telji að miða hafi átt við landgrunnið, en ekki ákveðin fjarlægðarmörk, þvi auðveldara sé að renna rök- um undir slika útfærslu. — En látum það vera þótt rikisstjórnin hafi kosið að fara aðra leið I þessum efnum, sagði Gylfi. Alþýðuflokkurinn hefur viljað stuðla að þjóðareiningu um þetta mál og þvi heilshugar stutt þá stefnu ríkisstjórnarinnar að stækka fiskveiðilögsöguna i 50 milur. Alþýðuflokkurinn hefur einnig forðazt allar deilur um meðferð málsins á innlendum vettvangi i þvi skyni að aðstaða rikisstjórnarinnar gagnvart öðr- um þjóðum yrði sem sterkust. Siðan sagði Gylfi: Nú er hins vegar ekki hægt að komast hjá þvi að segja, að rikisstjórnin hef- ur haldið illa á málinu. I raun og veru hefur islenzka fiskveiðilög- sagan ekki stækkað neitt. Eftir að reglugeröin um 50 milna land- helgi tók gildi hafa erlend veiði- skip sótt meiri afla á íslandsmið en á jafnlöngum tima fyrir gildis- töku reglugerðarinnar. Reglu- gerðin hefur fram til þessa þvi miður veriö pappirsgagn eitt. Höfuðröksemd Islendinga i landhelgismálinu hlýtur að sjálf- sögðu að vera nauðsyn á friðun fiskistofna við island og verndun uppeldisstöðva, sem verið hafa i hættu á undanförnum árum. Jafnhliða stækkun fiskveiðilög- sögunnar hefði rikisstjórnin að sjálfsögðu átt að beita sér fyrir aukinni verndun fiskistofna og friðun veiðisvæða. Ekkert hefur verið aðhafzt i þeim .efnum. Þá hefur rikisstjórnin i meira en ár átt i samningum við rikis- stjórnir Stóra-Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands án þess að nokkuö gangi né reki og ef það kynni nú að reynast rétt, sem liklegt er tal- ið, að rikisstjórnin hafi ekki i hyggju að senda neinn málsvara til þess að flytja mál Islendinga fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag eftir að hann hefur kveðið upp úr- skurð um að hann hafi lögsögu I deilumáli íslendinga, Breta og Þjóðverja um stærð fiskveiðilög- sögunnar, þá er hætt við, að það verði Islendingum til þviliks á- litshnekkis út um viða veröld að erfitt verði fyrir að bæta siðar- meir. Alþingi Islendinga samþykkti aðild að dómstólnum og sam- þykktum hans um leið og það samþykkti aðild Islendinga að S.Þ. skömmu eftir striöið. Að sjálfsögðu getur þjóðin neitað þvi, að dómurinn hafi lögsögu i máli, sem hana snertir. Hún getur einn- ig neitað að hlita úrskurði dóms- ins, af þvi að hann sé byggður á röngum forsendum. En ef tslend- ingar senda nú engan fulltrúa til þess að flytja mál sitt, þá yrði það i fyrsta skipti i sögu dómsins, sem slikt gerðist. Það gæti engu öðru áorkað en að skaða málstað okk- ar sjálfra, fyrir utan þann álits- hnekki, sem þvi yrði samfara. Málflutningur fyrir dómnum fæli ekki i sér neina viðurkenningu á réttmæti úrskurðar dómsins á sinum tima. Enda hefur Islenzka rikisstjórnin mótmælt lögsögu dómsins. Ef við á hinn bóginn trú- um á réttmæti málstaðar okkar, eins og við sjálfsögðu gerum, þá getur málflutningur aldrei orðið til annars en góðs eins. Og jafnvel þótt við þættumst hafa ástæðu til þess að óttast að dómurinn kynni að verða okkur óhagstæður, þá er málflutningurinn gullvægt tæki- færi til þess að koma því til leiðar, að dómsuppkvaðning dragist. öllum er ljóst, að timinn vinnur með málstað Islendinga i þessu máli, eins og fjölmargir atburöir á alþjóðavettvangi hafa raunar leitt I ljós. Það er mjög liklegt, að væntanleg hafréttarráðstefna S.