Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS M Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt sagði hún i ávitunarrómi. — Ég vona að herra Herrick sé ekki óánægður með matinn hjá mér. Ég fullvissaði hana um að svo væri ekki og að herra Herrick hefði gert þessar ráðstafanir án minnar vitundar. Ég hefði undir- búið veizlu af allt öðru tagi, með hjálp frú Glee að sjálfsögðu. Hún sefaðist við þetta og þegar hún sá skreyttar stofurnar og alla viðhöfnina varð hún ákaflega upp með sér af þvi. Við myndum skara langt fram úrWhiteladiesog það var henni nokkurs virði. Hún varð hin ákafasta einkum þar sem henni var ætlaður drjúgur hlutur i framkvæmdunum. — Nefndu eitthvað. — Allt sem ekki er til sölu. — Þúskaltsjá til. Ég hef ákveð- fð að fara og tala við Sir Hilary. — Hvenær? — Eftir nokkra daga. — Þú ætlar bara að biða nokkra daga! Það er miki) nær- gætni en ég er steinhissa á þessu seinlæti. Hversvegna ekki að fara strax á morgun og segja: — Sir KRÍLIÐ AMUT//V SU ÖÐRU y/'s/! LJOS H/tR'bUj ÞY2KRRI BY/DJ) ft L/T/kk UHb/R vfiTn 5 yF/R BoRB/ /0 K'//r>A KRfCKLU | 2 E/HS 5 / \ 3 % [ ÚR SK/PS LBST /HN/ fí)£Ð GftKbfí mftRK f SftúT FRP SÖ/Y6 Lft Ð (jORT /R STTPfíK VÆTU t/ð t v f GER/ ÖÐftN 9 FLfíK % VftUS $k sr BjhRTfi HfWPAb I, 7 - ST/Gví/- Hilary.éghef gert yður ljóst að ég er milljónamæringur, oflátungur mesti sem vill undirstrika þessa staðreynd. Ég er reiðubúínn að borga hvað sem þér setjið upp. — Þú hefur breytzt, Nora. Stundum velti ég þvi fyrir mér hvort þú fylgir mér að málum. — Ég fylgi þér alltaf að mál- um, sagði ég. Hann brosti, skildi mig. Þetta var ástin okkar i milli, óbifanleg, óumflýjanleg. Ég gat gagnrýnt hann, hann gat hæðst að mér, það skipti engu máli. Við vorum hvort öðru ætluð og þannig yrði það alltaf. Ég hafði að visu gifzt Merðij en það hafði verið ákvörð- un Marðar. Og ég var svo nákom- in Stirling, að ég dáði með honum þennan einkennilega mann, sem hafði verið faðir hans. Stirling hafði ekki átt um annað að velja en vikja fyrir Merði — og ég átti ekki um annað að velja en láta i minnipokann fyrir Whiteladies . . . sem var gert vegna Maröar þeg- ar öllu var á botninn hvolft. En við vorum eitt — ég og Stirling. Eftir eins árs ekkjustand myndi ég veröa konan hans. Þegar hann brosti til min þetta kvöld var ég jafn sannfærð um það og ég hafði verið i hellinum þar sem við lágum hlið við hlið, en skógareldurinn geisaði yfir höfðum okkar og við héldum að við myndum aldrei komast út lif- andi. Sami skilningurinn rikti á milli okkar nú. 'I lok janúar var þolinmæði Stirlings á þrotum og hann fór á fund Sir Hilary. Ég var i bóka- stofunni þegar hann kom heim, hvitur i andliti með samanherpt- ar varir og örvæntingu i augun- um. — Hvað gerðist? hrópaði ég. — Ég var að koma frá White- ladies. — Hefur eitthvað ægilegt átt sér stað þar? Hann kinkaði kolli. — Ég geröi Sir Hilary tilboð. — Og hann hefur hafnað. Er það allt og sumt? Ég hefði getað sagt þér að svo myndi fara. Hann settist þunglega niöur og starði á tærnar á skónum slnum. — Hann segistekki geta seltaldrei. Hvað sem i boði væri gæti hann það ekki. ,,Ég sit uppi með húsið, og sama er að segja um fjölskyld- una”. Þetta voru hans óbreytt orð. Sit uppi með það! Það eru einhverjir skilmálar sem gera þeim ókleift að selja. Þeir voru settir af einhverjum ættföðurn- um, sem átti fjárhættuspilara fyrir son. Húsið verður innan ætt- arinnar, hvað sem á dynur. Mér fannst sem fargi væri af mér létt. — Þá er það úr sögunni. Þú gerðir allt sem i þinu valdi stóð og nú er þvi lokið. —Já.sagði hann. — Það litur út fyrir það. — Þú reyndir. Enginn, jafnvel ekki Mörður hefði getað gert meira. — Ég átti ekki von á þessu. — Ég veit það. En ég sagði þér að sumt er ekki hægt að kaupa. Nú geturðu hætt að hugsa um þetta og farið að snúa þér að framtiðaráætlunum. — Ég held þú sért fegin. — Ég álit það rangt að reyna að taka af fólki eitthvað sem tilheyr- ir þvi. — Hann talaði alltaf svo mikið um það. Það var ásetningur hans að við yrðum þar. — En honum var ókunnugt um þennan skilmála, var það ekki? Og ég var honum aldrei sam- mála. Hann gat haft rangt fyrir sér . . . stundum. Asetningur