Alþýðublaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 4
Þjóðleikhúsið:
INDÍÁNAR
Ilöfundur: Arthur Kop-
it
Þýðandi: Óskar Ingi-
marsson
Tónlist: Bent Axen
Leikstjóri: G i s 1 i
Alfreðsson
Leikmynd og búninga-
teikningar: Sigurjón
Jóhannsson
Frumsýning Þjóðleikhússins
á „Indiánum” eftir bandariska
höfundinn Arthur Kopit var til
marks um lofsver&a viöleitni
viðaðkynna islenzkum leikhús-
gestum merkilegt og timabært
samtimaverk, en hún leiddi þvi
miður i ljós, að svo viðamikið og
kröfuhart verk er ekki á valdi
leikhússins með þeim kröftum
sem það hefur á að skipa —
nema skýringin sé sú að kröft-
um leikhússins sé vitlaust beitt,
þannig að þeir nýtist ekki sem
skyldi, og þykir mér það satt að
segja álitlegri tilgáta meö hlið-
sjón af „Lýsiströtu” fyrr i vet-
ur, ,,Marat/Sade” og fleiri
verkum á árum áður.
Sýningin hlaut dauflegar
undirtektir áhorfenda, enda var
hún með köílum daufgerð og
sjaldan verulega tilþrifamikil.
Það er til dæmis einkennilegt til
upprifjunar, að hápunktar
hennar voru nokkrar stuttar
einræður, að vfsu mjög vel
samdar, en ekki það leikræna
efni sem verkið er vissulega
sneisafullt af.
„Indiánar” er leikrit i 13
atriðum, byggt á sannsöguleg-
um atburðum og persónum,
sem hefur að formlegri fyrir-
mynd eða uppistöðu hinar
geysivinsælu sirkussýningar
Williams Codys eða Vis-
unda-VilIa (Buffalo Bills), sem
hann ferðaðist með um Banda-
rikin þver og endilöng i heila
þrjá áratugi til að sýna hvitum
löndurn sinum „ósvikna indi-
ána”, baða sig i frægðarljóma
þjóðhetjunnar, græða peninga
og „hjálpa” þeim aðþrengdu
indiánum sem hann hafði átt
drýgstan þátt i að ræna lifs-
viðurværi sinu. Leikritið hefur i
sér fólgiö efni i mikið fjör, ytri
glæsibrag, lyftingu i þeim atrið-
um sem beinlinis eru stæling á
sýningu visundabanans, en inni
þau eru jafnharðan felld gagn-
hverf atriði úr hrikalegri sögu
þjóöarmorðsins á indiánum sem
eru lengstaf nátengd samvizku-
biti Buffalo Bills og magnvana
viðleitni hans við aö bæta fyrir
drýgðar syndir eða glæpi — inn-
skotsatriðin eru nánast martröð
hans sjálfs, upprifjun þeirrar
atvikarásar sem lauk með svo
hörmulegum hætti i þorpinu
Wounded Knee i desember 1890.
Einn meginveikleiki sýningar
Þjóðleikhússins fólst i þvi, að
andstæðurnar milli sirkusatriö-
anna og upprifjunarþáttanna
voru ekki nógu skýrar og gagn-
verkandi: þaö vantaði með öðr-
um orðum þann nauðsynlega
kontrapunkt sem lif verksins
veltur á. i annan stað fannst
mér túlkun Gunnars Eyjóifsson
ar á Visunda-Villa of dreifð eða
klofin, þó margt væri vel um
hana. Hann var réttiiega i senn
sjálfumglaður og samvizkubit-
inn, en sú aðkenning af falsi og
slóttugheitum i samskiptum
hans við indiánana, sem fram
kom i túlkun leikarans, var bæði
villandi og veikjandi. Leggja
hefði átt höfuðáherzlu á blinda
og sjálfhverfa einfeldni Buffalo
Bills samfara sifelldri sjálfs-
vörn hans og sjálfsafsökun, sem
i lokin gerir hann að viljalausu
verkfæri stjórnvaldanna, sem
túlkar hin opinberu sjónarmið
jafnblygðunarlaust og skósvein-
ar Nixons gera eftir afrek hans i
Vietnam, sem vitanlega eru
bein hliðstæða við þjóðarmorðið
i Ameriku á siðustu öld, enda
undirstrikar höfundur það ræki-
lega i lokaræðu Buffalo Bills.
Viö þann skort á skýrum út-
linum, sem veikti sýninguna til
muna, bættust óvönduð vinnu-
brögð dansmeistarans, Unnar
Guðjónsdóttur, sem voru fyrir
neðan virðingu Þjóðleikhússins.
