Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 6
íslenzka áfengislöggjöfin leyfir ekki sýkladrepandi áfengismagn í brugginu Staðgreitt/ 1 ks. öl, stóð á nótunni. Nú geta Reykvikingar keypt sér efni til öl- gerðar i matvöru- verzlunum borgarinnar. Er skammtur af humli, kornflögum, malt- extrakt, geri, og fleiri efnum, sem dugar til að brugga 16 litra af öli seldur i fallegum um- búðum, og að sfálfsögðu með leiðbeiningum. Utan á pakkann er limdur miöi með „Viövörun”. Er hann með rauðu letri og fer ekki fram hjá neinum. Segir þar: Samkvæmt islenzkum lögum er óheimilt að búa til drykki, sem i er meira en 2 1/4% af vinanda að rúmmáli. Af þessum sökum skal aðeins nota 0% eða 0 gr. af sykrinum i upp- skriftinni. Notið sykurflotvog til öryggis. Þá kemur úrdráttur úr áfengis- löggjöfinni: Lög nr. 58, 24. april 1954: I. kafli 2. grein: Afengi telst samkvæmt lögum þessum hver sá vökvi, sem meira er i en 2 1/4% af vinanda að rúm- máli. III. kafli, 7 gr.: Bannað er að brugga á Islandi eða búa til áfenga drykki eða áfengis- vökva...” Ef einhver hefur haldið, að upp væru runnir nýir timar, eða eins og stundum er sagt, þeir góðu gömlu timar, i ölgerðar- og áfengismálum Islendinga, þá getur sá hinn sami strax hætt við að halda upp á það. Þetta er ekki sársaukalaust, þvi eins og segir i meðfylgjandi leiðbeiningum, erum við tslendingar með fremstu þjóðum á þessu sviði og ættum þvi að geta náð góðum árangri. Er með þessu átt við hollustuhætti og þá þekkingu á hreinlæti, sem nauð- synleg er við ölgerð. Alveg sér- staklega er slikt mikilvægt vegna þess, að ekki er fyrir hendi nægi- legt vínandamagn til þess, að það hafi sótthreinsandi áhrif, á sama hátt og i sterkum bjór. Er þess og sérstaklega getið á öðrum stað i leiðbeiningunum, að það sé hið upphaflega sykurmagn i vökvanum, sem ræður þvi, hve mikið vinandamagn myndast við gerjunina. En eins og áður segir, er brýnt fyrir væntanlegum öl- gerðarmönnum að nota aðeins 0 gr. af sykrinum i uppskriftinni. Þá er engin hætta á ferðum. FRYSTIHÚLFIÐ DJÚPFRYSTING A BÖKUNARVÖRUM Næstum þvi allar bökunar- vörur er hægt aö drjúpfrysta. Þó eru til undantekningar, svo sem eins og marengs. Bezt og handhægast er að djúpfrysta brauð og kökur eftir að bakað hefur verið, en einnig er hægt að djúpfrysta deigið óbakaö. Þegar frysta á gerdeig, þá á að nota tvöfalt það magn af geri i deigið, sem gefið er upp i upp- skriftinni. Venjulegar brauövörur, tertubotnar og kökur, sem frystar hafa verið og geymdar við — 18 stig á Celcius eftir baksturinn er hægt að geyma I 8 til 10 mánuöi. hrátt deig d.iúp- fryst i 1 -3 mánuði og mjög fitu- rikar kökur eða brauðvörur i 3 mánuði. Umbúðir: Sem umbúðir má nota plast- poka, álpappir eða hreinar álþynnur. Þíðing: Hrátt deig, sem hefur veriö formað i kökur/brauð eöa tertu- botna áður en það hefur verið fryst má setja frosið i ofninn. Steikingar- eöa bökunar- timinn á þá að vera helmingi lengri, en ella (ekki tvöfalt lengri, heldur þvi sem nemur 1/2— helmingi — af upphaflega uppgefnum bökunartima). Fullbakað brauð er hægt að þiða við stofuhita ellegar i ofni. Sé brauðvaran þidd I ofni er hætt við þvi, að hún þorni nokkuð. Umbúðirnar eru settar utan um franskbrauð, bollur o.þ.h. á meðan þau eru enn volg. Þannig verða brauðin ekki eins þurr og skorpan losnar ekki eins frá inn- matnum og ef beðið er með að pakka inn þangað til eftir að brauðvörurnar hafa kólnað. Þó verður að gæta þess að EKKI má setja þessar né aðrar mat- vörur i sjálfan frystirinn fyrr en þær hafa fullkólnað. Fransk- brauð fullþiðnar við stofuhita á ca. þrem klukkustundum, viö 170 stig á Celcíus i ofni á 45 min. Bollur þiðna við stofuhita á ca. 1 klst.,en i ofninum á ca. 10 min. Vínarbrauö, kringlur o.s.frv. fullbakast, eru látnar kólna og pakkað i álþynnur eða álpappir áður en þaé er sett I frystirinn. Sllkar bökunarvörur á að þiða I 170 stiga heitum ofni i ca. 10-15 min. 3 klst. Sykurdeigskökur (sandkökur, harðar tertur o.s. frv.) má ef vill skera I sundur og setja sultu á milli laga I eða væta I ávaxta- safa áður en þær eru frystar. Einnig má skreyta þessar kökur áður en þær eru frystar, en þó er bezt að biða með það þangað til EFTIR að þær eru orénar harð- freðnar. Þessar kökur á að þiða á svölum staö I ca. 3 klst. Gott er að hraðfrysta kransa- kökur og aðrar þurrar köku- og tertutegundir. Þær eru þiddar við stofuhita — timalengdin fer eftir stærð kökunnar. Vatnsdeigskökur má frysta með eða án fyllingar. Þegar séra Bjarni var sjötugur, sagði hann í stólræðu einn sunnudag- inn: „Hvað gera menn á sunnudögum?" Síðan ræddi hann þetta atriði fram og aftur, og komst réttilega að þeirri niður- stöðu, að þeir dagar færu fyrir lítið hjá æði mörg- um. „Og nú", sagði séra Bjarni, „þegar ég lít yfir farinn veg, sé ég, að sunnudagarnir í mínu lífi eru, hvorki meira né minna, en 10 ár ævinnar". Þetta er ekki flókið dæmi, en svona skýrt tala bara snillingar. Og sann- leikurinn er sá, að ótrú- lega margir, eru í hrein- ustu vandræðum með jafnt sunnudaga sem aðr- ar tómstundir. Saga og stundir, sem eru mörgum ekki aðeins tíu ár, heldur heil eilifð af leiðindum og sinnuleysi,einhvers staðar á milli svefns og vitundar. Þessu atriði verður að gefa gaum í fullri alvöru. Það virðist jafnvel svo, að þeir, sem komast næst þvi, að skipuleggja þann tima, sem þeir hafa aflögu frá dagsins önn, verji honum eins nytjalaust og mögulegt er, að minnsta kosti fljótt á litið. Má þar til nefna bridge, golf, sportveiði, keilu- spil, við að horfa á annað fólk hamastimargvislegum leikjum og keppnum, og svona mætti lengi telja. Ekki er þetta sagt til áfellis, og i rauninni lýsir þetta 0 Miðvikudagur 7. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.