Þ. geri ályktanir um fiskveiði- réttindi strandrikja, sem gætu haft veruleg áhrif á niðurstöður dómsins. Ef islenzka rikisstjórnin sendir engan fulltrúa til þess að flytja hinn réttmæta málstað Islands fyrir dómnum gæti svo farið, að dómurinn felldi úrskurð sinn jafnvel þegar á þessu ári. Og þá einungis eftir að hafa hlýtt á málflutning hinna færustu mál- flutningsmanna af hálfu Breta og Þjóðverja. Ég vil ekki trúa þvi fyrr en ég tek á, að Islenzku ráð- herrarnir séu svo skammsýnir og ábyrgðarlausir aö vilja hætta á það, að Alþjóðadómstóllinn felli úrskurð i þessu lifshagsmuna- máli Islendinga jafnvel þegar á þessu ári eftir að hafa hlýtt á ein- hliöa málflutning af hálfu Breta og Þjóðverja, og án þess aö hag- nýta sér það tækifæri, sem gefst, til þess að draga úrskurð dómsins á langinn um tvö til þrjú ár eins og eflaust væri hægt með hyggi- legum málflutningi, þegar Is- lendingar eiga á að skipa einum færasta sérfræðingi veraldar I málum, sem lúta að fiskveiðilög- sögu, og væri honum vel treyst- andi til þessaðhaldaáréttmætum málstað okkar gegn málsvörum Breta og Þjóðverja. Hér er sann- arlega ekki um neitt smámál að ræða. Hér er um að ræða mál, sem örlög tslands gætu verið und- ir komin um langan aldur. Hér mun á það reyna hvers konar menn sitja við völd á íslandi. Vestmannaeyjavandinn Siðar i ræðu sinni vék Gylfi að atburðunum i sambandi við lausn Vestmannaeyjavandans og tók framferði rikisstjórnarinnar þar sem dæmi um fálm hennar, ráða- leysi og ósamstöðu. Hann sagði m.a.: I fyrstu tillögum rikisstjórnar- innar voru ekki aðeins tillögur um, að kauphækkuninni 1. marz skyldi frestað, haldur einnig á- kvæði um, að grunnkaupshækk- anir skyldu bannaðar til septem- berloka. Þar voru ákvæði um, að kaupgjaldavisitalan skyldi skert, um að söluskattur skyldi hækk- aður um 2% og eignaskattur um 30%, en hins vegar engin ákvæði um neina frestun á opinberum framkvæmdum. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefði út af fyrir sig getað fallizt á, að Vestmannaeyjavandinn yrði leystur með þvi einu að fresta kauphækkunini 1. marz til hausts. Enda hefði það fært Viðlagasjóði 2000 m.kr. tekjur eins og hann loks fékk. En þingflokkur Alþýðu- flokksins neitaði algerlega að fallast auk þess á bann við grunn- kaupshækkunum og hækkun sölu- skatts og skerðingu kaupgreiðslu- visitölu.Jafnframtkom svo i ljós, að innan stjórnarflokkanna sjálfra var alls ekki samstaða um frumvarp það, sem rikisstjórnin hafði afhent sjö manna nefndinni. Rikisstjórnin hafði ekki sitt eigið lið til stuðnings viö tillögur, sem hún þó afhenti þingnefnd. Næstu tillögur rikisstjórnarinn- ar voru þær, að hækka skyldi söluskatt um 3%, eignaskatt um 30% útsvör um 10% og nokkra hækkun á aðstöðugjaldi. 1 hinum siðari tillögum rikisstjórnarinnar voru enn engar tillögur um frest- un á opinberum framkvæmdum eða framlög úr opinberum sjóð- um þrátt fyrir tiu þúsund millj. kr. hækkun á fjárlögum á tveim árum. Gagntillögur Alþýðuflokksins voru þær, að söluskattur skyldi hækkaður um 2% — eða 1% minna, en rikisstjórnin lagði til — eignaskattur skyldi hækka um 30%, útsvör um 10%, aðstöðu- gjald skyldi hækkað og opinber- um framkvæmdum skyldi frestað sem næmi 450 m.kr. eða lækkun söluskattsins úr 3% i 2%. Eftir mikiö þóf varð samstaða um þá tillögu Alþýðuflokksins, að sölu- skattur skyldi ekki hækka nema um 2%, en að opinberum fram- kvæmdum skyldi frestað um 160 m.kr. og Atvinnuleysistrygginga- sjóður skyldi leggja fram 160 m.kr. þannig að heildartekjur Viðlagasjóðs yrðu nokkuð minni, en upphaflega var gert ráð fyrir. En aðalatriðið var þó, að sölu- skatturinn var ekki hækkaður um 1% eins og rikisstjórnin hafði lagt :il, heldur aöeins um 2%. 35. ÁRSHÁTIÐ ALÞÝDUFLOKKSFÉLAGS REYXJAVÍKUR 35. árshátið Alþýðuflokksfélags ReykjavikurverðurhaldiniGlæsibæföstudaginn9. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. DAGSKRÁ: 1. Olof Palme, forsætisráðherra Svia og heiðursgestur kvöldsins, flytur ávarp. 2. Guðrún Á. Simonar, óperusöngkona, syngur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. 3. Flutt minni kvenna. 4. Dans tii kl. 2 við undirleik hljómsveitar Hauks Morthens. Veiziustjóri: Gylfi Þ. Gislason, form. Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokksfólk! Miðar á árshátiðina verðaafhentir á skrifstofum Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, en skrifstofan veitir allar nán ari upplýsingar. Miðvikudagur 7. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.