Sum þessara atriða voru ótrú-
lega kauðaleg og önnur nánast
óskiljanleg, eins og til dæmis
sólardansinn og þáttur Johns
Grass i honum : þar vantaði alla
innlifun, hnitmiðun, aukþess
sem tæknileg vandamál, sem
ekki voru leyst, gerðu „ihlutun”
Grass fáránlega.
Það hvildi einhver annarlegur
drungi og slappleiki yfir sýning-
unni, þó einstaka atriði væri vel
unnið og einstök hlutverk vel af
hendi leyst. Hæst bar að minum
smekk stutta ræðu Josephs indi-
ánahöfðingja i sirkussýningu
Buffalo Bills, en Arni Tryggva-
son túlkaöi þennan brákaða
reyr af innlifun og nærfærni.
Sömuleiðis var ræða Sitting
Bulls frammi fyrir þingnefnd-
inni I meðförum Rúriks
Haraldssonar áhrifamikil og
annar hápunktur sýningarinn-
ar. Einsog fyrr segir var margt
i túlkun Gunnars Eyjólfssonar
gott, einkanlega þegar Buffalo
Bill baðar sig brosandi og
ánægður i sviðsljósinu og eins
þegar hann talar á milli þing-
nefndar og indiána. Spotted Tail
i túlkun Baldvins Halldórssonar
varð eftirminnileg persóna i
leiknum og að sinum hætti einn-
ig Geronimo i túlkun Flosa
Ólafssonar, en atriði hans i búr-
inu sýndi hvað gleggst, hve lágt
hviti maðurinn gat lagzt i kyn-
þáttaáróðrinum.
Meðal kátlegri atriöa bar
hæst farsasýninguna i Hvita
húsinu, sem var þó hvergi nærri
nægilega stilfærð eða fyndin.
Erlingur Gislason var hæfilega
grófur i gervi Villta Bills
Hickoks, en þáttur hans i grin-
inu varð alls ekki eins fyndinn
og efni stóðu til; hann varð ein-
hvern veginn utangátta. Bessi
Bjarnason var hinsvegar mjög
kátlegur i þessu atriði og raunar
einnig atriðinu með Alexiu stór-
hertogaynju i túlkun Krist-
bjargar Kjeld, sem var sömu-
leiðis spaugilegt án þess nýttir
væru til hlitar möguleikarnir
sem það bjó yfir. Þórhallur Sig-
urösson var sérlega skoplegur
túlkur stórhertogaynjunnar.
Það sem vantaði i bæði þessi
atriði var nákvæmni, hnitmið-
un, hrynjandi og ekki sizt lág-
stemmdari túlkunarháttur.
Málafærslan frammifyrir
þingnefndinni varð i rauninni
hvorki fugl né fiskur, þó ýmis
góð tilhlaup væru gerð. Eins og
fyrr segir var ræða Sitting Bulls
áhrifamikil, og indiáninn John
Grass i túlkun Jóns Gunnars-
sonar flutti mál sitt skýrt og
drengilega, en skapillska sena-
toranna og hávær rifrildistónn
stórskemmdi þessi veigamiklu
atriði. Ahrifasterkara hefði
verið að leiða i ijós vandræði og
algert skilningsleysi þessara
velviljuðu manna á hljóðlátan
og hófstilltan hátt, þannig að
þeir yrðu trúverðugir fulltrúar
þeirrar blindu „góðmennsku”
sem gerir illt verra.
Þórir Steingrimsson var
stæðilegur i gervi Custers hers-
höfðingja, sem af einhverjum
óútskýrðum orsökum rekst á
Buffalo Bill útá viðavangi eða
inni skógi (?), en hann skorti
innri þrótt og raunverulegan
hermannsbrag. Hann var nán-
ast strákslegur i einu hrottaleg-
asta atriði leiksins.
Það er semsé ljóst að nokkur
af mistökum sýningarinnar
liggja i óheppilegri hlutverka-
skipan, en önnur i skorti á hug-
myndaflugi eða hugkvæmni.
Hitt er rétt að taka fram, að
þessi vandmeðfarna sýning er
sú bezta sem Gisli Alfreðsson
hefur skilað af sér til þessa;
hann hefur greinilega lagt sig
fram og vandað vinnubrögð sin,
en verkeínið orðið honum ol'-
viða.