hans var sá að hefna sin. Það er enga hefna sin og það er rangt að hefna sin. Það er enga hamingju i þvi að finna. Hann þagði og ég vissi að hann var ekki að hlusta á mig. Hann var að hugsa um allt erfiði sitt sem unnið var fyrir gýg. Ég fórtil hans og lagði höndina á öxl hans. — Hvað eigum við að gera nú? spurði ég. — Eigum við að fara aftur til Ástraliu? Hann svaraði ekki, en hann stóð upp og lagði handleggina utan um mig. — Nora, sagði hann. Hann endurtók nafn mitt og kyssti mig á allt annan hátt en hann hafði nokkurntima gert áður. Það var ástarkoss — og ég var hamingju- söm. Ég hélt að hann yrði opinskárri eftir þetta vegna þess að við höfð- um nú látið tilfinningar okkar berlega i ljós, en sú varð ekki raunin. Stirling varð enn hlé- drægari en áður. Hann var þögull — allt að þvi þungbúinn; hann fór riðandi út einsamall. Einu sinni sá ég hann koma heim aftur og var hesturinn i svitalööri. — Þú hefur ofgert veslings skepnunni, sagði ég ásakandi og vonaði að hann segði mér hvað honum lægi á hjarta. Ég hélt mig vita það. Hann elskaði mig, en Mörður stóð á milli okkar. Mörður, faðir hans, hafði verið eiginmaður minn og þetta gerði samband okkar undarlegt. Aðstoðar lækn i sstaða Staða aðstoðarlæknisvið rannsóknadeild Landspitalans i blóðmeinafræði er laus til umsóknar. Æskilegt er, að umsækjandi hafi reynslu i lyflækningum. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5 fyrir 6. april n.k. Reykjavík, 6. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. TRÚLOFUNARMRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Allskonar prentun HAGPRENT HF. Brautarholti 26 — Reykjavik SÍMASKRÁIH 1973 Miðvikudaginn 7. marz n.k. verður byrjað að afhenda simaskrána fyrir árið 1973 til simnotenda i Reykjavik. Dagana 7.8. og 9. marz, það er frá miðvikudegi til og með föstudegi, verður afgreitt út á simanúm- erin 10000 til 26999, það eru simanúmer frá Miðbæjarstöðinni. Dagana 12. til og með 16. marz verður afgreitt út á simanúmer sem byrja á þrir, átta og sjö, það eru simanúmer frá Grensásstöðinni og nýju Breiðholtsstöðinni. Simaskráin verður afgreidd i gömlu Lögreglustöðinni i Pósthússtræti 3, dag lega kl. 9-18, nema laugardaginn 10. marz, kl. 9-12. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent a simstöðinni við Strandgötu þriðjudaginn 13. marz og miðvikudaginn 14. marz. Þar verður afgreitt út á númer sem byrja á fimm. í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póstafgreiðslunni, Digranesvegi 9. mið- vikudaginn 14. marz. Þar verður afgreitt út á simanúmer sem byrja á tölustafnum fjórir. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleirum, fá skrárnar send- ar heim. Heimsending þeirra simaskráa hefst ekki fyrr en mánudaginn 12. marz. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin 1973, gengur i gildi frá og með laugardeginum 17. marz 1973. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1972 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. BÆJARSÍMINN. FÓSTRA Staða fóstru við dagheimili Landspitalans er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir forstöðukona dag- heimilisins, simi 21354. Reykjavik, 6. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. NÁMSKEIÐ tyrir stjórnendur þungavinnuvéla Mánudag 12. marz n.k. hefst námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla sbr. 16. gr. aðalsamnings Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitenda frá 8. april 1972. Skráning þátttakenda fer fram á skrif- stofu Dagsbrúnar Lindargötu 9, simi 25633, og skrifstofu Vinnuveitendasam- bands íslands Garðastræti 41, simi 18592. Þátttökuskilyrði eru, að hlutaðeigandi hafi unnið á tæki — jarðýtu, gröfu eða krana — i a.m.k. 18 mánuði og hafi skir- teini öryggiseftirlits rikisins um vinnu á slikum vélum. Fjöldi þátttakenda hvers námskeiðs er takmarkaður við 20. Námskeiðið stendur yfir i 2 vikur (a.m.k. 80 klst.) alla virka daga frá kl. 8-17. Þátttökugjald er 2.500 kr. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofum Dagsbrúnar og Vinnuveitenda- sambandsins. Stjórn námskeiðanna Miðvikudagur 7. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.