Leikmynd og búningar Sigur-
jóns Jóhannssonar (búningar
eru að hluta fengnir að láni frá
Stokkhólmi) voru tvimælalaust
veigamesti þáttur sýningarinn-
ar, iburðarmikil og skrautleg
ytri umgerð, en að sama skapi
„hættuleg”, þvi einmitt leik-
myndin átti stærstan þátt i að
leiða i ljós innra magnleysi sýn-
ingarinnar; hún varð glæsilegar
umbúöir um fátæklegt innihald.
Sýningin megnaði með öðrum
orðum ekki að fylla út i hinn
glæsilega ramma, og misræmið
varð þvi átakanlegra sem
ramminn var iburðarmeiri.
Þetta er dæmi um afdrifarikan
skort á samhæfingu allra
krafta, en áður var minnzt á
dansmeistarann. Sýningin var i
brotum, afþvi aðstandendur
hennar voru á tvist og bast. Að
hópatriöin skyldu að jafnaði
verða áhrifaminnstu þættir i
svona sirkussýningu segir sina
sögu. Þó væri rangt að láta þess
ógetiö, að næstsiðasta atriðið,
fjöldamorðin i Wounded Knee
og likin i snjónum, var tilkomu-
mikiö, enda héldust inntak og
umgerð þar i hendur og skópu
magnaða heildarmynd.
Þýöing Óskars Ingimarssonar
er stórslysalaus, en viða á henni
áberandi hnökrar. Hún er yfir-
leitt mjög jarðbundin og óskáld-
leg, og þegar talað er um að ein-
hver sé „nautheimskastur” er
þanþoli turigunnar vissulega of-
boðið. Þó er þýðingin hátið hjá
málfari á ýmsum textum i leik-
skrá, sem eru Þjóðleikhúsinu til
háborinnar skammar. Þegar til
eru á islenzku ágæt orð eins og
kúreki, verða setningar eins og
þessi hrein ósvifni: „Cow-
boy-inn rak nautpening. .
Þrátt fyrir ýmsar og alltof
margar misfellur á þessari upp-
færslu Þjóðleikhússins á „Indi-
ánum”, get ég ekki stillt mig um
að hvetja fólk eindregið til að
sjá leikritið, þvi það á vissulega
erindi við alla hugsandi menn
og lýsir með sérstæðum og
áhugaverðum hætti einu af
brýnustu vandamálum allra
tima: sambúð og samskiptum
ólikra hópa manna, sem hafa
sundurleita siði og lifsskoðanir.
Sigurður A. Magnússon
KARL GUÐJÚNSSON, FYRRV.
Karl Guöjónsson var gæddur
inörgum þeim kostum, sem
góöan stjórnmálamann þurfa aö
prýöa. Ilann var mjög vel gefinn
og sérstaklega vel máli farinn.
Jafnframt var hann glöggur og
gætinn. Allir, sem kynntust
honum, koinust og fljótlega aö
þvi, aö hann var maöur i.ijög góö-
viljaöur.
Þaö kom glöggt frair. I öllum
störfum Karls Guðjónssonar aö
þjóðmálum, aö hugur var allur
hjá þeim, sem höilum fæti stóðu I
lifsbaráttunni. Þeim vildi hann
leggja lið i stjórnmálastarfi sínu
og með þátttöku sinni i féiags-
málum. Grundvallarhugsjónir
jafnaðarstefnunnar voru honum
hjartfólgnar. Hann vildi, aö þeim
yrði rétt hjálparhönd, sem
skarðan hlut hefði borið frá boröi.
Sjálfur var hann fús til þess að
leggja sig allan fram um, að slikt
mætti takast.
fcg þekkti ekki til starfs Karls
Guöjónssonar sem kennara. En
ég efast ekki um. að hann hafi
ALÞINGISMAÐUR - MINNINGARORÐ
verið hið bezta til kennslustarfs
fallinn. Slik var greind hans, og
hæfileiki til að túlka mál sitt. Og
um hlýhug hans f garö nemenda
sinna þarf enginn að efast, sem
þekkti hann. Hins vegar kynntist
ég embættisfærslu hans, eftir að
hann var oröinn fræðslustjóri i
Kópavogi. Þá kom I ljós, að hann
var nákvæmur og glöggskyggn
embættismaður, sem lagði mála-
leitanir sinar óvenjulega Ijóst
fyrir og hlaut þvi ávallt góöa
áheyrn.
Kari Guðjónsson hafði mikinn
áhuga á tóniist og var einn af for-
ystumönnum i þeim ágæta
féiagsskap, sem islenzkar iúðra-
sveitir eru. Hann haföi næman
tónlistarsmekk, og hefði eflaust
kosið aö geta helgað þessum
hugðarefnum slnum meiri tima
en aðstæöur voru til.
i ræöu, sem Olof Palme for-
sætisráðherra hélt hér I Reykja-
vik I siðustu viku, minntist hann á
gagnrýni, sem velferðarhug-
sjónin og velferðarríkiö yröi nú
fyrir vlða um iönd. Menn segöu
nú oft: Þú átt ekki að spyrja, hvað
rikið geti gert fyrir þig. Þú átt að
spyrja, hvað þú getir gert fyrir
sjálfan þig. En Palme sagði, aö
ekki mætti gleymast, aö menn
spyrðu, hvað þeir gætu gert fyrir
aðra.
Undir þessi orð heid ég, að Karl
Guöjónsson hefði getað tekiö af
öllu hjarta.
Gylfi Þ. Gislason.
Jóhannsson listmálari — Kveðjuorð
Freymóður
Gerö er útför Freymóðs Jó-
hannssonar listmálara i dag frá
Fossvogskapellu, en hann andað-
ist 6. þ.m. I Borgarspitalanum
eftir stranga legu.
Freymóður var Eyfirðingur að
ætt og uppruna, fæddur að
Stærra-Arskógi viö Eyjafjörð
hinn 12. septeinber 1895, þvi 77
ára er liann iézt. Freymóður
Jóhannsson varð landskunnur
maður bæði sem listmálari, höf.
danslaga og texta undir nafninu
12. september og félags-
málafrömuöur.
Freymóður hlaut uqdirstöðu-
menntun sina I gagnfræðaskólan-
um á Akureyri, en þaðan útskrif-
aöist liann áriö 1915. Um skeið
eftir aö hann lauk námi i gagn-
fræöaskólanum, stundaði hann
farkennslu á Árskógsströnd,
heimabyggð sinni, og þótti dug-
mikill og áhugasamur kennari.
Slöan hleypti Freymóöur heim-
draganum og hélt til Kaup-
maunahafnar. svo sem leiö
margra ungra Islendinga lá, til
frekara náms. Þar stundaði hann
almennt máiverkanám og hlaut
sveinspróf frá Teknisk Selskabs
Skole og hélt síðan áfram námi
við danska listaháskólann um
tveggja ára skeiö. Sem listmálari
var Freymóður þjóðkunnur eins
og áður segir og hélt hann fjölda
sýninga bæði hérlendis og erlend-
is, og hlaut fyrir bæði lof og viöur-
kenningu. A sviði félagsmála var
þáttur hans eigi síöur mikill og
góöur.
Ahugi hans á leiklist var ótvi-
ræður og átti hann sæti I stjórn
Leikfélags Reykjavíkur um ára-
bil og var framkvæmdastjóri þess
um skeiö. En sú félagsmálahreyf-
ing sem hvað mest var honum
hugstæðust, var bindindishreyf-
ingin og henni fórnaöi hann tima
sinum ómælt. Starf hans innan
góðtemplararegiunnar var ekki
skorið við nögl, bæði sem forystu-
maður stúku sinnar og svo á öðr-
um sviðum m.a. I húsráði templ-
ara, þar sem hann var formaöur
árum saman og ekki sizt I
skemmtanastarfi reglunnar inn-
an S.G.T., en sú deild reglunnar
átti mjög hug hans. Vissulega var
sá þáttur reglunnar ekki hvaö slzt
mikilsveröur að efna til og standa
aö skemmtunum sem fóru fram
að hætti siðaðra manna og án
áfengis. Mátti segja að skemmt-
anir S.G.T. m.a. undir forystu
Freymóðs Jóhannssonar væri
sem óasi i þvi áfengishafróti sem
einkennir flestar dansskenimtan-
ir nú til dags. Freymóði Jóhanns-
syni og öðrum sllkum forystu-
mönnum sem lagt hafa nótt viö
dag i störfum sinum á umliönum
árum fyrir hugöarmál sin og hug-
sjónahreyfingar, sem þeir á unga
aldrei bundust trúnaði viö, verða
seint þökkuö störfin og það for-
dæmi sem þeir gáfu.
Um leið og ég kveö Freymóð og
þakka honum samstarf liöinna
ára I blíðu og stríðu flyt ég konu
ihans og börnum n.inar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Einar Björnsson.
Vegna mistaka féll
birting þessarar minn-
ingargreinar niöur í gær.
Eru hlutaöeigendur
beðnir velviröingar á því.
Miðvikudagur 14. marz 1973